Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og'útgáfustjóri: SVEINN R- EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Ríkið sýknað Eitt illvígasta deiluefni vetrarins hefur snúist um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar gagnvart BHMR og kjarasamningum háskólamanna við ríkissjóð. Þá sögu er óþarft að rekja í einstökum atriðum en eftir að um- samin launahækkun hafði verið tekin af BHMR fólki með bráðabirgðalögum á síðastliðnu sumri ákvað BHMR að höfða mál gegn ríkinu fyrir brot á stjórnar- skrá. Afstaðan til bráðabirgðalaganna varð sömuleiðis að harðvítugum átökum á alþingi þegar bæði Sjálfstæðis- flokkurinn, Kvennalistinn og þrír þingmenn stjórnar- bðsins settu sig upp á móti lagasetningunni. Rök sjálf- stæðismanna voru einkum þau að samningar skyldu standa og þeir tóku undir þann málflutning BHMR að bráðabirgðalögin stönguðust á við samningsréttínn og stjórnarskrána. Afgreiðsla bráðabirgðalaganna hékk á bláþræði og fall þeirra hefði kostað ríkisstjórnina bfið. Svo fór að lokum að nokkrir sjábstæðismenn og Stefán Valgeirsson sátu hjá og frumvarpið hlaut staðfestingu. Nú hefur verið kveðinn upp dómur í Borgardómi um þetta umdeilda ágreiningsmál. Niðurstaða dómsins er sú að bráðabirðgalögin standist og ríkisstjórnin er sýkn- uð af öllum ákærum. Stjórnarskráin hefur ekki verið brotin, að mati Borgardóms, og dómurinn fellst á að löggjafarvaldið geti gripið inn í samninga þegar brýna nauðsyn ber tb. Það er eðblegt að talsmenn BHMR verði fyrir von- brigðum með þennan dóm. Hins vegar er ástæðulaust að gera því skóna að með þessum dómi sé samningsrétt- inum kastað fyrir róða. Páll Halldórsson, formaður BHMR, segir að rétturinn* til að gera kjarasamninga sé að engu orðinn. Þetta eru rangar ályktanir hjá Páb og BHMR. í kjara- samningnum við BHMR var sleginn sá varnagb af hálfu ríkisins að umsamdar launahækkanir væru háðar því að þær breyttu ekki efnahagslegum forsendum og al- mennri launaþróun. Undir lokin var þetta orðin spurn- ing um þjóðarsáttina. Launahækkun til BHMR hefði stefnt markmiðum hennar í hættu. Ennfremur er það ekki nýtt á nábnni að löggjafarþingið geti breytt eða skert kjarasamninga eftir að þeir eru gerðir. Slíkar skerðingar eru þvert á móti algengar hér landi og er þá gripið til þeirra með allsherjarhagsmuni í huga. Launafólk og stjórnmálamenn eiga að anda léttar eft- ir að dómur Borgardóms hefur verið kveðinn upp. Önn- ur niðurstaða hefði kollvarpað þjóðarsáttinni og efna- hagsástandinu í landinu. Háskólamenntaðir starfsmenn hins opinbera fá að vísu ekki þá launahækkun sem um hafði verið samið við þá eina og sér en sú launahækkun hefði skibð lítið eftir ef vinnuveitendur og verkalýðs- hreyfmg hefðu gert alvöru úr þeim ásetningi sínum að hækka öb laun á vinnumarkaðnum til samræmis. Þá hefði þjóðarsáttin sprungið í loft upp, verðbólga og verð- lag. Allsheijarhagsmunir kröfðust aðgerða og réttlættu bráðabirgðalögin. Alþingi féllst á nauðsyn þeirra og dómsvaldið hefur staðfest að lög hafi ekki verið brotin. Eftir stendur auðvitað spurningin um siðferðið á bak við aðgerðir ríkisvaldsins en dómur um þá spurningu verður ekki kveðinn upp annars staðar en í kosningum. BHMR hefur sótt sitt mál af festu og