Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991. Iþróttir Sport- stúfar Fjölmargir leikir fóru fram í bandarísku NBA-deildinni í körfu- knattleik í fyrrinótt og urðu urslit eftirfarandi: Charlotte - Detroit.. 78-83 New Jersey-Boston.... 77-94 76ers - Milwaukee....104-121 Washington - Cleveland...101-82 Minnesota-Portland....93-104 SA Spurs - LA Lakers.115-122 Dallas - Denver.......133-126 Chicago - Orlando...106-102 Phoenix - Utah......131-117 Sacramento - Miami....96-90 Barkley meiddist illa á hné Ein skærasta stjarna liðs Phila- delphia 76ers, Charles Barkley, meiddist illa á hné í leik 76ers gegn Cleveland á sunnudaginn og svo gæti farið að hann léki ekki meira með á þessu keppnis- tímabili. Barkley þykir litríkur í meira lagi og lætur oft skapið hlaupa með sig í gönur. í leík fyr- ir nokkru hrækti hann á einn stuðningsmann aðkomuhðsins og var fyrír vikíð sektaður um 600 þúsund krónur og hlaut eins leiks bann. Jodan skorar mest í NBA-deildinni Snillingurinn Michael Jordan hjá Chicago er stigahæsti leikmaður- inn i NBA-deildinni. Jordan skor- ar að jafnaði tæplega 31 stig í leik. í öðru sæti er Karl Maleone hjá Utah Jazz með 28,8 stig að meðal- tali og í þríðja sæti er Charles Barkley hjá 76ers með 28,4 stig. Keflavík og Njarðvík mætast í kvöld Keflavík og Njarðvík leika i kvöld annan leik sinn i úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilínn í köríu- knattleik. Leikurinn fer fram í iþróttahúsinu í Keilavík og víst er aö heimamenn ætla örugglega að hefna fyrir útreiðina sem þeir fengu gegn Njarövíkingum í fyrsta leik liðanna sem Njarðvík- ingar unnu með 37 stiga mun. Sigri Njarðvíkingar i leiknum í kvöld geta þeir tryggt sér titilinn þegar liðin mætast í þriðja sínn á laugardaginn. Tommamótið hætt og Shell-mótið tekur við Knattspyrnufélagiö Týr í Vest- mannaeyjum, sem hefur undan- farin 7 ár haldið Tommamótið í knattspymu fyrir 6. aldursflokk, hefur náð samningum við Skelj- ung h/f um að fyrirtækið verði styrktaraðili mótsins næstu árin og því kallast mótið Shell-mótiö framvegis. Fyrsta Shell-mót Knattspyrnufélagsins Týs verður dagana 26. júní til 1. júlí í sumar. Þau liö sem óska eftir að taka þátt í mótinu sendi skriflegar til- kynningar um þátttöku fyrir 20. apríl til Knattspymufélagsins Týs, box 395,902 Vestamannaeyj- um, eða á fax 98-12751. Fram þarf að koma nafn félags, þjálfara auk áætlaðs fjölda þátttakenda. Einn- ig nafn, heimili og símanúmer þess aðila sem getur gefið nánari uppiýsingar. Helgi iþróttamaður Skagafjarðar 1990 Öm Þórarmsson, DV, Fljótum: Helgi Sigurðsson á Stóru-Okr- um í Skagafirði var kjörinn íþróttamaður Skagaíjarðar áríð 1990. Kjörinu var lýst á ársþingi UMSS fyrir skömmu og þar voru Helga afhentar viðurkenningar sem þessari útnefningu fylgja. Helgi náði mjög góöum árangri i langstökki og þrístökki á síðasta ári og tvimælalaust vel að þessari útnefningu kominn. í öðru sæti varð Sverrir Sverrisson knatt- spymu- og körfuknattleiksmaöur og i þriðja sæti Gunnlaugur Skúlason