Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 24
rf)o r £>f? / 7 f - r / f r jtvo'J FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991. Afmæli Guðný Einarsdóttir Guðný Einarsdóttir, húsmóðir og saumakona, Norðurbrún 1, íbúð230, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðný fæddist á Mórastöðum í Kjós og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hún kynntisf þar öllum al- mennum sveitastörfum en fór til Reykjavíkur er hún var sautján ára og var þar í vist nokkra vetur. Fjölskylda Guðný hóf sambúð með manni sínum, Þórði Jónssyni verkamanni, árið 1940 en hann fæddist 28.8.1916, sonur Jóns Kristins Ingimundar Jóhannessonar og Guðbjargar Bjamveigar Jóhannesdóttur sem vom bændur í Ystu-Tungu í Tálkna- firði. Dóttir Guönýjar frá því fyrir hjónaband er Ema Hallbera Ólafs- dóttir, f. 1.1.1938, ritari í íslands- banka, búsett í Mosfellsbæ, gift Jóni Magnúsi Jóhannssyni og eiga þau sex börn: Einar, stýrimann í Vest- mannaeyjum, Gunnar Jóhann, bíl- stjóra hjá Sjálfsbjörgu sem er bú- settur í Reykjavík, Guörúnu, hús- móður í Mosfellsbæ, Guðnýju, mat- arfræðing og kennara í Reykjavík, Maríu, húsmóður í Reykjavík, og Bjarka Pál, nema í foreldrahúsum. Dóttir Guðnýjar og Þórðar er Björg Þórðardóttir, f. 5.6.1941, hús- móðir og nemi í Reykjavík, gift Ein- ari Einarssyni og á hún tvö börn, Þórð Guðna, vélstjóra í Reykjavík, og Ólafiu Sólveigu, í foreldrahúsum. Langömmubörn Guðnýjar eru nú orðintólftalsins. Guðný átti þrjá albræður sem nú eru látnir. Þeir voru Gunnar, f. 16.12.1904, b. á Mórastöðum, var kvæntur Aðalheiði Jónsdóttur og em böm þeirra ellefu; Jón Kristján, f. 14.2.1909, bifreiðarstjóri hjá Vega- gerð ríkisins, búsettur í Reykjavík, var kvæntur Elínu Pálsdóttur og eignuðust þau eina dóttur sem er látin; Páll, f. 1.5.1911, verkamaður í Reykjavík. Uppeldisbróðir Guðnýjar, sem nú er látinn, var Jón Júlíusson, verka- maður í Reykjavík, var kvæntur Grétu Magnúsdóttur og eignuðust þaufimmbörn. Annar uppeldisbróðir Guðnýjar er Haukur, fyrrv. leigubílstjórií Reykjavík, kvæntur Laufeyju Svan- bergsdóttur, og eignuðust þau þijú böm. Uppeldissystir Guðnýjar, sem er látin, var Júlíana Einarsdóttir, hús- freyja í Norðurkoti á Kjalamesi, gift Sigfúsi Jónssyni, b. þar, og eignuð- ust þauþrjúbörn. Foreldrar Guðnýjar voru Einar Jónsson, f. 31.3.1876, d. 20.9.1956, b. á Mórastöðum, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, f. 10.6.1870, d. 20.2.1946, húsfreyja. Ætt Einar var sonur Jóns Einarsson- Guðný Einarsdóttir. ar, b. í Hvammsvík, og konu hans, Hallberu Pálsdóttur. Guðrún var dóttir Jóns Þórðar- sonar, b. á Mórastöðum, og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur. Guðný tekur á móti gestum í Bjargartanga 3, Mosfellsbæ, hjá dótturdóttur sinni, þann 16.3. frá klukkan 15-18. Sigríður Guðfinna Guðbrandsdóttir Sigríður Guðfinna Guðbrandsdótt- ir, Lönguhlíð 3, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Fjölskylda Sigríður fæddist að Loftsölum í Mýrdal og ólst upp í Mýrdalnum. Hún eignaðist þrjú börn. Þau eru Hrafnhildur SteÚa Stephens, hús- freyja í Miðey í Vestur-Landeyjum; Guðbrandur Elling Þorkelsson, læknir í Vestmannaeyjum, og Elín Sæmundsdóttir, húsmóðir í Reykja- vík. Sigríður er næstyngst fimmtán systkina. Systkini hennar: Sigur- veig, f. 1898; Marta Elínborg, f. 