Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. Spumingin Ætlar þú í sólarlandaferð í sumar? Lesendur Heilbrigðisþjónusta við fanga: Ókleif ur kostnaður J.S.S. skrifar: Ég er einn þeirra sem hef þurft að afplána refsingu í fangelsi hér á landi. í þessu tilviki var um að ræða þriggja mánaða dóm, afplánaöur í fangelsinu á Litla-Hrauni. Á meðan ég dvaldi þarna, þurfti ég að gangast undir smá aögerð sem vart er í frá- sögur færandi, ef ekki hefði komið til óheyrilega hár, og að mínu mati ósanngjarn, reikningur frá læknin- um sem aögerðina framkvæmdi. Fyrir tveggja mínútna skoöun þurfti ég að greiða 900 kr. og í fram- haldi af því var ég boðaöur aftur að viku liöinni. Þá var umrædd aögerð framkvæmd og tók aðeins fáar mín- útur. Aftur þurfti ég að greiða 900 kr. Þetta er há upphæð fyrir fanga sem hefur 1.500 kr. á viku í laun. - Ég hélt að þeir menn sem enga mögu- leika hafa á að vinna sér inn hærri laun nytu einhvers konar verndar gegn sérfræðikostnaði, a.m.k. þeirr- ar, að ríkið sæi um að greiða þá þjón- ustu fyrir skjólstæöing sinn. Það virðist hins vegar engin leið til að fá leiðréttingu á þessu, og því miður gildir þetta um alla heilbrigð- isþjónustu sem fangar þurfa á að halda. Þar með er talin tannlækna- þjónusta og öll önnur sérfræðiþjón-- usta. - Hvemig á maður með áður- nefnd laun að rísa undir þessu auk annarra nauðsynlegra aðfanga, svo sem e.t.v. tóbaks og símkostnaðar? Það raunalega við þetta er aö ekk- ert þýðir að bera sig upp við yflr- menn fangelsisns, þar fást engin við- hlítandi svör, heldur sagt að svona sé þetta samvæmt gildandi reglum um fangelsismál. En þessi þáttur er þó aðeins einn af mörgum öðrum þáttum í fangelsismálum sem er í algjörum ólestri. Ég skora á ráða- menn þessa lands að bæta úr að- búnaði, svo og réttarstöðu fanga. Þeir eru menn með sömu þarfir og aðrir, en hafa hvorki aðstöðu né fé til aó njóta sjálfsagðrar heilbrigðis- þjónustu, sem frjálsir menn njóta. Kristrún Kristinsdóttir nemi: Ég ætla til Ástralíu í sumar og vera þar í ár. Langur byggingartími íbúða: Stytting á tíma þýðir sparnað Bestu matvælin hér heima Valgerður Guðmundsdóttir húsmóð- ir: Nei. Pétur Guðmundsson lögregluþjónn: Nei, það er ekkert á dagskránni. Helgi Sigurjónsson skrifar: Ég las fróðlega grein í DV sl. flmmtudag eftir Stefán Ingólfsson um byggingarkostnað hér á landi og nauðsyn þess að lækka hann og stytta byggingartímann. Þetta er nokkuð sem húsbyggjendur þurfa að gefa gaum, og þeir geta gert ýmislegt til að stuðla að hvoru tveggja. Eins og Stefán bendir á í grein sinni, tók það menn ekki nema nokkra mánuði að byggja einbýlis- hús fyrir hálfri öld. Þau hús, t.d. hér í Reykjavík, eru mörg hver best byggðu húsin og hafa staðið af sér alla nútima kvilla, svo sem alkalí- skemmdir og þakleka, sem nú hijá flestar nýrri byggingar. - Á seinni árum hefur tekið allt að 30 mánuði að byggja blokkaríbúð, og hátt á fjórða ár að byggja venjulegt ein- býlishús! Allt þetta gerir það að verkum að byggingar verða óhemju dýrar hér og ekki lækka lánin með vaxtabyrði og verðbótaþætti. Ég er þess fullviss að nú er rétti tíminn til að gera veru- legt átak í því að lækka byggingar- kostnað og stytta byggingartíma. Nú þegar tími verkefnafátæktar rennur upp hér, stuðlar hann að því að hægt verður að velja úr þá verktaka sem vilja aðlaga sig breyttum tímum og Húsbyggjendur verða sjálfir að þrýsta á verktaka og byggingameistara. leggja metnað sinn í að skila traust- um byggingum á sem skemmstum tíma. Staðreyndin er að fólk veigrar sér við að leggja í að byggja á eigin spýt- ur (sem er skref aftur á bak) en þykj- ist betur sett með aö festa sér íbúð eða hús með þeim afarkostum sem enn eru við lýði á húsamarkaðinum. - Hvaö verður svo ofan á er óljóst, en það er einungis í valdi lands- manna sjálfra að lækka byggingar- kostnaðinn. Engin stjómvöld og ekk- ert húsnæðisapparat getur eða hefur skilning á að þrýsta þessum kostnaði niður með valdi. Húsbyggjendur verða að þrýsta á verktaka og bygg- ingameistara með framboðs- og eftir- spurnarlögmálinu, skipta við þá eina sem sýna viljann í verki og koma til móts við viðskiptavini sína. Það em þeir sem borga brúsann. I. G. skrifar: Það var lærdómsríkt að horfa á sjón- varpsþáttinn um búskaparhætti á Bretlandseyjum. Bretland er þó ekk- ert einsdæmi um svona matvæla- framleiðslu, þótt þarna hafi verið sýnt hvað við ættum aö forðast í lengstu lög. í hænsnabúunum, sem