Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Qupperneq 15
15 FIMMTUDAGUR 21. MARS 1991. Tímabært að selja Rás 2 ....hlustendur Ríkisútvarpsins leita þar fyrst og fremst að töluðu máli, fréttum og fróðleik. Nóg er að reka eina rás sem útvarpar sliku efni,“ segir í greininni. Óþarfi er að-Ríkisútvarpið reki tvær útvarpsrásir. Fjöldi kannana um útvarpshlust- un hefur leitt í ijós að hlustendur Rikisútvarpsins leita þar fyrst og fremst að töluðu máh, fréttum og fróðleik. Nóg er að reka eina rás sem útvarpar slíku efni. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins ályktaði nýlega að selja bæri Rás 2 Ríkisútvarpsins. Landsfund- urinn hefði allt eins getað ályktað um sölu á Rás 1 því mun færri hlusta á hana en Rás 2. Númer rásanna skiptir svo sem ekki stórmáh. Aðalatriðið er að rík- ið hætti samkeppni við einkaaðila sem vilja og geta útvarpað öðru fjölbreytilegu efni og er þá fyrst og fremst átt við tónlistarstöðvarnar. Hlustendur velja talmálið hjá RÚV Á því svæði sem hlustendur hafa val um útvarpsstöðvar velja þeir tónlist einkastöðvanna en talmáls- og fréttaþætti Ríkisútvarpsins. Það sem ruglar marga í ríminu varð- andi Ríkisútvarpið er hins vegar að það blandar saman tali og tón- Ust á báðum rásum sínum. En með því að leggja saman hlustun rása Ríkisútvarpsins sést hvað það er sem fólk leitar eftir. Á þeim svæðum sem einkastöðv- arnar ná ekki til er að sjálfsögðu aðeins hægt að hlusta á Ríkisút- varpið. Á svæði allra stöðva kemur val fólksins hins vegar berlega í ljós, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Sársaukalaust er að ríkið hætti að útvarpa á annarri hvorri rás- inni. Sú rás sem eftir verður getur haldið áfram að útvarpa vinsælasta KjaUarirtn Ólafur Hauksson blaðamaður efninu, töluðu máli, og aukið við það. Leigja út dreifikerfið Sjálfsagt er að leigja út dreifkerfi þeirrar rásar sem lögð verður nið- ur. Þannig er hægt að endurheimta stofnkostnaðinn við dreiflkerfið. Heimamenn og/eða aðrar útvarps- stöövar geta gert tilboð í leigu á dreifikerfinu. Þá er jafnframt áfram tryggt að allir landsmenn njóti a.m.k. tveggja útvarpsrása. I raun er ekki verið að selja Rás 2 (eða 1) með þessu móti. Enda er þar ekkert að selja nema dreifkerf- ið. Verið er að fækka rásum Ríkis- útvarpsins um eina og gera einka- aðilum kleift að nota dreifikeríið. Ríkið á ekki að reka fjölmiðla Eihver kann að spyrja hver til- gangurinn sé þá ef rásum fækkar ekki heldur taka einkaaðilar við af ríkinu. Því er til að svara að það ekki hlutverk ríkisins að reka fjöl- miðla. Hér á landi er ástandið þannig að ríkið rekur útvarp og sjónvarp og skyldar alla sem eiga útvarps- og sjónvarpstæki til að greiða afnotagjald. Engu skiptir hvort viðkomandi horfir á rík- issjónvarpið eða hlustar á Rík- isútvarpiö. Þessi skattur er óeðUlegur því að hann gerir fjölmiðlum ríkisins kleift að hafa tekjur sem aðrir fjöl- miðlar eiga ekki möguleika á. Þetta styrkir flölmiðla ríkisins og veitir þeim einokunaráðstöðu á kostnað fjölmiðla í einkaeign. Með því að draga úr umfangi ríkisfjölmiðl- anna er verið að stuðla að betra jafnvægi milli ailra flölmiðla. Með „sölu“ Rásar 2 eða Rásar 1 gerist þaö eitt að vinsælasta efni Ríkisútvarpsins er þjappað á eina rás og aðrir fjölmiðlar bæta sam- keppnisstöðu sína. Hlutafélag um RÚV Ríkisútvarpið á sér rúmlega 60 ára hefð hér á landi. Þrátt fyrir ýmsa annmarka nýtur Ríkisút- varpið mikils trausts meðal al- mennings og útsendingar þess nást um allt land í krafti öflugra tekju- stofna. En þótt þjónusta Ríkisútvarpsins njóti vinsælda er ekki þar með sagt að ríkið þurfi alltaf að eiga og reka þessa'stofnun. Slíkt býður ýmsum hættum heim. Það sést til að mynda best á því að Ríkisútvarpið hefur aldrei bætt eða aukið þjónustu sína nema vegna utanaðkomandi þrýst- ings eða samkeppni einkaaöila. Fram hefur komið í könnunum að almennur vilji. er fyrir því að Ríkisútvarpið haldi áfram í núver- andi formi. Slíkt er fyllilega mögu- legt þó breyting verði á eignarhaldi stofnunarinnar. Framtíðin er sú að ríkið.hætti aö vera eini eigandi þessarar stofnunar og um hana verði stofnað hlutafélag sem allur almenningur geti keypt hlut í. Þannig er hægt að losa um tök rík- isins á stofnuninni og gera henni kleift að standa í eðlilegri sam- keppni við aðra fjölmiðla. Eitt fyrsta skrefiö í þá átt er að hætta rekstri tveggja útvarpsrása. Ólafur Hauksson .. ríkisútvarpið hefur aldrei bætt eða aukið þjónustu sína nema vegna utan- aðkomandi þrýstings eða samkeppni einkaaðila.