Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991. Fréttirogofbeldi ísjónvarpi 9749-5378 skrifar: Ég vil láta í Ijósi óánægju mína meö fréttaflutning Sjónvarpsins þar sem uppistaðan viröist vera siagsmál þar sem margir eru aö þerja fáa. Allflestar ef ekki allar fréttamyndir frá uppþotum og ööru ofbeldi ætti að sýna seint á kvöldin ef einhver hefur þá. áhuga á að sjá aivöruofbeldi. Þaö á alls ekki að bjóða þetta- fólki viðvörunarlaust þar sem oft vili til að lítil börn og aðrar við- kvæmar sálir eru fyrir fraraan skjáinn á fréttatímum. Fréttir eiga að gera fólk meðvitað um umheiminn en ekki þannig að maöur næstum skammist sín fyr- ir að vera mannvera þar sem maður getur iiaft iítil eða engin áhrif á það sem gerist úti í heimi. - Sekt þeírra er þær sýna er mun meiri en þeirra er sýndu erótísku myndirnar á Stöð 2 hér um áríð. Lska sterkan bjór H.K. skrifar: Mig langar til að leggja orð í belg varðandi áfengisminni bjór sem hefur verið til uraræðuí les- endabréfunum. Auðvitað á ÁTVR að bjóða veikan, meðal- og ekki síst sterkan bjór til sölu. Það er fáránlegt að ekki skuli vera liægt að kaupa sterkari bjór en 5,5% sem maður kippir varla af þótt tveir eða þrír séu innbyrtir. Alþingi á að breyta lögunum og Ríkið á að geta boðið til dæmis Carlsberg Elefant (7,2%) eða Pauianer Salvator (8,0%). Ég segi: Inn með sterka mjöðinn! Fjölskylduflokk- amirfjórir Þorstemn Einarsson skrifar: Þegar þetta er skrifað eru kom- in fram 10 framboð sem ætia að keppa um atkvæðin í næstu al- þingi’skosningum. Þetta er meira en iítið undarlegt í ekki fjölmenn- ara þjóðfélagi. Hingað til höfum við litið hornauga stjórnmála- kerfi annarra þjóða með marga flokka og framboðslista. Mín skoðun er sú að þetta fyrir- bæri hér eigi rót sína að r.ekja til þeirrar staðreyndar að þegar menn fmna að ekki er lengur pláss fyrir þá í gömiu flokkunum íjórum, sem eru allir orðnir eins konar íjölskylduflokkar, þá myndi menn sjálfir aðra flokka. { gömlu flokkunum er eitki piáss á toppnum nema fyrir menn sem eru ýmist skyldir eöa nátengdir hinum sem fyrir eru eða gengnir á vit feðra sinna. Miklu fleiri ofmetnir Kristin Jónsdóttir skrifar: Ég ias nýiega í Pressunni grein, sem mér fannst meira en tíma- bær. Hún hét „Hvaða íslendingar eru ofmetnir?" og fjaliaði um fólk sem hefur komist iengra (að mati biaðsins) en það hefur burði tii og nýtur um leið meiri virðingar en það á skiiið. Þeir menn og konur sem þarna var fjallaö um og birtar myndir af fannst mér einmitt ailt vera í þessum flokki. Menn.sem eru í lykiistööum i þjóðfélaginu geta varla hneyksl- ast á því þótt um þá sé fjailað á opinskáan hátt. það ætti meira að segja að gera meira af því en nú er gert. Það eru þó mun fleiri, já, miklu fleiri íslendingar sem eru of- metnir og hafa fengist við störf og embætti, aðailega í opinbera geiranum og svo í listamanna- hópnum. Þetta mætti fjalla um í mun víðtækari mæli en þarna var gert í PressunnL Þeir eru svo margir sem hafa náð að krækja sér í hlýtt og þægilegt sæti hér í þjóðfélaginu alveg óverðskuldað. Spumingin Lesendur Skím, ferming og nýtt líf Hafsteinn Elvar Jakobsson skrifar: Ég las grein í DV þar sem fjallað var um fermingu barna, einnig viðtal við fermingarbörn. Eftir lesturinn var ég sár og hryggur að sjá hve illa er farið með guðs orö. Samkvæmt þjóðskrá tilheyri ég þjóðkirkjunni sem skírði mig og fermdi. En fyrir nokkrum mánuðum kynntist ég söfnuöi sem 'heitir Hvítasunnusöfn- uður. Hann er alls ekki ólíkur þeirri trú sem kirkjan boðar nema hann fylgir um öðrum siðum varðandi skírn og fermingu. Hjá okkur er barni gefið nafn og það blessað í Hvítasunnukirkju. Þetta má þó alveg vera aðskilið eins og ég og konan mín gerðum. Barni pkkar var gefið nafn vð fæðingu. Á íslandi eru ölPbörn skráð í þjóðkirkj- una við fæðingu og oftast látin ganga í gegnum skírn og fermingu. Þjóð- kirkjan fylgir Biblíunni eins og við en hvergi er minnst á fermingu í henni, aðeins blessun og skírn. Jóhannes skírari skírði almúgann til þess að hreinsa hann af synd en orðið skírn þýðir hreinsun, niðurdýf- ing. Fólk kom til hans á öllum aldri og aðeins af fúsum og frjálsum vilja en ég efast um að nokkur myndi vilja láta dýfa sér á bólakaf í laug uppi á altari söfnuðar okkar með hann sem vitni. Kannski til þess eins að fá hljómtæki eða annað að gjöf. En misskiljið ekki; auðvitað er haldin veisla og gefnar gjafir en margir hjálpast að viö veisluna og gjafirnar fara ekki eftir þörfinni. Þannig