Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991. Viðskipti Sprengju varpað inn á matvælamarkaðinn í gærmorgun: Hagkaup lækkar pakka- vörur til jaf ns við verð Bónuss Stærsta verslun landsins, Hag- kaup, sem er meö yfir 25 prósent af matvörumarkaðnum, kastaöi sprengju inn á markaðinn í gær- morgun þegar verslunin lækkaði verð á öllum pakkavörum til jafns við verð Bónuss. Um er að ræða yfir 500 vöruflokka af um 3000 vöruflokk- um sem matvörudeild Hagkaups býður upp á. „Við ákváðum að stilla okkur upp við hlið Bónuss í pakkavörum. Við höfum fundið fyrir því að undan- fórnu að sala á pakkavörum hjá okk- ur hefur minnkað á meðan hún hefur aukist á kjötvörum, grænmeti og ávöxtum. Við metum þetta svo að fólk sé í auknum mæli farið að skipta innkaupum sínum í matvörum. Kaupi pakkavörurnar í Bónusi, sem býður upp á verulega minna úrval en við, en komi síðan yfir til okkar og kaupi aðrar vörur en pakkavörur. Þessi lækkun er svar okkar við þess- ari þróun á markaönum," sagði Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaups, við DV i gær. Jón segir ennfremur að Hagkaup hafi verið með að jafnaði um 12 pró- sent hærra verð en Bónus á pakka- vörum og lækkunin núna sé sem því nemi. - Ætlið þið að breyta afgreiðslufyrir- komulaginu á pakkavörum yfir í sama horf og er í Bónusi? „Nei, við verðum með okkar stíl áfram. Við breytum innréttingum ekkert. Fólk fær sömu þjónustu i Hagkaupi og það hefur fengið hingað til þrátt fyrir þessa verðlækkun,“ segir Jón. -JGH Nýir fólksbílar - fyrstu tvo mánuði ársins - Aðrír Mitsubishi 3000 2500 2000 W4 ' 1500 Lada Toyota Subaru 1000 500 1988 1989 1990 1991 Árið fer betur af stað i innflutningi nýrra fólksbíla en undanfarin tvö ár en mun verr en fyrstu tvo mánuðina árið 1988 en þá voru fluttir inn um 2.500 bílar fyrstu tvo mánuðina. Bílainnflutningur: Betra en síð- ustu tvö árin Bónus svaraði lækkun Hagkaups í gær: „Þetta er dá- samlegt stríð“ Árið í ár fer betur af stað í innflutn- ingi á nýjum bílum en síðustu tvö árin. Fyrstu tvo mánuðina voru flutt- ir inn 930 nýir fólksbílar. Mitsubishi er mest seldi bíllinn þessa tvo mán- uði með um 28,7 prósent af markaðn- um. Toyota er í öðru sæti með um 13,3 prósent af bílunum. Toyota var í efsta sæti allt áriö í fyrra. Á síðustu árum hefur verið mjög mikil sveifla í innflutningi nýrra bíla. Metáriö var 1987 en þá voru rúmlega 18 þúsund nýir fólksbílar íluttir inn. Árið 1988 voru þeir rúihlega 12 þús- Snjóléttur vetur eftir áramótin hef- ur orðið til þess aö sala á skíðum og skíðabúnaði hefur algerlega hrunið. Þegar er farið að bjóða þessar vörur á útsölum með 30 til 60 prósent af- slætti. „Tíðin er búin að vera einstaklega léleg. Það var góð skíðasala fyrir jól en eftir jól hefur hún dottið niður. Þetta hefur verið hrein hörmung eft- ir áramótin, einhver lélegasta sala á skíðum og skíðabúnaöi sem komið hefur,“ segir Guðmundur Kjartans- son, framkvæmdastjóri Sportvals. Sportval er með útsölu í verslunum sínum viö Hlemm og í Kringlunni. „Við erum vanalega með útsölu í lok mars og í ágúst. Nú erum við með útsöluna fyrr vegna miklu meiri birgða en áður.