“ Verkamanna- flokkurinn .. stór hluti launafólks býr við svo þröngan kost að það getur varla borðað alla daga mánaðarins," segir greinarhöfundur. Sunnudaginn 24. febrúar 1991 var stofnaður nýr stjórnmálaflokk- ur, Verkamannaflokkur íslands. Tilgangur með stofnun þessa flokks er að sameina sem flesta launþega í einum flokki sem mynd- aði breiða fylkingu um úrbætur í launa-, skatta- og verðlagsmálum. Það er búið að sýna sig að þeir flokkar sem fyrir eru hafa engan áhuga á að laga það ófremdar- ástand sem hér ríkir. í fyrirrúmi Verkamannaflokkurinn mun beita sér fyrir hækkun skattleysis- marka í eitt hundraö þúsund krón- ur og fjármagna það með tekjum sem koma inn fyrir kvótaleigu. Flokkurinn mun einnig.beita sér fyrir hækkun lægstu kauptaxta í samræmi við framfærsluþörf. Við munum einnig beita okkur fyrir afnámi ríkisstyrkja til landbúnað- arins svo að bændur sitji við sama borð og aðrir atvinnurekendur. Það leiðir til fækkunar bænda sem búa óhagkvæmt. Þeir hasla sér völl á öðrum vettvangi. Hinir sem eftir verða búa með íjárhagslega hagkvæmt bú sem getur framleitt ódýrari vörur ef þeir fá frjálsar hendur til þess. Það er okkar trú að ef ríkið hefði ekki haft nein af- skipti af landbúnaðarmálum væru þau ekki sá óskapnaður sem raun er á. í sjávarútvegsmálum mun flokk- urinn beita sér fyrir að tekin verði upp kvótaleiga sem greiðist í ríkis- sjóð og kvótinn verði ekki framselj- anlegur milli skipa. Við viljum einnig leyfa bátum undir tíu tonn- um að veiða með línu og handfæri Kjallarinn Hreiðar Jónsson í stjórn Verkamannaflokksins utan kvóta. Flokkurinn mun beita sér fyrir úrbótum í félagsmálum, meðal annars stórauka framlag til félags- málastofnana svo aö þær geti mætt þeirri. auknu þörf sem láglauna- stefnan hefur skapað í þjóðfélag- inu. Launþegar góðir. Við skorum á ykkur alla að ganga til liðs við Verkamannaflokkinn hvar sem þið eruð í pólitík því að flokkurinn er faglegur flokkur sem tekur ekki mið af hægri eða vinstri. Launþegi, hafðu trú á sjálfum þér og taktu virkan þátt í baráttunni. Við sem stöndum að Verka- mannaflokknum munum beita okkur fyrst og fremst í launa-, skatta- og verðlagsmálum en reka jafnframt einarða stefnu í öðrum málaflokkum. Breytt stefna Brýnt er að stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar geri sér grein fyrir því að lengra verður ekki komist með láglaunastefnuna. Ástandið er orðið svo slæmt að stór hluti launafólks býr við svo þröng- an kost að þaö getur varla borðað alla daga mánaðarins. Það þýðir að þetta fólk getur ekki keypt þá vöru og þjónustu sem í boði er og þjóðfélagið byggir afkomu sína á. Þannig er láglaunastefnan komið í bakið á atvinnurekendum. Einu úrræði ráðamanna á þessu sviði eru að auka félagslegar greiðslur til þessa fólks en það leysir ekki vandann heldur eykur hann. Það sjá allir sem vilja sjá. Á meðan ráðamenn þjóðarinnar komast upp með að skammta lág- launafólki bætur úr ríkissjóði standa taxtar þess í stað og launa- bil eykst stöðugt því að hálauna- stéttirnar eiga kraftmikla forystu- menn sem standa fast á rétti sinna manna. Þegar ég hef rætt þessi mál við stjórnmálamenn og verkalýðsleið- toga er svarið alltaf það sama: að það sé ekki hægt að hækka lægstu launin af því að þeir hæst launuöu geri sömu kröfu í prósentum og þá rjúki verðbólgan upp. Sú veröur ekki stefnan ef Verka- mannaflokkurinn kemur sterkur út úr kosningunum í vor. Á hverju byggist þjóðarsátt? Hún hefur þau aðalmarkmið að halda niðri launum til að geta notað svokallaða launavísitölu til að keyra niður verðbólguna sem ráð- herrar segja að sé flmm prósent. Það er líka lítill hluti vöruverðs í grundvellinum af sömu ástæðu. Við vitum hins vegar að raun- veruleg verðbólga er miklu meiri. Getur það verið eðlilegt að fjár- magnseigendur og fyrirtæki tengd ijármagni séu alltaf með allt á hreinu og fái bætur fyrir áfóll í þjóðfélaginu en þannig virkar láns- kjaravísitalan? Ef verðbólgan fer upp tapa allir launþegar, en þó verkamenn mest, en íjármagnseig- endur fá bættan skaðann ofan á okurvexti. Það hlýtur að verða for- gangskrafa í næstu samningum að stórhækka lægstu laun og full vísi- tala verði greidd á launin eða aðrar vísitölur sem hafa áhrif á kaup- máttinn verði teknar úr sambandi. Það verður að finna annað úr- ræði til að ráða við verðbólguna en launin. Reyndar held ég að það þurfl að setja allt þjóðfélagið í endurskoðun og byrja á nýjum grundvelli þar sem verkamenn eru metnir hærra til launa en nú er. það væri góð byrjun á langri leið. Hreiðar Jónsson „Tilgangur meö stofnun þessa flokks er að sameina sem flesta launþega í einum flokki sem myndaði breiða fylk- ingu um úrbætur 1 launa-, skatta- og ver ðlagsmálum. ‘ ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.