Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDA'GUR 16. MARS 1091: Spumingin Drekkur þú mikiö kaffi? Hrafnhildur Helgadóttir bókari: Nei, ég drekk þaö mjög sjaldan. Mér fmnst þaö ekkert sérstakt. Haukur örn Hauksson, afgrmaður og nemi: Nei, ekki nema þegar ég fer til ömmu, hún er meö svo gott meö- læti. Margrét Sigurbjörnsdóttir húsmóðir: Nei, ég drekk aldrei kaffi. Mér finnst það ekki gott. Ingvar H. Ragnarson nemi: Nei litiö, kannski tvo bolla á viku. Lesendur 15. mars, alþjóðadagur neytendaréttar: Verkef nin eru óþrjótandi formaður Neytendur ákveða sjálfir bve öflug samtök þeirra eru Jóhannes Gunnarsson Neytendasamtakanna skrifar: í dag, 15. mars, er alþjóðadagur neytendaréttar. Um allan heim er þessa dags minnst af neytendasam- tökum og stofnunum og reynt er aö vekja athygli á málstaö neytenda. Alþjóðasamtök neytenda hafa sam- einast um þaö sem þau kalla lág- markskröfur neytenda. - Kröfurnar sem eru sjö, eru um eftirfarandi: Öryggi, upplýsingar, val, áheyrn, bætur, fræöslu og heilnæmt um- hverfi. í nánari skýringum með þriöju kröfunni, um val, segir að neytendur eigi rétt á aö eiga völ á fiölbreyttum varningi og þjónustu á samkeppnis- veröi, þ.e. á sem lægsta verði. Óneit- anlega finnst íslenskum neytendum hér skorta oft mikið á og væri hægt að nefna mörg dæmi. Það vakti talsverða athygli, þegar fiögur stærstu tryggingarfélög landins sameinuðust í tvo risa á markaðinum. Fulltrúar þessara fyr- irtækja töluðu fiálglega um að með þessu yrði hægt að lækka iðgjöld viö- skiptavinanna, enda myndi samein- ingin spara talsveröa fiármuni. Þaö kom því neytendum verulega á óvart, þegar tryggingarfélögin til- kynntu snemma á þessu ári, að þetta yrði alls ekki reyndin - iðgjöldin myndu alls ekki lækka, heldur væri ætlunin að hækka þau stórlega! Bent hefur verið á, að tryggingarfé- lögin virðast ekki á flæöiskeri stödd, þegar forvígismenn þeirra vilja fiár- festa, hvort sem það er í öðrum fyrir- tækjum eða í stórum og veglegum byggingum. Þegar þarf að greiða út eitthvað hærri bætur, er allt komið í óefni, og stórfelldar hækkanir ið- gjalda óumflýjanlegar. - Menn hljóta því að spyrja sig, hvort samkeppni milli fyrirtækja í þessari grein sé nægileg. Því ákvað stjórn Neytendasamtak- anna að ráða sérstakan starfsmann til að skoða þessi mál, kanna iögjöld, skilmála, og umfang og bera saman við nágrannalönd okkar. Á sama hátt hyggjumst við skoða starfsemi banka. Stóraukin fiöldi félagsmanna í Neytendasamtökunum gerir okkur þetta kleift. Verkefnin í neytendamálum eru óþrjótandi. Hvort við náum aö sinná öllu því sem neytendur ætlast til af okkur er aö mestu undir hinum al- menna neytanda komið, því það eru að sjálfsögðu þeir sem með þátttöku sinni ákveða hve öflug samtökin eru. - Er það ekki allra hagur? Eitthvað ffyrir landsbyggðarfólk? Eggert Jóhannesson skrifar: I tilefni nýafstaðins landsfundar Sjálfstæðísflokksins, þar sem nýr formaður, Davíð Oddsson, náði kjöri sem formaður flokksins, vil ég benda landsbyggðarfólki á að þarna er kominn maður í efsta sæti flokksins sem ekki er líklegur til aö vinna