“ Guðmundur segir að fólk endurnýi mest skíöabúnað sinn íljótlega eftir áramótin þegar skíðavertíðin hefst yfirleitt. Þegar fólk komist hins vegar ekki tímunum saman á skíði vegna snjóleysis finnist því vart taka því und. Síðan komu tvö léleg ár í kjöl- fariö, 1989 og 1990, með innflutning upp á rúmlega 6 þúsund nýja fólks- bíla. Miðað viö reynslu fyrstu tvo mán- uðina á síðustu tveimur árum má búast við að innflutningur þessa árs verði á bilinu 8 til 9 þúsund nýir fólksbílar alls. Á meðfylgjandi súluriti sést að árið 1988 voru um 2.500 fólksbílar fluttir inn fyrstu tvo mánuðina en í kring- um 700 bílar í fyrra og hittifyrra. -JGH að endumýja búnaðinn þegar langt er liðið á vertíðina. „Það eru margir sem miða vertíð- „Svar okkar við þessari lækkun Hagkaups er einfalt, við höfum þegar lækkað verð á pakkavörum hjá okk- ur. Lækkunin er mismikil enda mismikið svigrúm til að lækka. Ég örvænti ekki í þessu stríði, við höfum mikil viðskipti," sagði Jóhannes Jónsson, eigandi Bónuss, eftir hádegi í gær. Jóhannes segir að Hagkaupsmenn hafi einfaldlega komið í verslun Bón- uss og skrifað niður verð og lækkað arlokin í skíðamennskunni við pásk- ana og fara lítið á skíöi eftir það, þótt besta færið og veðrið til skíða- ... síðan niður í nákvæmlega sama verð. „Að mínu mati er hér líklega um brot á lögunum um lögmæta við- skiptahætti að ræða.“ Jóhannes segir ennfremur að þessi verðlækkun Hagkaups sýni mikla örvæntingu. „Þetta er mikil örvænt- ing hjá þeim og ég tel Hagkaupsmenn ekki hafa efni á þessu. Ég er hins vegar fullviss um að ég sigra i þessu stríði. Þetta er dásamlegt stríð.“ -JGH iðkunar sé raunar oft í lok apríl og jafnvel í byrjun maí.“ - En er ekki hægt að selja skíða- birgðirnar núna næsta haust? „Það er gífurlegur kostnaður sem fylgir því aö sitja uppi með miklar birgðir og mun betra aö minnka lag- erinn með því að selja skíðin á útsöl- um.“ Guðmundur segir ennfremur aö fram undan sé tími ferminga og hefö sé fyrir nokkurri skíðasölu til ferm- ingagjafa, sérstaklega ef skíðabúnað- ur fæst á góðu verði. Algengur pakki af skíöavörum, skíði, skór, bindingar, stafir ogásetn- ing, sem kostað hafi um 27 þúsund krónur eftir jól fáist nú á útsölu á um 19 þúsund krónur. Skíöaframleiðendur erlendis gera þá kröfu að skíöavörur séu pantaðar með minnst 8 mánaða fyrirvara þannig að innflytjendur skíða á ís- landi þurfa að panta eftir aöeins nokkrar vikur fyrir næstu vertíð. -JGH Peningamarkaður IIMNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN ÓVERÐTR. Sparisjóðsbækur ób. 4,5-5 Lb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 4,5-7 Sp 6mán. uppsögn 5,5-8 Sp Tékkareikningar.alm. 1-1,5 Sp Sértékkareikningar 4,5-5 Lb ViSITOLUB. REIKN. 