Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 26
34 . tti I ■ í h / . r / i j FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991. Afmæli Ragnar Borg Ragnar Borg, aðalræöismaður Ítalíu á íslandi, til heimilis aö Freyjugötu 42, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Ragnar fæddist á ísafirði og ólst þar upp, auk þess sem hann var fimm sumur á Reynistað í Skaga- firði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1951, viðskiptafræðiprófi frá HÍ1955 og lærði sölufræði og kerfisfræði hjá Olivettiskrifstofuvélaframleiðend- unum. Á námsárunum vann Ragnar ýmis sjómanns- og verkamanna- störf. Hann hefur starfað hj á G. Helgason og Melsteð hf. frá 1955, fyrst við almenn skrifstofustörf, þá í útflutningsdeild og síðan í Olivetti skrifstofuvéladeild en fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins varð hann 1964. Ragnar var vararæðis- maður Ítalíu 1982-86 og hefur verið aðalræðisrhaður frá 1986. Ragnar sat í stjórn Félags við- skiptafræðinema frá 1952 og for- maður þess 1953-54, formaður Fé- lags viðskiptafræðinga 1957, i stjóm Hagfræðingafélags íslands 1959 og formaður þess 1968-71, oft í stjórn Félags myntsafnarafélags íslands frá 1971, formaður 1973-76 og 1983-84 og ritstjóri blaðsins Mynt 1985-88. Hann var formaður Nor- disk Numisamtisk Union 1987-89, sat í stjórn Sparisjóðsins Pundið fyrir hönd Reykjavíkurborgar 1974-78, sat í skólanefnd Skóla ísaks Jónssonar 1978-88 og formaður hennar í þrjú ár og hefur starfað í Lionsklúbbnum Baldri í rúm þrjátíu ogsjöár. Ragnar hefur ritað fjölda greina um mynt í dagblöð og tímarit safn- ara. Hann er cavaliere af ítölsku orðunni A1 Merito della Repubbhca Italiana frá 1982 og Commendatore af sömu orðu frá 1987. Fjölskylda Ragnar kvæntist 23.6.1956 Ingi- gerði Þórönnu Melsteð, f. 27.11.1933, hjúkrunarfræðingi, en hún er dóttir Páls Bjarnasonar Melsteð stórkaup- manns og Elínar Jónsdóttur hús- móður. Börn Ragnars og Ingigerðar Þór- önnu eru Anna Elísabet, f. 26.6.1957, nemi í leikhúsfræði í New York University, var gift Magnúsi Gylfa Þorsteinssyni lögfræðingi en þau skildu; Elín Borg, f. 22.5.1959, hjúkr- unarfræðingur, gift Benedikt Hjart- arsyni bakarameistara og eiga þau þrjár dætur; Óskar Borg, f. 31.8. 1963, hagfræðingur hjá G. Helgason & Melsteð hf; Páll Borg, f. 30.3.1971, nemivið MR. Systir Ragnars er Anna Borg, f. 20.10.1933, nemi í franskri tungu og bókmenntum við háskólann í Nice, var gift Stefáni Kristjánssyni, bygg- ingameistara á Selfossi, en hann lést 22.5.1970. Foreldrar Ragnars voru Óskar Jóhann Borg, f. 10.12.1896, d. 6.4. 1978, lögmaður á ísafirði og síðar í Reykjavík, og kona hans, Elísabet Flygenring, f. 15.11.1901, d. 13.6. 1983, tungumálakennari og húsmóð- ir. Ætt Meðal systra Óskars má nefna leikkonurnar Emilíu, Önnu og Þóru Borg. Óskar var sonur Borgþórs, bæjargjaldkera Reykjavíkur, Jós- efssonar, b. í Skipanesi í Leirár- sveit, Magnússonar. Móðir Borg- þórs var Halldóra Guðlaugsdóttir frá Bæ í Borgarfirði. Móðir Halldóru var Sigríður Backmann, hálfsystir Jóns Borgfirðings, afa Agnars Kl. Jónssonar. Sigríður var dóttir Jóns Backmanns, prests á Hesti. Móðir Jóns var Halldóra Skúladóttir land- fógeta Magnússonar. Móðir Óskars var Stefanía, leikkona Guðmunds- dóttir, snikkara á Seyðisíirði af Vig- urætt Jónssonar. Móðir Stefaníu var Anna, dóttir Stefáns, prests í Viðvík, Björnssonar. Elísabet Flygenring var systir Ing- Ragnar Borg. ólfs Flygenring alþingismanns. El- ísabet var dóttir Augusts Flygen- ring, alþingismanns í Hafnarfirði, Þórðarsonar frá Fiskilæk. Móðir Elísabetar var Þórunn Stefánsdótt- ir, b. á Þóreyjarnúpi, Jónssonar, bróður Sigurbjargar, ömmu Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra og Guðrúnar, ömmu Sveins Björnsson- ar forseta. Ragnar tekur á móti gestum í Akóges-salnum, Sigtúni 3, milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. afmælið 4. 