Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991. 5 Fréttir Rithöfundur gistir í tjaldi á Reykjavikurflugvelli: í tveggja ára heimsreisu Claytor nývaknaður i tjaldi sinu á Reykjavíkurflugvelli á tali við blaðamann DV. Á innfelldu myndinni má sjá hvar hann hefur komið sér upp haganlegri snúru og hengt þvott sinn til þerris. „Fyrst fraus hann en þornaði svo að lokum,“ sagði landkönnuðurinn. DV-myndir GVA/BG „Ég var tvo mánuði á Grænlandi áður en ég kom til Reykjavíkur. Þar var 30 gráðu frost. Miðað við það finnst mér veöráttan hér minna meira á vor- en vetrarveðráttu," seg- ir Thomas Claytor, flugmaður og rit- höfundur. Hann dvelur þessa dagana í tjaldi við væng flugvélar sinnar á Reykjavíkurflugvelh. Claytor er í heimsreisu sem á að taka tvö og hálft ár. Að henni lokinni ætlar hann að rita bók um ferð sína. Það er vika síðan hann kom til Reykjavíkur en hann ætlar að vera á íslandi í um það bil mánuð. „Mig langar til að fara út á land og heim- sækja þorpin þar og kynnast fólkinu sem byggir þau. Ég býst við að ég leggi í hann innan skamms þó ég sé ekki enn búinn að ákveða nákvæm- lega hvaða staði ég heimsæki. Þetta er kostnaðarsöm ferð og ég get sparað mér peninga með því að búa í tjaldi í stað þess að gista á hótel- um, það er miklu ódýrara. Ég er að hluta til styrktur til farar- innar af einstakhngum og félagasam- tökum en upphafleg kostnaðaráætl- un gerir ráð fyrir að ferðin muni kosta 70 þúsund dollara eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Tilgangur ferðarinnar er að heim- sækja þau samfélög heimsins sem eru í útjaðri heimsmenningarinnar og skoða þær breytingar sem hafa orðið á þeim á undanfornum árum og áratugum. Ég mun heimsækja lönd í öllum heimsálfununum og Suðurskautslandið verður síðasti viðkomustaðurinn áður en ég held til baka til Bandaríkjanna." Ef ferðin gengur að óskum verður Claytor fyrsti flugmaðurinn sem heimsækir ahar álfurnar í einum og sama leiðangrinum. Hann kemur því einnig til með að setja nýtt heimsmet á þessum tveimur og hálfa ári sem hann áætlar að ferðin muni taka sig. „Áhuginn á þessum leiðangri vaknaði fyrst þegar ég vann sem flugmaður í Afríku en þar var ég í þrjú og hálft ár og vann meðal ann- ars fyrir National Geographic Ex- plorer’s. Þar heimsótti ég afskekkta staði þar sem villtum dýrategundum hafði verið útrýmt og einnig staði þar sem maðurinn hafði gengið á lífríki regnskóganna. í kjölfarið hafði líf fólks á þessum slóðum tekið miklum breytingum. Mig langaði til að sjá hvort svipuð þróun hefði átt sér stað á öðrum afskekktum stöðum í heim- inum. Dvölin í Afríku var líka góður undirbúningur undir þennan leið- angur,“ segir Claytor. Frá íslandi mun svo leið rithöfund- arins fljúgandi liggja um Evrópu þar sem hann mun dvelja næstu mánuð- ina. -J.Mar Sjö mánaöa skilorðsbundið fangelsi: Dæmdur fyrir húsbrot og líkamsárás - réðst nakinn inn í herbergi hjá ungum bamfóstrum Hæstiréttur hefur mildað refsi- ákvæði héraðsdóms yfir rúmlega þrítugum manni sem ákærður var fyrir húsbrot, nauðgunartilraun og alvarlega líkamsárás. Ríkissaksókn- ari krafðist einnig sviptingar öku- réttinda vegna ölvunaraksturs mannsins. Hæstiréttur dæmdi sak- borninginn til að sæta sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið. í héraði var maðurinn dæmdur í sjö mánaða fangelsi - þar af þrjá mánuði óskil- orðsbundið. Atburðurinn átti sér staö að nætur- lagi á Kirkjubæjarklaustri sumarið 1989. Maðurinn, sem er