aö byggðamálum. - Hann væri jafnvel llklegur, tel ég, til að vinna gegn hagsmunum landsbyggðarmanna og að hagsmunum borgarbúa. Það er því enn meiri ástæða en áður fyrir landsbyggðarfólk aö reyna að fyrirbyggja aö Sjálfstæðisflokkur- inn komist í ríkisstjórn á komandi kjörtímabili. Þaö er eðhlegra að fólk úti á landi kjósi frekar flokk sem leggur áherslu á að halda jafnvægi í byggð landsins. Flokk sem vinnur að samgöngumálum og hefur byggðastefnuna að leiðarljósi. -Þetta ætti landsbyggðarfólk að athuga áð- ur en það fer á kjörstað. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir það fólk. Við megum t.d. ekki verða fyrir því að fasteignaverð úti á landi falli neðar en það hefur þegar gert á meðan fasteignaverð hefur hækkaö á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir manna eru einu sinni stærsti hluti eignanna hjá flestum. Og til þess að sporna gegn því að grafið sé undan þeirri vinnu sem landsbyggðarmenn hafa þurft að leggja á sig til þess að eignast eitt- hvað, ættu þeir að fara vel með þann atkvæðisrétt sem þeir hafa. Það mun ekki af veita, þar sem nýi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur dyggan stuðning af höfuðborgar- svæðinu og eftir að hafa haft þau völd sem borgarstjóri. - Við lands- byggðarmenn höfum lítið að gera við mann, sem hefur margoft lýst því í fiölmiðlum hvemig ekkert kemst að annað en hagsmunir höfuðborg- arbúa. Þess vegna skulum við ekki styðja flokkinn, hann styöur okkur ekki. Sagan um veginn Skarphéðinn skrifar: Nýlega sá ég í lesendadálki DV póst þar sem m.a. var minnst á hvað Islendingar hefðu veriö fávísir að þiggja ekki hraðbraut frá flotastöð Bandaríkjamanna á Keflavíkurflug- velli til Hvalfiarðar. Þessi saga er orðin ansi leiðigjörn. Staðreyndin er sú að árið 1956 óskuðu Bandaríkja- menn eftir aðstöðu í Hvalfirði fyrir kafbáta sína á Norður-Atlantshafi fyrir viðhald og áhafnaskipti. Þar kom hlutverk vegarins að notum fyr- ir þá. Þessu var hafnaö þar sem þessi skip eru búin kjamorkuvopnum. Stjórnmálaástand hér á landi var ótryggt á þessum tíma er viðreisnar- stjómin tók við 1960. Leituðu Banda- ríkjamenn þá til Breta sem veittu þeim aðstöðu i Skotlandi á litlum firði, Holy Lock, sem gengur inn frá Clyde fljóti, og við það fljót stendur borgin Glasgow. í maí 1961 komu Bandaríkjamenn svo með sitt liö þangað. Þessi stöð er að mestu á floti, þ.e. þurrkví, og herskip liggja þar á firðinum. - Aðstaöa í landi er mjög litil, einungis verslunarþjónusta og tómstundaaöstaöa. Bandarískar fiölskyldur búa í Nú er kominn varanlegur vegur um Hvalfjörð. leiguhúsnæði frá Skotum beggja vegna fljótsins, þó mest í Sand Bank. Áhöfnum skipanna er ekið til Prest- víkurflugvallar. Og nú hafa Banda- ríkjamenn ákveðiö aö leggja þessa aðstöðu niður um mitt ár 1992 þar sem Polaris kafbátar eru nú orðnir úreltir. - Ef þessi aðstaða hefði verið í Hvalfiröi hefði mikiö verið byggt þar. Sú aðstaða hefði staðið auð árið 1992. Þetta sýnir hve ótryggt er að byggja afkomu á herstöðvum. Tækn- inni fleygir fram og nú er oröiö friö- samlegt i þessum heimshluta. „Brýnt<( fyrir