Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1991.
Fréttir
Hætt við 1,5 prósentu-
stiga hækkun vaxtanna
- og allt aö 12 prósent veröbólgu vegna lánsíjárlaganna
Uppsprengd lansflarlög:
Grafiö sýnir, hvernig vextir og verölag hafa breytzt undanfarna mánuði og
hver líklegt er, að breytingin verði sem afieiðing hinna uppsprengdu láns-
fjárlaga.
Líklegt er, að hin uppsprengdu
lánsfjárlög, sem samþykkt voru á
Alþingi í fyrrinótt, leiði tiUþess að
vextir hækki um 1,5 prósentustig.
Verðbólgan í ár gæti farið 1 allt að
12 prósent sem afleiðing þessara
miklu lántökuáforma hins opinbera.
Þetta er mat kunnra hagfræðinga,
sem DV ræddi þessi mál við í gær.
Taka til sín 65%
Ríkissjóður og aðir opinberir aðilar
hyggjast samkvæmt þessum lögum
taka 24-25 milljarða að láni. Enn er
ekki séð hversu mikill hluti verður
tekinn innanlands, ef á annað borð
Sjóiiarhom
Haukur Helgason
yrði unnt að ná svo miklu á innan-
landsmarkaði. Líklegt er, að tals-
verður hluti fjárins verði að lokum
tekinn að láni erlendis. Lántakan
innanlands keyrir upp vextina. Er-
lend lán ýta upp verðbólgunni.
Framboð og eftirspurn eftir lánsfé
ræður mestu um þróun vaxta. Spari-
fé hefur aukizt mikið síöustu ár en
dugir ekki til. Hrein lánsfjáröflun
ríkis og sjóða á innlendum markaði
var 19 milljarðar árið 1990, eða um
helmingur af nýjum spamáði. En nú
er líklegt, að þetta hlutfall geti hækk-
að í 65 prósent með voveiflegum af-
leiðingum, sem sagt mikilli vaxta-
hækkun. Vaxtahækkun upp á 1,5
prósentustig er nefnilega mikil
hækkun og snertir almenning í
landinu.
Menn geta séð, eins og sagt var í
blaðinu í gær, að 25 milljarðar jafn-
gilda 1660 góðum einbýlishúsum eða
29 þúsund nýjum fjölskyldubílum af
smærri gerð. Þetta er kosningavíxill-
inn, sem ríkisstjórnin hefur gefið út,
vafalaust til aö afla stjórnarflokkun-
um atkvæða með auknum fram-
kvæmdum. Kostnaðurinn kemur
mestur fram síðar, sem sé eftir kosn-
ingarnar.
Spá Þjóðhagsstofnunar fellur
Hagfræðingar, sem DV ræddi við í
gær, nefndu margir líklega vaxta-
hækkun á bilinu 1-1,5 prósentustig,
vegna lántökunnar, þegar á líður
árið. Auðvitað veltur þetta á því,
hversu mikill hluti lánsflárins verð-
ur tekinn innanlands og hve mikill
erlendis. En hagfræðingar telja ekki
ólíklegt, að verðbólgan veröi í ár allt
að 12 prósent vegna þessa. Sumir
hafa áður spáð allt að 12 prósent
verðbólgu og þá verið búnir að gera
ráð fyrir svona „kosningavíxli". Aðr-
ir hagfræðingar vilja fara hægar í
spám sínum og tala enn um nálægt
9 þrósent verðbólgu sem líklegri út-
komu. Vel að merkja hefur Þjóö-
hagsstofnun nýlega spáð aðeins 7
prósenta verðbólgu, en það var áður
en lánsfjárlögin komu til. Sú stofnun
reynir auk þess að hafa yfirboðara
sína, ríkisstjórnina, góða og heldur
verðbólguspám sínum lágum.
Landsfeðurnir voru einmitt í eld-
húsdagsumræður fyrir skömmu að
stæra sig af því, að hraði verðbólg-
unnar væri bara 5,3 prósent miðað
við heilt ár. Menn sögðu, að þetta
þýddi, að við værum loks komin á
þokkalegt stig, svipað og í grannríkj-
unum.
Leikaraskapur ráðherra
Og ríkisstjórnin var nýlega að biðja
um lækkun vaxta, lækkun raun-
vaxta, vaxta umfram verðbólgustig-
ið. Stjórnin bað Seðlabankann um
þetta. En milli ríkisstjórnar og sér-
fræðinganna er nú orðið talsvert bil.
