Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Side 22
22 LAUGARDAGUR 9. MARS 1991. Tímabært hugrekki eða algjör ósvinna? - skiptar skoðanir um uppsagnir í Þjóðleikhúsinu Ris Þjóöleikhúsiö úr öskustónni undir nýrri stjórn? Áhorfendafjöldi í Þjóöleikhúsinul983-1989 100.000 -------— ----------------------------- '83-'84 '84-'85 '85-'86 '86-'87 '87-'88 '88-'89 '89-'90 „Mér finnst Stefán hafa komið skemmtilega á óvart. Það þarf kjark til þess að gera þetta sem ég hélt að hann ætti ekki til. Það var löngu tímabært að hreinsa til í þessu leik- húsi og alla hefur langað til þess að gera það en enginn þorað því. Auð- vitað á engu leikhúsi aö haldast uppi að vera athvarf fyrir ellihruma leik- ara sem ekkert gera nema að hirða launin sín á sama tíma og langt á annað hundrað ungir leikarar eru atvinnulausir,“ sagði leikstjöri sem ekki vildi láta nafns síns getið í sam- tali við DV um hópuppsagnir starfs- fólks Þjóðleikhússins. „Þessar uppsagnir eru gífurleg óvirðing viö þá hstamenn sem verða fyrir barðinu á þeim og orsakar mikla úlfúð meðal leikara gagnvart Þjóðleikhúsinu. Það sem Stefán er að gera er óþarft og laust við alla siðferðilega ábyrgð. Þetta fólk sem sagt er upp hefur unnið Þjóðleik- húsinu vel og dyggilega, sumt hvert um áraraðir og á alls ekki skilið að komið sé svona fram við það,“ sagði gamalgróinn leikari í samtali við DV. Hann vildi heldur ekki láta nafns síns getið. Þessar tvær skoðanir bergmála þá ólgu sem ákvörðun Stefáns hefur skapað í þröngum heimi íslenskrar leiklistar. Ljóst er að sú skoðun að slíkar aðgerðir væru nauðsynlegar hefur gegnum tíðina átt sér mjög marga fylgismenn, sérstaklega í hópi yngri leikara og leikstjóra en hlutfall þeirra hefur vaxið á undanfórnum árum sem sést best á þeirri grósku sem verið hefur og er í hverskyns leikstarfsemi til hliðar við atvinnu- leikhúsin. Það hefur verið þrauta- lending hjá mörgum að hasla sér völl upp á eigin spýtur, stofna sitt eigið örleikhús eða stýra sýningum fyrir sjálfstæða hópa. Þeir sem hlynntir eru ákvörðun- inni segja að lausráöning og óöryggi skapi leikurum þaö aðhald sem hveijum listamanni sé nauðsynlegt og sé jákvæð ögrun. Aðrir segja slíkt skapa óviðunandi pressu. Leikarar verði ekki dæmdir eftir íjölda sýn- inga fremur en listmálarar eftir fer- metraíjölda málverka. Afar viðkvæmt mál Nokkur leynd hefur hvílt yfir því hverjir það voru nákvæmlega sem voru látnir fara. Þó hafa nöfn lang- flestra komið fram í íjölmiðlum en samkvæmt bestu heimildum DV er listinn hér til hliðar réttur. Auk þess var leikstjórunum Brynju Bene- diktsdóttur og Benedikt Árnasyni sagt upp. Agnesi Löve tónlistarstjóra var sagt upp og Jórunni Sigfúsdóttur miðasölustjóra leikhússins einnig. Eins og fram hefur komið hefur Félag íslenskra leikara ekki beinlínis lagst gegn uppsögnunum. Starfs- mannafélag ríkisstofnana hefur mót- mælt þeim og Sigríður Kristinsdóttir formaður SFR sagði í samtali við DV að þótt þær væru ekki beinlínis ólög- legar þá væru þær siðferöilega rang- ar. Uppsagnir tveggja úr hópnum þeirra Benedikts Árnasonar og Agn- esar Löve eru í rannsókn hjá Banda- lagi háskólamenntaðra manna í þjónustu ríkisins, BHMR. Þau hjón munu hafa lengstan starfsaldur þeirra sem sagt var upp og Benedikt lengstan auk þess að vera sá elsti í hópnum í árum talið. Þau eru bæöi í Utgarði, aðildarfélagi BHMR. „Lögmæti uppsagnanna er í skoð- un hjá okkur,“ sagði Páll Halldórs- son, formaöur BHMR í samtali við DV. „Við munum kanna það til hlít- ar.