Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991. 33 Meiming Sigurbjöm Aðalsteinsson kvikniyndagerðamiaður: Fyrir mér er stuttmynd einn atburður sem allt hangir á Kvikmyndagerð á íslandi er ávallt fréttaefni. Engin listgrein er jafnfrek á peninga og kvikmyndir, enda er það frétt í sjálfu sér að alvörukvik- myndagerð skuli þróast í fámenninu hér á landi. íslenskir kvikmynda- gerðarmenn hafa haft stóra drauma um leiknar kvikmyndir í fullri lengd, drauma sem margir hverjir hafa ræst eingöngu vegna þess að allt var lagt undir. í dag ríkir meira raunsæi í gerð kvikmynda en gerði fyrir nokkrum árum. Það fer enginn út í gerð kvikmyndar nema búið sé að tryggja fjármagnið. Við íslendingar hugsum stórt og því er það svo að gerð stuttmynda hefur sama sem ekkert þróast hér á landi. Flestir kvikmyndagerðar- menn hafa gert eina stuttmynd, þá oft sem hluta af lokaverkefni. Aðeins einn kvikmyndgerðarmaður hefur eingöngu snúið sér að gerð stutt- mynda. Er það Sigurbjörn Aðal- steinsson. Sigurbjörn hefur gert þrjár stutt- myndir og sú síðasta þeirra, Hundur, hundur, hefur farið víða og verið valin til sýningar á stuttmyndahátíð- um, meðal annars á hinni virtu hátíð Clermont-Terrant í Frakklandi, þar sem hún var valin í keppni sjötíu mynda af tólf hundruð. Nýlega fékk svo Sigurbjörn úthlut- að tveimur milljónum frá Kvik- myndasjóði íslands til gerðar stutt- myndarinnar Ókunn dufl sem hann mun hefja tökur á í sumar. Er um að ræða leikna kvikmynd sem verð- ur tuttugu og fimm mínútna löng. í spjalli við DV var Sigurbjörn fyrst spurður um kvikmyndahátíðina í Frakklandi: „Það verður að segjast eins og er að ég var dálítið montinn þegar ég sat innan um 1400 áhorfendur í troð- fullum bíósal á níu-sýningu þar sem mín mynd var ein af fimm sem sýnd- ar voru í einum pakka og ekki síður var ég ánægður þegar ég sá þær kvik- myndir sem hún var að keppa við sem margar hverjar voru rándýrar í allri gerð. Það sem kom mér mest á óvart á kvikmyndahátíðinni var að það skyldu koma fjörutíu þúsund manns til að skoða stuttmyndir sem er fyrir- bæri sem varla þekkist hér á landi.“ Hundur, hundur er aðeins rúmar íjórar mínútur að lengd og sá tími sem fór í gerð hennar var vika. Hún var kvikmynduð á aðeins tveimur dögum. Fyrri dagurinn fór í tökur með hundinum og seinni dagurinn með fólkinu. Hurtdur, hundur á margar kvikmyndahátíðir - Hvernig stóð á því að Hundur, hundur var valin til sýninga á stutt- myndahátíðinni í Frakklandi? „Ég sendi hana til sýningar á litla kvikmyndahátíð í Grimstad í Noregi, Nordisk Panorama. Þar gerðust hlut- irnir, þarna voru menn frá Frakk- landi sem leist mjög vel á myndina og sögðust hafa áhuga á að fá að hana til sýningar. Þegar heim var komið hringdu þeir svo í mig og til- kynntu mér að hún yrði ein af sjötíu sem sýndar yrðu í Clermont-Terrant. Ég gerði mér strax grein fyrir að hún myndi aldrei hljóta verðlaun en að fá myndina inn á þessa kvik- myndahátíð var stór áfangi. Þaðan' fór Hundur, hundur á kvikmyndahá- tíð í Tampere í Finnlandi þar sem hún var valin ein af áttatíu úr hópi þrettán hundruð stuttmynda til keppni á hátíðinni. Hundur, hundur er ein tíu mynda sem voru valdar til keppni á báðum þessum stuttmynda- hátíðum. Myndin var síðan'sýnd á undan Pappírs-Pésa í Noregi á Nordisk Film Festival og á þessu ári verður hún væntanlega sýnd á Spáni, í Kanada, Svíþjóð og írlandi. Sú hátíð, sem ég er spenntastur fyrir, er kvikmynda- hátíð sem myndin fer á í Hamborg og kallast No Budget, þar eru ein- göngur sýndar myndir sem ekkert hafa kostað í framleiðslu." - Hver er þín skilgreining á stutt- mynd? Fyrir mér er stuttmynd einn at- burður. Þú hengir allt á þennan eina atburð og þessi atburður gerist yfir- leitt í lokin. Mér finnst ég ekki þurfa að útskýra neinn hlut í Hundur, hundur. Það hinn sjokkerandi at- burður í lokin sem útskýrir allt sem að framan er greint frá.