Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 31
EÖSTXJDAGUR 15. MARS 1991. 39 dv______________________Meiming Ferskir vindar Floti tímarita um sagnfræði er furðustór. Saga er forystuknörrinn með þungan og dýran farm. Um land allt eru svo gerð út fleiri héraðsrit en talin verða á fmgrum sér, sum árlega, önnur óreglulegar. Þau eru tengd sögu viðkomandi byggðarlaga, Skagfirðingabók, Múlaþing, Goða- steinn og Landnám Ingólfs, svo að fáein dæmi séu nefnd. Enn má telja Nýja sögu, þar sem háskólamenn gera tilraun (vel heppnaöa) til að miðla fræðum sínum á lesendavænum texta. Loks hafa ungir sagnfræðinemar haldið úti vönduðu riti, Sögnum, í meira en tíu ár. Þar blása ferskir vindar, eins og Eggert Þór orðar það í yfirhtsspjalli, og nýir straumar endur- speglast í efnisvah og raunar ekki síður í útliti blaðsins. Á forsíðu síðasta og ehefta heftis er mynd sem varla hefur þótt prenthæf þegar hún var tekin árið 1916. Hún sýnir móður að gefa tvíburason- um sínum brjóst. (Þar er á ferð amma og nafna Guðrúnar Þorbergsdóttur, eiginkonu núverandi fjármálaráðherra.) Enda eru athuganir á sögu kvenna og barna margar í heftinu. Frágangur og útlit er til sóma. Útgefendur hafa fengið stuðning tveggja reyndari penna. Eggert Þór dregur upp líflega mynd af dætrum Reykjavíkur á árunum milh stríða, þeim sem hneyksluðu eldri kynslóðir með því að fylgja erlendri tísku, fleygja sauðskinnskónum fyrir háa hæla og fá ser vinnu á skrifstofu fremur en flýta sér í hjónaband. Kannski í búð. Guðjón Friðriksson birtir könnun sem sýnir að frá 1887-1919 fengu yfir hundraö konur verslunar- leyfi hér í höfuðborginni. Kringum 1880 voru verslanir ennþá öðrum þræði krár þar sem kon- ur gátu varla komið inn án þess að sæta aðk- asti drukkinna dóna sem héngu þar daglangt. En upp úr því var farið að huga að stofnun Tviburamóðir árið 1916. Bókmenntir: Inga Huld Hákonardóttir dömudehda, fyrstu búðarmeyjamar ráðnar til starfa og árið 1887 varð Ágústá Svendsen, ekkja og þriggja barna móðir, fyrst kvenna til að setja eigin verslun á fót. Fleiri komu í kjölfarið og seldu slifsi, svuntur og hatta, mjólk og „templ- aradrykki“, blóm og kransa. Alhr sagnfræðinemarnir, fimm phtar, fjórar stúlkur, hafa fundið sér áhugaverð rannsóknar- efni. Tvær greinar fjalla um uppeldisviðhorf frá siðaskiptum th aldamótanna 1900 og í þeirri síð- ari rakin ýmis dæmi þess aö reynt var að af- stýra því að stúlkur lægju í bókum. Þær áttu að sópa gólf, elda graut og passa börn. I þeirri þriðju segir frá Katrínu Thoroddsen lækni. Hún hneykslaði almenning kringum 1930 með erindi um getnaðarvarnir. Síðar, þegar hún sat á þingi rétt fyrir 1950, voru tillögur hennar um dag- heimili, sérsköttun hjóna og nýja ávexti handa börnum, langt á undan sínum tíma, svæfðar um sinn. ítarlegt og gagnlegt er yfirlit um Stóradóm, refsilöggjöf um ólögmætar barneignir frá 1564. Ég verð þó sem snöggvast að bregða mér í gervi villumeistara og leiðrétta það atriði að sárasótt (sýfihs) hafi verið óþekkt hér á landi. Árið 1526 samþykkti Alþingi ákveðinn taxta fyrir læknis- hjálp við sárasótt og fékk einn læknirinn jörðina Skáney í Borgarfirði. Þegar sóttin hvarf á 17. öld vildu sumir þakka það tóbakinu sem um það leyti barst th landsins. Hagsögulegt innlegg er umfjöllun um báta- stærðir upp úr 1700. Hún hefst á tilvitnun í Ein- ar Benediktsson og er prýdd myndum af brim- lendingu og sjómönnum í skinnklæðum. Annar höfundur athugar hvort sumir prestar á 18. og 19. öld hafi haft of litlar tekjur th að mennta böm sín. Sú þriðja notar Píningsdóm (1490) sem rökstuðning fyrir þátttöku íslendinga í evr- ópskri efnahagssamvinnu. Stórmerk er Dáin úr vesöld, athugun á sextán dómsmálum frá 1802 th 1919 þar sem ákæra var ýmist ih meðferð eða kynferðisafbrot gagnvart bömum. Vom mörg barnanna barin eða svelt í hel. Efnið viröist ekki fullunnið nema hér sé kafh úr lengra máh. Höfundurinn, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, fer hér inn á nýjar slóðir og gangi henni vel því hér blasir við dapurlegt verkefni en dýrmætt fyrir samtíma okkar. Sagnir, 11. árgangur, 1990. Sagnfræðistofnun Háskóla íslands. 