“ Eitt fordæmi sem mistókst Eitt fordæmi er fyrir því að leikur- um hafi verið sagt upp á þeim for- sendum sem núverandi uppsögnum er beitt. Þegar Sveinn Einarsson var þjóðleikhússtjóri gerði hann tilraun til þess aö segja upp tveimur leikur- um. Sú tilraun rann út í sandinn af tveimur ástæðum. Annarsvegar brást Félag leikara mjög hart við uppsögnunum og hinsvegar upp- götvaðist formgalli á framkvæmd uppsagnanna og voru þær því dregn- ar til baka og frekari tilraunir ekki gerðar. Verður dans- flokkurinn næstur? Þrálátur orðrómur hefur verið í gangi um aö Stefán ætlaði ekki að láta sitja við þær uppsagnir sem hér hafa verið ræddar heldur væru frek- ari hreinsanir í deiglunni og nefndu margir íslenska dansflokkinn í því sambandi. Stefán neitaði því alfarið í samtali við DV að frekari uppsagn- ir stæöu til en sagði að unnið væri að lausn á vanda dansflokksins. Vandi dansflokksins felst í hnot- skurn í því að hann er fámennur og meðalaldur innan hans talsvert hærri en æskilegt þykir. Ekki er fjár- hagslegt svigrúm til þess að að ráða fleiri og yngri ballerínur og í augna- blikinu er enginn fastráðinn hst- dansstjóri. Samkvæmt heimildum DV er unnið að því í samvinnu við fjárveitingavaldiö að koma á eftir- launakerfi fyrir ballettdansara hvort sem þaö yrði í formi beins lífeyris eða endurmenntunarstyrks. Starfs- ævi ballettdansara lýkur alla jafna fljótlega eftir 35 ára aldur og vegna þess hve námið er tímafrekt og erfitt hafa fæstir dansarar réttindi eða menntun til annarra starfa. Aðsóknin hrapað undanfarin ár Eins og sést á meðfylgjandi súiuriti hefur aösókn að Þjóðleikhúsinu hrapað undanfarin ár. Minnst varð aðsóknin leikárið 1987-88 þegar Þjóð- leikhúsið virtist hafa tapað um þriðj- ungi áhorfenda sinna á þremur árum. Á sama tíma hafði áhorfend- um fjölgað hjá keppinautnum Leik- félagi Reykjavíkur. Á síðasta heila leikárinu 1989-90 rétti aðsóknin held- ur úr kútnum en þó vantar um 20 þúsund áhorfendur til þess að ná því skásta á áratugnum. í grein DV frá mars 1989 kennir Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri um aukinni samkeppni frá sjón- varpi, öðrum fjölmiölum og þröngum fjárhag um dvínandi aðsókn. í sömu grein segir hinsvegar Páll Baldvin Baldvinsson leiklistargagnrýnandi að ástæðan sé einfaldlega slakur list- rænn árangur. Verkefnaval hússins hafi ekki náð aö vekja áhuga áhorf- enda hvorki sem alvarleg listræn verk né „commercial," viðbit. Vandi Stefáns Þegar litið er á tölur yfir versnandi aðsókn, afar slæmt ástand hússins, sem hefur verið lokað í meira en ár þegar þetta er skrifað, má ljóst vera að nýjum leikhússtjóra er nokkur vandi á höndum. Leikhúsið hefur sætt umtalsverðri gagnrýni á undan- fórnum árum og margar dýrar upp- setningar fallið. Þær aðgerðir sem Stefán hefur nú gripið til segir hann að séu hluti af því að ráða bót á þessum vanda. Telja má líklegt að með þeim hafi hann hlotið meðbyr meirihluta listafólks sem tengist leikhúsinu. Það hlýtur hinsvegar að verða næsta leikár sem sýnir fyrstu merkin um það hvort honum tekst ætlunarverk sitt, sem hann segir vera að ná leikhúsinu upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í. Til þess hefur hann 4 ár til að byrja með en eftir það má ráða hann áfram til annarra fjögurra ára en þjóöleik- hússtjóri má þó ekki sitja lengur en 8 ár samkvæmt lögum. „Fjögur ár mega heita lágmarks- tími til þess að hrinda í framkvæmd listrænni stefnu," sagði Stefán í sam- tali við DV. „Átta ár eru hinsvegar kannski fulllangur tími og ég er hlynntur því að valdatíma þjóðleik- hússtjóra séu takmörk sett.“ Opnað á næstunni Þjóðleikhúsiö verður opnað 21 mars n.k. með pompi og pragt og frumsýningu á Pétri Gaut. I apríl er síðan áætluð frumsýning á söng- leiknum Sound of Music eða Söngva- seið. Með þessum stóru sýningum lýkur valdaferli Gísla Alfreðssonar þjóðleikhússtjóra. Dregist hefur að opna húsið miðað við fyrri áætlanir og er ljóst að við- geröum verður hvergi nærri lokið þegar opnað verður. Kostnaður við þær er ennfrémur farinn umtalsvert fram úr fyrstu áætlunum. Söngva- seiður er nú í æfmgahléi og sumir viðmælendur DV töldu Stefán taka nokkra áhættu því að í hópi þeirra sem sagt hefur verið upp eru leik- stjóri, aöstoðarleikstjóri og tónlistar- stjóri sýningarinnar. „Það er enginn listamaður svo smár í sér að hann láti ekki hstina ganga fyrir eiginhagsmunum," var það eina sem Stefán vildi um máhð segja. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.