Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991. Fréttir Nefndarálit um starfsemina á Keflavíkurflugvelii: Af greiðsla á fragtf lugi verði gef in f rjáls Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar, skipuð fulltrúum forsætisráðuneyt- is, samgönguráðuneytis og utanrík- isráðuneytis, hefur lagt til að af- greiðsla vegna vöruflutninga verði gefin frjáls. Undanfarin ár hafa Flug- leiðir alfarið séð um alla afgreiðslu á flugvellinum á grundvelli þjón- ustusamnings við íslenska ríkið. Fram kemur í áliti nefndarinnar að nú sé tímabært að taka upp við- ræöur við Flugleiðir um að fleirum verði heimiluð afgreiðsla á vörum. Hins vegar er mælt gegn því að breyt- ing verði gerð á afgreiðslu vegna fólksflutninga. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar samgönguráðherra, byggir þessi nið- urstaða nefndarinnar á því að um sé að ræöa nánast óskylda starfsemi i vöruflugi og fragtflugi. Hann segir að vegna þróunar í flugmálum á síð- ustu árum hafi vöruflutningar greinst í auknum mæli frá farþega- fluginu. Því sé ekki ástæða til að láta einhvem einn aðila sitja að þessu enda sé ástæða til aö ætla að ýmsir minni aðilar geti sinnt þessari þjón- ustu fyrir fragtflugið. Steingrímur segir brýnt að rekstur flugstöðvarinnar og þess hluta flug- vallarsvæðisins sem tilheyri al- mennu flugi sé sett undir samgöngu- ráðuneytið eins og aðrar samgöngur hér á landi. Hann segir það galla á nefndarálitinu að ekki sé lagt til að þessi rekstur verði tekin úr höndum utanríkisráðuneytisins. „Auðvitað ætti öll borgaraleg flug- starfsemi á Keflavíkurflugvelli að Stefán Valgeirsson: „Hefði viljað listann öðruvísi" Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég er búinn að sitja á Alþingi í 24 ár og vera aldursforseti þingsins í átta ár og mér finnst nóg komið,“ segir Stefán Valgeirsson alþingis- maður sem mun skipa 12. sætið á framboðslista Heimastjórnarsam- takanna í Norðurlandskjördæmi eystra. Þar með er ljóst að Stefán hefur ákveðið að hætta þingmennsku og hann segist vera sáttur við þá ákvörðun. „Mér er hins vegar engin launung á því að ég hefði kosið að hafa listann allt öðruvísi fyrir norðan en ég ræði það ekki frekar," sagði Stefán. Benedikt Sigurðarson skólastjóri mun skipa fyrsta sæti Heimastjórn- arsamtakanna á Norðurlandi eystra og Bjami Guðleifsson ráðunautur verður í 2. sæti. Græntframboð: Listinn í Reykjavík Framboðslisti Græns framboðs í Reykjavík fyrir alþingiskosningarn- ar hefur verið ákveöinn. Efstu sæti listans skipa: 1. Óskar Dýrmundsson, 2. Sigrún María Kristinsdóttir, 3. Jón Tfyggvi Sveinsson, 4. Hjördís B. Birgisdóttir, 5. Stefán Bjargmundsson, 6. Jón G. Davíðsson, 7. Sigríður Elín Júlíus- dóttir, 8. Guðmundur Þórarinsson og 9. Ásgeir Sigurðsson. -hlh heyra undir samgönguráðuneytið eitt. Þannig gætum við eflt starfsem- ina á svæðinu verulega. Af og til hafa þessar hugmyndir verið viðrað- ar, til dæmis í frægu frumvarpi til laga um breytta verkaskiptingu ráðuneytanna, en það rísa alltaf upp einhver öfl á bakvið tjöldin sem kippa í spottana. ítrekað hefur þetta mál gufað upp vegna þessa,“ segir Steingrímur. -kaa Davíá Oddsson áAknanesi Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, efnir til almenns stjórnmálafundar á Akranesi föstudaginn 5. apríl n.k. Fundurinn verður í Bíóhöllinni og hefst kl. 20:30. Auk Davíðs flytja Sturla Böðvarsson og Elínbjörg Magnúsdóttir stutt ávörp. Fundarstjóri verður Cuðjón Guðmundsson. Allir velkomnir. Sturla FRELSI OG MANNÚÐ Guðjón xT»>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.