Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. Fréttir Danskeppni í gömlu dönsunum: Meiri þátttaka en menn óraði fyrir Danskeppni í gömlu dönsunum fór fram á Hótel íslandi síöastliöinn sunnudag og var þátttaka mjög góö. Alls tóku 174 pör þátt í keppn- inni og skiptist aldur keppenda í 6 flokka. Þaö var Dansráð íslands sem stóð fyrir keppninni og til stendur að endurvekja hana en danskeppni sem þessi hefur ekki verið haldin síöan 1984. Hermann Ragnar Stefánsson danskennari segir aö þátttakan hafl veriö miklu meiri en nokkurn hafl óraö fyrir og ljóst sé aö áhugi fyrir gömlu dönsunum sé mikill. „Það sem kom mér mest á óvart var hversu stór hópur það var sem dansaði vel. Þetta var virkilega hörö keppni þannig aö þaö var stíll, fágun og útfærsla á sporum sem gerði útslagiö." íslandsmeistarar í hverjum flokki fengu farandbikar en einnig fengu sigurvegararnir silfurskjöld sem dansskólinn þeirra geymir. Þá fengu allir sigurvegarar verð- launapeninga og allir þátttakendur fengu viöurkenningarskjal, undir- ritað af Dansráði íslands. í flokki 7 ára og yngri urðu sigur- vegarar ísak Halldórsson og Ste- fanía Tinna Miijevic frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar, í flokki 8-9 ára sigruðu Helgi Eyjólfsson og Helga Bjarnadóttir frá sama dans- ' Mjög góð þátttaka var í Danskeppni i gömlum dönsum sem haldin var á Hótel íslandi á sunnudaginn. DV-mynd GVA skóla, í flokki 10-11 ára sigruðu Daníel Traustason og Hrefna Rósa Jóhannsdóttir frá Dansskóla Her- manns Ragnars, í flokki 12-15 ára sigruðu Hafsteinn Snæland Grét- arsson og Unnur Berglind Guð- mundsdóttir frá Dansskóla Her- manns Ragnars, í flokki 16-24 ára sigruðu Ragnar Sverrisson og Anna Björk Jónsdóttir frá Dans- skóla Jóns Péturs og Köru og í flokki 26 ára og eldri sigruðu Ragn- ar Hauksson og Eygló Alexanders-. dóttir frá Nýja dansskólanum. -ns Merming__________________________ Stjömubíó - Pottormarnir: ★ !/2 í leit að söguþræði John Travolta ásamt börnunum Mikey og Julie, en hugsanir þeirra eru túlkaðar af Bruce Willis og Roseanne Barr. Pottormarnir (Look Who’s Talking Too) er framhald hinnar vinsælu kvikmyndar Pottorm- ur í pabbaleit. Það sem gerði pottorminn eina vinsælustu kvikmyndina á síöasta ári, var fyrst og fremst sú sniðuga og frumlega hugmynd að láta fullorðinn túlka hugsanir barns og Bruce Willis tókst að skila þessu hlutverki með mikl- um sóma. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Gallinn var að handritið var ekki nógu gott, ef undanskilið er allt sem viðkom pottorminum sjálfum. Það handrit er þó hátíð miðað við hvaö handritshöfundar bjóða upp á í Pottormum. Söguþráður er nánast enginn og er ótrúlegt, svo ekki sé meira sagt, hvað handritshöfundar hafa verið sneyddir öllum textahugmyndum fyrir eldri leikarana til að byggja karakter sína á. Pottormar er byggð upp á mismunandi góðum atriðum sem engan veginn mynda heild. Trompið, sem aðstandendur myndarinnar hafa ætlað að treysta á, er lítil systir sem kemur í heiminn og eru hugsanir telpunnar túlkaðar af þeirri holdmiklu leikkonu Roseanne Barr. Túlkar hún ágætlega litla krílið en bætir engu við sem ekki kom fram hjá stráknum í fyrri myndinni. Áhorfendur fá í byrjun nánast endur- tekningu á byrjunaratriði fyrri myndarinnar þar sem sæðisfrumur brjóta sér leið í átt að skotmarkinu. Mikey, litli pottormurinn úr fyrri myndinni, hefur nú það ábyrðarhlutverk að vera stóri bróðir og tekur það alvarlega. Hann á nú einnig vin, Eddie, sem fræöir hann um ýmislegt, meðal annars það að það er ekki svo sniðug hugmynd að pissa og kúka í klósett. í Pottormum er mikið gert úr samskiptum barnanna og hvað þau hugsa, en Kirstie Alley og John Travolta eru í hálfgerðum aukahlut- verkum, enda úr engu að moða. Til að leyna þeirri staöreynd er fyllt upp með þekktum dæg- urlögum og búin til atriði í kringum þau og meira segja reynt að vekja upp diskókónginn John Travolta í einu atriðinu. Allir krakkarnir sem koma við sögu eiga skil- ið