Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 2
EÖSTUDAGUR 16. MARS .1991. Fréttir Stjómarliðar sammála um lánsflárlagafrumvarp: Fjárlagahallinn eykst enn um 2,2 milljarða Landsvirkjun fær að hefla undirbúning að orkuframkvæmdum Ráðherrar og þingmenn hafa fundað stíft að undanförnu um afgreiðslu þing- mála. Hér situr Jón Helgason í forsetastóli og ræðir við Steingrím Her- mannsson, forsætisráðherra, Jóhann Einvarðsson og Ólaf Ragnar Gríms- son, fjármálaráðherra. DV-mynd: BG Stjórnarliðar hafa orðið ásáttir um umtalsverðar breytingar á lánsfjár- lagafrumvarpinu fyrir 1991. Sam- komulag er um að auka við láns- heimildir fjármálaráðherra um 3,5 milljarða, þar af með erlendu lánsfé upp á 600 milljónir. 1,3 milljarður er ætlaður til endurlána en 2,2 milljarð- ar til aukinna útgjalda, þar af 700 miiijónir til að flýta afborgunum á eldri lánum. Frumvarpið hefur verið að velkjast í þinginu frá því í desember. Þá gerði frumvarpið ráð fyrir lánsfjárþörf ríkissjóðs upp á tæplega 11,9 millj- arða en samkvæmt síðustu breyting- um á því er nú gert ráö fyrir lánsfjár- þörf upp á 15,4 milljarða. Komi ekki til auknar tekjur ríkis- sjóðs á þessu ári og nýti fjármálaráð- herra sér þessar lánsfjárheimildir til fulls er ljóst að fjárlagahalli þessa árs mun aukast verulega. Samkvæmt fjárlögum er gert ráð fyrir halla upp á ríflega 4 milljarða en yrði 6,2 millj- arðar verði lánsfjárlagafrumvarpið samþykkt í núverandi mynd. A þriðja tug breytinga Alls hafa stjórnarliðar hugmyndir um að gera á þriðja tug breytinga á frumvarpinu. Meðal þessara hug- mynda er að heimila fjármálaráö- herra að kaupa jörðina Flekkuvík á Keilisnesi fyrir nýtt álver. Takist slíkir samningar ekki verði ráðherra heimilað af Vatnsleysustranda- hreppi að taka eignarnámi vatnsrétt- indi, land, aðstöðu og önnur nauð- synleg réttindi vegna byggingar ál- vers á Keilisnesi og hafnar vegna þess. Þá er gert ráð fyrir að Landsvirkj- un verði heimilað að taka 3,4 millj- arða í erlend lán til fjármögnunar á raforkuframkvæmdum fyrirtækis- ins. Einnig leggja stjórnarliðar til að Landsvirkjun verði heimilað að fengnu samþykki ríkisstjórnar að taka 800 milljónir í erlend lán til undirbúnings Fljótsdalsvirkjunar, stækkunar Búrfellsvirkjunar, fimmta áfanga Kísilveitu og stofnlína eins og nauðsynlegt er til þess að unnt veröi að sjá nýju álveri fyrir nægjanlegri raforku frá árslokum 1994. Til að mæta vanda loðnuverk- smiðja er lagt til að fjármálaráðherra verði heimilað að taka allt að 600 milljónir í erlend lán og endurlána að tveim þriðju hlutum tíl Fiskveiði- sjóðs íslands og einum þriðja til Síld- arverksmiðja ríkisins. Að auki er lagt til að ráðherra verði veitt heimild til að taka 100 milljónir í lán til opinberra framkvæmda og aögerða í atvinnumálum í byggðar- lögum sem hart hafa orðið úti vegna loðnubrests og slæms atvinnu- ástands. Niðurfelling gjalda Lagt er til að hætt verði við að skerða framlög til Framkvæmda- sjóðs aldraðra og Bjargráðasjóðs, fjármálaráðherra verði heimilt að fella niður virðisaukaskatt af gjöfum til björgunarsveita sem og til mann- úðar- og líknarstarfa og rannsóknar- stofnana. Þá er lagt til að fjármálaráðherra verði heimilað að fella niður opinber gjöld sem tengjast fyrirhugðuðum framkvæmdum Flugleiða við bygg- ingu nýs flugskýlis á Keflavíkurflug- velh og að veita meðferðarstöðinni að Fitjum 20 milljónir í framlag. Einnig er lagt til að 100 milljónir verði teknar að láni til kaupa á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Auk þessara heimildaákvæða er fjöldi annarra sem leitt geta til auk- inna útgjalda fyrir ríkissjóð. Til dæmis er gert ráð fyrir að ríkissjóður yfirtaki um 1,2 milljaröa af skiddum Byggðastofnunar hjá Framkvæmda- sjóðiíslands. -kaa Verkamenn vinna nú hörðum höndum við að rífa gamla prestsetrið á Bergþórshvoli, sem var orðið afar illa farið. DV-mynd Brynjar Gauti Gamla prestsetrið á Bergþórshvoli loks riíið: Maöurinn sem flutti kíló af amfetamíni tíl landsins: Ákærður fyrir stór- fellt f íknief nabrot - úrskuröaðurívarðhaldþartildómurgengur Ríkissaksóknari gaf í gær út ákæru á hendur manninum sem flutti um eitt kíló af amfetamini til landsins í febrúarmánuði. Sakadómur Reykja- víkur hefur