Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991. Utlönd Mosfellsbær Nýr umboðsmaður í Mosfellsbæ frá og með 1. apríl. Unnur Guðrún Gunnarsdóttir Merkjateigi 2 sími 666858 SJÁLFSTIEÐISFLOKKURINN UTANKJÖRSTAÐARKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS VALHÖLL, HÁALEITISBRAUT 1, 3. HÆÐ. SÍMAR: 679902 - 679903 - 679904 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá borgarfógetanum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, jarðhæð, alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnudaga kl. 14-18. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstof- una ef þið verðið ekki heima á kjördag, 20. apríl nk. Flestir hinna sextíu þúsund íbúa Shkoder í Albaníu fylgdu í gær til grafar þremur mönnum sem skotnir voru til bana á þriðjudaginn er þeir mótmæltu kosningaúrslitum. Úrslit kosninganna, sem haldnar voru á sunnudaginn og voru fyrstu fjölflokkakosningarnar í landinu í yfir fjóra áratugi, urðu þau að kommúnistar unnu yfirburðasigur. Frásagn- ir erlendra eftirlitsmanna benda nú til að kosningabaráttan hafi ekki verið heiðarleg. Símamynd Reuter Bandarísk yfirvöld um kosningabaráttuna í Albaníu: Auglýsing -Aaar« um listabókstafi stjórnmálasamtaka Ráðuneytið hefur ákveðið listabókstafi stjórnmála- samtaka sem ekki hafa skráðan listabókstaf, sbr. aug- lýsingu nr. 56 1. febrúar 1991, sem hér segir: E Verkamannaflokkur íslands F Frjálslyndir H Heimastjórnarsamtökin T Samtök öfgasinnaðra jafnaðarmanna Z Grænt framboð Þá hefur ráðuneytið skráð breytingu á heiti stjórn- málasamtaka, sem hafa skráðan listabókstaf, sem hér segir: A Alþýðuflokkur - Jafnaðarmannaf lokkur íslands Þ Þjóðarflokkur - Flokkur mannsins Þetta auglýsist hér með samkvæmt 40. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 80 16. október 1987, sbr. lög nr. 10 19. mars 1991. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 2. apríl 1991 Stjórnarandstað an beitt ofbeldi Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, Margaret Tutwiler, sagði í gær að frambjóðendur stjóm- arandstöðunnar í Albaníu og mót- mælendur hefðu verið grýttir og barðir á meðan á kosningabarátt- unni stóð. Sumum hefði auk þess verið hótað lífláti. Tutwiler sagði ennfremur að sprengja hefði fundist í aðalstöðvum Lýðræðisflokksins, helsta stjómarandstöðuflokksins, í bænum Elbasan. Leiðtogar flokksins i Tirana hafa hvatt til allsherjarverk- falls í dag til að mótmæla því að ör- yggissveitir skutu þrjá mótmælend- ur til bana í Shkoder. Tutwiler sagði frásagnir banda- rískra eftirhtsmanna og annarra sem fylgdust meö kosningunum benda til að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði RÖSE, Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, um frjálsar og heiðarlegar kosningar. Því til stuðn- ings nefndi Tutwiler að kommúnist- ar, sem unnu yfirburðasigur, hefðu misnotað rílúsfjölmiðla í kosninga- baráttunni. Tutwiler hvatti albanska embættismenn til að kanna allar ásakanir um óheiðarlegar kosningar og varpaði um leið fram þeirri spurn- ingu hvers vegna yfirvöld heíðu beð- ið í tvo daga með að kynna úrslitin og af hverju heildarúrslit hefðu ekki verið birt. Reuter Graham Greene látinn 86 ára gamall: Vann að bók um draumfarir sínar Breski rithöfundurinn Graham Greene vann að nýrri bók um erfiðar draumfarir sínar þegar hann lést í gær 86 ára gamall á sjúkrahúsi í Sviss. Enn er ekki ljóst hvort honum hafði miöað svo vel við verkið að það sé hæft til útgáfu. Þó er víst að útgef- andi hans gerir allt til að koma bók- inni á prent því Greene var síðustu Graham Greene var 86 ára þegar hann lést. Hann átti að baki hálfrar aldar litrikan feril sem rithöfundur. Simamynd Reuter fimm áratugina metsöluhöfundur um allan heim. Greene hefur verið vottuð virðing um allan heim eftir að fréttist af láti hans. Á Kúbu hafa ráðamenn farið fógrum orðum um ritsnillinginn en ein frægasta saga hans gerist þar í byltingu kommúnista árið 1959. Það er Okkar maður í Havana þar sem leyniþjónusta Bandaríkjanna er dregin sundur og saman á háði. Gre- ene naut einnig mikillar hylh í Mið- Ameríku vegna samúðar með bylt- ingaröflum þar. í heimalandinu hafa menn fariö fógrum oröum um Greene. Leikarinn Alec Guinness, sem lék aðalhutverk- ið í kvikmyndinni Okkar maður í Havana, sagði í gær að Greene hefði verið verðugur málsvari heillar kyn- slóðar og einhver mesti rithöfundur á þessari öld. Greene hlaut aldrei Nóbelsverð- launin og sætti sænska bókmennta-. akademían gagnrýni fyrir að ganga fram hjá honum. Nóbelsverðlauna- hafinn Gabriel Garcia Marquez spurðist fyrir um ástæður þessa þeg- ar hann tók við verðlaununum. Hann fékk þau svör að Greene kæmi ekki til greina vegna þess að hann skrifaði bækur til að selja. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.