96 bls. Fréttir Veður Allhvöss norðaustanátt og snjókoma eða él á Vest- fjörðum og hiti nálægt frostmarki en austan og suð- austan kaldi eða stinningskaldi og skúrir annars stað- ar og 1-5 stiga hiti, hlýjast sunnanlands. Hvasst og rigning sunnanlands í kvöld og nótt. Akureyri Egilsstaðir Kefla víkurflug völlur Kirkjubæjarklaustur Raufarhöfn Reykjavík Vestmannaeyjar Helsinki Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Berlin Chicagó Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madrid Malaga Mallorca Montreal New York Nuuk Paris Róm Valencia Vín Winnipeg skýjað -1 skýjað 3 súld 4 alskýjað 3 snjókoma 0 alskýjað 5 þokumóða 5 þokumóða -3 rigning 7 þoka -1 þokumóöa 2 alskýjað 4 þokuruðn. 7 þokumóða 7 þokumóða 6 heiðskírt -1 þokumóða 6 þokumóða 7 rigning 5 þokumóða 10 skýjað 8 skýjað 12 þokumóða 8 heiðskírt 8 léttskýjað 11 þokumóða -7 léttskýjað 1 rigning 3 léttskýjað -9 þokumóða 10 þokumóða 9 þokumóða 7 þokumóða 3 heiöskírt -4 Gengið Gengisskráning nr. 52. -15. mars 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 57,170 57,330 55,520 Pund 105,664 105,960 106.571 Kan. dollar 49,496 49,634 48,234 Dönsk kr. 9,3914 9,4177 9,5174 Norsk kr. 9,2284 9,2542 9,3515 Sænsk kr. 9,7894 9,8168 9,8370 Fi. rnark 15,0230 15,0650 15,1301 Fra. franki 10,5861 10,6157 10,7399 Belg. franki 1,7498 1,7547 1,7744 Sviss. franki 41,6539 41,7705 42,2205 Holl.gyllini 31,9966 32,0862 32,4394 Þýskt mark 36,0683 36,1692 36,5636 it. líra 0,04833 0,04846 0,04887 Aust. sch. 5,1260 5,1403 5,1900 Port. escudo 0,4145 0,4157 0,4181 Spá. peseti 0,5787 0,5803 0,5860 Jap. yen 0,41898 0,42015 0,41948 ’ Irskt pund 96,037 96,306 97,465 SDR 79,4126 79,6348 78,9050 ECU 74,0780 74,2853 75,2435 „Svartir mánudagar“ valda misskilningi: Hluthafar eru jaf n vel settir Sölugengi hlutabréfa í Eimskipafélagi íslands Hf. Gengi / - Jöfnun 6 Jöfnun V 5 Jöfnun J l/r 5,45 4 3 2 . 0 29.09.88 16.03.89 15.03.90 06.03.91 Hér sést vel hvernig skráð sölugengi hlutabréfa i Eimskip hefur lækkað árvisst eftir aðalfundi félagsins vegna jöfnunar og útgreidds arðs. Hlut- hafarnir eru engu að siður jafnvel settir og áður. Nokkrir hafa hringt í DV vegna fréttar síðasthðinn mánudag um lækkun á gengi hlutabréfa í Eimskip eftir aðalfund félagsins og lýst yfir áhyggjum sínum. Af þessum hringingum má ráða að margir virðast ekki hafa lesið meira en fyrirsögnina: „Svartir mánudag- ar“ fram undan, og hafa þess vegna að sjálfsögðu ekki áttað sig á því sem þar var útskýrt rækilega; hvers vegna gengi hlutabréfa í íslenskum fyrirtækjum lækkar oft eftir aðal- fundi, Þetta er árviss viðburður og tengist Eimskip ekkert sérstaklega. Hér er því ítrekað að'þrátt fyrir að skráð gengi hlutabréfa í Eimskip hafi lækkað vegna ákvörðunar aðal- fundar um 10 prósent útgáfu jöfnun- arhlutabréfa og 10 prósent útgreidds arðs eru hluthafar í Eimskipi jafnvel settir eftir fundinn og þeir voru fyrir hann. Á meðfylgjandi línuriti sést glöggt hvernig skráð sölugengi hlutabréfa í Eimskip hefur lækkað á hverju ári eftir aöalfundina. Það var þessi ár- vissa lækkun vegna jöfnunarhluta- bréfa og útgreidds arðs sem var köh- uð „svartir mánudagar“. -JGH Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á eftirtöldum eignum: Ásbraut 9, 1. hæð t.v., þingl. eigandi Garðar Guðjónsson, fer fram á eign- inni sjálfri mánudaginn 18. mars 1991 kl. 13.15. