Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Side 5
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1991.
5
Fréttir
Loðnuvertíðiiuii lokið:
Hrun vegna mis-
ræmis í mæling-
um f iskifræðinga
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði:
Á loðnuvertíðinni tók Hraðfrysti-
hús Eskifjarðar hf. við 38.100 tonnum
af loðnu til bræðslu. Það eru um 14%
af heildarveiðinni á vertíðinni sem
nam 279 þúsund tonnum. Þá tók
bræðslan við 10.500 tonnum af síld
og úrgangi þannig að aUs fóru til
bræðslu 49 þúsund tonn.
Loðnuvertíðin, sem nú er á enda
runnin, verður um margt minnis-
stæð fyrir sjómenn, útvegsmenn og
aðra hagsmunaaðila vegna mjög
mismunandi mælinga fiskifræðinga
á loðnustofninum. Sjómenn, sem
stundað hafa loðnuveiðar í yfir 20 ár,
efast um sannleiksgildi mæhnga
fiskifræðinganna, hafa dregið þær í
efa.
Samkvæmt mælingum íiskifræð-
inga átti vertíðin í ár að vera ein sú
besta frá upphafi. Verður hins vegar
ein sú allra lélegasta hvað veitt magn
varðar, þar sem bannað var að veiða
meira en 279 þúsund tonn. Þó hafa
sjómenn varla séð annað eins magn
af loðnu og var á miðunum nú.'
í desember sl. voru áður útgefin
veiðileyfi á loðnu dregin til baka þar
sem þessir sömu fiskifræðingar töldu
stofninn hruninn og aö engin loðna
mundi finnast. Svona misvísandi
skoðanir í sín hvora áttina á stuttum
tíma hafa ekki orðið til að auka hróð-
ur né álit á vísindalegu mati fiski-
fræðinga. Mistök við mælingar eða
kunnáttuleysi geta reynst þjóðarbú-
inu dýrkeypt.
EyjaQörður:
150 sjómenn sögðu upp
Gylfi Rristjánsson, DV, Akureyri:
Um 150 sjómenn á ísfisktogurum
Útgerðarfélags Akureyrar, Utgerð-
arfélags Dalvíkur og á skipi KEA,
Súlnafellinu senvgert er út frá Hrís-
ey, sögðu upp störfum í gær. Ástæð-
an er óánægja með fiskverð og er
ekki að sjá í augnablikinu að lausn
á þessari launadeilu sé í sjónmáh.
Hásetar á togurum eru með viku
uppsagnarfrest og því munu togar-
arnir stöðva hver af öðrum strax í
næstu viku er þeir koma inn til lönd-
unar. Sjómenn á þessum togurum fá
greitt heimalöndunarálag en laun
þeirra eru þó mun lægri en á togur-
um sem landa afla á fiskmarkaði.
Sjómannafélagi Eyjafjaröar bárust í
gær þau boð frá Útgerðarfélagi Akur-
eyringa að fyrirtækið hygðist ekki
hækka verð til sjómanna umfram þá
hækkun er heimalöndunarálag var
hækkað úr 30% í 40% fyrir nokkrum
dögum, en sjómenn telja þá hækkun
langt frá því fullnægjandi.
Ólafsij arðarmúli:
Bifreiðar lokuðust
á milli snjóf lóða
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Tvær bifreiðar lokuðust inni á mhh
tveggja snjóflóða sem féllu í Ólafs-
fjarðarmúla í gær, skammt fyrir inn-
an gangaopiö í Múlanum Dalvíkur-
megin.
Fólk í bifreiðunum var ekki í
hættu, og lögreglan á Ólafsfirði sótti
það. Mjög slæmt veður hefur verið
undanfarinn sólarhring við utan-
verðan Eyjaijörð, en mun skaplegra
á Akureyri.
Færð á vegum út frá Akureyri hef-
ur verið mjög slæm og allt að því
ófært. Rútubifreið á leið til Húsavík-
ur lenti í erfiðleikum í Víkurskarði
í gær, en björgunarsveit frá Akur-
eyri fór á staðinn og aðstoðaði við
að koma bifreiðinni yfir skarðið. í
morgun var þungfært á Öxnadals-
heiði, Víkurskarð var ófært og í
Skagafirði var mikil ófærð og m.a.
ófært til Siglufjarðar.
Alþingi:
Sjóðshappdrættið strandaði
Stjórnarfrumvarp um sjóðshapp-
drætti til stuðnings kaupum á björg-
unarþyrlu var ekki afgreitt frá þing-
inu í gær. Sömu örlög fengu frum-
vörp um virðisaukaskatt, um bann
við sölu á eignum ríkisins án laga-
heimhda, um almenn hegningarlög
og frumvarp um opinbera réttarað-
stoð. Síðastnefnda frumvarpið var
dómsmálaráðherra, Óla Þ. Guð-
bjartssyni, afar hjartfólgið og harm-
aði hann afdrif þess í umræðum um
þingsköp. Kom meðal annars fram í
máli annarra þingmanna að vinnan
sem lögð hefði verið í málið væri
ekki unnin fyrir gýg og það kæmi
aftur til kasta Alþingis þó dómsmála-
ráðherrann yrði ekki í hópi þing-
manna eftir kosningar. Um sum
þessara mála var full samstaða en
þau féllu á tíma.
Frumvarpi um ábyrgðardeild fisk-
eldislána var vísað th ríkisstjórnar-
innar. -hlh
Dómkirkjan:
Stolið úr söf nunarbauk
Söfnunarbaukur í Dómkirkjunni Nýlega var búið að tæma úr söfnun-
var brotinn upp og peningum stolið arbauknum. Umsjónarmaður í kirkj-
úr honum síðdegis í gær. Lás var unni kom að en þá var þjófurinn á
'sþennturuppogbaukurinnópnaðúr. bakogburt. -ÓTT
OG NU IVIEÐ
3JA ÁRA ÁBVRGÐ
BRIMBORG
FAXAFENI 8 • SIMI 91-68 58 70
Hóimaborg við bryggju að landa siðustu loðunni og lokareykur loðnubræðslunnar í vor liðast út f jörðinn.
DV-mynd Emil
DAIHATSU