Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 32
r Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritsftjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991. Flugmannadeilan: Dómsátt í Félagsdómi Málið, sem vinnuveitendur höfö- uðu gegn flugmönnum í Félagsdómi vegna ólöglega boðaðrar vinnustöðv- unar og afskiptum þeirra af samn- inganefnd vinnuveitenda, var fellt niður í gær og dómsátt gerð. Þórarinn V. Þórarinsson, formaður samninganefndar vinnuveitenda, segir að það hafi verið sjálfgefið að gera dómsátt. „Þegar flugmenn voru í verki bún- ir að fallast á okkar meginkröfugerð og eðlilegar viðræður voru hafnar voru forsendur fyrir kröfugerðinni fallnar. Flugmenn voru tilbúnir að staðfesta þaö með formlegri dómsátt. Þessi aðstaða kemur því aldrei upp aftur. Það var markmið okkar að losna við hana núna og um alla fram- tíð,“ segir Þórarinn. í gær héldu samningaviðræður áfram hjá sáttasemjara „í góðu and- rúmslofti". Enn er rætt um vinnutil- högun og vinnuhagræðingu flug- manna samkvæmt tillögum vinnu- veitenda. Annar fundur hefur verið boðaður eftir hádegi í dag. -ns Ung systkin: og slösuðust Fengu blóm við brottför Gylfi Krisljánsson, DV, Akureyri: Það eru ekki bara sjómenn hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa sem hafa átt í launadeilu að undanfórnu. Skip- verjar á togaranum Björgúlfi á Dal- vík neituðu að taka endurráðningu er skip þeirra kom úr slipp. Það er Útgerðarfélag Dalvíkinga sem gerir Björgúlf út, og einnig togarann Björgvin. Skipveijar á Björgvini hafa ekki tekið þátt í deilunni. Þegar skip- ið fór til veiða í gærdag mætti hópur sjómanna á bryggjuna til að kveðja þá og óska þeim góðrar ferðar. Voru þar komnir skipverjar af Björgúlfl og einnig sjómenn frá Akureyri sem færðu Björgvinsmönnum blóm við brottfórina. LOKI Lífið er lotterí! Samningar sjómanna og ÚA í burðarliðnum? Gattaðir a yf irlys ingum forstjórans segjasjomenn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við vorum nýbúnir að fá tilboð Útgerðarfélagsins í gærkvöldi þeg- ar það var haft eftir Gunnari Ragn- ars, forstjóra Útgerðarfélagsins, í sjónvarpinu að samningar hefðu tekist. Víð erum alveg gáttaðir á þessari yfirlýsingagleði forstjór- ans, enda haga menn sér ekki svona í samningum og það þarf tvo til að semja,“ segir Davíð Haralds- son, talsmaður sjómanna hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa, vegna frétta í sjónvarpi í gærkvöldi um að samningar í deilu ÚA og sjó- manna hefðu tekist. Sendinefnd sjómanna fór á fund forstjóra ÚA kl. 15 í gær með tilboð til útgerðarinnar og kom af þeim fundi um kvöldmatarleytið með gagntilboð frá útgerðinni. í því er gert ráð fyrir algjörri breytingu á launaútreikningi sjómanna þess efnis að fyrir 85% af afla ísfisktog- ara ÚA verði greitt landssam- bandsverð en fyrir 15% aflans það verð sem greitt sé á fiskmörkuðum á Faxaflóasvæðinu hverju sinni. Heimalöndunarálag sem ÚA hefur greitt er samkvæmt þessu úr sög- unni. Sjómenn á Akureyri sátu í nótt yfir útreikningum á þessu tilboði og er ætlunin að leggja þaö fyrir fund sjómanna sem haldinn verður eftir hádegi í dag. Þeir sjómenn, sem DV ræddi við í gærkvöldi, vildu ekkert um það segja hvort þetta tilboð ÚA yrði samþykkt óbreytt, það gæti farið á hvom veg- ínn sem væri. Einn þeirra taldí að svo gæti farið að sjómenn gerðu útgerðinni gagntilboð og verði það niðurstaða fundar sjómanna eftif hádegið má telja fullvíst að togar- arnir láti ekki úr höfn í dag og deil- an gæti þá dregist á langinn. Systkin voru flutt á