Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. 9 Utlönd Vinningstölur laugardaginn 23. febr. 1991 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA. UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA "1. 5af 5 2 1.481.993 2. 4,"íl# 10 51.536 3. 4af 5 201 4.422 4. 3af 5 5.602 370 írakar þykja nú vera að reyna að bjarga andlitinu með því að biðja Sovétmenn um að koma i kring vopnahléi á vettvangi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Teikning Lurie. Saddam í sambandi við Gorbatsjov: Kveðst reiðubúinn að hörfa frá Kúvæt Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.440.908 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Saddam Hussein íraksforseti hefur greint Mikhail Gorbatsjov Sovétfor- seta frá því að hann sé reiðubúinn að draga hermenn sína til baka frá Kúvæt þegar í stað. Sendiherra Sov- étríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum greindi frá þessu á lokuðum fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í nótt. í skilaboðunum til Gorbatsjovs stendur að írösku hermennirnir séu þegar lagðir af stað heim og fer Sadd- am fram á að beiðni hans um vopna- hlé verði kcjmið á framfæri við Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna, að því er sovéski sendiherrann sagði. Samkvæmt Tass-fréttastofunni sov- ésku segir í skilaboðunum að írakar hafi ákveðið í draga allt herlið sitt til baka frá Kúvæt í samræmi við ályktun Öryggisráðsins númer 660. Heimildarmaður innan Öryggis- ráðs sagði í gær að Sovétmenn hefðu í hyggju að leggja fram tillögu um vopnahlé í Persaflóastríðinu ef írak- ar tilkynntu formlega að þeir ætluðu að hörfa frá Kúvæt. Öryggisráðið kom saman til fundar seint í gær- kvöldi að beiðni Sovétmanna eftir að tilkynnt hafði verið í útvarpinu í Bagdad að íraskir hermenn yrðu kaOaðir heim frá Kúvæt. Fyrr um daginn höfðu fuUtrúar í, Öryggisráðinu rætt nýja tillögu Sov-(. étmanna sem í voru skilyrði svipuð þeim sem bandamenn settu í síðustu viku. Það var haft eftir sendiherra Sovétríkjanna að hann teldi að yfir- völd í Bagdad gætu sætt sig við þá tillögu. Reuter George Bush fékk í gær upphringingu frá Gorbatsjov Sovétforseta sem bað um að vopnahléi yrði komið á i Persaflóastríðinu. Símamynd Reuter Gorbatsjov biður Bush að gefa írökum grið Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti hefur beðið yfirvöld í Bandaríkjun- um um að fresta landbardögum í Kúvæt og írak til að reyna enn mögu- leika á að fmna friösamlega lausn á Persaflóadeilunni. Þá er sagt að Gorbatsjov sitji nú undir vaxandi þrýstingi heima fyrir um að hætta að styðja aðgerðir fjöl- þjóðaliðsins gegn Irökum. Þrýsting- urinn kemur frá harðlínumönnum sem telja að Bandaríkjamenn nái yfirburðastöðu í Mið-Austurlöndum með fullnaðarsigri á írökum. Gorbatsjov hringdi í George Bush Bandaríkjaforseta í gær og bað hann að „endurskoða síðustu ákvöröun" að því er Gennadi Janajev, varafor- seti Sovétríkjanna, segir. Landhernaðurinn í Irak og Kúvæt hefur sætt mikilli gagnrýni í sovésk- um fjölmiðlum, einkum þeim sem eru íhaldssamir og fylgja harðlínu- mönnum að málum. Varaforsetinn sagði að Sovétmenn gætu ekki enda- laust setið aðgerðalausir hjá þegar stórfelldur hernaður færi fram við suðurlandamæri ríkisins. „Það veldur okkur miklum von- brigðum að þjóðir heims skuli hafa misst af tækifærinu til að flnna póli- tíska lausna á deilunni," sagði vara- forsetinn og átti þá við aö úrslitatil- raunir Sovétmanna um að leysa deil- una fóru út um þúfur. Reuter Sparið allt að 60% 3 Kmiw Ef þú ætlar að gera góð kaup á gólfdúk, teppum eða mottum þá ERTÆKIFÆRIÐNÚNA Hellingur af stökum teppum og mottum - hrúga af teppabútum. fermetrar af teppum 2.500 fermetrar af gólfdúk i BYGGINGARMARKAÐUR VESTURBÆJAR Teppadeild - Hringbraut 120 - Sími 28605

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.