Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR Aöalfundur Knattspyrnufélagsins Vals verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 1991 kl. 20.00 í félags- heimili Vals að Hlíðarenda. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf skv. 7. gr. samþykkta fé- lagsins. Stjórnin VETRARTILBOÐ Uflönd Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hefur tapað miklu af því áliti sem hann hafði áunnið sér á Vesturlöndum fyrir Persa- flóastríðið. Dr. Eugene Makhalouf segir að Arafat hafi þó enn fullan stuðning þjóðar sinnar. Hér sést hann í heim- sókn hjá Saddam Hussein i Bagdad 23. október í haust. Simamynd Reuter Dr. Eugene Makhlouf, upplýsingafulltrúi PLO, í viðtaii við DV: HAFIÐ SAMBAND I SIMA 91-61-44-00 BlLALEIGA ARHARFLUGS Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 FLUGMENN FLUGAHUGAMENN !! WE SEEK QUALIFIED STUDENTS IN ICELAND WITH AIRLINE PILOT CAREER AMBITIONS i ACADEMY OFFICERS WILL BE IN REYKJAVIK IN APRIL 1991 TO PRESENTTHE SCHOOL, CONDUCT ADMISSIONS TEST AND PERSONAL INTERVIEWS rMINIMUM QUAUFICATIONS: 18 YEARS OLD PRIOR TO ACA GRADUATION, HIGH SCHOOL GRADUATE OR EQUIVALENT, PASS AN FAA MEDICAL EXAM. RESIDENT PROGRAMS START IN'JANUARY, APRIL, JULY & OCTOBER IF YOUR INTEREST IS GENUINE AND YOUR DESIRE SINCERE, CONSIDER ENTERING THE CAREER PATH TRAVELLED BY MANY OF OUR OTHER GRADS WHO TODAY FLY FOR MAJOR AIR CARRIERS IN THE U.S. AND ABROAD. THINK YOU MIGHT QUALIFY? PHONE, FAX OR WRITE US TODAY FOR MORE DETAILEDINFO ON TRAINING WITH ACAIN THE U.S. NORTHEAST CORRIDOR AND OUR VISIT TO ICELAND. TRE ACAÐEMTS PR0GRAMS ARE FAA APPR0VED AN0 WE ARE DESIGNATED BY M U.SJ A T0 ACCEPT KTERNAT10NAL STTJ0ENTS JNOER THEI8 M0NTH J-1STTJ0ENT EXCHANGE PROGRAM KCUJOING PRACTICAL TRAIMNG AFTER GRADUAT10N AVIATION CAREER ACADEMY FOSTERTOWN ROAD, MEDFORD, NEW JERSEY 080S5 U.S.A. TEL: 609-267-1200 • FAX: 609-265-1111 Professionals in Pursuit of Excellence „Almennings- áíitið kaus ekki Yasser Arafat“ - Palestínumenn binda vonir við fríðarför Bakers Dr. Eugene Makhlouf hitti Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra og einnig Steingrím Hermannsson forsætisráöherra og kynnti þeim afstöðu PLo. DV-mynd GVA „Yasser Arafat var ekki kjörinn til valda af almenningsálitinu í heimin- um heldur af sínu eigin fólki. Það styöur hann enn, hvað sem sagt er á Vesturlöndum," sagði dr. Eugene Makalouf, upplýsingafulltrúi Palest- ínumanna á Norðurlöndum, í viðtali við DV. Dr. Eugene er staddur hér til að kynna málstaö Palestínumanna nú þegar meiri von er um að þeir fái lausn á málum sínum en verið hefur mörg undanfarin ár. Þó er ljóst að Palestínumenn eru í miklum vanda vegna stuðnings síns viö íraka í Persaflóastríðinu. Þar mæðir mikið á Arafat sem að mati margra hefur glatað mestu af því áliti sem hann haföi áunnið sér á Vesturlöndum síöustu ár. Dr. Eug- ene vill þó ekki túlka stöðu Arafats svo aö hann standi höllum fæti á meöan hann nýtur stuðnings þjóðar sinnar. Stöndum betur að vígi en áður „Ég fullyrði að við stöndum sterkar að vígi nú en fyrir Persaílóadeiluna. Styrkur okkar veltur á fólkinu sem styöur okkur. Frelsissamtök Palest- ínumanna eru eins sterk og fólkið vill hafa þau,“ sagöi dr. Eugene. „Það eina sem Arafat geröi var að túlka skoðun Palestínumanna. Það studdi íraka gegn ógninni sem steöj- aöi að írösku þjóðinni. Það voru fleiri möguleikar en aö vera annað hvort með eða á móti Bandaríkjamönnum því eins og viö vitum þá er heimurinn ekki bara svartur eða hvítur. En það er rétt að þeir sem studdu okkur aðeins í orði áöur hafa snúið við okk- ur baki en við þurfum ekki á slíkum stuöningi að halda.“ Dr. Eugene sagði að viðleitni Bandaríkjamanna nú til að koma á friði í Mið-Austurlöndum og að finna lausn á vanda Palestínumanna benti til að PLO heföi þrátt fyrir allt ekki glatað allri viröingu umheimsins. Bush viöurkennir pólitísk rétt- indi Palestínumanna „George Bush Bandaríkjaforseti hefur í fyrsta sinn talað um pólitísk réttindi Palestínumanna. Áður höfðu Bandaríkjamenn aðeins talað um mannréttindi þeim til handa. Þetta er ný áhersla hjá þeim og mikilvægt skref í áttina að koma til móts við kröfu okkar um fóöurland," sagði dr. Eugene. , ,Núna veltur allt á því hvaða þrýst- ingi Bandaríkjamenn treysta sér til aö beita ísraela. Ég hef trú á því að ferð James Baker utanríkisráðherra eigi eftir að leiða gott af sér þótt við vitum ekki enn hvaö hefur verið rætt bak við tjöldin. Viö veröum aö sýna þolinmæði.“ í gær talaði Baker um að glufa hefði opnast fyrir frið eftir að hann hafði átt langar viðræður með Assad Sýr- landsforseta. Afstaða Sýrlendinga ræður miklu um framhaldið, ekki síður en afstaða ísraela. Baker talaði um lausn á vanda Palestínumanna á grundvelli ályktana Sameinuðu þjóðanna en til þessa hafa Banda- ríkjamenn ekki veriö fúsir til að fylgja þeim ályktunum eftir. Enn járn í járn á herteknu svæðunum Eftir stendur þó að ísraelsmenn vilja ekki sleppa hendi af herteknu svæðunum sem þeir lögðu undir sig í Sex daga stríðinu 1967. Palestínu- menn telja sig hins vegar hafa laga- legan rétt til þessara svæða og dr. Eugene ítrekaði þá afstöðu í viðtal- inu. Hann sagðist lengi hafa trúað því að á endanum yrðu ísraelsmenn að láta undan og skila þessum svæð- um. „Ég hef enn trú á að þetta gerist þótt ég vilji ekki gerast sekur um of mikla bjartsýni. Ég veit að Banda- ríkjamenn hafa ekki sömu hags- muna að gæta við að leysa Palestínu- málið eins deiluna um Kúvæt. Ég vona að þeir ákveði að fylgja einnig eftir ályktunum Sameinuðu þjóð- anna um Palestínu en fyrir alla muni ekki með sömu aöferðum og í Kú- væt,“ sagði dr. Eugene.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.