Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGyit 4., ,APRÍL.1?.91. Fréttir Hafnahreppur: Fyrrum sveitarstjóri í mál við hreppinn - telur sig eiga rétt á 500 þúsund kronum 1 biðlaun Þórarinn St. Sigurðsson, fyrrum sveitarstjóri Hafnahrepps, hefur stefnt sveitarstjóminni fyrir van- efndir á greiðslu launa sér til handa. Alls nemur launakrafa hans um 500 þúsund krónum. Að stærstum hluta byggir hann kröfuna á rétti sínum til biðlauna eftir starfslok. Ráðningarsamningur Þórarins rann út í lok síðasta kjörtímabils og var hann ekki endurnýjaður er nýr meirihluti tók við. Hann lét því af störfum í júní siðastliðnum. Sam- kvæmt heimildum DV lágu ýmsar ástæður fynr þessari ákvörðun nýja meirihlutans, meðal annars var fundið að ýmsu við fjárhagslegan viðskilnað gamla meirihlutans. Enn hefur ekki verið ráðið í starf sveitar- stjóra í Hafnahreppi og óvíst hvort það verður gert á næstunni. Þess má geta í þessu sambandi að nýveriö féll dómur á Hafnahrepp fyr- ir að hafa ekki staðið í skilum vegna kaupa á íbúöarhúsi eins sveitar- stjórnarfulltrúans. Þeim dómi hefur hins vegar verið skotið til Hæstarétt- ar. Þórarinn vildi í samtali við DV sem minnst um þetta mál fjalla. „Út af fyrir sig fannst mér allt í lagi með að hætta þótt ég hefði kosið aö það bæri að með öðrum hætti. En að öðru leyti er mér ekkert um þaö að tjá mig um þetta mál þar sem ég hef sjálfur skotið þessum ágreiningi til úrlausnar hjá dómstólum." Björgvin Lúthersson, odviti Hafna- hrepps, vildi heldur ekki tjá sig um þetta mál þegar DV hafði samband við hann í gær. Hann sagði málið viðkvæmt, enda snerti það æru og reisn einstaklinga, og því ekki rétt að fjalla um það á opinberum vett- vangi fyrr en dómur liggi fyrir. -kaa Fiskverkafólki hefurekki veriðsagt upp Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er ekkert farið aö ræöa við fiskverkafólkið og því hefur ekki verið sagt upp,“ segir Gunn- ar Lórensson, yfirverkstjóri í frrystihúsi Útgerðarfélags Akur- eyringa, en tahð er að vinnslu á aíla togaranna Hrímbaks og Kaldbaks, sem liafa landað nú í vikunni, muni Ijúka á föstudag. í frystihúsi ÚA starfa tæplega 200 manns og sá hluti þess fólks, sem hefur fastráðningu, er með viku uppsagnarfrest. Þ\n hefur ekki verið sagt upp, sem fyrr sagði, og hefur því kvisast að ÚA muni fá fisk annars staðar frá til vinnslu. Gunnar Lórensson vildi ekkert um það segja í gær, sagði það ekki tímabærl að tjá sig um málið. - segir Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri ÚA, um fiskmarkað á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er ekki hægt að koma upp fiskmörkuðum á hveijum einasta firði, flóa og nesi á landinu. Hvað varðar það að koma upp fiskmarkaði á Akureyri er ljóst að það eru nógir til að kaupa á markaðnum en það eru fáir til að selja á honum," segir Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa. Þeirri hugmynd hefur verið slegið fram, m.a. af Kristjáni Ragnarssyni, framkvæmdastjóra LÍU, að skyn- samlegast væri að koma á fiskmörk- uðum sem víðast um landið til þess að útgerðirnar þyrftu ekki að vera að kljást við sjómenn um fiskverð um allt land. Fiskmarkaður var sett- ur á fót á Akureyri fyrir nokkrum árum en hann lognaðist fljótlega út af, ekki síst vegna þess að Útgerðar- félag Akureyringa var ekki tilbúið að selja á þeim markaði. „Átti ÚA að vera eini aðihnn sem seldi í gegnum þann markað?“ segir Gunnar Ragnars. „Ég vil vekja at- Harðbakur, einn af togurum Útgerðarfélags Akureyringa sem nú liggja bundnir við bryggju. hygli á því að þetta hefur í för með sér mikla kostnaðaraukningu en allt- af er verið að tala um að það þurfi að hagræða í sjávarútvegi. Mér er sagt að markaðirnir taki 6% og svo megi reikna með 2% í annan kostn- að. Við erum með hráefni upp á 800 milljónir á ári og það myndi því kosta okkur 40-50 milljónir á ári að fara með okkar fisk í gegnum þennan markað. Ég sé ekki heila brú í því að kosta þessu til, bara til þess að finna út hvernig á að reikna laun sjómanna. Þetta er samhangandi keðja: veiðar, vinnsla og markaðir erlendis, og það á að reyna að gera þetta eins hag- kvæmt og hægt er. ÚA er eitt af fáum fyrirtækjum í fiskveiðum og vinnslu sem er ekki í gjörgæslu og það hefur sýnt sig.að vera farsælt þetta jafna hráefnisstreymni