Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 3
FÖSTUÐAGUR 15. MARS 1991. Fréttir Dæmd fyrir að kæra tvo menn ranglega x? Sakadómur Reykjavíkur hefur dæmt 21 árs konu í 45 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir rangan upp- ljóstur vegna nauögunar sem ekki átti sér stað. Mjög óvenjulegt er að kona, sem kærir nauðgun, sé síðar ákærð og sakfelld fyrir að hafa spunnið upp sögu hjá lögreglu. Konan kærði tvo menn fyrir að hafa nauðgað sér í bifreið við kirkju í Breiðholti í október síðastliðnum. Sagðist hún hafa séð mennina áður en ekki vita um nöfn þeirra. Konan bar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins að mennirnir heföu tekið sig upp í bifreið þeirra hjá Bjórhöllinni og ekið með sig að kirkjubyggingu í Breiðholti. Þar áttu báðir mennirnir að hafa komið fram vilja sínum áður en þeir hentu henni út úr bílnum. Rannsóknarlögregla ríkisins yfir- heyrði sex menn vegna málsins. Af þeim var einn grunaður um að hafa átt aðild að verknaðinum. Læknis- skoðun benti hins vegar til að nauðg- un hefði ekki átt sér stað. RLR lagði mikla vinnu í málið en fljótlega fór að gæta verulegs misræmis í frá- sögnum konunnar. Þegar 25 dagar voru liðnir frá því hún kærði at- burðinn dró hún kæruna til baka. í kjölfarið ákærði ríkissaksóknari konuna fyrir rangan uppljóstur. Málið var síðan sent sakadómi. í nið- urstöðu sakadóms segir meðal ann- ars að konan sé sakfelld fyrir rangar sakargiftir sem leiddu til rannsóknar og yflrheyrslu lögreglu á sex aðilum, þar af einum sem sætti réttarstöðu grunaðs manns. Niðurstaðan var að brotið væri alvarlegt og varðaði þyngstu refsingu eftir hegningarlög- um. Konan var dæmd í 45 daga skilorðs- bundið fangelsi. Við ákvörðun refs- ingar tók sakadómur mið af ungum aldri konunnar og að hún hefur ekki sætt refsingu áður. Sverrir Einars- son, sakadómari í Reykjavík, kvað upp dóminn. -ÓTT 55= ’'ö Veitingastadur í miðbæ Kópavogs ---Æ, Tilbod vikunnar Lax- og skelfiskpaté med sýrðri rjómasósu eða rjómalöguð aspargussúpa. Rauðvínsmarinerað lambafillet með villi- sveppasósu, grœnmeti og bakaðri kartöflu. Kr. 1.190 Skyndibitatilboð virka daga. Hamraborg 11 - sími 42166 m. s I Tölur sem tctlct sínu mtxli INNLAN 27,2 milljarftar Heildarinnlán Búnaðarbankans 31.12.1990 námu alls 27,2 milljöröum króna. Innlánsaukning á árinu 1990 nam 5,4 milljöröum króna eða 25|1% Þetta er mesta innlánsaukning viðskiptabanka á árinu 1990 og jafnframt mesta innlánsaukning innlánsstofnana í krónum talið. Þetta er einföld staöreynd sem talar sínu máli um traustan banka. Hlutdeild Búnaðarbankans í innlánum viðskiptabankanna var: UTLAN 25,0 milðjaröar Heildarútlán Búnaðarbankans 31.12.1990 námu alls 25,0 milljöröum króna. Skipting útlána var eftirfarandi: Opinberir aðilar 20.8% 31.12.1989 24,0% 31.12.1990 26,3% Einstaklingar 16.6% Sjávarútvegur 6.6% Samgöngur og þjónusta 15.2% Landbúnaður 17.2% lönaður 10.3% Verslun 13.3% BUNAÐARBANKINN - Traustur banki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.