85 ára 70 ára Guðný Vilbjálmsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. 80 ára Guðný O. Stefánsdóttir, Laugavegi 37, Siglufirði. Guðjón Magnússon, Heiðarvegi 52, Vestmannaeyjum. 60 ára Yalborg Eiriksdóttir, Álfheimum 25, Reykjavík. 75 ára 40 ára Kristjana G. Kristjánsdóttir, Mýrargötul8, Neskaupstað. Bry njúlfur Thorarensen, Jöklafold 23, Reykjavík. Hjördis Þorgilsdóttir, Holtabrún 13, Bolungarvík. Guðlaug Hestnes, Hólsbraut 3, Höfn í Hornafirði. Berglind Bendtsen, Bleikjukvísl 5, Reykjavik. Guðlaug Hafsteinsdóttir, Melbæ 38, Reykjavík. Kristján Eiríksson, Hrunastíg2, Þingeyri. Sigríður Finnsdóttlr, Stapasíðu 17C, Akureyri. Sigurður Eggertsson, Tjarnarlandi, Bessastaðahreppi. Sigríður Hjaltested, Fagranesi v/Vatnsenda, Kópavogi. Guðrún Guðmundsdóttir, Reynigrund 31, Akranesi. Guðbjörn Sigurpálsson, Hólmalátrum, Skógarstrandar- hreppi. Karen Júlía Magnúsdóttir Anna lilja Gestsdóttir Anna Lilja Gestsdóttir húsmóðir, Æsufelli 2, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Anna Lilja fæddist að Efstalandi í Öxnadal en ólst upp á Akranesi. . Hún missti móður sína kornung og fór því í fóstur til Þórhalls Sæ- mundssonar og Elísabetar Guð- mundsdóttur sem búsett voru á Akranesi. Anna Lilja lauk skyldu- námi og hefur starfaði á Elhheimil- inu Grund frá 1968 með hléum. Hún starfar þar nú, auk þess sem hún hefur starfað við ræstingar, t.d. séö um ræstinguna að Æsufelli 2 í ein átján ár. Fjölskylda Anna Lilja giftist Ólafi Randver Jóhannssyni, f. 16.1.1932, starfs- manni hjá Valdimar Gíslasyni. Ólaf- ur er sonur Jóhanns Stefánssonar og Guðbjargar Sigurgeirsdóttur, sem nú eru bæði látin. Anna Lilja var áður gift Halldóri M. Gríms- syni, f. 1.6.1940, og bjuggu þau á Ákranesi. Börn Önnu Lilju eru: Gestur Hall- dórsson, f. 4.9.1960, starfar á smur- stöð, kvæntur Jónu M. Jóhanns- dóttur og býr á Höfn í Hornafirði. Þau eiga þau tvö börn; Sæmundur Tr. Halldórsson, f. 21.10.1961, rekur flutningabíl, kvæntur Guðrúnu M. Grétarsdóttur og býr í Grundar- firði. Þau eiga þrjú böm; Stefán G. Halldórsson, f. 16.11.1962, vörubíl- stjóri, kvæntur Kristínu I. Sigurðar- dóttur og býr i Keflavík. Þau eiga tvö börn; Þórhildur E. Halldórs- dóttir, f. 6.5.1964, er í sjúkraliða- námi, gift Hreggviði Heiðarssyni og býr á Höfn í Hornafirði. Þau eiga þrjúbörn; Sveinbjörn Sigurðsson, f. 23.2.1974, vinnur í Hagkaupi og býr í foreldrahúsum; og tvíbura- systir Sveinbjörns, Anna Þ. Sigurð- ardóttir, f. 23.2.1974, nemandi í FB, og býr í foreldrahúsum. Anna Lilja á einn albróður, Eyþór Gestsson, f. 26.2.1937, eiganda Tré- smiöjunnar Iðju á Akureyri. Hálf- systir Önnu Lilju er Snjólaug Gests- dóttir, f. 17.7.1950, afgreiöslustúlka á Akureyri, gift Guðmundi Árna- syni, og eiga þau tvö börn. Anna Lhja á einnig þrjú fóstursystkini. Þau eru: Sigríður S. Sigmundsdóttir, f. 7.10.1925, starfar á Hótel Loftleið- um, gift Alfreð M. Einarssyni og býr í Reykjavík. Þau eiga fjögur börn, en Sigríður átti eitt barn fyrir; Guð- mundur Samúelsson, f. 7.9.1932, arkitekt og kennari i Þýskalandi, kvæntur Helgu Samúelsson og eiga þau tvö börn; og Þórhallur M. Sig- mundsson, f. 8.4.1945, prentari, bú- setturíReykjavík. Anna Lilja er dóttir Gests Sæ- mundssonar, f. 30.12.1903, b. á Efsta- landi í Öxnadal. Gestur er nú hættur búskap og fluttur til Akureyrar. Hann var