foreldrum Kjartan Kjartansson skrifar: Hve oft heyrir maður ekki að lögreglan, slysavarnarfélög eða aðrir láta þau boð út ganga eftir eitthvert óhappið, að „brýnt sé fyrir foreldrum" aö gæta bárna sinna fyrir þessu eða hinu. - Þetta rifjaðist upp fyrir mér vegna frétta um nýlega sinubruna víðs- vegar hér um Suðurland, þar sem börn voru að verki í mörgum til- vikum. En hvað þýðir að „brýna“ fyrir foreldrum, sem ekki eru á heimil- inu? Þeir eru flestir útivinnandi og hafa engan tíma fyrir börnin fyrr en hugsanlega á kvöldin, og meira að segja ekki þá, margir hvetjir, því þá eru fundir eða klúbbar og sfminn tekur drjúgan tíma, þegar heim er komið. - Brýningin fer því fyrir litið, raun- ar gagnslaus meö öllu. Baristum bitanaáAlþingi Páll Ólafsson skrifar: Nú eru fundir og næturfundir á Alþingi. Eins og ávallt áður stefnir í tímaþröng. Þingmenn vinna ekki eins og aörir þjóð- félagsþegnar, heldur fá frí sumar- langt og rúmlega þaö. Það er hart barist um bitana, og nú hefur verið heiftarlegur ágreiningur um sæti í Landsvirkjun. Það eru bitar sem gefa mikið í aðra hönd. Við sáum inn á fund hjá Lands- virkjun. Þar gaf á að líta; hlaðið borð af brauði, kökum og bakk- elsi. Menn úöuðu í sig hver sem betur gat á meðan myndavéhn suðaði. Allir voru feitir og patt- áralegir. - Minnti á kindurnar sem komu næst á skjáinn og voru á gjöf. Maður hefði ekki trúað þessum bægslagangi um feitu bit- ana nema vegna þess að maður fékk þetta - svona „beint i æð1'. Alþingi siftjji lengur Árni Jóhannsson skrifar: Á Alþingi eru nú til umrasðu mál sem ekki mega bíða þar til þing kemur saman að nýju, t.d. álmálið sem nú er verið að reyna að tefia framgang á. Auövitað átti að gefa þessu máli meiri tíma. Það var vitað að einhverjir hefðu hug á að hefta framgang þess með málþófi eins og nú er raunin. - Þetta mál má ekki gufa upp þótt menn gerist langorðir, og mál- frelsi má heldur ekki hefta í þing- inu. Og nú á að slíta þingi, hvað sem tautar og raular. Hvers vegna má ekki framlengja þing um nokkra daga, jafnvel eina eða tvær vikur? Þingið hefur ekki verið svo afkastamikið í vetur að ekki veíti af að hespa fleiri málum í gegn. Ég er þess fullviss að landsmenn vifia frekar að Alþingi sitji lengur tíl þess að mikilvæg mál nái fram aö ganga. Ráðistáerienda ferðamenn Kristiim Sigurðsson skrifar: Enn og aftur var framin hrotta- Ieg líkamsárás og nú aftur viö Suðurgötu. Að þessu sinni var ráöist á danskan mann og hann barinn til óbóta. Lögreglan náði í þrjá menn sem líklegir voru til að hafa framið verknaðinn. - Vonandi veröur þeim ekki sleppt, ef þeir játa. Krafan er, að blöðin birti myndir af þeim sem gerast sekir um slíka glæpi. Einnig ættu t.d. dyraverðír á vínstööum að hafa myndir af þeim við innganginn, til þess að vernda gesti sína, því í öllum til- fellum er þetta fólk einnig á hött- unum eftir verömætum á skemmtistööum. - Ég skora á borgarstjórann í Reykjavík aö láta veita fólki lögboðna vernd. - Eða vemdar þjóðfélagið glæpa- lýðinn, en ekki hina löghlýönu borgara?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.