Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991. Útlönd FmgurmeSn eyðilagði kynlífið Áfrýjunarréttur á Nýja-Sjálandi hefur synjað ósk manns nokkurs um sérstakar bætur vegna skurðar sem hann fékk á litlafmgur við húsverk. Maðurinn segir að kaunið komi illa við kynlíf sitt og hafi í reynd valdið honum varanlegri örorku, Hann sagðist fyrir rétti vera viðþolslaus af verk í hendinni þegar hann sængaði með konum. Hinn ólánsami er 46 ára gamall einstæður faðir og heitir Brian Arthur Fumell. Hann lýsir örorku sinni svo að eftir að hann skar sig í fingurinn eigi hann erfitt meö að styðja sig við vinnu þvi hann treysti ekki hönd- inni. Þá segist hann lifa í stöðugum ótta við aö missa það sem hann held- ur á og þar að auki hefur hann ekki getað leikið keilu eftir slysið vegna sársauka í fingrinum. Þá segist Fumell ekki þora lengur aö fara á krána sína af ótta við að brjóta veíka fmgurinn i slagsmálum. í fyrstu höfðu Furnell verið dæmdar bætur vegna fingursins en hann fékk aðeins sem svaraði til nokkurra þúsunda íslenskra króna en vildi fá fullar örorkuhætur. í áfrýjunarréttinum hafhaði dómarinn öllum kröf- um og tók útlistanir mannsins á örorkunni ekki til greina. Slóvakar gera hróp að Vaclav Havel Flokkur fasista hefur sig nú æ meira í frammi í Slóvakíu. Þeir berjast fyrir sjálfstæði héraðsins og skiptingu Tékkóslóvakiu. Símamynd Reuter Reiðir þjóðernissinnar ffá Slóvakíu geröu hróp að Vaclav Havel, for- seta Tékkósíóvakíu, og hann fylgdist með kröfugöngu þeirra. Slóvakar, sem búa í austurhluta landsins, krefjast sjálfstæðis enda segja beir að Tékkar ráði mestu í sambandi þjóðanna tveggja. Havel fór skyndilega til Bratislövu, höfuðborgar Slóvakíu, og hvatti heimamenn til aö falla frá hugmyndum um að kljúfa Tékkóslóvakíu í tvent. í Bratislövu var haldið upp á aö 52 ár eru hðin frá því Slóvakía var lýst sjálfstætt ríki. Þrátt fyrir mikinn æsing i borginni fór Havel á aðaltorgið. Þar var m.a. 5000 manna hópur félaga i gamla fasistaflokki landsins og höfðu þeir sig einkum í frammi gegn forsetanum. Hróp eins og „Farðu heim til Prag, Júdas,“ heyrðust frá fasistunum og mikið uppnám varð i mannþrönginni. Hópur lífvarða fylgdi forsetanum og slapp harrn án meiösla. Eftir aðtvikið sagði Havel í sjónvarpi að aðeins með þj óðaratkvæðagreiðslu væri hægt að skera úr um framtíð Slóvakíu innan ríkjasambandsins. Imelda ætlar heim að svara til saka Imelda Marcos ætlar heim til Filippseyja og mæta þar fyrir rétti vegna ásakana um spillingu og stuld á opinberu fé. Imelda hefur ekki komið heim frá því hún og Ferdinand heitinn forseti hröktust í útlegö árið 1986. Lögfræðingur Imeldu segir hún hafi mikinn hug á aö komast heim og standa fyrir máli sínu. „Hún er mjög sátt við þessa niö- urstöðu, mjög sátt,“ sagði lögfræð- ingurinn eftir að stjórnvöld á Filippseyjum létu þau boö út ganga að útlegð forsetaekkjunnar væri senn lokið. Hún yrði hins vegar aö gera sér grein fyrir að hennar biöu réttarhöld við heimkomuna. Frétt- in hefur reyndar ekki verið staöfest formlega en embættismenn segja að svo geti farið að Imelda komi heim í næsta mánuði. Imelda er nú í New York en lengst af hefur hún verið í útlegðinrú á Hawaúeyj- um og þar Iést maður hennar árið 1989. Imelda Marcos, fyrrum forsetafrú á Filippseyjum, hefur hug á að komast heim og standa þar fyrir málisínu. Simamynd Reuter Tíræður sjúklingur stökk út um glugga Tæplega tiræður Hollendingur liföi af fall út um glugga á þriðju hæð sjúkrahússins þar sem hann átti að liggja banaleguna. Honum leiddist meðferð lækna og hjúkrunarfólks og ákvað að kasta sér út um giugga. Fyrir neðan var sólskyggni og fór raaðurinn í gegnum það. Hann slasað- ist óveruiega en var iagöur inn aftur. Maðurixm er 