einurð. Nú er mál að bnni og að háskólamenn hafi samleið með öðru launafólki um kjarabætur í framtíðinni sem skib ár- angri til allra. Ellert B. Schram TUveruréttur ísraels Stríöið við írak hefur hrist svo rækilega upp í Miðausturlöndum að þau verða ekki söm eftir. Gömul tryggðabönd hafa rofnað og ný myndast. Margt sem áður lá í lág- inni er komið upp á yflrborðið og menn á þessum slóðum neyðast til að líta á málin í nýju ljósi. Allt valdajafnvægi er breytt. í stað Saddams Hussein með stærsta her arabaríkjanna er nú kominn Hafez Assad í Sýrlandi með stærsta her- inn, sama stjórnarfar og Saddam, en að auki bandalag við íran. Saudi-Arabía og hin olíuríkin eru nú í bandalagi við Bandaríkin ásamt Egyptalandi, forysta Egypta í arabaheiminum, sem Saddam ógnaði, er nú tryggð á ný. En um- fram allt hefur stríðið breytt stöðu ísraels. Bendaríkin hafa eyðilagt öflugasta óvin Ísraelsríkis. Án ír- aska hersins er stríð arabaríkja við ísrael óhugsandi. Ætla mætti að ísraelsmenn væru þá ánægðir með sinn hlut en svo er ekki. Stríðið hefur aðeins fært þeim heim sann- inn um hversu vel þeir liggja við höggi og í leiðinni sýnt hinum hóf- samari meðal þeirra fram á að óbreytt ástand getur ekki gengið til lengdar. ísraelsmenn hafa í áratugi og í vaxandi mæli á seinni árum gælt við þá hugmynd að halda í alla Palestínu, innlima hemumdu svæöin og búa til Stór-ísrael. Nú- verandi stjórn Shamirs er höll und- ir þessar hugmyndir og þeim var að vaxa fylgi allt fram að Persa- flóastríðinu. Nú blasir raunveru- leikinn við ísraelsmönnum: Það verður aldrei friður milli ísraels- manna og araba nema lausn sé fundin á málum Palestínumanna. í kjölfar stríösins er loks mögu- leiki á þeirri hugarfarsbreytingu allra aðila sem nauðsynleg er til aö finna málamiðlun sem gæti komið hreyfingu á lausn þessara mála. Þvi, að minnsta kosti, hefur Saddam Hussein komið í kring, enda þótt það kostaði hann mestall- an hemaðarmátt íraks. Stríðsástand Palestínumálið er ekki eingöngu mál ísraels og íbúa hernumdu svæðanna: öll arabaríkin eiga þar hlut að máli. Öll þeirra, nema Egyptaland, eiga að formi til í stríði viö ísrael og hafa átt frá 14. mai 1948, þegar ísrael var lýst sjálfstætt ríki. Egyptar skáru sig úr 1978 og viðurkenndu tilverurétt ísraels með friðarsamningunum eftir Jom-Kippurstríðið 1973 og fengu í staðinn þaö land sem ísralesmenn höfðu hernumið af Egyptum sem var allur Sinaiskaginn. En fyrir bragðið var Egyptum útskúfaö meðal annarra arabaríkja, þeir voru reknir úr Arababandalaginu og ekki teknir inn aftur fyrr en 1989. Staða Egypta meðal araba hefur liðið fyrir þessa tilslökun gagnvart ísrael allt þar til nú. Ekkert annað KjáQarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður T—1— ----------— arabaríki vill enn ljá máls á því að viðurkenna tilverurétt ísraels. Aö áliti þessara ríkja er öll Palestína, þar með tahð Ísraelsríki sjálft, hemámssvæði gyðinga og skal af- máð af yfirborði jarðar. Fyrsta skrefið í átt að lausn Pal- estínumálsins hlýtur að vera fólgið í því að breyta þessari afstöðu. Þar hafa Palestínumenn sjálfir haft frumkvæði. Á fundi sínum í Ma- rokkó 1988 samþykkti þing PLO, sem er útlagaþing íbúa hernumdu svæðanna, að viðurkenna tilvera- rétt ísraels, að