Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991. Fréttir Þátttaka Tryggingastofnunar 1 tannlæknakostnaði: Jaf nhá greiðsla og til sérfrædinga í læknastétt tannlækningar þó ekki til umræðu í fj ármálaráðuneytinu Á fjárlögum í ár er gert ráð fyrir að Tryggingastofnun ríkisins muni verja ríflega 1,1 milljarði til að taka þátt í tannlæknakostnaði ungmenna yngri en 17 ára, ellilífeyrisþega og öryrkja. Þetta er sama upphæð og ráðgert er að verja til að greiða niður kostnað fólks sem leitar til sjálfstætt starfandi sérfræðinga í læknastétt- inni. Miklar deilur hafa staðið milli Ól- afs Ragnars Grímssonar flármála- ráðherra við læknafélögin vegna þeirra greiöslna sem þeir fá úr ríkis- sjóði. I gær kvaðst Ólafur til dæmis vilja afnema með öllu greiðslur úr ríkissjóði til sjálfstætt starfandi sér- fræðinga. Hann segir opinbera heil- brigðiskerfið það vel búið að hægt væri að veita sömu þjónustu og þeir inni á sjúkrahúsunum og heilsu- gæslustöðvunum á mun ódýrari máta. Sparnaðinn segir hann geta skipt hundruðum milljóna. Þaö hefur hins vegar vakið furðu margra sem þekkja til heilbrigðis- kerflsins að Ólafur Ragnar skuli ekki leggja fram svipaðar tillögur varð- andi tannlæknakostnaðinn. Að mati margra gilda sömu rök gagnvart tannlæknum og sérfræðingum utan sjúkrahúsa. Sé hægt að ná fram sparnaði með því að færa alla sér- fræðingaþjónustu inn á sjúkrahús og heilsugæslustöðvar ætti það einn- ig að gilda um tannlæknaþjónustuna sem að stærstum hluta er starfrækt af sjálfstætt starfandi tannlæknum og sérfræðingum. Að sögn Magnúsar R. Gíslasonar yfirtannlæknis í heilbrigðisráðu- neytinu, er það þekkt viða erlendis að hið opinbera starfræki slíkar stöðvar. Áð sögn talsmanna þessa fyrirkomulags þeirra myndi þetta fyrirkomulag draga úr lítt nauðsyn- legum aðgerðum og verða ódýrara fyrir ríkið án þess þó að þjónusta við sjúklinga verði lakari. Að sögn Kristjáns Guðjónssonar, deildarstjóra sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins, hafa útgjöld stofnunarinnar vegna þjón- ustu tannlækna annars vegar og sér- fræðinga utan sjúkrahúsa hins vegar verið svipuð á undanförnum árum. Aðspurður kveðst Kristján ekki búast við að sá samningur, sem Tryggingastofnun hefur nýverið gert við tannlækna, muni fela í sér aukin útgjöld hjá stofnuninni. Hins vegar megi búast við einhverri útgjalda- aukningu á þessu ári þar sem enginn samningur var á síðasta ári við sér- fræðinga í tannlæknastétt varðandi tannréttingar. -kaa Iðnhðarmenn voru að leggja gólfdúk á nýja dómsalinn i Hæstarétti í gær. Hann er 50 fermetrar að flatarmáli. Tilkoma nýja salarins hefur í för með sér að hægt verður að flytja mál í báðum deildum Hæstaréttar samtímis. DV-mynd Brynjar Gauti Nýr dómsalur tekinn 1 notkun á Lindargötu í næstu viku: Starf semi Hæstaréttar skilvirkari - málílutningur í Hafskipsmálinu mun ekki tefja önnur mál Næstu daga verður nýr dómsalur tekinn í notkun til viðbótar við aöal- dómsal Hæstaréttar í húsnæði hans við Lindargötu. Ætlunin er að reyna að koma nýja salnum í notkun áður en Hafskipsmálið verður tekið fyrir í aðalsal Hæstaréttar frá 9.-19. apríl. Þannig tefst ekki afgreiðsla annarra mála á meðan. Með tilkomu nýja salarins er ætl- unin að freista þess að láta mál ganga hraðar fyrir sig í Hæstarétti. Með þessu móti verður hægt að flytja mál í báðum deildum Hæstaréttar sam- tímis. A-deildin, sem er flmm manna dómur, verður í aðalsalnum á efri hæð hússins, en B-deildin, sem er þriggja manna dómur, verður með mál í nýja salnum á neðri hæðinni. Hinn nýi dómsalur er 50 fermetrar að flatarmáli. Að minnsta kosti þrjú umfangs- mikil mál verða flutt í aðalsal Hæsta- réttar með vorinu. Málflutningur í svokölluðu Hafskipsmáli hefst næst- komandi þriðjudag. Ætlunin er að reyna að Ijúka málflutningi fyrir 19. apríl. Hefði nýi salurinn ekki verið kominn f notkun fyrir þann tíma hefði þurft að fresta málflutningi í öðrum málum sem því nemur. Svo- kallað Stóragerðismál og mál Ómars Jóhannssonar vegna Þýsk-íslenska verða einnig flutt á næstunni í Hæstarétti. í nýja salnum var áður bókaher- bergi. Bækurnar hafa nú verið flutt- ar í geymsluhúsnæði. Nýi salurinn verður einnig notaður sem fundar- salur fyrir