Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Stríðið er ekki um Kúvæt Tvisvar hefur framvinda stríðsins við Persaflóa ógnað tökum bandamanna á sjálfri framvindunni. í fyrra skiptið gerðist það, þegar eldflaugar Saddams Hussein hittu ísraelskar borgir. Þá var um tíma hætta á, að ísra- el flæktist inn í stríðið, en því tókst að afstýra. í síðara skiptið reyndi Gorbatsjov Sovétforseti að leika tveimur skjöldum með því að lýsa almennum stuðningi við markmið bandamanna, en búa um leið til lausn, sem hefði þýtt, að Sovétríkin hefðu Saddam Hus- sein að skjólstæðingi og birgðu hann vopnum að nýju. Þetta tókst ekki. Bandamenn höfnuðu milligöngu Gorbatsjovs á kurteisan hátt og héldu áfram ætlunar- verki sínu. Hingað til hefur allt gengið í samræmi við þá kenningu, að írakar standi ekki að baki Saddam Hussein, heldur þjóni honum af ótta og skelfmgu. Venjulegir hermenn og liðsforingjar í her Saddams Hussein hafa engar vöflur. Þeir hreinlega gefast upp um leið og þeir eru vissir um, að eftirlitsmenn harðstjór- ans skjóti þá ekki í bakið. Einu hermennirnir, sem verj- ast, eru í sérþjálfuðum lífvarðasveitum foringjans. Úr því að bandamenn hafa komizt yfir þröskulda ísra- els og Sovétríkjanna, er mikilvægt, að þeir komist líka yfir þriðja þröskuldinn, Kúvæt. Það er að segja, að þeir líti ekki á frelsun Kúvæt sem niðurstöðu stríðsins, held- ur felist hún í að hrekja Saddam Hussein frá völdum. Stríðinu má ekki Ijúka með því einu, að bandamenn nái Kúvæt á sitt vald og komi þar á skaplegu stjórnar- fari. Stríðinu lýkur nefnilega ekki í raun fyrr en gengi Saddams Hussein hefur verið komið frá og efnt hefur verið til réttarhalda yfir helztu mönnum þess. Enginn minnsti vafi er á, að Saddam Hussein og fylg- ismenn hans hafa framið bæði stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, þar á meðal glæpi gegn vistkerfi mann- kyns. Margir aðrir hafa að vísu framið slíka glæpi, en þetta gengi er eitt hið versta, sem sézt hefur. Réttarhöld mundu hjálpa fólki til að átta sig á, hve hroðalegt er stjórnarfar í sumum löndum. Þau mundu líka hjálpa öðrum harðstjórum til að átta sig á, að slíkt stjórnarfar getur um síðir haft alvarlegar afleiðingar fyrir harðstjórann sjálfan og sérsveitir hans. Þetta stríð hefur kostað mikið og á eftir að kosta mikið enn. Mikilvægt er, að sem mest fáist fyrir fórnirn- ar, sem færðar hafa verið. Sigurinn yfir Saddam Hus- sein ber að nota til að koma á betri venjum í samskipt- um þjóða og í samskiptum yfirvalda við borgarana. Samkvæmt stofnskrá og mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna eru til reglur um lýðréttindi, sem ekki eiga að þurfa að vera sérstaklega vestrænar, held- ur hafa algilt innihald. Þessar reglur mættu gjarna síast í gegn í heimi íslams og í þriðja heiminum. Á velgengnistíma Saddams Hussein var hann studdur minnihluta íslama, nema í Jórdaníu og hugsanlega í einhverjum ríkjum Norður-Afríku. í fjölmennustu ríkj- unum, svo sem Egyptalandi og Tyrklandi, var ekki nein umtalsverð andstaða gegn aðgerðum bandamanna. Þegar kemur í ljós, að Saddam Hussein er pappírstígr- isdýr, mun stuðningur við hann hjaðna meðal íslama um allan heim. Mikilvægt er að nota fall hans til að koma á framfæri því sjónarmiði, að mannréttindi og lýðréttindi henta íslömum eins