“ - Þér var fyrir stuttu úthlutað tveim- ur milljónum úr Kvikmyndasjóði ís- lands til gerðar stuttmyndarinnar Ókunn dufl. Hvernig mynd verður það? „Þetta er leikin gamanmynd um mann sem finnur tundurdufl en veit ekki að það er tundurdufl sem hann er með í höndunum. Það eru tvö aðal- hlutverk í myndinni, maðurinn með tundurduflið og annar sem er að reyna að flæma hann burtu af jörð- inni sem hann býr á. Ég fékk helming þeirra peninga sem myndin kostar frá Kvikmynda- sjóði sem var hæsta prósentuhlutfall til einnar kvikmyndar við síðustu úthlutun og þessa dagana er ég að reyna að fjármagna afganginn og ég er alveg handviss um að það tekst með hjálp góðra manna.“ - Verður Ökunn dufl sýnd í kvik- myndahúsum eða mun hún fara beint í sjónvarp? „Hún endar vissulega í sjónvarp- Úr Hundur, hundur, stuttmynd ettir Sigurbjörn Aðalsteinsson. Mynd Guðmundur Örn Arnarsson Sigurbjörn Aðalsteinsson kvikmyndagerðarmaður. Til hliðar við Sigurbjörn er eina blómið sem hann hefur keypt og kallar hann það Hortensíu frænku. DV-mynd GVA inu, en ég er ákveðinn í að hún verði sýnd í kvikmyndahúsi fyrst. Ég lít á það sem skyldu mína að sýna mynd- ina í bíói þar sem ég fékk úthlutað úr Kvikmyndasjóði, enda verður myndin tekin á 35 mm fllmu. Það er erfitt að fara með svona myndir í bíó, en fyrir öllu er að sýna hana nokkrum sinnum þótt ég viti að að- sókn verður kannski ekki mikil.“ ---------------------------r MARKAÐSSETNING ÍSLANDS ERLENDIS - Hver er samkeppnisstaöa íslands á hinum ýmsu mörkuðum erlendis? Auglýsingagerð góð æfing - Nú lifir þú ekki af stuttmyndagerð, eitthvað annað ertu að fást við. „Rétt er það. Ég vinn við alls konar auglýsingagerð. Það er mjög góður skóli að starfa við auglýsingagerð eða hvers konar kynningar- og áróð- ursmyndagerð. Ekkert er eins gott fyrir kvikmyndagerðarmann og að vinna við fag sitt og þá við það sem býðst hverju sinni. Maður fær enga æfingu við það að skoða kvikmyndir eða rýna í bækur og allt byggist á að verða betri fagmaður í því fagi sem maður starfar við.“ - Nú ertu búinn að skila af þér rúm- lega fjögurra mínútna kvikmynd og ert að fara gera tuttugu og fimm mínútna kvikmynd, er kvikmynd í fullri lengd næst á dagskrá? „Nei. í haust kem ég til með að gera flmmtán mínútna kvikmynd fyrir sjónvarpið og er það eftir eigin handriti sem ég sendi inn í sam- keppni sem Sjónvarpið stóð fyrir og vann mitt handrit þá samkeppni. Kvikmyndin mun heita Camera obs- curra. Ég tel það vera hættulegt fyrir kvikmyndagerðarmann að ganga með í maganum mynd í fullri lengd. Auðvitaö er ég uppfullur af hug- myndum og vil orða það svo að ég hafi jafnmargar hugmyndir og þær stjörnur sem ég sé út um gluggann á nóttunni, en að ganga með eina hugmynd í mörg ár og þrjóskast við, er eins og að eigna sér eina stjörnuna og segja að hún sé fallegri en allar aðrar. Ef ég geri kvikmynd í fullri lengd þá skeður það snöggt einhvern tímann, en eins og er er ekkert slíkt á dagskrá." -HK - Er ísland markaðshæft sem ferðamannaland? - Framtíðarsýn og nýjungar í útflutningi frá íslandi. er umræðuefnið á MORGUNVERÐARFUNDI Félags viðskipta- og hagfræðinga fimmtudaginn 4. april kl. 8.00-9.30 á Holiday Inn. Erindi flytur og svarar fyrirspurnum: Ólafur Stephensen, markaðsráðgjafi og starfsmaður markaðs- og útbreiðslu- nefndar forsætisráðherra. Félagar og aðrir áhugamenn um markaðsmál og útflutning frá íslandi, fjölmennið. Opinn fundur, gestir velkomnir. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.