af Suðurnesj- um, hafði verið í veiðiferð ásamt fé- lögum sínum og ók bifreið sinni á staur og í gegnum girðingu umhverf- is kapelluna á Kirkjubæjarklaustri. Samkvæmt lögregluskýrslum rudd- ist maðurinn síðan inn í íbúðarhús í byggðakjamanum. Vakti hann tvær 15 ára bamfóstrur upp þegar hann ruddist allsnakinn inn í herbergi til þeirra. Annarri stúlkunni mis- þyrmdi hann og reyndi að fá hana til fylgilags við sig, segir í lögreglu- skýrslu. Maðurinn var ölvaður. í héraðsdómi var maðurinn sak- felldur fyrir húsbrot og líkamsárás og fyrir að hafa misboðið stúlkunni kynferðislega. Þar var hann dæmdur í sjö mánaða fangelsi - þar af fjóra mánuði skilorðsbundið. Máhnu var áfrýjað til Hæstaréttar. í dómi Hæstaréttar segir að maður- inn hafi lítið getað borið um atvikið vegna minnisleysis af völdum áfeng- isdrykkju. Engin vitni voru að at- burðinum nema stúlkurnar tvær en þær komu ekki fyrir héraðsdóm. Hæstiréttur taldi framferði manns- ins gagnvart annarri telpunni sær- andi og til þess falliö að valda henni miklum ótta. Þó þótti ósannað að fyrir manninum hefði vakað að þröngva henni með ofbeldi til hold- legs samræðis. Maðurinn var því sýknaður í Hæstarétti af því ákæru- atriði. Héraðsdómari sakfelldi manninn fyrir að hafa misboðið stúlkunni kynferðislega, þó ekki fyrir nauðg- unartilraun. Þar sem í ákæru ríkis- saksóknara var ekki verknaðarlýs- ing á slíku kom ekki til álita í Hæsta- rétti að refsa samkvæmt því. Ákvæði héraðsdóms varðandi húsbrot og al- varlega hkamsárás, svo og sviptingu ökuréttinda, voru hins vegar staðfest í Hæstarétti. Refsing mannsins þótti því hæfilega ákveðin 7 mánaða fang- elsi - öll refsingin skal vera skilorðs- bundin. Sakborningnum var einnig gert að greiða sakarkostnað. í undirrétti dæmdi í málinu Sigurð- ur Hallur Stefánsson héraðsdómari í Keflavík. í Hæstarétti dæmdu í máhnu hæstaréttardómararnir Guö- rún Erlendsdóttir, Bjarni K. Bjama- son, Hjörtur Torfason, Hrafn Braga- sonogÞórVilhjálmsson. -ÓTT „Þjófagengi“ á Akureyri? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ekki er talið ólíklegt að sömu aðilar hafi verið aö verki í þremur inn- brotum sem framin hafi verið á Ak- ureyri síöustu daga. Þessi innbrot eiga það sammerkt að í öllum tilfeUunum hafa verið unnar miklar skemmdir á innbrots- stöðunum, hurðir sparkaðar upp og skemmdir unnar á annan hátt. Menn nyrðra eru farnir að ræða það að sama „þjófagengið“ sé þarna á ferð- inni, en innbrotin þrjú em óupplýst. Tvö þeirra voru framin um helg- ina, í Barnaskóla Akureyrar og í Skipasmíðastöðinni Vör hf. í fyrri- nótt var síðan farið inn í Endur- hæfingarstöðina Bjarg, miklar skemmdir unnar á innréttingum og einhverjum tugum’ þúsunda króna stohð. Bjóddu fermf ngarbarnf nu framtíðarefgn Markmið NAD er að framleiða hágæða hljómtæki sem þjóna sínum tilgangi. Allar tór.stillingar eru einfaldar í notkun og hafa hagnýtan tilgang. Engin áhersia er lögð á tilgangslitla stillitakka og Ijósabúnað sem hækka verð tækjanna, heldur gæði sem heyrast. NAD hljómtækin hafa áunnið sér alheimsviðurkenningu í öllum helstu fagtímaritum fyrir gæði og gott verð. í þessu tilboði eru eftirtalin tæki: NAD 7020i Útvarpsmagnari 2x40 vött NAD 5320 Geislaspilari WHARFEDALE Delta 30, 100 vatta enskir verðiaunahátalarar Verðið er aðeins kr. 63.000 staðgreitt. þar sem gœðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 688840, 685149, 83176

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.