og öðru fólki. Úr því að bandamenn komust yfir þröskulda ísraels og Sovétríkja í Persaflóastríðinu geta þeir líka komizt yfir þann þriðja, að stríðið snúist bara um Kúvæt. Jónas Kristjánsson Þjóðræknisfélag íslendinga var stofnað fyrir meira en hálfri öld, 1. desember 1939. Það var stofnað til þess að auka tengsl og efla sam- hug með íslendingum búsettum á íslandi og íslendingum sem voru búsettir í öðrum löndum. Þá var talið að um fimmtungur íslensku þjóðarinnar ætti heima annars staðar en í eigin landi. Um þessar mundir er að hefjast á vegum stjórnar Þjóðræknisfé- lagsiris umfangsmikil upplýsinga- öflun og skráning íslendinga sem eru búsettir erlendis. Talið er aö þeir sem eru íslenskir eða eiga ætt- ir sínar að rekja til íslands og eru búsettir annars staðar en á íslandi séu um það bil jafnmargir og fjórð- ungur þjóðarinnar, sem býr í eigin landi. Um þjóðræknismál og þegnana: Stjórnkerfið rotið og úrelt Það er eitt aðalmarkmið Þjóð- ræknisfélagsins að efla tengslin við þetta fólk og mætti skrifa langt mál um það, m.a. sinnuleysi margra aðila sem beinlínis eiga hagsmuna að gæta í þessu sambandi en það er ekki ætlunin að gera það að þessu sinni. Hins vegar leiðir.það hugann að því með hveijum hætti við getum eflt þjóðræknismál hér heima fyrir, meðal okkar sjálfra. Hvemig lifum við lífmu þessar fáu sálir sem byggjum þetta ágæta land, ísland? Hvemig sameinast 250 þúsund manns um að búa í litlu landi norður í hafi? Hvaða mögu- leikar eru til þess að við getum lif- að góöu lífi hér? Hvaða stjórnkerfi hentar okkur best, - hvað kostar að búa hérna, hver er kostnaðurinn við samneysluna, - hverjir em tekjumöguleikarnir, - hvaöa áherslur á að hafa í samfélaginu? Stefnan er ekki rétt Það fer víst ekkert á milli mála að allir vilja búa við efnahagslegt sjálfstæði. Leiðir til þess að ná því takmarki em margar og ekki allar vænlegar til árangurs. Mín skoðun er sú að í mörgum meginatriðum séu rangar áherslur í íslensku samfélagi. Við höfum líka oft heyrt sagt að það ætti ekki að vera meiri vandi að reka „ís- land“ en þokkalega stórt fyrirtæki eins og þeir gera víða úti í hinum stóra heimi. I stórum fyrirtækjum, og reyndar litlum líka, eru starfs- menn ráðnir til þess að gegna hin- um ýmsu störfum og er þá auðvitaö alltaf gert ráð fyrir því að hver og einn starfsmaður vinni fyrirtæki sínu gagn og taki þátt í að efla það og styrkja svo afkoman verði eins góð og unnt er. Hvemig er það hjá okkur á „ís- landi“ - skyldi hver og einn sam- félagsþegn (starfsmaður) vinna í réttri deild og að sameiginlegum hagsmunum allrar heildarinnar? Þessari spurningu svara ég neit- andi og ástæöan er sú að mér finnst áherslurnar í íslensku samfélagi ekki réttar að öllu leyti. Það er hins vegar alveg ljóst að þeir sem veljast til forystu í stjórn- málum eru allt annarrar skoðunar. Stjórnmál á íslandi og stjómsýsla er með þvílíkum ólíkindum að manni rennur það til riíja og lætur sig meira að segja hafa þaö að skrifa um það í blöð. Tökum æðstu stjórn landsins. í ríkisstjóminni sitja ellefu ráðherr- ar úr fjórum stjórnmálaflokkum. Þessir fjórir stjómmálaflokkar gætu út af fyrir sig alveg eins verið einn og sami flokkurinn því stefna þeirra allra er nánast sú sama nema þegar þeir verða að búa eitt- hvað ánnað til til þess að greina