Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 4
4 FÖST-UDAGUR .15. .JVIARS. 1991. Fréttir_________*____________________________________________________________________________r>v Rætt við hagfræðinga um vaxtapólitík: „Hagfræði“ forsætisráðherra byggist á „vitlausu líkani“ Steingrimur ræðir vaxtamálin flestu öðru frekar. „Svarið er hneyksli,“ segir Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra um svar Seðlabankans til rík- isstjórnarinnar um vaxtamál. Hvaö er á seyði? Jú, enn einu sinni er for- sætisráðherra að berjast við aö koma fram vaxtastefnu sinni, vaxtapólitík- inni, en sérfræðingarnir standa á móti. Ríkisstjórnin hafði í þetta sinn óskað eftir því, aö Seðlabankinn at- hugaöi, hvort unnt yrði að lækka raunvexti. Bankanum þótti það ekki tímabært að gera það með handafli, einkum meðan eftirspurn ríkisins eftir fjármagni væri jafnmikil og raun er, að því er ætla má. Það er gömul saga og ný, að Steingrímur glími við hagfræðingana. Af hverju? Af því að vaxtapólitík, „hagfræði for- sætisráðherra", er ekki eins og ann- arra - af því að forsætisráðherra byggir á hagfræði, sem nánast eng- inn maður fellst á. Hann biðlar til kjósenda með þessu, af því að hann reiknar með að kjósendur beri ekk- ert skynbragð á málið. Forsætisráðherra hefur alltaf hald- ið því fram, að hækkun raunvaxta auki verðbólguna. Þvert á móti halda hagfræöingarnir að öðru jöfnu því fram, að hækkun raunvaxta dragi úr verðbólgu, af því að hækkunin auki aðhaldið til dæmis með lánsfé. Við þekkjum þetta á sjálfum okkur. Hækkun vaxta hefur hjá okkur fyrst og fremst áhrif til þess að við leggjum í minna. DV spurði nokkra kunna hagfræðinga þess, hvert væri að þeirra mati sambandið milli vaxta og verðlags. Hvert er sambandið? Þráinn Eggertsson hagfræðiprófess- or sagði í viðtali við DV, að okkar kerfi væri nú orðið nokkuð frjálst í þessum efnum. Við frjálst markaðs- Sjónarhom Haukur Helgason kerfi væru raunvextir eins og hvert annað verö, sem myndaðist, og væri ekkert sérstakt samband milli raun- vaxta og almenns verðlags. Vextir væru ekki stærð, sem stjórnvöld gætu breytt til langs tíma. Að vísu mætti keyra niður raunvexti með verðbólgu til skamms tíma, en til langs tíma myndaðist jafnvægi í vaxtamálum. Gera mætti ráð fyrir, að menn drægju úr lántöku, ef vextir hækkuðu. Þá sagði Þráinn, að vextir á íslandi væru ekki mjög háir miðað við önnur lönd kringum okkur. Hann sagði, að það væri „vitlaust líkan“, sem „ýmsir stjórnmálamenn" heföu í huga, þegar þeir segðu, að það væri beint samband milli vaxta og verð- bólgu. Þórður Friðjónsson hagfræðingur, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, svaraði spurningu DV um, hvert væri sam- bandið milli vaxta og verðlags, á eft- irfarandi hátt: „Að jafnaði slær hækkun vaxta á eftirspurn í efna- hagslífinu, og lækkun vaxta eykur eftirspurnina. í þessu felst, að sam- band milli vaxtabreytinga og verð- bólgu er að öllu jöfnu öfugt. Rétt er þó að vara við því að einfalda um of sambandið þarna á milli. Við vissar aðstæður getur til dæmis verið skyn- samlegt að stuðla að lækkun vaxta, þótt verðbólga sé nokkur, til dæmis ef slaki hefur myndazt í efnahagslíf- inu. Þetta er þá gert í því skyni að freista þess að stytta samdráttar- skeið og örva hagvöxt." Þetta sagði Þórður Friðjónsson, og við leggjum áherzluna á ummæli hans, að sam- bandið milli vaxtabreytinga og verð- bólgu er að öllu jöfnu öfugt. Hækkun vaxta dregur úr verðbólgu og öfugt. „Ekki hagfræðikenningar“ Yngvi Harðarson