sonur Sæmundar Tryggva Sæmundssonar skipstjóra Anna Lilja Gestsdóttir. og Vilborgar Helgadóttur. Móðir Önnu Lilju var Anna Lilja Stefáns- dóttir, f. 28.3.1909 d. 5.4.1942, b„ sem nú er látin. Hún var dóttir Stefáns Guömundssonar og Margrétar Kristjánsdóttur. Gestur kvæntist aftur Þorgerði Jónsdóttur. Fósturfaðir Önnu Lilju Gestsdótt- ur var Þórhallur Sæmundsson, fyrrv. bæjarfógeti á Akranesi, sem nú er.látinn. Þórhallur var hálf- bróðir Gests, sonur Sæmundar Tryggva Sæmundssonar skipstjóra og Sigríðar Jóhannesdóttur. Fósturmóðir Önnu Lilju er Elísa- bet Guðmundsdóttir, dóttir Guð- mundar Sveinssonar kaupmanns og Ingibjargar Kristjánsdóttur. Ánna Lilja verður að heiman á afmælisdaginn. Karen Júha Magnúsdóttir húsmóð- ir, Blikanesi 11, Garðabæ, er sextug ídag. Starfsferill Karen fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lærði kjólasaum hjá Rebekku Hjörtþórsdóttur og fór síð- ar í sníðaskóla Hugo Amsko í Kaup- mannahöfn. Karen var með eigin saumastofu um árabil ásamt vin- konu sinni, Stellu, og saumaði fyrir kjólabúðina Gullfoss í nokkur ár. Fjölskylda Karen giftist 29.10.1955 Víði Finn- bogasyni, f. 20.4.1930, forstjóra og stofnanda Teppalands. Víðir er son- ur Finnboga Halldórssonar, skip- stjóra og þekkts aflamanns á Siglu- firði og síðar í Reykjavík, og konu hans, Jónu Fransdóttur húsmóður, en þau eru bæði látin. Karen og Víðir eignuðust íjórar dætur. Þær eru Anna Jóna Víðis- dóttir, f. 23.2.1956, hjúkrunardeild- arstjóri í Reykjavík, og á hún tvö börn, Víði, f. 24.10.1977, og Karen Björk, f. 27.10.1988; Stella Víðis- dóttir, f. 13.9.1958, viðskiptafræð- ingur og framkvæmdastjóri í Reykjavík, og hún á soninn Viktor Hrafn, f. 8.12.1988; Berglind Víðis- dóttir, f. 10.6.1964, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík, en hún á soninn Sindra Hrafn, f. 19.10.1990; Harpa Víðisdóttir, f. 29.6.1970, stúdent í Reykjavík. Systkini Karenar eru: Einar Magnússon, f. 29.9.1928, viðskipta- fræðingur, í sambúð með Bergljótu Þorfinnsdóttur, en áður var Einar kvæntur Birnu Brynjólfsdóttur og eignuðust þau tvö börn, Magnús og Katrinu, sem búsett eru í New York; Kristinn Magnússon, f. 20.10.1933, tækniteiknari (rekur fyrirtækið Teiknivang), var kvæntur Eddu Larsen og eiga þau íjögur börn: Yngva Þór, Onnu, Hauk og Kristin, auk þess sem Kristinn átti soninn Magnús í seinna hjónabandi meö Ásthildi Thorsteinsson; Elín Magn- úsdóttir, f. 4.8.1944, sjúkraliði, gift Ingólfi Kristmundssyni vélstjóra og Karen Júlia Magnúsdóttir. eiga þau eina dóttur, Svövu. Foreldrar Karenar voru Magnús Einarsson, f. 13.1.1901, d. 7.3.1970, forstjóri, og Anna Einarsson (fædd Magnússen), f. 28.7.1901, d. 24.2. 1986, húsmóðir. Þau bjuggu í Reykjavík. Ætt Magnús, faðir Karenar, var sonur Einars Sigfreðssonar, b. í Stakka- dal, Rauðasandi, og Elínar Ólafs- dóttur húsmóður. Bróðir Einars var Guðmundur, b. á Króki á Rauða- sandi, en synir hans voru: Torfl; Einar læknir; Kristinn utanríkis- ráðherra; Jón rafvirki, og Karl sýn- ingarstjóri. Magnús átti sjö systkini: Guð- mundu; Björt; Sólrúnu; Kristján, fyrrv. forstjóra SÍF; Sigurvin al- þingismann; Ólaf, sem dó ungur, og Magnús/ Þau eru öll látin. Þeir Kristján, Sigurvin ogMagnús stofn- uðu fyrstu dósaverksmiðjuna á ís- landi árið 1936. Anna, móðir Karenar, var fær- eysk, dóttir Magnúsar Magnússen, b. á Vogi á Suðurey, og Jakobínu Júlíu húsmóður. Magnús og Jakob- ina eignuðust 14 börn, tíu drengi og fjórar dætur. Flestir voru bræðurn- ir sjómenn en systurnar húsmæður. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! UUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.