frjálsíþróttamaður. Arsenal á hraðf erð Leikmenn Arsenal sýndu sannkallaða meistaratakta í gærkvöldi er Arsenal sigraði Aston Villa, 5-0, á Highbury. Þar með hefur Arsenal íimm stiga forskot á Liverpool er bæði liðin hafa leikið 31 leik í 1. deildinni og sjö umferðum er ólokið i deildakeppninni. Arsenal er nú efst í 1. deild með 68 stig en Liverpool er í öðru sæti með 63 stig. Hinn ungi Kevin Campbell skoraði eina markið i fyrri hálfleik en í þeim síðari fóru hlutirnir að gerast. Paul Davis skoraði á 55. mínútu, Alan Smith bætti þriðja markinu við á 61. mínútu því fjórða tveimur mínútum síðar og flmmta markið skoraði Kevin Campbell á 84. mínútu. Nigel Spink, markvörður Aston Villa, varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla á 77. mínútu og fór David Platt í markið. í 2. deild sigraði Mill- wall lið Wolves 2-1 og Brighton tapaði heima gegn Port Vale, 1-2. -SK Skíðalandsmótið hófst í morgun 52. Skíðamót íslands hófst á ísafirði í morgun með keppni í stórsvigi karla og kvenna, 5 kílómetra göngu kvenna, 10 km göngu pilta, 17-19 ára, og 15 kílómetra göngu karla. Á morgun verður keppt í svigi karla og kvenna og í boðgöngu karla og kvenna. Skráðir keppendur á landsmótinu eru 73 og koma þeir frá Ólafsfirði, Akureyri, ísafirði, Reykjavík og Dalvík en Siglfirðingar eru ekki með að þessu sinni og er það í fyrsta skipti sem það gerist. Mótinu lýkur á sunnu- dag. DV mun greina ítarlega frá landsmótinu í máli og myndum í íþrótta- kálfiblaðinsámánudag. -GH Strembið hjá Héðni - meiddur en leikur samt meö Diisseldorf Héðinn Gilsson, handboltamaður hjá Dusseldorf, á við meiðsli að stríða í hásin og hefur ekkert getað æft með liðinu að undanförnu. Héðinn lék ekki síðustu tvo leiki liðsins og taldi sig vera á batavegi en um helgina tóku meiðslin sig upp að nýju. Dusseldorf leikur tvo leiki gegn Huttenberg um eitt laust sæti í úrvals- deildinni og fer fyrri leikurinn fram á heimavelli Huttenberg á laugardag- inn. Héðinn sagöi í samtali við DV að hann myndi spila leikinn en hann tæki sér frí frá æfmgum fram að leik. Síðari leikurinn gegn Húttenberg fer svo fram um aðra helgi og sagði Héðinn að sami háttur yrði á, hann myndi einungis spila en ekkert æfa. Eftir þessa leiki reiknar Héðinn meö að þurfa hvíla sig frá handknattleiknum vegna meiðslanna í 4-6 vikur. -GH Tveir sigrar Vals gegn þýskum liðum Þau eru mörg íslensku knattspyrnuliðin sem lagt hafa land undir fót á liðnum vikum og greinilegt að knattspyrnumenn eru staðráðnir í að mæta sterkir til leiks í næsta mánuði. Valsmenn eru nýkomnir úr æfmga og keppnisferð til Þýskalands. Þar lék Valur gegn tveimur þýskum liðum og sigruðu Valsmenn í báðum leikj- unum. í fyrri leiknum vann Valur lið úr neðri deildunum 2-0 og það voru þeir Ágúst Gylfason og Jón Grétar Jónsson sem skoruðu mörkin. Loks lék Valur gegn varaliði Hannover, sem reyndar var styrkt með nokkrum leikmönnum aðalliðsins. Valur vann 3-1'og þeir sem skoruðu voru Jón Grétar Jónsson, Ágúst Gylfason og Davíð