Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Side 19
LAUGARDAGUR 9. MARS 1991. 19 Dæmdir morð ingjar ógna fólld - ofbeldi fer vaxandi, segir Bjöm Halldórsson, yfirmaðm fíkniefnadeildar „Viö höfum séð menn sem hafa verið barðir hrottalega, við vitum dæmi um að konu hafi verið nauðg- að í refsingarskyni, menn fingur- brotnir og beinbrotnir. Þetta er dæmi um þá auknu hörku sem er að færast í viðskipti með fíkni- efni,“ sagði Björn Halldórsson, yfirmaöur fíkniefnadeildar lögregl- unnar, í samtali við DV. Dæmdirmorð- ingjar ógna fólki „Þessi afbrot eru sjaldan eða aldrei kærð. í sumum tilvikum eru fómarlömbin flækt í fíkniefna- neyslu en oftast f ylgir misþyrming- um af þessu tagi hótun um meira ef viðkomandi kæri. Við vitum dæmi þess að menn, sem hafa af- plánað dóma fyrir morð, taka þátt í slíkum misþyrmingum og það er auðvelt að sjá að slíkt getur skotið fólki skelk í bringu og hótun um aðra heimsókn kemur í veg fyrir kærur. Það er ótti fyrst og fremst sem veldur því að fólk kærir ekki. Viö vitum t.d. um gamalt fólk sem býr í nágrenni við fíkniefnafólk og er hætt að þora að fara út nema í fylgd. Höndin alsett brunasárum Við höfum grun um að ákveðnir menn taki að sér að berja fólk eða fingurbijóta, svo dæmi sé tekið, gegn þóknun. Oftast er um að ræða að óttast er að einhver kjafti frá eða hafi kjaftað frá og þá er gripið til ráða eins og þessara. Oft eru líka pen- ingar í spilinu og verið að gera upp einhver mál. Ég hef séð mann koma hér í yfirheyrslu sem var með ann- aö handarbakið alsett brunasárum eftir sígarettuglóð. Það mál tengd- ist því að viðkomandi „kjaftaði“,“ segir Björn. Sámkvæmt nýlegum fréttum hef- ur kærum vegna ofbeldisverka íjölgað um 50% á tveimur fyrstu mánuðum ársins. Fréttir af árásum á blaðburðarböm, almenna vegfar- endur og að því er virðist saklaust fólk. Það fer í vöxt að fólk á götum úti beri á sér vopn, hnífa eða bar- efli. Mjög lokaður heimur - Er þetta mjög lokaður heimur, þ.e. veröld fíkniefnaneytenda? „Honum hefur stundum verið líkt við frímúrararegluna hvaö það varðar," svarar Björn. „Menn geta verið þátttakendur í þessum heimi sem neytendur árum saman án þess að fá neina yfirsýn yfir hann. Aftur á móti um leið og menn fara aö fikta við innflutning þá kynnast þeir fleiri lykilmönnum." - Hafa menn einhverja hugmynd um hve þessi heimur er umfangs- mikill? „Það er ekki vitað til hlítar. Tala neytenda hleypur á einhverjum þúsundum. Það vantar tilfmnan- lega einhvers konar könnun á umfangi eða stærð þessa „heims". Ef bomar væru saman tölur frá lögreglunni, SÁÁ, Félagsmála- stofnun og fleirum, sem snerta Björn Halldórsson, yfirmaður fikniefnalögreglunnar. hægt að segja eitthvað fyrir um þróunina hér heima? „Þessu verður aðeins svarað með því að benda á að rétt eins og lög- reglumenn fara á námskeið erlend- is þá ferðast fíkniefnamenn til út- landa. Þar sitja þeir í fangelsum innan um menn sem eru vanir allt öðrum vinnubrögðum. Þetta er háskóli þeirra sem em í afbrotum, þarna læra þeir vinnubrögð og afla sér sambanda. Þarna læra þeir af mönnum sem kalla ekki allt ömmu sína. Það er því miður hætt við að of- beldi tengt þessum málum og öðr- um eigi eftir að aukast. Það fjölgar stöðugt þeim fíkniefnaneytendum sem eru mjög skemmdir af lang- varandi neyslu og verða þar af leið- andi hættulegir." Höfum alla burði til að standa okkur vel Bjöm hefur tvisvar sinnum farið á námskeið hjá fíkniefnalögreglu erlendis. í annað skiptið.