hæstaréttardómarana þar sem þeir munu sitja fundi og ræða viðkomandi mál eftir flutning þeirra. Að sögn Erlu Jónsdóttur hæsta- réttarritara er með tilkomu nýja dómsalarins verið að leitast við að gera starfsemi Hæstaréttar skilvirk- ari. Erla sagði við DV í gær að breyt- ingarnarhefðumælstvelfyrir. -ÓTT Framsókn fær ekki auglýs- ingar á strætisvagnana Gylfi ICristjánsson, DV, Akureyri: Framsóknarflokkurinn fær ekki að auglýsa á strætisvögnum á Akureyri eins og flokkurinn haföi samið um við fyrirtækið en auglýsingar frá Framsóknarflokknum áttu að vera á vögnunum út aprílmánuð. Framsóknarmenn ætluðu að greiða 200 þúsund krónur fyrir aug- lýsingarnar á vögnunum en bæjar- ráö Akureyrar ákvað síðan á fundi sínum í gær að banna þessar auglýs- ingar á vögnunum, sem og aðrar pólitískar auglýsingar. Berglind Björk Jónasdóttir syngur leynilag: Þegar hjörtun slá í takt - klukkan fjögur íjörutíu og íjögur Klukkan 4:44 eða þegar klukkuna vantar sextán minútur í fimm í dag mun hljóma lag, sem Berglind Björk Jónasdóttir syngur, á öllum útvarps- stöðvunum. Lagið heitir Þegar hjört- un slá í takt og höfundurinn kallar sig 4.4. eða fjórði apríl. Tilefni þessa er getraun sem hlust- endur útvarpsstöðvanna geta spreytt sig á. Þeir eiga að reyna að geta upp á hver höfundur lagsins er, senda inn svör og síðan verður dregiö úr þeim þann 14.4. Berghnd Björk er ekki öllum kunn þar sem hún hefur aðeins sungið á Akureyri en þar hefur hún dvalist í vetur og sungið í söngleiknum Kysstu mig Kata og Sjallanum. „Þeir sem standa að þessu lagi eru ákveðnir í að koma mér á framfæri, skilst mér! Ég hef að vísu sungið frá 1986 í Reykjavík en við lítinn orðstír. Ég var mjög hreykin þegar aðstand- endur þessa lags báðu mig um að syngja það en það kemur út á safn- plötu seinna í vor,“ segir Berghnd Björk. Þess má geta að Berglind er dóttir Jónasar Jónassonar, rithöf- undar og tónskálds. Tímasetning útsendingarinnar, höfundamafn lagsins og dagurinn sem leyndarmálið verður upplýst er á frekar dularfullum nótum. Berg- lind Björk vill ekkert upplýsa um þetta mál. „Þetta er kannski eitthvað fyrir tölspekinga að reyna við. Ahar þess- ar tölur, 4:44,4.4., 14.4. hljóta að þýða eitthvað. Höfundur er landsþekktur og það kemur í ljóst 14.4. hver hann er og líka vinningshafar í getraun- inni. Þangað til verður fólk að bíða,“ segir Berglind Björk Jónasdóttir. -ns Berglind Björk Jónasdóttir. „Malagafanginn“ dæmd- ur í 11 mánaða fangelsi - sýknaðurafþviaðstelasjónvarpiúríbúð Maður, sem þekktur er undir nafn- inu Malagafanginn, hefur verið dæmdur í 11 mánaöa fangelsi í Hæstarétti fyrir þjófnað og ávísana- fals. Hann hefur margítrekað komið við sögu réttvísinnar á síðustu árum og var mið tekið af því í dóminum. Maðurinn var ákærður fyrir þjófn- að á matvælum úr verslun við Eddu- fell, innbrot og þjófnað í söluturn við Skúlagötu og að hafa notað eða reynt aö nota sjö tékka á stolnum eyðu- blöðum sem hann falsaði nafn útgef- anda og reikningsnúmer á. Fyrir þessi brot var maðurinn sakfelldur. Maðurinn var hins vegar sýknaður af ákæru vegna innbrots sem hann hafði verið dæmdur fyrir í Sakadómi Reykjavíkur. Hann læsti konu inni í íbúð sem hann hafði umráð yfir á Nýlendugötu í fyrrasumar. Fór hann við svo búið í íbúð konunnar í Klyfja- seh, skrúfaöi þar stormjárn úr gluggafagi og fór inn. Þar tók hann sjónvarpstæki, útvarp og segulband í eigu konunnar. Þegar hann var aö bera varninginn út í leigubíl handtók lögreglan manninn. Hann var síðan búinn að vera í fangageymslum í nokkurn tíma þegar menn frá RLR hleyptu konunni út úr læstri íbúð- inni á Nýlendugötu. Konan bar hjá sakadómi að hún hefði alls ekki heimilað manninum að fara í íbúð sína. Maðurinn bar hins vegar að hann hefði ætlað að ná í tækin th að ílytja tónlist í með konunni í íbúð sinni. Framburði sak- borningsins bar heldur ekki saman við vitni. Hæstiréttur taldi hins vegar ekki sannað að maðurinn hefði haft þann ásetning aö slá eign sinnig á tækin sem hann flutti úr íbúðinni. Var meðal annars stuðst við lagaákvæði um að vafaatriði beri að meta sak- borningi í hag. Ríkissjóður var dæmdur til að bera kostnað af þess- um lið málsins. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.