Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR' 9. MARS 1991. 37 * Knattspyma unglinga Haukar deildarmeistarar - mikil spenna í Eyjum Þór Ve. tryggði sér rétt til að leika i A-úrslitum í vor, er hann vann 2. deild 3. flokks karla, en umferðin fór fram í Vestmannaeyjum. Haukastrákarnir í 3. flokki karla sýndu það á heimavelli sínum í Hafn- arfirði aö staða þeirra í vetur er eng- in tilviljun. Þeir unnu alla leiki sína að þessu sinni og voru vel að deildar- meistaratitlinum komnir. Úrslitaleikur umferðarinnar að þessu sinni var viðureign Hauka og KR, en KR-ingarnir höfðu ekki tapað Umsjón: Heimir Ríkarðsson og Lárus H. Lárusson leik fram að þessu í vetur. Skemmst er frá því að segja að Haukar höfðu leikinn allan tímann í höndum sér og unnu sanngjarnt, 24-19. KR-ingar töpuðu aðeins þessum eina leik og urðu í öðru sæti en bar- áttan um þriðja sætið stóð á milli Týs og KA. Bæði þessi lið unnu FH og Þór og gerðu siðan jafntefli í innbyrðis leik þannig að markatala réð úrslitum að þessu sinni. Týrarar höíðu betri markatölu og réð þar mestu stórtap KA gegn Haukum, 7-20. FH varð i fimmta sæti, vann aðeins einn leik gegn Þór Ak., en Þörsarar unnu ekki leik að þessu sinni. Jafnt í Eyjum 2. deild var leikin í Vestmannaeyj- um og var þar hart barist um sætin tvö er gáfu rétt til að leika í úrslitum í.vor. Frammistaða Þórs Ve. kom nokkuð á óvart en Eyjapeyjar töpuðu ekki leik að þessu sinni en gerðu þó jafn- tefli viö Fram. Baráttan um annað sæti stóð á milli Fram, Vals og Stjörnunnar og voru leikir þessara liða mjög jafnir og skemmtilegir. Framarar tryggðu sér annað sætið en þeir töpuðu ekki leik að þessu sinni frekar en Þór. Fram vann Val og ÍA en gerði jafntefli við UBK, Stjörnuna og Þór. Valur varð síðan í þriðja sæti, vann Stjörnuna, UBK og ÍA, en Stjarnan, sem vann ÍA og UBK og gerði jafn- tefli viö Fram, varð í íjórða sæti. Valur og Stjarnan veröa því að sætta sig við þaö að hafa verið mjög nálægt því að komast í A-úrslit í vor en herslumuninn vantaði. UBK varð í fimmta sæti deildarinn- ar og ÍA varð neðst en Skagastrák- arnir unnu ekki leik að þessu sinni. í A-úrslitum í vor leika því: Hauk- Strákarnir i ÍA leika i B-úrslitum 3. flokks karla en þeir töpuðu öllum leikjum sínum í siðustu umferð. ar, KR, Týr, KA, FH, Þór Ak„ Þof Ve. og Fram. í B-úrslitum leika hins vegar: Val- ur, Stjarnan, UBK og ÍA ásamt fjór- um efstu liðum 3. deildar en þau voru að þessu sinni lið Völsungs, Víkings, UMFA og Selfoss. Lið Gróttu eftir að hafa unnið þriðja deildarmeistaratitilinn í jafnmörgum tilraunum. Grótta enn best Stúlkurnar í 3. flokki kvenna hjá Gróttu héldu uppteknum hætti er þær unnu keppnina í 1. deild að þessu sinni. Grótta vann þarna þriðja deildarmeistaratitil sinn í þessu flokki og verður erfitt fyrir andstæð- inga þeirra að stöðva lið þeirra á leið- inni til íslandsmeistaratitils. Grótta vann alla andstæðinga sína og varð í fyrsta sæti en næst þeim kom hö ÍBK og KR sem bæði töpuðu tveimur leikjum en ÍBK hreppir ann- að sætið vegna hagstæðari innbyrðis viðureignar. í fjórða sæti uröu Víkingar, sem unnu Fram, og Haukar en Fram varð í fimmta sæti, vann ÍBK og gerði jafn- tefli við Hauka. Haukar ráku síðan lestina með eitt stig. Baráttan um tvö laus sæti í A- úrshtunum stóð á milli ÍBV, Stjörn- unnar og Hattar frá Egilsstööum. ÍBV vann deildina að þessu sinni, tapaði aðeins einum leik, gegn Hetti, 