Sérfræðingarnir hafa auðvitað átt
erfitt með að skilja þessa stjórn í
efnahagsmálum. í bréfi, sem við-
skiptaráðherra ritaði Seðlabankan-
um 21. febrúar, var bankanum falið
að beita sér fyrir lækkun raunvaxta
með óbeinum aðgerðum eða fyrir-
mælum. í bréfinu var sagt, að þrjár
leiðir væru líklegastar: Lækkun
bindiskyldu bankanna. Þeir þyrftu
ekki að hafa jafnmikið fé og nú á
reikningi hjá Seðlabankanum en
yrðu á móti skikkaðir til að kaupa
ríkisskuldabréf. Þá skyldi Seðla-
bankinn stýra vöxtum með kaupum
og sölu markaðsverðbréfa. Ennfrem-
ur skyldi vaxtaákvörðunardögum
banka fækkað, en slíkir dagar eru
nú þrír í mánuði. Vextir miðist ekki
við spá um verðlag heldur þekkta
verðbólgu. En nær allar þessar leiðir
mundu stuðla að þenslu og skapa
verðbólguhættu. Því var rétt hjá
Seðlabankanum að vísa þessu á bug.
Þess í staö lagði bankinn fram tillög-
ur um leiðir til lækkunar vaxta, sem
ekki mundu stuðla að þenslu að sama
skapi og tillögur ráðherra. Þær til-
lögur beindust einkum að húsbréfa-
kerfinu. En hvað nú um þessar bréfa-
skriftir ríkisstjórnar og Seðlabanka?
Auðvitað sjá menn, að þetta var bara
leikaraskapur hjá ríkisstjórninni,
sem á meðan var aö undirbúa kosn-
ingavíxilinn, sem kollvarpar öllu
slíku.
Akureyri:
Vetrarleikar hesta*
manna um páskana
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyii:
Það verður væntanlega mikið
um dýrðir meðal hestamanna á
Akureyri um páskana, en íþrótta-
deild hestamannafélagsins Léttis
ætlar þá að gangast fyrir vetrar-
leikum hestamanna.
Dagskrá leikanna verður mjög
íjölbreytt svo allir ættu að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi.
Leikarnir verða settir á skírdag
kl. 14 en þá fara hestamenn í hóp-
reið og síðan taka við sýningar
af ýmsu tagi.
Laugardaginn 30. mars hefst
opin töltkeppni kl. 10, en þá verð-
ur keppt í bamaflokki, unglinga-
flokki, ungmennaílokki og full-
orðinsflokki. Þá verður einnig
opin keppni i 150 metra skeiði
sem hefst kl. 14.45.
Annan dag páska hefst dag-
skráin með hópreiö kl. 13. Síðan
taka við úrslit í töltinu og skeið-
inu og gæðingakeppni verður síð-
ust á dagskrá.
Alla dagana verða fjölbreyttar
sýningar, má þar nefna söðulreið,
unghnga- og kvemtasýningu, fim-
leika á hesti og fleira. Valin kyn-
bótahross verða sýnd, stóðhestar
og hryssur eldri en 6 vetra og
ræktunarbúm áHöskuldsstöðum
og i Litla-Garði i Eyjafirði verða
með sýningar.
Kammermúsík-
vika á Akureyri
Gylfi Kriatjánsson, DV, Akureyri:
Nú stendur yfir Kammermus-
íkvika í Tónlistarskólanum á
Akureyri með fjölbreyttri dag-
skrá, skólaheimsóknum og tón-
leikum.
Prófessor Marek Podhajski flyt-
ur i kvöld kl. 20 fyrirlestur um
tónlist pólska tónskáldsins Karol
Szymanowsky á sal skólans. Fyr-
irlesturinn verður íluttur á
ensku en þýddur jafnóðum.
Á morgun kl. 15-17 verður opið
hús í Tónlistarskólanum. Á sal
skólans verður flutt íjölbreytt
tónlist, hægt verður að skoða og
kynna sér hljóöfæri, ræða við
kennara og veitingar verða á boð-
stólum. Kl. 17 mun D-blásarásveit
skólans leika á götunni fyrir
framan skólann.
í dag mælir Dagfari_:____________
Kerlingar í saumaklúbbum
Fátt er alþingismönnum óviðkom-
andi enda þeirra hlutverk að fylgj-
ast með mannlífinu og kynna sér
hagsmunahópana og kjósendurna
og hafa þekkingu á ólíkum við-
horfum, viðræðum og viðmóti ein-
stakra þjóðfélagshópa. Annars
væru þeir ekki alþingismenn og
ekki komnir til metorða í sínum
flokkum.