sýnt var frá, var svo þröngt að segja má að vesalings dýrin hafi verið hvert ofan á öðru, enda var allt löðr- andi í salmonellu-sýklum og öðmm viðbjóði þarna. - Síðan var öllum skítnum ekið til nautgripabúanna. Til þess að allir íbúar Bretlands lægju nú ekki alveg flatir í dúndr- andi niðurgangi, var einhveijum kynstmm af lyfjum, aðallega fúkka- lyfjum, dælt í fénaðinn allan ársins hring. - Já, þetta voru „ódýru“ kj úkl- ingarnir sem alltaf er verið að tala um að við megum til að flytja inn. - Og svo tala menn um dásamlega góða nautakjötið, sem sé svo ódýrt, t.d. í Bretlandi, og að við verðum líka að fá að flytja það inn. Vita menn yfir- leitt nokkuð hvað þeir era að tala um þegar krafist er innflutnings á kjöti frá Evrópu? Elfa Benediktsdóttir skrifstofumað- ur: Nei, það ætla ég ekki. Hrafnhildur Loftsdóttir búðarkona: Nei, alveg örugglega ekki, ég feröast frekar innanlands. Þórunn Lárusdóttir: Nei, ekki í sum- ar, ég fer frekar i slíkar ferðir á vor- in og haustin því ég vil vera á ís- landi á sumrin. Islenska kjotið er heilbrigö og goð fæða, segir bréfritari. íslenska kjötið er svo langt fyrir ofan þetta breska kjöt, hvað gæði snertir, að óþarfi ætti að vera að ræða það. En kunnum við að meta það? Okkar ómengaða kjöt, sérstak- lega dilkakjötið - og reyndar hrossa- kjötið einnig, er heilbrigð og góð fæða. Kjúklingakjötið okkar er án efa einnig betra en annars staðar. Við ættum því að hætta þessu hjah um innflutning á kjöti, við fáum það hvergi betra en hér. 13 V Samstaðatil skammar-í Kaupmannahöffn Ólafur Jónsson skrifar: Ég veit ekki um aðra, en mikið varð ég sár og reiður, þegar ég heyrði, að fuUtrúar íslensku stjómmálaflokkanna hefðu valið Kaupmannahöfn sem sameigin- legan Uúndarstað fyrir fyrsta íf amboðsfundinn fyrir næstu al- þingiskosningar. - Þetta var veralegá ósmekklegt af islensk- um stjórmnálamönnum. Meira aö segja var upplýst um nýtt framboð, sem enginn hafði áður heyrt um. íslenskir kjósendur og almenn- ingur hér á þessa niðurlægingu sannarlega skilið, ef hann tekur þessum löðrungi þegjandi. Hvaða ríkisstjórn gæti verið þekkt fyrir að fara til einhvers erlends ríkis til að byija kosningabaráttu sína? Ekki Bretar, ekki Danir, ekki stjómmálamenn frá nokkra öðru landi en íslandi. Erfforsetaembætt- iðmisskilið Gísli Ólafsson skrifar: Það hefur komiö fram í fréttum, að váraforseti Sovétríkjanna virðist kenna forseta íslands um, að íslendingar ganga fram fyrir skjöldu í að viðurkenna Litháen. - „Það er allt í lagi að Vigdis Finn- bogadóttir spretti úr spori í mara- þoni, en hún ætti að fara sér hægar í stjórnmálunum en hún hefur gert,“ sagði varaforseti Sovétríkjanna í viðtali við sænska fréttastofu, er viðurkenn- ingu íslands á Litháen bar á góma, Hér heima hefur ekkert svar verið birt annað en það að vara- forsetinn virðist hafa misskilið íslenska stjórnskípan, er hann kennir íslenska forsetanum af- skiptin af Litháen. - En er ís- lenska forsetaembættið bara ekki misskilið af fleirum? Hverfaframboð, ný oggóðhugmynd Kristinn skrifar: Ég tek undir hugmynd Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar alþm. um sérstakt hverfaframboð í Breið- holti og öðrum íbúahverfum borgarinnar í næstu alþingis- kosningum. Einmitt til að leggja áherslu á fækkun þingmanna, einmenningskjördæmi og þar ■með jafnan kosningarétt fyrir Reykvíkinga og aöra landsmenn. - Eg furða mig á hve lítið hefur veriö rætt um þessa hugmynd. Hugmyndin er djörf, gengur þvert á alla gömlu flokkana og hristir ærlega upp í löngu úreltu flokkakerfi hagsmunagæslunn- ar. Svona framboð getur látið gott af sér leiða. - Hún á örugg- lega marga fleiri stuðningsmenn. Komaekki skátarnir? Knútur hringdi: Það er oft gaman aö heyra framámenn okkar afgreiða spurningar þegar þeir koma fram í opinberam viðtölum. Margir þeirra era stirðir í málfari og þungt um tungutak. - Sumir eru þó alltaf með á nótunum og verð- ur aldrei svars vant eða athuga- semdar þegar fjölmiölar era ann- ars vegar. Nýlega birtist forsætisráðherra á skerminum ásamt umhverfis- ráðherra, sem var að sækja sorp til hins fyrmefnda (nú er það í tísku að ráöherrar hirði sorp hver frá öðrum). Fréttamenn og ljósmyndarar voru á staðnum. - Allt í einu spuröi forsætisráð- herra upp úr eins manns hljóöi: „Koma ekki skátarnir?“ - Mér fannst þetta alveg dýrðleg setning úr munni ráðherrans. Eða hvað finnst ykkur?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.