Sigurðsson. -SK Knattspymuúrslit 1 Evrópu í gærkvöldi: Montpellier datt út Bikarmeisturunum frönsku í knattspyrnu, Montpellier, mistókst í gær-kvöldi aö komast í 16-liða úrslit bikarkeppninnar er liðið lék á heima- velli sínum gegn 2. deildarliðinu Niort og tapaði 0-1. Annað 1. deildarlið mátti þola tap í gærkvöldi. Tours sigraði þá Toulo- use 1-0. Marseille vann 2. deildarliðið Dijon á útivelli 0-3 og Lille tapaði heima gegn Mónakó 1-3. • Úrslit í þýsku knattspyrnunni í gærkvöldi: Wattenscheid-St.Pauli 2-2, Frankfurt-Gladbach 5-1 og Hamburg-Köln 1-1. • Sampdoria vann lyíjalaust liö Napolí 2-1 í undanúrslitum bikar- keppninnar á Ítalíu í gærkvöldi, 2-0 og samanlagt 2-1. • Motherwell og Celtic geröu markalaust jafntefli í undanúrslitum skosku bikarkeppninn- ar í gærkvöldi og leika að nýju 9. apríl. - -SK ÍBR KRR Gervigrasvöllur Reykjavíkurmót meistaraflokkur VÍKINGUR-LEIKNIR í dag 4. apríl kl. 20.00 • Friðrik Rúnarsson, hinn ungi þjálfari Njarðvíkinga, sést hér gefa sínum mönnu og Njarðvíkingar unnu með 37 stiga mun. Hvað gera Friðrik og hans menn í Keflavík Baráttan um íslanc „Margi eigac - ÍBKogNjarðvlkn Keflvikingar og Njarðvíkingar mætast öðru sinni í Keflavík í kvöld í baráttu liðanna um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Mörgum kom á óvart 37 stiga stórsigur Njarðvíkinga í fyrrakvöld í Njarðvík og verður fróðlegt að sjá hvort Keflvíkingar ná ekki að bíta betur frá sér í kvöld á heimavelli sínum. Það lið verður íslandsmeistari sem vinnur þrjá leiki. „Við erum búnir aö gleyma leiknum í Njarðvík og þeir hlutir sem þar gerðust geta varla gerst aftur. Ég hef enga trú á því. Munurinn á liðunum er ekki 37 stig, svo mikið er víst,“ sagði Falur Harðar- son, leikmaður ÍBK, í samtali við DV í gærkvöldi. Og hann bætti við: „Ég held að við höfum aldrei hitt eins illa og í fyrsta leiknum. Viö höfum undirbúið okkur vel fyrir leik númer tvö og mæt- um ákveðnir til leiks. Núna erum við á heimavelli og ég á ekki von á öðru en að stuðningsmenn okkar troðfylli Öruggt hgá Ungverjum Ungverjar unnu nokkuð öruggan sigur gegn Kýpurbúum á heimavelli þeirrr síðarnefndu í gærkvöldi og var leikurinn liður í undankeppni Evrópukeppninn ar í knattspymu, þriðja riöli. Lokatölur urðu 2-0 og skoruðu þeir Jozsef Szalm: (15, mín.) og Jozsef Kiprich (40. min.) mörkin. Ungverjar eru efstir í riðlinum með 6 stig eftir 4 leiki en ítalir koma næstir me< 4 stig eftir 3 leiki. Sovétmenn eru með 3 stig eftir 2 leiki í 3. sæti. • 12. riöli léku Svisslendingar og Rúmenar og lauk leiknum með markalausr jafntefli. Skotar eru efstir i riölinum með 6 stig eftir 4 leiki en Svisslendingai koma næstir með 5 stig eftir 4 leiki. Rúmenar eru í 3. sæti með 5 stig eftir 5 leiki. • Austurríki vann San Marino undir 21 árs á EM í gærkvöldi, 3-0. /Á'iv: • • ■ :,i ••• i , F' ', • / • ' ÚJKÍ • Falur Harðarson, ÍBK. Mikið mun mæða á honum i kvöld. • Gunnar Þorvarðarson hallast að sigri Njarðvíkinga samanlagt, 3-1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.