úrskurðað manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald eða þar til dómur gengur í máli hans - þó ekki lengur en til 15. maí. Máhð verður því bráðlega tekið th dóms- meðferðar í Sakadómi Reykjavíkur. Úrskurðurinn um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum var kveöinn upp þar sem ætla má að brot hans varði að minnsta kosti tveggjá ára fangelsi. Eftir því sem DV kemst næst hefur refsing varö- andi innflutning á 10 grömmum af amfetamíni varðað eins mánaðar fangelsi. Samkvæmt því má ætla að fangelsisrefsing umrædds manns gæti mest orðið 100 mánuðir eða um átta ár. Sami maður hefur áður hlot- ið dóm vegna fíkniefnamáls. Maðurinn er ákærður samkvæmt þeirri lagagrein er kveður á um ströngustu viðurlög vegna innflutn- ings á fikniefnum. Heimht er að dæma menn til 10 ára fangelsisrefs- ingar samkvæmt þeirri lagagrein. Maðurinn flutti um eitt kíló af amfetamíni th landsins í febrúar með því að senda sjálfum sér fíkniefnin vel fahn í stofuborði th afgreiðslu Flugfraktar Flugleiða. Tohverðir í Reykjavík komust á snoðir um efnin og var maðurinn handtekinn eftir að hafa vitjað þeirra. Hann var í fram- haldinu úrskurðaöur í gæsluvarð- hald sem nú hefur verið framlengt. Við yfirheyrslur hjá fíkniefnalög- reglunni játaði maðurinn að hafa keypt efnin í Hollandi en sent þau frá Lúxemborg. Hann gekkst einnig við því að hafa selt um hálft kíló af hassi th að fjármagna kaupin á amfetamín- inu. Hann er þó ekki ákærður fyrir þá sölu. -ÓTT Eg er mjög ánægður - segir séra Páll Pálsson „Ég er mjög ánægður með að nú skuli loksins hafa verið hafist handa við að rífa gamla prestsetrið. Ég er búinn að berjast fyrir því í 10 ár að það verði fjarlægt, án þess að á mig væri hlustað," segir Páll Pétursson, sóknarprestur á Bergþórshvoli. Það var í byijun vikunnar sem verkamenn hófust handa við að rífa húsið. Ekki hefur verið búið í gamla hús- inu síðan árið 1975 og allar götur síð- an hefur það verið að drabbast nið- ur. DV heimsótti Bergþórshvol í fe- brúar síðasthðinn og tók myndir af húsinu og í kjölfar þess birtist frétt í blaðinu undir yfirskriftinni: Ósómi í þjóðbraut. í henni var meðal ann- arra rætt við ráðuneytisstjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þar sem hann sagðist ekki hafa hugmynd um hyers vegna væri ekki búið að rífa gamla húsið. Það eru þúsundir manna sem heimsækja þennan sögufræga staö á ári hverju en hvaða hugmyndir hef- ur séra Páll um framtíðarskipan mála á staðnum: „Það er náttúrlega margt sem hægt er að gera en númer eitt er að gera aðkomuna hlýlega og fallega fyrir alla þá ferðamenn sem hingað koma. Það þyfti að leggja göngustíga. En fyrst þyrfti þó að byija á því að slétta grunninn og græða upp sárið. Svo mætti hugsa sér að reisa minnis- merki uppi á hólnum þar sem allir gömlu Bergþórshvolsbæirnar hafa staðið. Á því mætti hafa texta á ís- lensku og erlendum tungumálum þar sem greindi frá helstu staðreynd- um í sögu staðarins. Efst á hólnum væri svo sjálfsagt að setja útsýnis- skífu þar sem bent væri á öh þekkt- ustu kennileitin í nágrenninu," segir Ný stjama á skákhimninum: Ivanchuk sigraði í Linares Sovétmaðurinn ungi, hinn 21 árs Váshy Ivanchuk, sló heldur betur í gegn á skákmótinu mikla í Linar- es á Spáni - öflugasta móti frá upp- hafi hvað skákstigum keppenda viðkemur. Hann varð ekki aðeins efstur á mótinu með 9 'A v. eftir jafntefli við Timman á svart í loka- umferðinni í gær, heldur vann hann það mikla afrek að sigra 3 stigahæstu skákmenn heims, Kasparov heimsmeistara, Karpov og Gelfand á mótinu. Þarna er á ferð efni í heimsmeistara. Ivanchuk og Timman gerðu jafn- tefli í 24 leikjum en Kasparov tókst ekki að vinna Yusupov í gær. Missti niður vinningsstöðu og þeir sömdu um jafntefli eftir 40 leiki. Heimsmeistarinn varð því hálfum vinningi á eftir Ivanchuk með 9 v. Karpov vann Beljavsky í 63 leikj- um, Kamsky vann Ehlvest, Gurevich vann Gelfand, Salov vann Anand en jafntefli varð hjá Speelman og Ljubojevic. Lokastaðan á mótinu. Ivanchuk 9 ‘/2, Kasparov 9, Beljavsky 8, Speel- man og Yusupov 7‘A, Salov 7, Tim- man og Karpov 6'A, Anand, Ljubojevic og Gurevich 6, Gelfand 5'4, Ehlvest 314 og Kamsky 2'4. -hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.