hrós fyrir eðlileg viðbrögö og kvikmynda- tökumennirnir fyrir að ná þessum eðlilegu við- brögðum á filmu. Mikill húmor, sem kemur frá börnunum, er í textanum og gat ég ekki betur séð en að börnin, sem voru fjölmörg í salnum, skemmtu sér hið besta en lítið var um hlátur hjá fullorðnum. POTTORMAR (LOOK WHO’S TALKING TOO) Leikstjóri Amy Heckerling. Handrit: Amy Heckerling og Neal Israel. Kvikmyndun: Thomas Del Ruth. Aðalhlutverk: John Travolta, Kirstie Alley og Olympia Dukasis. Raddir: Bruce Willis, Roseanne Barr, Damon Wayans og Mel Brooks. Leyfö öllum aldurshópum. • -HK 31 Vedur Suðaustanátt, viðast stinningskaldi eða allhvasst í fyrstu en lægir siðan norðanlands og austan. Rigning austast á landinu i fyrstu en siðan léttir heldur til á Norður- og Austurlandi en suðvestanlands verða skúrir og siðar él. Veður fer smám saman kólnandi i dag, fyrst suðvestanlands. Akureyri hálfskýjaö 5 Egilsstaðir rigning 7 Hjardarnes rigning 6 Galtarviti léttskýjaó 7 Keflavíkurflugvöllur skýjaö 5 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 5 Raufarhofn alskýjaó 5 Reykjavik hálfskýjað 5 Vestmannaeyjar úrkoma 6 Bergen léttskýjaö -2 Helsinki snjókoma 1 Kaupmannahöfn léttskýjaö 0 Osló léttskýjað -1 Stokkhólmur snjóél 0 Þórshöfn alskýjaö 7 Amsterdam þoka 2 Barcelona þokumóóa 6 Berlin þokumóða 1 Feneyjar þokumóöa 5 Frankfurt þoka 0 Glasgow súld 9 Hamborg þoka 0 London mistur 9 LosAngeles alskýjaö 14 Lúxemborg þoka 3 Madrid heióskirt 1 Malaga þokumóöa 7 Mallorca þokumóða 3 Montreal heióskirt -15 Nuuk sn/ókoma -16 Orlando rigning 17 Paris þoka 6 Róm lágþokubl. 4 Valencia þokumóöa 6 Vin þokumóöa 2 Winnipeg alskýjaö -13 Gengið Gengisskráning nr. 39. 26 febrúar 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 55,110 55,270 54,690 Pund 106,721 107.030 107.354 Kan. dollar 47.799 47,938 47,027 Dönsk kr. 9,4935 9.5211 9,5553 Norsk kr. 9.3367 9.3638 9,4034 Sænsk kr. 9,8017 9.8301 9.8416 Fi. mark 15,0924 15,1362 15,1896 Fra. franki 10.7354 10,7665 10,8260 Belg. franki 1,7720 1,7772 1.7858 Sviss. franki 42,5724 42,6960 43.4134 Holl. gyllini 32,3605 32,4545 32.6361 Þýskt mark 36.4846 36.5905 36.8023 Ít. líra 0,04884 0,04898 0.04896 Aust. sch. 5,1649 5,1799 5,2287 Port. escudo 0,4153 0,4165 0,4153 Spá. peseti 0.5861 0,5878 0,5855 Jap. yen 0 41608 0,41729 0,41355 írskt pund 96.826 97.107 98,073 SDR 78.5356 78.7636 78.4823 ECU 75,1177 75,3358 75.7921 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 25. febrúar seldust alls 187.311 tonn.' Magn i Verö i krónum tonnum Meóal Lægsta Hæsta Þorskur 81.692 92,36 67,00 107.00 Þorskur, smár 2.014 83.95 83,00 87,00 Þorskur. ósl 28.455 89.84 55,00 107.00 Ýsa, sl 9.701 102,69 55,00 119,00 Vsa, ósl. 11,566 73.65 60.00 92,00 Karfi 21,116 46.13 45.00 47.00 Ufsi 2,814 47.58 45.00 48.00 Ufsi, ósl. 8.621 43.76 39.00 46.00 Steinbítur 13,740 35.42 31,00 43,00 Lifur 0,078 25,77 22.00 29,00 Langa 2,632 65,98 54,00 69,00 Lúða 0,271 344.72 315,00 350,00 Skarkoli - 0,216 50,14. 42,00 60,00 Keila 1,118 27,00 27,00 27,00 Gellur 0,017 1450..0 145.00 145,00 Skötuselur 0.070 160.00 160.00 160,00 Blandað 0,519 29.96 10.00 83,00 Hrogn 0,664 196,36 50,00 270,00 Undirmál 2,004 68,15 20,00 74,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 25. febrúar seldust alls 134,542 tonn. Þorskur 81.692 92,36 67,00 107,00 Þorskur, smár 2,014 83,95 83,00 87,00 Þorskur, ósl. 28,455 89,84 55,00 107,00 Ýsa, sl. 9,701 102,69 55,00 119.00 Ýsa, ósl. 11,566 73,65 60,00 92,00 Karfi 21,116 46,13 45,00 47,00 Ufsi 2,814 47.58 45,00 48.00 Ufsi, ósl. 8,621 43,76 39,00 46,00 Steinbitur 13,740 35,42 31,00 43,00 Lifur 0,078 25,77 22,00 29,00 Langa 2,632 65,98 54.00 69,00 Lúða 0,271 344,72 315,00 350,00 Skarkoli 0,216 50,14 42,00 60.00 Keila 1,118 27,00 27,00 27.00 Gellur 0,017 145,00 145.00 145,00 Skötuselur 0,070 160,00 160,00 160,00 Blandað 0,519 29,96 10,00 83,00 Hrogn 0,664 196,36 50,00 270,00 Undirmál 2,004 68,15 20,00 74,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.