hagfræðingur sagöi í viðtali við DV, þegar hann var spurður um kenningar um, að hækk- un raunvaxta þýddi meiri verðbólgu, að hann fengi slíkt ekki til að ganga upp, þegar litið væri til skamms tíma. Ekki væru til hagfræðikenningar, sem skýröu það samband þannig. „Ég er ekki að segja, aö hærri vextir þýði ekki hærri kostnað fyrir fyrir- tækin, heldur tel ég, að eftirspurnar- áhrifin séu meiri, þannig að hækkun raunvaxta dragi úr eftirspurn og verki þannig á fyrirtækin," sagði Yngvi Harðarson. Sem sagt getum við orðað þetta svona: Hærri raun- vextir eiga að verka sem hemill á verðbólgu að öðru jöfnu. í viðtali DV við Bjarna Braga Jóns- son hagfræðing, aðstoðarbanka- stjóra Seðlabankans, kom meðal annars fram sú skoðun hans, að skammtímavextir væru aðhalds- samir og verkuðu á móti verðbólgu. Að öllu samanlögðu verður að telja, að „hagfræði" forsætisráðherra byggist á misskilningi, „vitlausu lík- ani“. Lágt verð í Þýskalandi Innflutningur á ferskum og frosnum laxi Tonn: 0 5.000 1 0.000 1 5.000 20.000 25.000 30.000 Frakkland Danmörk Spánn Þýskaland ftalía Japan Bandarikin Svíþjóð Belgia Bretland Holland Sviss M Aukning I I Samdráttur Innflutningur á laxi frá Noregi á síðasta ári. Frakkar kaupa áberandi mest af Norðmönnum og juku verulega við kaupin á síðasta ári. Að undanförnu hefur ekki verið góður sölumarkaður í Þýskalandi og hefur verðið verið frá 80-95 kr. kg að meðaltah. í næstu viku er gert ráð fyrir að selja 1000 tonn af fiski í Þýskalandi. Út af fyrir sig er erfitt fyrir íslend- inga að keppa við fiskveiðar EB- landanna þar sem eru alls konar styrkir og veiðarnar eru ekkert í samræmi við það sem ætlað er. Það á aö heita að strangt eftirlit sé með veiðunum en þar er mikill mis- brestur á. Erfitt er að fylgjast með fiskverðinu í Noregi. í fyrsta lagi er verðið misjafnt eftir fylkjum og koma alls konar viðbótargreiðslur við ákveðiö fiskverð. Ekki væri hugsan- legt aö íslendingar styrktu sjávarút- veg með sama móti og Norðmenn gera. England Frá 4.-8. mars seldi aðeins eitt skip afla sinn í Bretlandi, Sölvi Bjarna- son, sem seldi 8. mars. Þýskaland Bv. Ásgeir seldi i Bremerhaven 6. mars. Þorskur seldist á 139,50 kr. kg, karfi 86,19, grálúða 130,78 og blandað 38,13 kr. kg. Alls voru seld 158 tonn fyrir 13,7 millj. kr. Meðalverð 86,58 kr. kg. Bv. Framnes seldi afla sinn í Bre- merhaven 7. mars. Verð á einstökum tegundum var eins og hér segir: Þorskur 120,33 kr. kg, af þorski voru aðeins 500 kg, karfi 86,19 kr. kg, grá- lúða 130,76 og blandaö 36,13 kr. kg. Alls voru seld 158,3 tonn fyrir 13,7 millj. kr. A mánudag og þriðjudag 11.-12 mars seldi bv. Viðey alls 324 tonn fyrir 25,8 millj. kr. Meðalverð 79,95 kr. kg. Bv. Sindri seldi í Bremerhaven. Meðalverð var 90,00 kr. kg á mark- aðnum 13. mars. Noregur Útflutningur á laxi var 117.500 tonn, að verðmæti 4,4 milljarðar nkr. „Fiskopdrettens Salgslag" hefur framleitt árið 1990 157.564 tonn að verðmæti 4.695.000.000 nkr. Það er nýjung í útflutningi að flutt var út 161 tonn af silungi (bleikju). Verð- mæti silungsins var 8.277.000 nkr. Frakkland er eins og áöur stærsti viðskiptavinurinn 9g er aukning þar. Þangað fóru 29,6% af útflutningnum árið 1990. Söluskrifstofur eru í öllum Evr- ópulöndum að undanskildri austur- blokkinni. Einnig eru söluskrifstofur í Japan og anriars staðar í Austur- löndum. Talið er að þess gæti veru- lega hvaö sala hefur aukist í þeim löndum þar sem söluskrifstofur eru. ítalir eru vanafastir og þurfti að kenna þeim að eta lax og hefur það tekið