í Stokk- hólmi, hitt skiptið í Washington. í ljósi þeirra vinnubragða sem hann kynntist þar, hvernig stendur ís- lenska fíkniefnalögreglan sig? „Við höfum í rauninni alla burði til þess að standa okkur vel. Þetta er Htill markaður og það hefur sýnt sig að þegar við gerum mikið magn upptækt þá hefur það strax mikil áhrif á markaðnum. Hitt er svo annað mál að eftirhtsstörf og ýmis- legt sem heyrir undir fyrirbyggj- andi aðgerðir hefur setið á hakan- um. Með því að gera fíkniefnalög- regluna stjórnunarlega sjálfstæð- ari og með sjálfstæðum fjárhag mætti án efa gera hana skiivirkari án þess að auka mannafla að ráði,“ segir Björn að lokum. -Pá þennan vanda á einn eða annan hátt, þá kæmi þetta í ljós. Frekari rannsókna er þörf Ég tel að þeir sem fást skipulega við innflutning fíkniefna til dreif- ingar séu ekki nema 20-30 talsins. Þar við bætast þeir sem flytja inn til eigin neyslu og þeir sem fara kannski aðeins eina ferö. Annars er rétt að taka fram að það er í rauninni rangt að tala um fíkniefnaheiminn sem sérstakt fyr- irbæri óháð öðrum afbrotum. Þess- ir tveir heimar skarast en við vit- um ekki nákvæmlega hve mikið. Þaö er mál sem þyrfti að rannsaka vandlega til að varpa ljósi á tengsl fíkniefnaneyslu við önnur afbrot. Menn vita að mörg auðgunarbrot tengjast fíkniefnaneyslu en ekki hve mikið." - Vita menn hve mikið mikil aukn- ing ofbeldisverka tengist fíkniefna- heiminum? „Það er ekki nákvæmlega vitað. Almenna lögreglan verður mjög vör við aukið ofbeldi í sínu starfi en það þarf að tengja þetta betur.“ Nokkrir hópar í gangi - Nú er vitað að erlendis er mjög mikil harka í fíkniefnaheiminum, morð og limlestingar daglegt brauð og mikið um vel skipulagða glæpa- starfsemi. Sjást þess einhver merki hérlendis að um svipaða þróun sé að ræða? „Það þekkist aðeins hér að nokkrar sterkar grúppur starfi á fíkniefnamarkaðnum. Þetta eru sjaldan margir saman. Það eru aldrei mjög margir kringum inn- flutninginn. Þessar grúppur starfa helst neðar í sölukeðjunni en þetta mál eins og fleiri þarf að rannsaka mun betur.“ Fangelsi erlendis þeirra háskóli - Miðað við þróun erlendis, er oiakk rtv* KoUtv/k sameinast Samvinnubankinn á Patreksfíröi Landsbankanum á staðnum. í framhaldi af kaupum Landsbankans á Samvinnu- bankanum flytur starfsfólk Samvinnubankans á Patreksfirði yfir í húsnæði Landsbankans að Aðalstræti 75 og gengur til liðs við starfsfólkið þar. Landsbankinn býður alla Patreksfirðinga, nær- sveitunga og starfsfólk Samvinnubankans hjartan- lega velkomið. Afgreiðslutími Landsbankaútibúsins er alla virka daga fiá kl. 9:15 -16:00. Síminn er 1314. Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.