Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Side 12
I 12 FIMMTUDAGUR 21. MARS 1991. Spumingin Ferðu oft í kirkju? Þorlákur Guðmundsson prentari: Nei ekki oft. Helst yfir hátíðarnar. Sigþór Hrafnsson, vinnur á eigin veg- um: Nei aldrei. Heiða Tryggvadóttir nemi: Nei sjald- an. Ég hef ekkert farið síðan ég fermdist. * Ragnheiður Óladóttir húsmóðir: Nei það eru liðin nokkur ár síðan ég fór síðast. Einar S. Einarsson nemi: Nei, svona 2-3 sinnum á ári. Arnaldur Skúli Baldursson nemi: Nei allavega ekki mjög oft, fór síðast um fermingu. Lesendur AUtof sterkur áfengur bjór: Viljum fá 3-4% á markaðinn Léttari áfengur bjór með nýrri rikisstjórn? Gunnar og Þór skrifa: Nú er að koma á markaðinn svo- kaliaður páskabjór hjá ÁTVR. Allt gott um það. En þá rekur maður augun í að þessi bjór er aðeins viðbót við alla hina, hvað styrkleika snert- ir, eða 5,6% að áfengismagni. - Okk- ur finnst mikil vanþekking á mark- aðssetningu áfengs bjórs hér á landi. Eins er auðvitaö öll sölustarfsemi á þessum algengu og vinsælu drykkj- arfóngum í molum þar sem ekki er hægt að kaupa þessa vörutegund eins og aðra neysluvöru - bara í venjulegum matvöruverslunum. Við ætlum þó ekki að orölengja það mál að sinni. Við vonum að nýja stjórnin hans Davíðs setji nýjar og frjálsari reglur um meðferð og sölu á bjór og léttu víni. En það er styrk- leikinn á áfenga bjórnum sem fer í taugarnar á okkur. Við erum eins og fleiri taisvert hrifnir af þessum drykk og við höfum hvergi þurft að kaupa hann á yfir 5% styrkleika nema hér. Sjálfsagt er að hafa sterkan áfeng- an bjór til sölu einnig en ekki síður léttari, þetta um 3-4%. Danski pilsn- erinn, Hof og svo Grön, er miklu veikari en sá sem hér fæst eða rétt undir 4% að styrkleika. Þær tegund- ir eru líka afar mildar og þægilegar til neyslu með mat. - í Bandaríkjun- um eru flestar bjórtegundir miklu veikari en hér, þetta tæp 3% og svo milli 4 og 5%. Budweiserinn ameríski er mun veikari þar í landi en hér. Hvernig skyldi nú standa á því? Það má segja að sá áfengi bjór sem hér er seldur sé óhæfur til neyslu, t.d. með mat, vegna þess hve hann er sterkur. Og til drykkjar, t.d. þegar maður vill slappa af og fá sér eina flösku af bjór yfir sjónvarpinu að kvöldi til, er hann líka óhæfur vegna þess að maður þarf ekki nema einn bjór til að finna á sér. - Og það er jú ekki alltaf ætlunin þótt maður vilji finna þann unað sem það veitir að drekka einn mildan bjór eða tvo með örlitlu áfengismagni í. Æsifréttir og ódæðisverk D.J. skrifar: Varla opnar maður svo dagblað að ekki sé viðtal við yfir mann fíkniefna- lögreglunnar á íslandi - stundum oft í viku - og einnig í sjónvarpi. Og hvílíkar yfirlýsingar! Maður hefur varla heyrt annað eins. Útlistanir lögreglufulltrúans eru ógnvænlegar ef réttar eru. Ég hef búið í Reykjavík í áratugi en aldrei orðið var við neitt í líkingu viö það sem lögreglufulltrú- inn er að lýsa. Mér finnst hann vera að mála skrattann á vegginn. Þessar æsifregnir geta skapað glundroða og hræðslu hjá hinum al- menna borgara. Aldraðir foreldrar mínir þora varla út fyrir hússins dyr þessa dagana. Ég minnist þess að lögreglustjórinn sjálfur kom fram í sjónvarpsþætti fyrir nokkrum árum og fjallaði um þessi mál af gætni og sagði að það væri ekkert nýtt að menn fengju á’ann og að mannvíg hefðu þekkst hér á landi í gegnum aldirnar. - Oft má satt kyrrt liggja og ég tel að ummæli í æsingastíl ýti fremur undir vígbúnað venjulegara borgara og enn aðra til ódæðisverka sem ella hefðu látið þau vera. Ég veit lítiö um frímúrararegluna en ég held að hún telji sig ekki eiga neitt sameiginlegt með undirheim- um fíkniefnaglæpalýðsins og því ætti lögreglufulltrúinn, sem hér um ræð- ir, ekki að líkja þessu saman, eins og hann gerði t.d. í blaðaviðtali fyrir nokkru. Að lokum skora ég á lög- reglustjóra að velja orövara máls- svara fyrir hönd lögreglunnar. Kosningar í flarlægum ríkjum: Óþolandi fréttaf lutningur Kosningafréttir frá fjarlægum þjóð- um ekki spennandi útvarps- eða sjónvarpsefni? Þorsteinn Jóhannsson skrifar: Það hefur vart gengið á öðru í frétt- um Ríkisútvarps og Sjónvarps síð- ustu dagana en að flytja okkur frétt- ir af kosningum í Sovétríkjunum. Langar fréttamyndir birtust um þetta efni í Sjónvarpinu alla helgina og einnig í útvarpinu. Og nú í dag, mánudag, í hádegisútvarpinu, var . langur pistill um þessar kosningar. - Og ekki bara frá Rússlandi, heldur bættu þeir