1900; Sveinborg, f. 27.5.1901, d. 29.5.1901; Guðbjörg Elín, f. 1902; Vilborg, f. 1903; Þorsteinn Jón, f. 1904; Guð- finna, f. 1905 (ættleidd af Stefáni Gíslasyni lækni og nefndist Fanney Stefánsdójtir; Daníel, f. 1906; Sigur- lín, f. 1907; Steinunn, f. 1908; Björn, f. 1911; Þórunn, f. 1912; Lára, f. 1914; Anna Stefanía, f. 1915; Matthildur Sigurlaug. Nú era fjórar systur Sig- ríðar á lífi. Þær em Marta Elínborg, Guðbjörg, Sigurlín og Matthildur. Foreldrar Sigríðar voru Guð- brandur Þorsteinsson, f. 12.12.1869, d. 25.7.1951, b. og vitavörður að Loftstöðum, og kona hans, EUn Bjömsdóttir, f. 31.10.1872, d. 28.10. 1946. Ætl Guðbrandur var sonur Þorsteins, b. í Stóra-Dal, Einarssonar, b. í Fjós- um, Þorsteinssonar, b. á Hunku- bökkum, Salómonssonar. Móðir Einars í Fjósum var Katrín Páls- dóttir. Móðir Þorsteins í Stóra-Dal var Guðlaug Jónsdóttir, b. í Gröf og í HUð, Magnússonar, og Guðríðar Oddsdóttur. Móðir Guðbrands var Guðfmna Guðbrandsdóttir, b. í Pétursey og síðan á Syðsta-Fossi, Jónssonar. Móðir Guðfinnu var Gróa, dóttir Vigfúsar Ólafssonar og Guðfmnu Jónsdóttur. Elín var dóttir Björns, b. á Loftsöl- um, Bjömssonar, Árnasonar. Móðir Björns á Loftsölum var Guðfinna Bjarnadóttir. Móðir EUnar var Elín Þórðardótt- ir, b. í Brekkum, Ólafssonar, b. í Pétursey, Guðmundssonar, oglng- veldar Amadóttur. Móðir Elínar Sigríður Guðfinna Guðbrandsdóttir. Þórðardóttur var EUn Jónsdóttir. Sigríður tekur á móti gestum í sal Lönguhlíðar 3 laugardaginn 16.3. nk., mfili klukkan 15 og 18. SmáaUglýsingar - Sími 27022 Toyota LandCruiser STW turbo disil ’88 til sölu, ekinn 69 þús. km, allæstur, 36" dekk. Einn með öllu. Uppl. í síma 92-68315. Fiat Regata 70, ’85, 5 gira, ek. 62 þús. V. 250 þús., Yamaha ET 340, árg. ’88, ek. 1.800 km. Uppl. í síma 91-42390. 'UMMHtTr*' Ch. Blazer Cheyenne, 8 cyl., sjálfsk., 400 skipting, vél ’85, allur endur- byggður, 4" boddílyft., tvöfaldir demp- arar allan hringinn, 4:88 hlutföll, ný 38" Dick Cepek, 14 'A" felgur, jeppa- skoðun, öflugur ljósabúnaður o.fl. aukahlutir. Toppbíll, sjón er sögu rík- ari. Til sýnis og sölu hjá Bifreiðasölu Islands, s. 675200. Peugeot 205 JR ’87 til sölu, litur grar, ekinn 53 þús. Uppl. í síma 91-688225. Toyota Tercel 4x4 1987, ek. 59 þús. km, 5 gira, rauður. Verð 760 þús., engin skipti. Bílatorg, sími 91-621033. Bronco XL 1988, blár og grár, upp- hækkaður, 31" dekk, 5 gíra, vökva- stýri, ek. 60 þús. km. Verð 1.650 þús., staðgreitt. 1.350 þús. Bílatorg, sími 91-621033. Til sölu M. Benz 280 SE, árg. ’83, inn- fluttur nýr af Ræsi. Ekinn 98 þús. km, litur dökkblár, skipti á ódýrari. Uppl. í vinnusíma 93-11171 og heimasíma 93-12117. ■ Líkamsrækt Vinnustaðanudd. Nuddarar okkar heimsækja vinnustaði og hafa nudd- stól eða bekk meðferðis. Bak, herðar og háls er nuddað, u.þ.b. 20 mínútur á mann. Streitulosun, örvar blóð- streymi, vinnur á vöðvabólgu. Bjóðum einnig upp á svæðanudd, ilmolíunudd og reikiheilun á stofu okkar. Kynn- ingarverð í mars. Nuddpottur, gufu- bað og ljós. Sólargeislinn, Hverfisgötu 105, s. 91-626465 og 91-11975. Guðjón Guðjónsson Guðjón Guðjónsson. Guðjón Guðjónsson vélstjóri, Hiallabraut 5, Hafnarfirði, er sjötug- ur í dag. Starfsferill Guðjón fæddist í Sandgerði og ólst þar upp í Endagerði. Hann hefur stundað sjó frá fermingaraldri sem fiskimaður og formaður. Guðjón var vélstjóri á fiskibátum og síðan hjá Eimskipafélagi íslands í tuttugu ár en hefur stundað sjóinn á eigin trillu frá 1986. Fjölskylda Guðjón kvæntist 27.11.1943 Guð- rúnu Eyþórsdóttur, f. 7.9.1923, en hún er dóttir Ólafíu Ólafsdóttur og Eyþórs Einarssonar. Sonur Guöjóns og Guðrúnar er Guðjón, f. 16.9.1946, kvæntur Her- vöm Hallbjörnsdóttur og eiga þau þijú börn: Kristínu Maríu, f. 9.11. 