Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. íslenzkir gíslar Þeir bera ábyrgðina, sem hafa í vinnudeilu frum- kvæði að vandræðum eða tjóni þriðja aðila, en ekki sá aðili, sem tregðast við að fallast á Kröfur frumkvæðis- manna um betri kjör. Þetta gildir um flugmenn, kenn- ara, lækna og verzlunarmenn eins og aðra slíka hópa. Hitler hélt fram gagnstæðri kenningu, þegar hann lét her sinn ráðast inn í Pólland við upphaf síðari heims- styrjaldarinnar. Hann sagði, að Pólverjar bæru ábyrgð á vandræðum stríðsins, af því að þeir höfðu neitað að fallast á fáeinar kröfur, sem hann taldi hógværar. Æ síðan hefur kenning Hitlers verið tekin sem dæmi um rökleysu eða hundalógík. Hún lifir þó góðu lífi í launabaráttu á íslandi, þótt nýfallinn dómur um ábyrgð verzlunarmanna í afgreiðsluverkfalli á vandræðum flugfarþega kunni að hafa dregið úr henni að sinni. Ákveðnast settu samtök kennara fram rökleysuna á fundum, sem þeir héldu fyrir þremur árum, þegar þeir háðu eitt kjarastríð sitt af mörgum við stjórnvöld. Þá átöldu fundarmenn „stjórnvöld harðlega fyrir að etja kennurum enn einu sinni út 1 verkfallsaðgerðir“. Um skeið var það orðið að náttúrulögmáli, að kennar- ar færu 1 verkfall á tíma, sem hentaði námsfólki illa. Kennarar vöndu sig á að taka nemendur að gíslum í kjarabaráttu sinni. „Nemendur lifa það af að lenda í svolitlum hrakningum,“ sagði talsmaður kennara. Að loknu verkfalli kennara fyrir þremur árum tóku þeir ríkisvaldið haustaki með undirritun samkomulags um, að nemendum skyldi ekki hleypt milli bekkja án námsmats og samráðs við kennara. Samningurinn fjall- aði beinlínis um, að taka megi nemendur í gíslingu. Lymskulegast hafa læknar og sérfræðingar sjúkra- húsa beitt kennisetningu Hitlers. Það var fyrir tæpum tíu árum. Þá stofnuðu þeir innheimtu, sem sendi sjúkra- húsum einhliða verðskrár. Ef læknir var kallaður út, var litið svo á, að verðskráin væri staðfest. Ráðamenn sjúkrahúsa stóðu andspænis þeim vanda, að kalla þurfti sérfræðinga til aðstoðar. Þá var um að velja að gera það alls ekki eða fallast óbeint á einhliða verðskrá lækna. Þannig urðu til þau rosalaun fyrir sér- fræðiþjónustu, sem. vakið hafa deilur að undanförnu. Rangt kann að vera að nudda læknum upp úr vinnu- brögðum þeirra fyrir tíu árum. Um þessar mundir kvarta þeir sáran yfir orðbragði íjármálaráðherra. Ekki má þó gleyma, að undirrót vandans er vel útfærð aðferð lækna við að beita Póllandskenningu Hitlers. Stéttarfélag verzlunarmanna hefur.verið dæmt til að greiða skaðabætur til flugfarþega, sem varð fyrir óþæg- indum vegna verkfallsaðgerða verzlunarmanna. Engum datt í hug, að flugfélagið væri skaðabótaskylt. Spurning er, hvort ekki sé hægt að túlka dóminn víðar. Ef nemandi færi í skaðabótamál út af töpuðum náms- tíma, mundi hann beina málinu að samtökum kennara en ekki að ríkinu. Æskilegt væri að reyna á þetta í næsta kennaraverkfalli til að leggja áherzlu á, að ábyrgð á vandræðum þriðja aðila liggur einhvers staðar. Fólk þarf að gera sér grein fyrir, að kennarar í verk- falli bera ábyrgð á tjóni nemenda, en ekki ríkisvaldið, sem tregðast við að borga meira fé. Ennfremur, að lækn- ar í taxtastríði bera ábyrgð á tjóni sjúklinga, en ekki ríkisvaldið, sem tregðast við að borga meira fé. Þetta er svipaðs eðlis og, að það var Hitler, en ekki einhver Pólverji, sem bar ábyrgð á afleiðingum innrás- arinnar í Póllandi. Ábyrgðin er á gerandanum. Jónas Kristjánsson FIMMTUDAGUR 4. APRÍL1991. Fyllirí á íslandi í spurningakeppni framhaldsskól- anna í ríkissjónvarpinu okkar, hinu ágæta, komu fram tveir ungir skiptinemar, negrastúlka frá Ghana og skeggjaður Bandaríkja- maður frá smábæ í New York ríki. Stjórnandi þáttarins var hinn orð- vísi og orðhvati Stefán Jón Haf- stein, bráðskemmtilegur sjón» varps- og útvarpsmaður, sem yrði frábær ef hann þekkti takmörk sín og keyrði ekki svona oft út í skurð. En oft ratast kjöftugum satt á munn, hann stingur á kýlum, víkur að málefnum, sem menn vilja sem minnst um tala, og vekur til um- hugsunar. í þetta skipti geröi hann teiti, ölteiti eða partí unga fólksins að umræðuefni - ef til vill af því að árshátíð