Finnlandi við og þuldu kosningatölur frá úrslitum þar í landi. Svona kosningapistlar frá fjarlæg- um löndum eru orönir óþolandi í fréttaflutningi því við hér höfum hreinlega afar lítinn áhuga á þessum málum. Jafnvel kosningar í Græn- landi eiga ekki mikið upp á pallborð- iö hér. Þetta eru allt þjóðir, Sovét- menn, Finnar og jafnvel Grænlend- ingar sem við höfum afar lítið saman við að sælda og bein samskipti eru sáralítil. Þangað förum við íslend- ingar t.d. ekki oft og varla aðrir en þeir sem eiga opinber viðskipti við þjóðirnar. Mér þykir Ríkisútvarpiö hafa alltof mikið fyrir fréttaöflun af þessum kosningum. Það setur sérstaka fréttamenn til að lesa ósköpin og jafnvel tvo mismunandi aðila, þannig að einn sér um fréttirnar frá Sovét- ríkjunum, annar um fréttirnar frá Finnlandi og sá þriðji um kosningar í Grænlandi. - Þetta er hrein ofrausn við sárafáa hlustendur. Auövitað er ég ekki að amast við því að svona féttir séu í bland með öðrum. En að gera þetta aö yfirgrips- miklum fréttaflutningi eins og RUV gerir þessa dagana er með öllu óþarft. Segja má að erlendar kosn- ingafréttir veki yfirleitt ekki mikla athygli hér á landi. Þeir sem sækja í þær una sér miklu betur við að lesa þær í dagblöðunum og svo þeir allra höröustu kaupa áreiöanlega erlendu tímaritin Newsweek eöa Time og fá þar sinn aukaskammt vel úti látinn. Hvaðþorakratar? Andrés skrifar: Ég las kjallaragrein Össurar Skarphéðinssonar í DV sl. mánu- dag. Hann skipar 3. sætið á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Hann ræddi m.a. um lykilinn að bættum lifskjörum. Já, okkur vantar tilfinnanlega svona lykil. Hann er þó ekki að finna hjá kröt- um úr því sem komið er. Össur segir einnig að hans leið felist i að þora. Þora að stokka upp at- vinnulífið og þora að taka á úrelt- um kerfum í landbúnaði. Það voru þ\ú miöur einmitt kratar sem ekki þorðu þegar bú- vörusamningurinn illræmdi var undirritaður. Þótt formaöur krata og einn þingmaður flokks- ins á Suðumesjum hefðu 'uppi stór orð og segðu það valda stjórnarslitum að samningurinn yrði undirritaður gerðist ekkert. - Kratarþoröu ekki. Ávísanirog íslenskurgjald- miðill erlendis Helga Stína Gatts, New York skrifar: Ég vil taka undir það sem skrif- að var í lesendadálk DV hinn 28. febr. sl. um erfiðleika með fs- lenskar ávísanir erlendis. Ég fæ iðulega sendar ávisanir frá ís- landi. Það er ótrúlegt hve iangan tíma það tekur að fá þeim skipt. Maður fer úr banka í banka en enginn botnar neitt í þessurn ávísunum. Venjulega er bent á annan banka sem er e.t.v. langt í burtu. Bankar hér eru rosalega vel á verði er þeir sjá íslenskar bankaávísanir. íslenskum pen- ingum er ekki betra að skipta i dollara þótt bankar hér taki danskar, norskar og sænskar krónur og reyndar annan evr- ópskan gjaldmiðil, Ég skora á ís- lenska bankamenn og aðra yfir- menn gjaldeyrismála aö kanna málið í botn og reyna að greiða úr þessu öngþveiti. Erfittaðheyraí kirkjum B.S. hringdi: Ég var að koma úr Háteigs- kirkju þar sem ég var við jarðar- fór. Það reyndist mér afar erfitt aö heyra mál prestsins, og þó er ég ekki meðal þeirra sem eiga neitt erfitt með heyrn. - En málið er það, að því er mér viröist, aö t.d. presturinn talar ekki í þar til gerðan hljóðnema og það gerir gæfumuninn. Þetta sama vandamál á ég og áreiðanlega miklu fleiri við að glíma í Dómkirkjunni. Einkum virðist sem málflutningur presta við jarðarfarir fari fyrir ofan garð og neðan vegna þess að ekki er notaöur hljóðnemi. - Þessar kirkjur báðar eru það stór hús, að ekki veitir af þvi að hljóönemi sé notaður og þá á svona ekki að þurfa aö angra kirkjugestina. Bein lýsing og hlutdræg Bernharð Antoníussen, Sigui’ður Már Gunn&rs og Hávarður Örn Hávarðsson skrifa: Hinn 8. mars sl. var bein lýsing á útvarpsstöðinni Bylgjunni frá leik ÍBV og Víkings i úrslita- keppninni i handbotta. Við viljum mótmæla þeim vinnubrögðum sem þarna áttu sér stað. - Sá sem lýsti leiknum var Éyjamaður og kom það svo greinilega í ljós að ekki fór fram hjá neinum Vík- ingsmanni. Þar að auki haföi hann sér til aðstoðar leikmann úr ÍBV. Okkur fannst þetta ekki síst forkastanlegt vegna þess að send- ingin náði yfir hlustunarsvæði Bylgjunnar, þ.m.t. Reykjavíkur- svæðið. Okkur fannst að fjölmiöl- arnir ættu að krefjast þess aö þeir er lýsa svona leikjum séu hlutlausir og aö þeir lýsi leik fyr- ir fleiri en sjálfa sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.