6mán. uppsógn 2,5-3,0 Nema ib 15-24 mán. 6-6,5 ib.Sp ’ Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR7.1 -8 Lb.jb Gengisb. reikningar i ECU 8,1 -9 Lb.lb ÓBUNDNIR SERKJARAR. Visitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir óverðtr. kjör, hreyfðir 10,25-10,5 Nema íb BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Visitölubundin kjör 5,25-5,75 Bb Óverðtr. kjör 12,25-13 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandarikjadalir 5,25-6 ib Sterlingspund 11,5-12,5 ib Vestur-þýsk mörk 7,75-8 Íb Danskarkrónur 7,75-8,8 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLÁN ÚVERÐTR. Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,25-15,75 Lb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(vfirdr.) ÚTLAN VERÐTR. 18,75-19 Bb Skuldabréf 7,75-8,25 Lb AFURÐALAN isl. krónur 14,75-15,5 Lb SDR 10-10,5 Lb Bandarikjadalir 8,8-9 Sp Sterlingspund 15,5-15,7 Lb.ib Vestur-þýsk mörk 10,75-10,9 Lbjb.Bb Húsnæðislán 4,5 Lifeyrjssjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. mars 91 15,5 Verðtr. mars 91 7.9 VlSITÖLUR Lánskjaravísitala mars 3009 stig Lánskjaravísitala feb. 3003 stig Byggingavísitala mars 566 stig Byggingavísitala mars 177,1 stig Framfærsluvísitala mars 150,3 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða Einingabréf 1 5.414 ^ -Einingabréf 2 2,924 Einingabréf 3 3,550 Skammtímabréf 1,813 Kjarabréf 5,319 Markbréf 2,836 Tekjubréf 2,072 Skyndibréf 1,580 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,595 Sjóðsbréf 2 1,816 Sjóðsbréf 3 1,799 Sjóðsbréf 4 1,558 Sjóðsbréf 5 1,084 Vaxtarbréf 1,8425 Valbréf 1,7149 Islandsbréf 1,123 Fjórðungsbréf 1,076 Þingbréf 1,122 Öndvegisbréf 1,112 Sýslubréf 1,132 Reiðubréf 1,101 Heimsbréf 1,039 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,80 7.14 Eimskip 5,20 5,45 Flugleiðir 2,62 2,72 Hampiðjan 1.76 1,84 Hlutabréfasjóðurinn 1.77 1,85 Eignfél. Iðnaðarb. 2,00 2,10 Eignfél. Alþýðub. 1,47 1,54 Skagstrendingur hf. 4,30 4,51 Islandsbanki hf. 1,54 1.60 Eignfél. Verslb. 1,36 1.43 Olíufélagið hf. 6,00 6.30 Grandi hf. 2.38 2,48 Jollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Skeljungur hf. 6,40 6,70 Ármannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35 Utgerðarfélag Ak. 3,80 3,95 Olis 2.23 2,33 Hlutabréfasjóður VÍB 0,97 1,02 Almenni hlutabréfasj. 1,02 1.06 Auðlindarbréf 0,975 1,026 Islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, ib= Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Norræni jQárfestingarbankinn: Þriggja millj- arða hagnaður Starfsemi Norræna fiárfesting- arbankans gekk vel á síðasta ári. Hagnaöur bankans nam um þrem- ur milljörðum króna og var það um 867 milljónu meira en árið áður, 1989. Heildarinnlán jukust um 20 pró- sent á síðasta ári á meðan útístand- andi lán jukust um 18 prósent. Um 40prósent af lánum Norræna fjárfestingarbankans fóru til fyrir- tækjakaupa milli landa, bæði inn- an Noröurlandanna og utan. Veruleg aukning varö á lánum til umhverfismála. Um 20 prósent af lánum, sem borguð voru út árið 1990, fóru til að fjármagna beinar umhverfisverndandi framkvæmd- ir á Noröurlöndum. -JGH Lélegasta skíðasala í manna minnum: Þetta er hrein hörmung Lélegasta skiðasala í manna minnum hefur verið í vetur og kvarta skíðasal- ar sáran. Nú eru hafnar útsölur á skiðabúnaði og býðst verulegur afsláttur. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.