Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 9
1 íom vfTí'i<-'i’T-’-r-r/-' FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991. 9 Úflönd Sexmenningarnir frá Birmingham fagna frelsinu. Með þeim er írskur þingmaður sem stendur fyrir miðju. Simamynd Reuter í kjölfar lausnar sexmenninganna frá Birmingham: Stjórnin lofar gagn- gerri endurskoðun á réttarkerf inu Breska stjórnin hét því í gær aö láta gera gagngera endurskoðun á breska réttarkerfinu eftir að áfrýjun- ardómstóll komst að þeirri niður- stöðu að sex írar, sem setið hafa inni í sextán ár fyrir sprengjutilræði, væru saklausir. Sexmenningarnir frá Birmingham, eins og írarnir hafa verið kallaðir, voru dæmdir í lífstíð- arfangelsi árið 1975 fyrir að hafa staðið á bak við sprengjutilræði á krám í Birmingham 1974. Tuttugu og einn maður lét lífið í sprengjuár- ásunum. „Við voru gerðir að blórabögglum til að róa almenning og háttsettum aðilum var kunnugt um það,“ sagði einn sexmenninganna, Patrick Hill, er hann var látinn laus í gær. Sex- menningarnir hafa haldið því fram að þeir hafi verið neyddir til að játa á sig sökina. Sumir lögreglumann- anna, sem yfirheyrðu sexmenning- ana, voru í sveit sem leyst var upp 1989 í kjölfar ásakana um afglöp í starfi. Verjandi sexmenninganna sagði að við rannsókn hefði komið í ljós að breytt hefði verið um tímasetningu í sambandi við yfirheyrslu yfir sum- um sexmenninganna. Leifar af sprengiefnum áttu að hafa fundist á höndum þeirra en vísindamenn telja nú að til dæmis sápa hefði getað vald- ið sömu niðurstöðu. Kenneth Baker, innanríkisráð- herra Bretlands, tilkynnti í gær á þingi að skipuð yrði sérstök nefnd sem rannsaka ætti málsmeðferðina gaumgæfilega. Hann sagði einnig aö lögreglan myndi hefja rannsókn á hermdarverkinu á ný sem var það mannskæðasta sem Irski lýðveldis- herinn, IRA, hefur framið á Bret- landseyjum. Það vakti gífurlega reiði meðal almennings og mikill þrýst- ingur var á lögregluna um skjóta lausn. Þegar sexmenningarnir gengu út úr réttarsalnum í gær var þeim ák- aftfagnað af ættingjum og mann- fjölda sem veifaði írskum fánum. Sexmenningarnir eru nú á aldrinum 42 til 60 ára. Þetta var í annað sinn á fjórum árum sem þeir áfrýjuðu en í fyrra skiptið var máhnu vísað frá. Breska blaðið The Independent krafðist í dag afsagnar embættismanns þess er ber ábyrgðina. í leiðara The Times sagði að máhð sýndi að brestir væru í breska réttarkerfinu. Það sem sérstaklega þrýstir á breytingar er að mál sexmenning- anna er ekki einstakt. Þrír írar og bresk kona, þekkt sem fjórmenning- arnir frá Guildford, voru látin laus 1989. Þau höfðu þá setið inni í fjórtán ár, dæmd fyrir að hafa banað fjórum í sprengjuárás. Áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lög- reglan hefði logið. Mál sjö manna, sem handteknir voru 1976 fyrir að hafa starfrækt sprengjuverksmiðju fyrir IRA, kemur fyrir áfrýjunar- dómstól síðar á þessu ári. Reuter Þjóðverjar krefjast heimflutnings Honeckers Þýska stjórnin hefur sakað sovésk yfirvöld um brot á alþjóðalögum með því að flytja Erich Honecker, fyrrum leiðtoga Austur-Þýskalands, frá Þýskalandi til Sovétríkjanna þar sem sagt er að hann eigi að fá læknismeð- ferð. Krefjast þýsk yfirvöld þess að hann verði þegar í stað fluttur aftur th Þýskalands. Honecker, sem hrökklaðist frá völdum í október 1989, haföi dvahð á sovésku hersjúkrahúsi í því sem áð- ur var Austur-Þýskaland í nær ár. Hann á yfir höfði sér ákæru vegna fyrirskipunar um beitingu skot- vopna við landamæri Austur- og Vestur-Þýskalands. Þýsk yfirvöld höfðu farið fram á það við Sovét- menn að fá Honecker afhentan en ekki fengið nein svör. Saksóknarar gerðu enga tilraun th að fá hann fluttan frá sjúkrahúsinu vegna þátt- töku Sovétríkjanna í sameiningu þýsku ríkjanna í október á síðasta ári. Sovétmenn fluttu Erich Honecker, fyrrum leiðtoga A-Þýskalands, til Moskvu á miðvikudaginn. Símamynd Reuter Honecker var fluttur til Moskvu á miðvikudaginn. Þýska stjórnin frétti af því samdægurs en máhð varð ekki opinbert fyrr en í gær. Reuter NÆSTU SÝNINGAR: Föstud. 15. mars Laugard. 16. mars, uppselt Föstud. 22. mars Laugard. 23. mars Fram koma: Ellý Vilhjálms, Þorvaldur Halldórsson, Pálmi Gunnarsson, Rut Reginalds, Hermann Gunnarsson, Ómar Ragnarsson og Magnús Kjartansson. Leikstjóri: Egill Eðvaldsson Skemmtidagskrá, sem byggir á söngferli hins vinsæla söngvara, Vilhjálms Vilhjálmssonar. Húsið opnað kl. 19. Glæsilegur matseðill. Borðapantanir í síma 77500. Eftir skemmtidagskrá verður dúndrandi dansleikur til kl. 03. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar BCEIEVANGIJC SÍMI77500 Jtrúlegt EN SATT! ^ Opið virka daga. Ný dönsk sófasett á draumaveröi, (3 + 1 + 1) í áklæöi eða leðurlíki Laugardaga frá 10 — 16 Mikið úrval af áklæði og ieðurlíki á lager. GODDI hf. Smiðjuvegi 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.