annars skólans var nýafstaðin og svo af því að ungu skiptinemarnir voru um það spurðir hvað þeim þætti eftir- minnilegast frá dvöl sinni á íslandi. Fyllirí unglinga Við bjuggumst mörg við að svarið yrði, jöklarnir eða eldijölhn eða hið hreina loft eða suðvestanstormur- inn eða skammdegismyrkriö - eða jafnvel ástkæra ylhýra málið, þetta undarlega mál sem ekki hefur breyst í 1000 ár. Nei, það var ekki, heldur fyllirí íslenskra unglinga. Nú hafa þessir ungu skiptinemar auðvitað ekki kynnst drykkjuskap okkar fullorðna fólksins. Þá hefði svarið auðvitað orðið fyllirí full- orðna fólksins, því að það fyllirí sem er verra en fyllirí unga fólks- ins er fyllirí fullorðna fólksins. Nú hef ég - því miður liggur mér við að segja, ekki verið bindindis- maður sjálfur síðan ég var í Barna- stúkunni Samúð nr. 102 á Akureyri fyrir hartnær 40 árum en stúkan starfaði undir stjórn hins merka skólamanns, Hannesar J. Magnús- sonar. Margt vín er líka gott og áhrifin oft þægileg, einkum fyrstu áhrifln. Ég minnist þess frá um- ræðuþætti í norska sjónvarpinu frá því fyrir 20 árum að stórtemplar þeirra Norðmanna sagði í upphafi umræðunnar að eitthvað hlyti að vera gott við vín og víndrykkju fyrst svo margir hneigðust til þess að drekka vín. Einn af fremstu skólamönnum landsiiis, Sigurður Guðmundsson, fyrrum skólameistari Menntaskól- ans á Akureyri, sagði eitt sinn að það sem einna mikilsverðast væri að kenna ungu fólki væri að drekka áfengi. Þetta var fyrir 50 árum og ástandið var þá ekki orðið eins og það er nú. Böövar Bragason, lögreglustjóri i Reykjavík, gaf Reykvíkingum það ráð á föstudegi fyrir fáum vikum að drekka heldur minna um helgar til þess að stemma stigu við of- beldi. Fannst mér það orð í tíma töluð, því „of mikiö - má af öllu gera, of mikið“ - og eins og þar stendur: fullur maður er vitlaus. Aðrar þjóðir og við - samkvæmt skýrslum Nú er það svo aö aðrar þjóðir drekka meira en íslendingar, að því er segir í opinberum skýrslum. En við sækjum á. Ennþá drekka Danir þó um það bil þrisvar sinnum meira, að ekki sé nú talað um Þjóð- verja og Frakka - og jafnvel Norð- menn drekka meira en við, þrátt fyrir alla bindindissemina og bönn- in. Einu sinni stóð i lögum um menntaskóla að bannað væri að neyta áfengis svo aö á sæist. Frá 1952 hefur verið bannað að hafa áfengi um hönd.í skólum á íslandi. Ég varð því undrandi einn kaldan janúarmorgun fyrir 13 árum er ég kom í menntaskóla í Danmörku, Kjallarinn Tryggvi Gíslason skóiameistari, Akureyri Frederiksborg Gymnasium í Hille- röd, þar sem sálmaskáldið Kingo gekk um miðja 17. öld, og rektorinn bauð mér glas af sherry, dubonnet, bianco eða madeira. Ég sagði hon- um að ég hefði þá ferðast um öll ■Norðurlönd og skoðað 40 skóla og hvergi veriö boðið vín - og á ís- landi væri þetta bannað með lög- um. Jörgen Olsen rektor þagði ör- stutta stund og sagði svo: „Island, det er et besynderhgt land.“ ísland er undarlegt land og und- arleg er íslensk þjóð. En það sem íslenska þjóðin er nú frægust fyrir um heiminn er drykkjuskapur og drykkjuvenjur. Unga stúlkan frá Ghana er nefnilega ekki eini út- lendingurinn sem tekur þessa mynd með sér frá landinu, og ég held að áður en við göngum inn í Evrópubandalagið - eða Evrópu- ríkið um aldamót - og afsölum okk- ur fullveldinu, ættum við að vera búin að kenna unga fólkinu okkar að drekka áfengi og þá erum við, sem eldri erum, besta fordæmið. Við skulum því drekka heldur minna um helgar - og jafnvel aðra daga - og ef við drekkum vin þá skulum við gæta þess að drekka ekki meira en svo að ekki sjáist á okkur. Það er góð regla og þá verð- um við fræg um allan heiminn fyr- ir þetta gamla tungumál okkar, bókmenntirnar, jöklana, eldfjöllin, hreina og óspihta náttúru og - að á okkur íslendingum sjáist aldrei vín. Tryggvi Gíslason ,,.. .og ef við drekkum vin þá skulum við gæta þess að drekka ekki meira en svo að ekki sjáist á okkur,“ segir greinarhöfundur. „ísland er undarlegt land og undarleg er íslensk þjóð. En það sem íslenska þjóðin er nú frægust fyrir um heiminn er drykkjuskapur og drykkjuvenjur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.