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Kópavogsbraut 85, kjallari B, þingl. eigandi Gunnlaugur Sigurbjömsson, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 18. mars 1991 kl. 17.00. Uppboðsbeið- andi er Bæjarsjóður Kópavogs. Vallhólmi 6, þingl. eigandi Ingvar Gunnarsson, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 18. mars 1991 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Bjöm Ólafur Haílgrímsson hrl., Fjárheimtan hf., íslandsbanki, Kjartan Ragnars hrl. og Bæjarsjóður Kópavogs. Bæjarfógetiim í Kópavogi Fislcmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 14. mars seldust alls 109,035 tohn. Magn í Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Þorskur 54,916 93,45 90,00 109,00 Þorskur, ósl. 6,346 82,06 70,00 91,00 Smáþorskur, ósl. 0,037 45,00 45,00 45,00 Smáþorskur 0,477 63,42 59,00 71,00 Ýsa 5,678 120,99 90,00 139,00 Ýsa.ósl. 1,501 103,00 90,00 109,00 Karfi 10,473 36,57 35,00 37,00 Ufsi 4,092 41,22 30,00 44.00 Steinbítur 2,048 38,66 34,00 39,00 Steinbítur, ósl. 14,373 34,23 34,00 37,00 Keila, ósl. 0,105 23,00 23,00 23,00 Koli 0,394 48,34 48,00 59,00 Keila 1,158 29,00 29,00 29,00 Hrogn 1,642 158,16 10,00 195,00 Skötuselur 0,316 207,82 175,00 225,00 Lúða 0,600 444,83 350,00 515,00 Langa 0,886 52,29 61,00 54,00 Blálanga 2,278 53,00 53,00 53,00 Lýsa 0,015 20,00 20,00 20,00 Rauðm/gr. 0,051 109,00 109,00 109,00 Ufsi, ósl. 1,591 29,33 29,00 30,00 Faxamarkaður 14. mars seldust alls 192,783 tonn. Þorskur. sl. 50,690 97,31 85,00 120,00 Þorskur, ósl. 11,763 91,63 52,00 100,00 Þorskur, smár 0,494 71,00 71,00 71,00 Ýsa, sl. 7,598 110,87 40,00 113,00 Ýsa, ósl. 1,550 93,38 88,00 108,00 Karfi 83,429 35,44 33,00 38,00 Ufsi 14,941 49,71 23,00 50,00 Ufsi, ósl. 0,590 41,00 41,00 41,00 Steinbítur 12,482 42,38 33,00 44,00 Skötuselur 0.558 205,00 205,00 205,00 Skarkoli 1,000 65,34 48,00 70,00 Skata 0,039 187,44 100,00 210,00 Rauðmagi 0,157 124,04 120,00 125,00 Lúða 0,570 459,54 385,00 500,00 Langa 2,803 50,57 20,00 79,00 Kinnar 0,157 105,89 105,00 110,00 ‘ Keila 0,936 32,17 30,00 38,00 Hrogn 2,324 185,22 110,00 210,00 Gellur 0,031 305,32 295,00 315,00 Blandað 0,517 32,81 20,00 65,00 Undirmál 0,123 37,64 20,00 51,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 14. mars seldust alls 285,936 tonn. Þorskur, dbl. 1,000 64,00 64,00 64,00 Þorskur, ósl. 159,942 83,54 50,00 109,00 Þorskur, sl. 0,464 77,68 50,00 109,00 Ýsa, ósl. 12,736 103,51 30,00 115,00 Karfi 3,627 37,61 15,00 44,00 Keila 7,352 23,63 10,00 30,00 Steinbítur 21,047 30,98 29,00 34,00 Skarkoli 0,620 60,65 20,00 64,00 Lúða 0,126 473,89 385,00 505,00 Hrogn 0,536 207,31 190,00 210,00 Ufsi 74,040 35,06 25,00 37,00 Hlýri 0,250 29,00 29,00 29,00 Langa 2,450 42,04 39,00 44,00 . Rauðmagi 0,050 98,00 98,00 98,00 Blandað 1,696 17,84 10,00 28,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900 Fjölmiðlar Eldhús- dagsumræður Það er synd að segja annaö en þjóðinni sé misþyrmt meö því að sjónvarpa eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Það er náttúrlega af hinu góða að leyfa fólki að fylgjastmeð almennum stjórnmálumræöum á þinginu. Sérstaklega þegar svo stutt er í kosningar sem nú. Þaö erhinn bóginn stórspurning hvort eigi að sjónvarpa slíkum um- ræðum heilt flmmtudagskvöld. Þaöhvarflar að manni aðþað sé frekarvilji alþingismannaen óskir almennings í landinu sem ráða því að sjónvarpið er látið eyðamestöll- um útsendingartíma sinum í þetta efni. Þeir sem vilja fylgjast meö umræöum frá Alþingi er í lófa lagið að gera þaö í útvarpinu, þar sem rás 1 er einnig undirlögð af þessu efni. Það væri svo gaman að sjá ein- j hverjakennun gerða á því hversu margir fylgjast með þessum umræð- um. Svo og að fá svar við þeirri spurningu h vort að fólk almennt vill horfa á eldhúsdagsumræður í sjónvarpinu. Ef meirihlutiim vih fá að sjá framan í þingmenn sína með- an þeir tala þá er náttúrlega sjálf- sagtaðfaraað vilja meirihlutans. Jóhanna Margrét Einarsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.