Nema það að nýkjörinn varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins, Frið-
rik Sophusson, var staddur í miðri
efnahagsumræðu í þingsölum á
dögunum og skiptist á skoðunum
við forsætisráðherra um tilurð
vaxta og vaxtaákvarðana. Sú um-
ræöa var á mjög háu og lærðu stigi,
þar sem þeir Steingrímur, Friðrik
og fleiri vitibomir menn í þinginu
fræddu hver annan um hvað vextir
eru og hvernig.þeir veröa til.
Þegar Steingrímur hafði enn einu
sinni lýst hagfræðikenningum sín-
um um vextina þótti Friðrik Sop-
hussyni svo mikið til þess koma,
að hann átti ekki til önnur eða betri
lýsingarorð heldur en þau að bera
saman Steingrím og „einhveijar
kerhngar í saumaklúbb úti í bæ“.
Var gerður góður rómur að þessari
samlíkingu í þinginu og menn voru
sammála um að Steingrími væri
mikill sómi sýndur með samjöfn-
uðinum við kerlingarnar í sauma-
klúbbunum. Var Friðrik jafnvel
skammaður af ílokksfélögum sín-
um fyrir að gera Steingrími svo
hátt undir höfði.
En varaformaöur Sjálfstæðis-
flokksins gerði þetta ekki út í blá-
inn. Friðrik hefur einmitt verið
kosinn varaformaður í flokknum
vegna þess að hann þekkir kjósend-
ur og hina einstöku hópa þeirra og
veit hverjir líkjast Steingrími og
hverjir ekki. Má ætla að Friðrik
hafi og nokkra vitneskju um
saumaklúbba og kerhngarnar í
þeim og hefði aldrei komist th
áhrifa í Sjálfstæöisflokknum nema
vegna þess aö hann þekkir sitt
heimafólk.
Ekki veit Dagfari hvort Friðrik
Sophusson hefur sjálfur tekiö þátt
í saumaklúbbum eða hefur daglegt
samband við kerlingar í sauma-
klúbbum en maðurinn er ekki yfir
það hafinn að kynna sér kjósenda-
hópana og vegna þess að hann er
sömuleiðis orðvar og málefnalegur
ræðumaður, hefúr honum þótt við
hæfi að bera saman Steingrím og
saumaklúbbana.
Báðir aðilar mega vel við þennan
samjöfnuð una. En svo undarlega
hefur brugðið við að hvorugur hef-
ur verið sérlega uppnæmur fyrir
samjöfnuðinum. Steingrímur telur
þetta niðrandi ummæh og segir það
margt um framsóknarmanninn,
sem ekki þekkir mikilvægi ís-
lenskra saumaklúbba og má þakka
fyrir að vera loksins kominn upp
að hhðinni á fólki sem hefur þekk-
ingu á vaxtamálum. Ekki sam-
þykkir Steingrímur vaxtakenning-
)
ar hagfræðinganna og ekki sam-
þykkir hann kenningar stjórnar-
andstöðunnar eða Seðlabankans og
hvers vegna er hann þá ekki
ánægður meö að fá loksins stuðn-
ingsmenn í saumaklúbbum þessa
lands? Þaðan koma jú atkvæðin.
Það sem verra er þó kemur fram
í viðbrögðum saumaklúbbanna
sjálfra. Þær afneita samlíkingunni
og segjast eiga lítið sem ekkert
sameiginlegt með forsætisráð-
herra. Saumaklúbbarnir telja það
ærumeiðandi fyrir sig að vera
nefndir í sömu andránni og Stein-
grímur Hermannsson. Þær hafa
ekki smekk fyrir Steingrími sem
þó er vinsælasti stjómmálamaður
þjóðarinnar. Það er ekki leiðum að
líkjast.
Verstar eru þær þó út í Friörik
Sophusson, varaformann Sjálf-
stæðisflokksins, sem þær segja að
hafi sig í flimtingum í þinginu. Þær
halda að þetta hafi verið hótfyndni
hjá varaformanninum og telja virö-
ingu sinni misboðið. Hvílík rang-
túlkun! Hvílík firra. Friörik vara-
formaður hefur það ekki fyrir sið
að tala niður til fólks í þinginu og
þegar hann minnist á einhverjar
kerlingar í saumaklúbbum úti í bæ,
þá er það öllum hlutaðeigandi til
vegsauka. Hann ræðir vaxtamál og
lögmáhn í efnahagslífinu og veit
sem er, að þá hefur þingið og þing-
mennirnir ekkert vit á við kerling-
arnar í saumaklúbbunum. Þær tala
að minnsta kosti af meiri skynsemi
heldur en ræðuræpurnar sem hafa
það fyrir atvinnu að segja ein-
hverja vitleysu um efnahagsmálin.
Dagfari