frá auðlindinni og i gegnum vinnslu hjá okkur. Það er því grátlegt ef þarf að draga okkur niður í skítinn líka,“ sagði Gunnar Ragnars. Grátlegt ef þarf að draga okkur niður í skítinn líka í dag mælir Dagfari Á milli þess sem Ólafur Ragnar Grímsson iamdi á læknunum og efndi til ófriðar á heilbrigðisheimil- inu, mátti lesa fallega auglýsingu í fjölmiðlum fyrir hátíðina frá þess- um sama vígamánni, þar sem hann bauð til friðarstundar með sér á fóstudaginn langa. „Mér er það sönn ánægja að bjóða þér á Friðar- stund sem haldin veröur á fostu- daginn langa í hátíöarsal Digranes- skóla kl. 17.00“ stóð í þessari hug- ljúfu friöarbæn, undirritaö með eigin hendi friðarhöfðingjans Ólafs Ragnars. Meðal efnis á dagskrá ráðherrans voru verk eftir Bach, Schubert, Gluck, Hallgrim Pétursson og fleiri öndvegisskáld íslendinga. Ekki vissu menn að Schubert eða Gluck væru í tölu íslendinga, hvað þá öndvegisskálda, en ráðherrann veit betur og allt eru þetta banda- menn hans í friöarviðleitninni og kosningaslagnum. Ráðherrann og flokksformaður- inn hef'ur sjálfsagt samið þessa auglýsingu sjálfur eftir að hann var kominn í stuð við að semja ákæru- bréfið á hendur læknunum, enda vanur maður, Ólafur, þegar friður- inn er annars vegar. Hann hefur getið sér sérstakt orð um gervalla Friðarstund með Ólafi heimsbyggðina tfyrir framlag sitt í þágu friðarins og fékk á sínum tíma sérstök verðlaun og viðurkenningu á alþjóöavettvangi fyrir framgöngu sína á fundum með þeim mönnum sem höfðu mesta ást á friönum. Allir þeir samherjar Ólafs Ragn- ars í útlöndunum hafa ýmist fallið frá eða fallið í kosningum eftir að hafa mistekist að stilla til friðar í kringum sig. Ólafur Ragnar er hins vegar þannig gerðar í pólitíkinni að hann hefur aldrei þurfti að njóta stuðnings kjósenda til frama síns í þágu heimsfriðarins. Að vísu hefur Ólafur Ragnar boðið sig fram í öll- um kosningum síðustu tvo áratug- ina en aldrei hlotið kosningu svo vitað sé. Völd hans og áhrif hafa hins vegar aukist í öfugu hlutfalli við kjörfylgið og er hann nú bæði formaður í Alþýðubandalaginu og íjármálaráðherra í ríkisstjórn án þess að sitja á þingi. Enn er samt Ólafur Ragnar aö bjóða sig fram og er nú orðinn efsti maður allaballa á Reykjanesi. Not- aöi hann páskahátíðina til að boða frið í kjördæminu og veitti ekki af þeim friðarboðskap í miðjum bar- daganum við læknastéttina. Fara nú að verða áhöld um það hvor sé meiri friðarhöfðingi, Ólafur Ragn- ar eða Jesús Kristur, því hingað til hafa kristnir menn látið sér nægja -að minnast píslargöngu Krists og hefur þar föstudagurinn langi verið sérstaklega heilagur. Jafnvel svo heilagur að sett hafa verið lög um bann við hvers kyns samkomu- haldi á þeim degi. Ólaf Ragnar munar ekki um að brjóta slík lög og hafa krossfestingu Jesú að engu þegar hans eigin frið- ur er í húfi og kosningabarátta framundan. Honum veitist sérstök ánægja að bjóða fólki og fótgang- andi til sérstakrar friðarstundar með sér í blóra viö aldagamla siði og lög um friöhelgi þessa dags. Ef Ólafur Ragnar neitar aö biöja læknana afsökunar á meintum aðdróttunum sínum og ærumeið- ingum, munar hann sjálfsagt ekki heldur um aö senda kirkjunnar mönnum langt nef þegar hans eigin frami er í húfi. Friðarstundir Ólafs Ragnars fara sem sagt fram með þeim hætti að hann segir bæði heilbrigðisstéttum og kirkjunnar mönnum stríð á hendur. Ilann er greinilega að koma sér upp sínum eigin friöi á kostnað þess ófriðar sem óhjá- kvæmilega hlýtur að skella á þegar lög eru brotin og helgispjöll framin. Honum er það meira að segja sér- stök ánægja, eftir því sem segir í boðsþréfmu. Nú kann þessum íslenska friðar- postula að leyfast að efla friðinn með því að efna til ófriðar við lækna og klerka. Það er mér að mæta segir sá almáttugi fjármála- ráðherra og sker við nögl gagnvart hverjum þeim sem dirfist að egna hann til reiði. Hitt er verra ef þessi friðarboðskapur Ólafs Ragnars endar með því að hann egnir alla þjóðina upp á móti sér með sam- komuhaldi á föstudaginn langa þegar öðrum er bannað að hafast að. Það er ekki fullreynt hvort kjós- endur eru tilbúnir í hvaöa ófrið sem er til að koma á þeim friði sem Ólafur Ragnar boðar. Það kemur í ljós á kjördag. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.