14-13. Stjarnan varð í öðru sæti, jöfn ÍBV að stigum, en þar sem ÍBV vann inn- byrðis viðureign þessara liða, 15-11, kemur annað sætiö í hlut Stjörnunn- ar. Stúlkurnar í Hetti, Egilsstöðum, rétt misstu af sæti í A-úrslitum er þær töpuðu fyrir Stjörnunni, 10-13, og töpuöu Hattarstúlkur aðeins fyrir tveimur efstu liðum deildarinnar að þessu sinni og koma án efa mjög sterkar til leiks í B-úrslitum. Þór, Ak., varð í fjórða sæti, FH í því fimmta, UMFG varð í sjötta sæti og Huginn rak lestina að þessu sinni. Vert er að geta frammistöðu FH- stúlkna sem unnu þrjá leiki en óheppnin virtist elta lið þeirra um síðustu helgi því þremur leikjum tap- aði liðið með einu marki. í 3. deild mætti ÍA ekki til leiks og stóð því baráttan um þrjú laus sæti í B-úrslitum á milli UMFA, ÍR, Vals, Selfoss og HK. Skemmst er frá því að segja að IR vann ekki leik að þessu sinni og varð því í neðsta sæti deildarinnar og þá varð UMFA í næstneðsta sæti og varð þar með af möguleikanum á aö leika í B-úrslitum í vor. í A-úrslitum leika því Grótta, ÍBK, KR, Víkingur, Fram, Haukar, ÍBV og Stjaman. í B-úrslitum leika Höttur, Þór, Ak, FH, UMFG, Huginn, Selfoss, Valur og HK. Hartbarist í 5. flokki í Seljaskóla fór fram keppni í 1. deild 5. flokks karla og báru FH-ingar sigur úr býtum en þeir töpuðu ekki leik að þessu sinni en gerðu þó jafn- tefli við Stjörnuna, 8-8. Reykjavíkurmeistarar Fylkis náðu öðm sætinu en þeir töpuðu aðeins fyrir FH og gerðu jafntefli við HK, 9-9, en unnu aöra leiki sína. Grótta varð í þriðja sæti, HK í því fjórða, síðan kom Stjarnan og Vík- ingar ráku lestina. Öll þessi lið voru örugg með sæti sitt í A-úrshtum í vor fyrir þessa urnferð en í 2. deild börðust sjö lið um tvö laus sæti í úrslitunum. Öruggt hjá Val og KA Keppnin um tvö efstu sæti 2. deild- ar stóð á milli Vals og KA og gat ekkert lið ógnað þeim en þó voru KR-ingar næst því að blanda sér í toppbaráttuna. Valur og KA voru jöfn í fyrsta sæti með 10 stig og leika því í A-úrshtum í vor ásamt hðum þeim er áttu sæti í 1. deild. KR varð í þriðja sæti, vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli en ÍR varð í íjórða sæti eftir sigra á Fram, Þór Ve. og Selfoss. Selfoss var með jafn mörg stig og ÍR í fjórða sætinu en þar sem Selfyss-_ ingar töpuðu fyrir ÍR, 8-9, er fimmtá sætið þeirra. Fram varð í sjötta sæti, vann að- eins Þór Ve. sem vermdi botnsæti. Hörð keppni í 3. deild Fimm hð í 3. deild börðust um þrjú laus sæti í B-úrslitunum og var það ekki fyrr en í síðustu leikjunum að í ljós kom hvaða lið það yrðu. UBK og UMFA urðu jöfn að stigum í fyrsta sætinu og ásamt þessum liö- um tryggðu Haukar sér sæti í B- úrshtunum með því að verða í þriðja sæti deildarinnar. ÍA og Týr sátn eftir með sárt ennið pg leika því í C-úrslitum í vor ásamt ÍBK, Fjölni og Leikni. Sumarbústaðalóðir í Vatnshornshlíð í Skorradal Jörðin Vatnshorn er við austurenda og við sunnan- vert Skorradalsvatn. Meirihluti sumarbústaðalóða er í skógi sem „er án efa með fallegustu skóglendum á Suðvesturlandi" (Ingvi Þorsteinsson, RALA 3.10.1989). Upplýsingar um lóðirnar, staðhætti og fyrirkomulag veita eigendurnir Bryndís og Einar Höskuldsson í síma 95-24065 e.kl. 17.00 og Magnús H. Ólafsson, arkitekt FAl, í síma 93-12210. Skipulagskort verður sent þeim sem sækja um það skriflega til Bryndísar og Einars að Mosfelli, 541 Blönduós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.