99 ára og var fyrir nokkrum dögum iagöur inn á gjörgíeslu- deild sjúkrahúss í Amsterdam. Hann bar síg allan tímann illa undan vist- inni og reif sig á endanum lausan frá öllum tækjum og tólum og freist- aöi útgöngu. Eftir flóttatilraunina er hann þó ekki lengur í gjörgæslu. Rcuter George Bush og Francois Mitterrand ræddu saman á eyjunni Martinique. Þeir voru sammála um nauðsyn þess að leysa deilumálin í Mið-Austurlöndum en ekki hvernig. Simamynd Reuter Bush og Mitterrand ræða vandamál Mið-Austurlanda: Bush vill ryðja Araf at úr vegi - forsetamir ósammála um leiðir til friðar George Bush Bandaríkjaforseti og Francois Mitterrand Frakklands- forseti eru sammála um að nú sé rétti tíminn til að koma á sáttum milli ísraela og Palestínumanna. Þeir ræddu málefni Miö-Austurlanda á fundi á eyjunni Martinique í Karíba- hafi en komust ekki að sameiginlegri niðurstöðu um hvað bæri að gera á þessari stundu. Fundur forsetanna þótti mjög af- slappaður og eftir að þeir höföu snætt saman sögðust þeir sammála um aö viðræðurnar heföu verið mjög gagn- legar þótt enn bæri mikið í milli. Á undanfórum árum hafa Frakkar hallast aö stuðningi við Palestínu- menn. Ágreiningur Bandaríkja- manna og Frakka um málefni Miö- Austurlanda er því enn óbreyttur þótt viljinn til að ná samkomulagi sé meiri nú en oft áður. „Það er skemmst frá því aö segja að við náðum ekki samkomulagi um sameiginlega leið til að leysa deilu- mál ísraela og Palestínumanna. Þó viðurkennum við báðir að deiluna verður að leysa,“ sagði Bush eftir fundinn. Mitterrand sagði að Frelsissamtök Palestínu, PLO, væru enn löglegur málsvari Palestínumanna og að ekk- ert yrði gert til að leysa deiluna án þess að samtökin væru með í ráðum. Bandaríkjamenn hafa verið tregir til að viðurkenna PLO sem samnings- aðila vegna andstöðu ísraela. Bush lagði áherslu á að Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hefði sett mjög ofan með stuðningi sínum við Sadd- am Hussein í Persaflóastríðinu. Hann sagðist vonast til að hófsamari leiðtogar Palestínumanna gætu ef til vill samið um lausn sem væri lík- legri til að ná fram að ganga. Með þessu er Bush að gefa í skyn að Bandaríkjamenn eigi umfram allt erfitt með að sætta sig við Arafat og séu tilbúnir að ganga lengra til móts viö þá ef ný forysta tæki við innan PLO. Arafat svaraði þessu í morgun og sagði að hann hefði ekki í hyggju að víkja úr embætti. Þá sagði hann í viðtali við New York Times að PLO stæði nú betur að vígi en áður þrátt fyrir andúð Vesturlandabúa í kjölfar Persaflóastríðsins. Reuter Ástin eftir Persaflóastríðið: Peter Arnett trúlof aður Bandaríski fréttahaukurinn Peter Arnett er nú trúlofaður Kimberley Moore, 24 ára gamalli stúlku frá Florida í Bandaríkjunum. Hjónaleys- in eru nú stödd i ísrael og gerðu þar lýðum ljósa fyrirætlun sína um að ganga í hjónaband. Mikill aldurs- munur er á þeim því Arnett er á sex- tugsaldri. Kimberley Moore er fréttamaður viö ensku deildina hjá sjónvarpinu í ísrael og er því á sama starfsvett- vangi og Amett. Þau hafa þekkst um nokkurt skeið en urðu að bíða þess að átökum við Persaflóa lyki til að geta látið verða af trúlofuninni. Amett er frægasti stríðsfréttaritari heims. Hann hefur flutt fréttir af öll- um helstu átökum í heiminum allt frá því snemma í Víetnamstríðinu. Eiginlega heimsfrægð hlaut hann þó ekki fyrr en í Persaflóastríðinu þegar hann var lengi eini vestræni frétta- maðurinn í Bagdad. Arnett vinnur fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina CNN og á stóran þátt í aö auka veg hennar og virðingu. Reuter Sjónvarpsfréttamaðurin Peter Arnett og fréttakonan Kimberley Moore opin- beruðu trúlofun sína í ísrael í gær. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.