1971, Guðjón Elmar, f. 15.7.1978, og Hallbjörn Sigurð, f. 25.12.1981. Bræður Guöjóns eru Ármann, f. 9.9.1910, stýrimaður, kvæntur Ólaf- íu Þórðardóttur, og Kristinn, f. 9.11. 1915, skipstjóri, kvæntur Jóhönnu Vilmundardóttur. Foreldrar Guðjóns vom Guðjón Jónsson, f. 4.10.1873, d. 11.3.1944, formaður í Sandgerði, og María Ingimundardóttir, f. 26.3.1882, d. 3.4 1935, húsfreyja. Guðmundur Kristján Theodórsson Guðmundur Kristján Theodórsson mjólkurfræðingur, Húnabraut 9, Blönduósi, varö sextugur í gær. Starfsferill Guðmundur Kristján fæddist á Blönduósi og ólst þar upp. Hann er mjólkurfræðingur og hefur starfað hjá Mjólkursamlagi Sölufélags Austur-Húnavatnssýslu frá því um yorið 1949. Fyrir þann tíma stundaði hann ýmis almenn verkamanna- störf í Austur-Húnavatnssýslu. Guðmundur Kristján sat í stjóm Verkalýðsfélags Austur-Húna- vatnssýslu og hefur verið þar gjald- keri, ritari og formaöur, auk þess sem hann hefur setið í trúnaðar- mannaráði. Þá hefur hann setið í stjóm Kaupfélags Húnvetninga í mörgár. Guðmundur Kristján var kosinn í hreppsnefnd Blönduósshrepps 1986 fyrir Alþýðubandalagið og óháða og endurkjörinn í bæjarstjóm Blöndu- óss 1990 á vegum félagshyggjufólks á Blönduósi. Þá er hann stjórnar- formaður útgeröarfélagsins Þórdís- arhf.áBlönduósi. Fjölskylda Guðmundur Kristján hóf búskap 1950 með Elínu Grétu Grímsdóttur húsmóður en þau giftu sig 14.3.1952. Hún er fædd 3.1.1930, frá Kollsvík í Rauðasandshreppi, dóttir Gríms Árnasonar og Maríu Jónsdóttur, bændafólks, og eru þau bæði látin. Börn Guðmundar Kristjáns og Elínar Grétu eru María Sigríður, f. 25.6.1951, skólaritari á Akureyri, var gift Ragnari Ármannssyni, sem nú er látinn, og er dóttir þeirra Maríanna, en sambýlismaöur Mar- íu Sigríðar er Stefán Þorvaldsson og er dóttir þeirra María Stefanía; Stefanía Theodóra, f. 15.10.1953, húsmóðir á Hofsósi, gift Stefáni Gunnarssyni og eru börn þeirra Guðmundur, Jóna Rósa, Elín Gréta og Gunnar; Gréta Sjöfn, f. 11.6.1961, fóstra í Varmahlíð, gift Pétri Stef- ánssyni og er barn þeirra Helga Sjöfn, auk þess sem Gréta Sjöfn átti son fyrir, Þorstein; Theodór Grím- ur, f. 9.3.1966, nú látinn; Agnes Drífa, f. 23.10.1970, nemi við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki; Hrefna Bára, f. 29.6. 1974, nemi viö Fjölbrautaskóla Noröurlands vestra á Sauðárkróki. Systkini Guðmundar Kristjáns: Guðmann er dó ungur; Alda, f. 17.7. 1932, búsett á Blönduósi, gift Birni Guðmundur Kristján Theodórsson. Eiríkssyni og eiga þau tvö börn; ísa- bella, f. 1.9.1933, nú látin, var bú- sett í Reykjavík, var gift Friðgeiri Eiríkssyni og eru börn þeirra sex; Ragnhfidur, f. 4.9.1936, búsett í Reykjavík, gift Hauki Jóhannssyni og eiga þau fimm börn. Foreldrar Guðmundar Kristjáns: Theodór Kristjánsson, f. 29.8.1900, d. 21.2.1966, verkamaður á Blöndu- ósi, og Stefanía Guðmundsdóttir, f. 1.2.1904, d. 12.1.1982, húsmóðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.