tíma. Þrátt fyrir Jiarða samkeppni á laxa- markaðnum hefur salan aukist veru- lega á flestum mörkuðum. Salan á ferska laxinum hefur aukist á síðasta ári um 13-14% og meðalverðið hefur hækkað um 10%. í Bretlandi er hörö samkeppni frá skoskum laxi sem hefur alla burði til að standa betur aö vígi með verslun í Bretlandi. í sambandi við sölu á laxi er það Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson höfuðatriði að hann sé ferskur og rauður á fiskinn, þannig selst hann best. Bandaríkin Allt útlit er fyrir að sala á laxi frá Noregi falh nánast niður. Ef ætti að selja lax frá Noregi með sama ágóða og áður en tollurinn var lagður á yrði hann á 60-70% hærra verði en sá fiskur sem er á markaön- um. Sendinefnd frá Noregi fór til við- ræðna um tollamálið 20. febrúar en ekkert hefur heyrst um árangur. Aö undanfornu hefur mátt merkja nokkra verðhækkun á laxi. Telja sumir að það stafi af því að norski laxinn er á 30-50% hærra veröi. Verð á laxi, sem er 2-3 kg að þyngd, hefur verið 230-270 kr. kg. Búast má við að verðiö haldi áfram að hækka eitthvað. Ekki er lagður tollur á laxaflök, reyktan og grafinn lax, en verðmæti hans var aðeins um 20% af sölunni í Bandarikjunum. Útdráttur úr grein í F. Horfið til framtíðarinnar The Erkins Seafood Letters Niðurstaða nýjasta bréfsins er á þessa leið: Eins og stendur virðist samdráttur í viðskiptum en látið það ekki á ykk- ur fá og draga úr ykkur kjarkinn. Nú er rétti tíminn til áð horfa til framtíöarinnar. Sá góði tími, sem er að baki, getur komið aftur. Nú er tími til aö endurskipuleggja söluna og einbeita sér að því. Verið þakklátir fyrir hinn góða tíma sem liöinn er. Einbeitið ykkur að því hvað hægt er að gera. Hvert stefnir matvælamarkaöur- inn og þjónusta? Að undanfornu hef- ur verið fallandi verö á kjöti á mark- aönum en fuglakjöt og krabbakjöt hefur hækkað í verði. Minnkandi neysla hefur einnig sín áhrif, því nú eiga allir að passa holda- farið. Lauslega endursagt Japanir kaupa þara Ræktun á þara gæti orðið veruleg- ur atvinnuvegur hjá íjarðarbúum þar sem þara er aö fá. Japanir kaupa þara fyrir rúmlega 70 milljarða nkr. árlega. Veröið er 100 nkr. kg. Nú vinna sérfræðingar aö því að útfæra þaravinnsluna. Japanir nota mis- munandi tegundir til matar. Þurrk- aður þari er í sérstöku uppáhaldi og líkar vel þegar hann er borðaður ef vel heyrist í honum þegar hann er bruddur milli tannanna. Aöalmat- reiðslan fer þó þannig fram að mal- aður þari er steiktur með hrísgjónum svo og er hann notaður í súpur og salöt. Portúgal Á síöustu árum hefur mjög þrengt að versluninni á horninu með til- komu stórmarkaðanna. Nú hefur orðið breyting á. Búðirnar á horninu hafa tekið upp fisksölu og hefur það gjörbreytt afkomu þeirra. Annað er það að stofnað hefur verið eitt inn- kaupasamband fyrir allar smásölur í landinu. Einnig mun það sjá um dreifingu á fiski í verslanirnar. Ef fer sem horfir fjölgar útsölústöðum um 6-7000. Það er mikiö áhugamál hjá hús- mæðrum að fá fisk inn í allar hverfa- verslanir svo þær geti keypt í matinn í einni og sömu búðinni. Sundurliðun eftir teg. Selt magn kg Verð í erl. mynt Meðalverð kg Söluverð ísl. kr. Kr. pr. kg Þorskur 84.200,00 114.699,00 1,36 12.164.402,45 144,47 Ýsa 4.795,00 7.936,00 1,66 841.652,48 175,53 Ufsi 5.270,00 2.574,00 0,49 272.985,57 51,80 Karfi 400,00 240,00 0,60 25.453,20 63,63 Biandað 2.453,00 6.083,00 2,48 645.132,57 263,00 Samtals 97.118,00 131.532,00 1,35 13.949.626,26 143,64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.