slysadeild Borgarspítalans síðdegis í gær eftir að þau féllu af hestbaki í Glaöheim- um í hverfi Gusts í Kópavogi. Hestur systkinanna fældist og féllu börnin við það af baki. Þau voru flutt í sjúkrabíl á slysadeild. Eftir því sem DV kemst næst eru meiðsl barnanna, sem eru 9 og 12 ára, ekki tahn alvar- leg. -ÓTT Akureyri: Ungur piltur viðurkenndi „slysaskot“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ungur piltur á Akureyri hefur við- urkennt hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri að hafa verið valdur að skotinu sem fór inn um glugga á elli- heimilinu Hlíð þar í bænum um helg- ina. Pilturinn mun hafa tekið riffil föð- ur síns í leyfisleysi og ber hann að skotið hafl hlaupið úr rifflinum fyrir slysni. Eins og fram kom í DV fór skotið inn um glugga á herbergi vist- manns á elliheimilinu. Vistmaður- inn var í herbergi sínu ásamt tveim- ur gestum sínum og sakaöi engan þeirra. Veðrið á morgun: Stinnings- kaldi og allhvasst A morgun verður norðan- og norðaustanátt, stinningskaldi og allhvasst. Snjókoma eða éljaveð- ur um norðan- og austanvert landiö. Víðast þurrt sunnan- lands. Áfram veröur kalt í veðri. DAS-húsið: Þegar sunnlenskir hestamenn skreppa í bæinn vekur það jafnan athygli. Fyrirhugaðar eru sýningar sunnlenskra hestamanna í Reiðhöllinni um næstu helgi og því kom Magnús bóndi, sonur hans pabba síns, að eigin sögn, ásamt þarfasta þjóninum í bæinn til að kynna sér aðstæður DV-mynd E.J. Hætti að endur-1 nýjaogmissti afþeimstóra I Aðalvinningurinn í happdrætti DAS, einbýlishús að andvirði 17 milljónir króna að Reykjabyggð 18 í Mosfellsbæ, var dreginn út í gær. Vinningurinn kom á miða sem hætt var að endurnýja í fimmta flokki eða í október síðastliðnum. Það má því með sanni segja að fyrrum eigandi miðans hafl misst af þeim stóra um það bil sem hann var að landa hon- um. Að sögn Sigurðar Ágústs Sigurðs- sonar framkvæmdastjóra DAS verð- ur húsið að öllum líkindum selt á almennum markaði og hagnaðurinn af sölunni látinn renna í byggingar- sjóði Hrafnistanna í Reykjavík og Hafnarfirði. -J.Mar Flutningar fyrir herinn: Rainbow navi- Mál bandaríska skipafélagsins Ra- inbow navigation gegn flutninga- deild bandaríska sjóhersins í Norfolk vegna framkvæmdar útboða í flutn- ingum fyrir Varnarliðið var ekki tek- ið fyrir í hæstarétti Bandaríkjanna í byrjun mars og er málinu þar með lokið. Undirréttur dæmdi flutninga- deild hersins í vil fyrr í vetur. Útboð vegna flutninga fyrir herinn á Miðnesheiði fóru fram 1987 og fékk Eimskip þá 65 prósent flutninganna og Rainbow navigation 35 prósent. Bandaríska skipafélagið fór í mál við flutningadeild hersins þar sem fyrir- tækið taldi Eimskip hafa verið hygl- að. Útboð vegna flutninganna geta núfariðframhvenærsemer. -hlh Oiíuleki á Flateyri Leki kom að olíuleiðslu á Flateyri eftir að olíuskipið Kyndilí hafði losað hráolíu þar í gær. Leiðslan liggur frá höfninni upp að tanki. Að sögn hafnarvarðar var komist fyrir lekann mjög fljótlega eftir að uppgötvaðist að eitthvað var að. Hann sagði við DV í morgun að ekki hefði mikið magn olíu farið í sjóinn - samt sem áöur væru Flateyringar illa búnir til að bregðast við slíkum óhöppum. -ÓTT t í Litlastúlkan látin Litla stúlkan sem varð fyrir bifreið á þjóðveginum á Kjalarnesi á þriðju- dag lést á Borgarspítalanum síðdégis í gær. Stúlkan, sem var fjögurra ára, hét Tinna Ýr Friðriksdóttir og bjó að Vallá á Kjalarnesi. -ÓTT SVAG/yf <5 N % DSMÐJAN y O Q_ U. Q —y * 61J & XV' ^3/nvA O/ITLO,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.