vísu með tvíræðu orðalagi, um leið og lýst var yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna. Um 120 ríki heims hafa viö- urkennt þetta Palestínuríki og með því Jasser Arafat sem þjóöhöfö- ingja og PLO sem réttan fulltrúa palestínsku þjóðarinnar. - Ekkert vestrænt ríki hefur þó viðurkenrft Palestínuríkið. Flóttamenn En þar sem Palestína er öll hemámssvæði, að áliti arabaríkj- anna, eru allir Palestínumenn flóttamenn. Ekkert arabariki nema Jórdanía veitir Palestínumönnum borgararétt og vegabréf umyrðalít- ið; í öllum öðmm arabaríkjum eru Palestinumenn landlausir. Um tvær milljónir þeirra búa í ríkjum utan Jórdaníu og eru flokkaðir sem flóttamenn án borgararéttinda. Þannig bjuggu um 350 þúsund þeirra í Kúvæt, án nokkurra rétt- inda, og þeir eru dreiföir um öll arabalönd. Með því að neita þeim um borg- araleg réttindi á þeim forsendum að heimaland þeirra sér hernumið tímabundið og þeir muni snúa heim aftur hafa hin arabaríkin gert sitt til að torvelda lausn málsins. Allt strandar á því að þau viður- kenna ekki tilverurétt ísraels. For- senda fyrir því að mögulegt sé að semja um sjálfstjórn hernumdu svæðanna á vesturbakka Jórdanar og Gaza er viðurkenning á tilveru- rétti ísraels; ísraelsmenn munu ekki semja um neitt fyrr en stríðs- ástandi arabaríkjanna gegn þeim hefur verið aflétt. Það er þessi möguleiki sem Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, er nú að kanna í Miðausturlöndum. - Þetta er undirstaða undir öllu öðru. Gólanhæðir Ósigur íraka í stríðinu er reiðar- slag fyrir þann hluta Palestínu- manna sem lifði í draumaheimi um hernaöarsigur yfir ísrael. En sá raunveruleiki, sem nú blasir við, gæti knúið fram hugarfarsbreyt- ingu, bæði innan PLO og meðal höfuðandstæðinga ísraels í araba- heiminum. Þar er Hafez Assad í Sýrlandi nú efstur á blaði, að Sadd- am Hussein frágengnum. Lykilhnn að bættri sambúð við Assad er Gólanhæðirnar í Sýrlandi sem ísraelsmenn hertóku 1967 og hafa síðan innlimað. Assad hefur gefið í skyn að hugs- anlegt væri að hann viðurkenndi tilverurétt ísraels ef Gólanhæðun- um væri skilað aftur. Bandaríkja- menn vilja kanna hvort möguleiki sé að gera Gólan aö hlutlausu svæði, hugsanlegá undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, en ísraels- menn taka því enn fjarri. Án friöar- samkomulags við Sýrland er lausn á Palestínumáhnu ekki í sjónmáli, ísraelsmenn munu ekki fallast á stofnun sjálfstjórnarríkis Palest- ínumanna nema öll arabaríkin semji frið við þá og öryggi ísraels sé tryggt. Sýrland er óvinur ísraels númer eitt. Stríðið við írak hefur neytt ibúa Miðausturlanda til að skoða þessi mál í nýju ljósi'og sýnt umheimin- um fram á að undirrótin að öllu saman er stríðsástandið sem ríkir milli ísraels og arabaríkjanna vegna Palestínumanna. ísrael ber ekki alla sökina en það er samt á valdi ísraelsmanna að opna leiðina til lausnar með því aö hverfa frá hugmyndum um Stór-ísrael og við- urkenna grundvallarregluna um skipti á landi fyrir frið. Gunnar Eyþórsson „ísraelsmenn munu ekki fallast á stofnun sjálfstjórnarríkis Palestínu- manna, nema öll arabaríkin semji friö við þá og öryggi ísraels sé tryggt. - Sýrland er óvinur Israels númer eitt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.