hindra efni ekki neinn í að taka skírn. Skírn er hreinsun eins og ég nefndi áður en við hreinsum ekki saklaus börn heldur synduga einstaklinga. Samt er að vísu engin trygging fyrir því að komast til himna, þar ræður aðeins hugarfariö. Þegar þú ákveður aö taka skírn er það hugarfarið sem breytist og skírn- in breytir lífi þínu. Þannig byrjar þú nýtt líf á rústum þess gamla og færð tækifæri til að öðlast eilíft líf. Ef nahagurog náttúruvernd Sjúkrahúsmál undir stjórn Framsóknar Páll Guðmundsson skrifar: Ég er hjartanlega sammála Ingólfi Jónssyni sem skrifaði lesendabréfið sem birtist í DV 27. mars sl. undir fyrirsögninni „Foröumst B á kjör- dag“. Vildi aðeins bæta við að mér finnst Framsóknarmenn hafa sýnt ofstjórn í sjúkrahúsmálum nú á síð- ustu árum, og það svo um munar. Á einhvern undarlegan hátt komu þeir því svo fyrir, undir stjórn fyrsta manns á lista flokksins í Reykjavík, að skipa förmenn allra sjúkrahús- stjórna um allt land, og það meira að segja menn sem aldrei hafa ná- lægt sjúkrahúsmálum komið - eins og t.d. þriöja mann á lista Framsókn- ar í Reykjanesi. Það kann aldrei góðri lukku að stýra, að beita ofstjórn af slíku tagi, enda opnar maður ekki svo blað eða hlustar á ljósvakana, aö ekki sé verið að ræða um vandræði í sjúkrahús- málum landsins. Það er reyndar komið á daginn að framsóknar- postulum er ekki treystandi til neins. Látum ekki henda okkur að kjósa slíka menn, hvorki í Reykjavík né annars staöar á landinu. Islendingar láta ekki lengur bjóða sér það aö troða óhæfum mönnum í opinberar stöður. Nú er Sambandið að líða undir lok, og ég sé ekki neina ástæðu til að ætla annað en að Framsóknar- flokkurinn sé á sömu leið. Áaðtakaupp hvai- veiðar að nýju? Björn Steinn Sveinsson lögregluþj.: Já, okkur veitir ekki af peningunum. Hulda Brynjólfsdóttir húsm.: Já, það verður að vera jafnræði í náttúrunni. Ágústa Magnúsdóttir dagmóðir: Al- veg hlutlaus. Sigríður B. Björnsdóttir húsm.: Já, að vissu marki, þannig að það gangi ekki á stofninn. Þorgils Björnsson verkam.: Nei, hvahrnir eiga að fá að lifa í friði. Sigurður Guðmundsson nemi: Alveg hiklaust. Hallgrímur Helgason próf., dr. Phil skrifar: „Efnahagslíf einnar þjóðar verður ekki byggt upp af þorski,“ sagði for- sætisráðherra Nýfundnalands í Kanada, Joe Smallwood, 1968. Eftir það lét hann fjárfesta í ýmiskonar smáiðnaði,- Atvinnumöguleikar uxu og efnahagur batriaði. Framtíðaráætlanir um þjóðarbú- skap geta ekki miðast við fiskveiðar að mestu leyti, eða því síður, nær eingöngu. Fiskstofnar minnka og jafnvel eyðast um tíma, þegar árlega eru tekin 20 milljón tonn. Sé sífelldur hagvöxtur æskilegur (sem er þó mjög umdeilt mál), hlýtur hann til frambúðar að koma frá öðr- um efnahagslindum en fiskveiðum. Atvinnumöguleika-póhtík verður því að reka á öðrum forsendum en væntanlegum fiskafla. Aðrar at- vinnuleiðir hafa meira og minna brugðist, t.d. fiskeldi og loðdýraeldi, og kostað borgara landsins stórfé. Þjóðarbúskapur er þá best tryggð- ur, aö hann byggist á hugviti frekar en á vandunnum feng úr náttúrunn- ar skauti, óvissum afla. Þjóðarbú- skapur er þá vafalaust best tryggður, að hann sæki mátt sinn til margs konar smáiðnaöar. Stóriðja hæfir ekki smáþjóð eins og margrædd ný alúmíníum-verksmiðja keisarans á Keilisnesi. Hún mengar öndunarloft og spillir heilsu margra iðjuverka- manna. - Eftirsókn eftir slíkum framkvæmdum sprettur af hagvaxt- arhyggju. Þessi hugsunarháttur dafnar vel hjá manni hins vestræna heims, sem í of ríkum mæli er orðinn að efna- hagsveru, „homo eoconomicus". Um fátt eitt er nú meira talað en laun, kauphækkun, vísitölu, verðbólgu og kaupmátt, markaðsbúskap og arð- semi. Maðurinn vill þéna meira til að eyða meiru, oft fram yfir nauðsyn- legar þarfir. - Þetta er fylgifiskur velferðarþjóðfélagsins og markaðs- hyggjunnar. Jörðin býr yfir nægilegu ríkidæmi til að fullnægja þörfum mannsins, en ekki græðgi hans. Með fyrir- hyggjunni verður að beisla græðg- ina, áður en þrotnar eru auðlindir náttúrunnar, og þar með mengað vatn, loft og jörð. Það er tilgangurinn með allri ökólógíu-pólitík og náttúru- vernd. - Bak við hana felst vitaskuld umhyggja fyrir hjálpræði mannsins; ef maðurinn eyðileggur náttúruna, þá hlýtúr loks náttúran að eyðileggja manninn. „Fiskistofnar rninnka og jafnvel eyðast um tíma,“ segir bréfritari m.a. Sjúkrahús landsins og vandamál þeirra hafa verið mikið í umræð- unni, segir bréfritari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.