sig -breytumþví KjaHarinn Jón Ásgeirsson formaður Þjóðræknisfélags íslendinga frá öðrum. Auk þess er nú einn þessara flokka alls ekki til lengur en engu að síður sitja tveir menn í ráðherrastólum í nafni flokks sem eitt sinn var til. Það er auövitað fáránlegt. Og þetta leiðir hugann að því að nú er engu líkara en menn komist á þing út á rétt rúmlega hundrað atkvæði og það í sjálfri höfuöborg landsins. Það er auðvitað hneyksli. Fleiri dæmi mætti nefna. Niðurskurður í alvöru Ég er þeirrar skoðunar að fækka eigi alþingismönnum úr 63 í 33. Alþingi eigi að starfa allt árið í einni málstofu. Breyta eigi kosn- ingaíöggjöfinni þannig aö kjósend- ur fái meiri tækifæri til þess að kjósa einstaklinga fremur en flokka, - að kjósendur geti valið til starfa á Alþingi þá menn sem þeir treysta best til þess að fara með löggjafarvaldið. Framkvæmdar- valdið á auðvitað ekki að vera í höndum Alþingis eða þingmann- anna sjálfra, það er fólkið í landinu sem á að fara með framkvæmdar- valdið. Ráðherrar ættu ekki að vera fleiri en fimm, forsætisráðherra, at- vinnumálaráðherra, utanríkisráð- herra, fjármálaráðherra og dóms- málaráðherra. Hagsmunasamtök sjávarútvegs- ins og sjómenn geta séö um sjávar- útvegsmálin, Landlæknisembættiö um heilbrigðismálin, ferðamálaráð um samgöngumálin, Félag ís- lenskra iðnrekenda um iðnaðar- mál, kennarasamtökin um menntamál o.s.frv. Kjósendur eiga að hafa miklu meiri og beinni áhrif á val forsætis- ráðherra heldur en nú er, nú veit maður aldrei hver endar í embætti forsætisráðherra og skiptir þá raunar engu máli hvaða flokk mað- ur hefur kosið. Og svo á forsætisráðherra að bera ábyrgð á og velja sjálfur meðráð- herra sína og hann á þá að hafa alveg frjálsar hendur og hann á að hafa að leiðarljósi að til þeirra embætta veljist athafnamenn með þekkingu á viðkomandi málaflokk- um. Og forsætisráðherra á að stjórna sínum mönnum eins og for- stjóri, - hann á að ráða þá og hann á að reka þá, ef þeir standa sig ekki nógu vel. Komandi kosningar Það er með nokkrum kvíða að maður horfir til næstu kosninga til Alþingis. Að undanfórnu hafa póli- tíkusar verið önnum kafnir við aö tryggja sig í sessi og láta þá einskis ófreistað til þess að komast á þing. Skoöanakannanir, forval og ann- ar bófahasar, prófkjör, opin og lok- uð, allt er þetta að ganga yfir kjós- endur þessar vikurnar. Og svo gengur maður að kjörborðinu hundóánægður og kýs gamla flokk- inn sinn. Er ekki kominn tími til að breyta þessu? Jú. Við eigum að hugsa meira um þjóðræknismál. Við eigum að hugsa um landið okkar sem við eigum í sameiningu, auðlindir landsins og nýtingu þeirra, sam- kostnað þegnanna allra og þátttöku þeirra allra í lýðræðislegri skipt- ingu lífsgæða og lífeyris. Viö eigum að beita okkur fyrir róttækum breytingum á stjómsýsl- unni í landinu og auka frelsi ein- staklinganna til lýðræðislegrar þátttöku um hvaða stefnu eigi að fylgja viö rekstur búsins. Það pólitíska kerfi, sem við búum nú við, er bæði rotið og úrelt, - breytum því. Gangið í Þjóðræknisfélagið. Jón Ásgeirsson „Viö eigum að beita okkur fyrir róttæk- um breytingum á stjórnsýslunni í landinu og auka frelsi einstaklinganna til lýðræðislegrar þátttöku um hvaða stefnu eigi að fylgja við rekstur bús- ins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.