Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Síða 4
Fréttir
Prófmál á kvótakerfið:
Olís setur lögbann á
kvóta sokkins báts
- býðsttilaðnábátnumuppafhafsbotni
„Það er auðvitað út í hött að menn
geti hagnast á því að skip sökkvi. Það
stríðir gegn heilbrigðri skynsemi. í
stað þess að Olís eigi þama trygga
kröfu, forgangskröfu í hugsanlegt bú
Hraðfrystihúss Stokkseyrar, sem á í
nauðasamningum, þá breytist 30
milljóna króna forgangskrafa Olís í
almenna kröfu sem fæst ekki greidd
vegna þess aö bátur sekkur. Á sama
tíma er sá möguleiki fyrir hendi að
Hraðfrystihús Stokkseyrar geti selt
kvótann af Jósep Geir ÁR, sem sökk,
og fái þannig 20 til 25 milljónir króna
fyrir hann til að nota í nauðasamn-
ingunum. Þetta nær auðvitað engri
átt. Þess vegna setjum við lögbann á
slíka sölu. Við höfum einnig hugleitt
að ná skipinu upp af hafsbotni þar
sem það liggur á 25 til 30 metra dýri.
Um leið væri skipið komið á flot og
þar með myndi sá 400 tonna kvóti,
sem Jósep Geir ÁR á, tilheyra því
einu vegna þess að í kvótalögunum
er veðhæfni í kvóta dregin í efa ef
skip hefur farist. Aftur á móti höfum
við, ef við náum skipinu upp, bæði
bjargað verðmætum og kvótinn til-
heyrir þá um leið skipinu," sagði
Óskar Magnússon, lögmaður Olís, í
samtali við DV í gær.
Þarna er um mjög merkilegt mál
að ræða. í 1. grein kvótalaganna seg-
ir að fiskurinn í sjónum sé sameign
allrar þjóðarinnar. Á móti kemur að
kvóti hefur verið framseldur milli
útgerðarfyrirtækja rétt eins og þessi
1. grein laganna sé ekki til.
Arið 1986 átti sér stað skuldbreyt-
ing hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar.
Þá voru ákveðnar skuldir færðar af
húsum fyrirtækisins yfir á þennan
bát. Þar á meðal skuldum fyrirtækis-
ins við Olís. Þetta var gert vegna
þess að þá var talið að bátamir yrðu
verðmætari en húsin. Síðan þá hefur
aldrei verið greitt neitt af skuldinni
við Olís, þrátt fyrir loforð hvað eftir
annað um að þetta væri að koma,
eins og sagt var. Þegar svo Olís ætl-
aði í aðgerðir og var búið að vera í
málinu í 3 mánuöi fór Hraðfrystihús
Stokkseyrar, sem átti Jósep Geir ÁR,
fram á greiðslustöðvun. Upp úr því
hófust nauðasamningar þar sem Olís
er ekkert inni í dæminu þar sem fyr-
irtækiö átti veð í bátnum. Síðan
sekkur báturinn og þá allt í einu
stendur Olís frammi fyrir þvi að þaö
á ekkert veð lengur til. Hraðfrystihús
Stokkseyrar getur selt kvóta bátsins
ef því sýnist svo eftir að hann er
sokkinn. Þess vegna var lögbannið
sett á sölu kvótans og tilraun til að
ná honum upp af hafsbotni sett í at-
hugun.
-S.dór
Sterk fisklykt við Herjólfsgötu í Hafnarfirði:
Varla hægt að búa lengur við götuna
- segir íbúi - þoli menn ekki fisklykt geta þeir flutt, segir ffamkvæmdastjórinn
Lyktin frá fiskvinnslunni Langeyri í Hafnarfirði fer fyrir brjóstið á íbúunum í nágrennmu. Ibuarmr vilja fnykinn og
slorið burt en forsvarsmenn fyrirtaekisins segja þá, sem ekki þola lykt af nýjum fiski, geta sjálfa flutt á brott.
DV-mynd GVA
„Það er varla hægt aö búa lengur
við götuna. Við höfum talað viö bæj-
aryfirvöld í Hafnarfirði um að það
verði gert eitthvað tii úrbóta en það
hefur ekkert verið gert nema að
byggja stromp á húsið en hann er
hvergi nærri nógu hár til að þjóna
sínu hlutverki. Við viljum að starf-
semi í húsinu verði hætt og það verði
fjarlægt," segir einn íbúanna við
Herjólfsgötu í Hafnarfirði.
Við Herjólfsgötu rekur fyrirtækið
Langeyri fiskvinnsluhús og fisk-
þurrkun sem íbúar í götunni hafa til
skamms tíma kvartaö yfir við bæjar-
yfirvöld sem hafa tekið málinu fá-
lega. Hins vegar hefur heilbrigðis-
nefnd Hafnarfjarðar tekið málaleitan
þeirra vel og lofað úrbótum, að sögn
íbúa. í húsinu er hertur fiskur og
segja íbúarnir að megna ýldulykt
leggi frá því og hún berist inn í hús-
in í götunni.
Að sögn Vilhjálms Gíslasonar, heil-
brigöisfulltrúa í Hafnarfirði, hefur
hann gert skýrslu um ástand mála
við fiskvinnsluna og er þar meðal
annars að finna staðfestingu þess að
mjög mikil og sterk lykt stafi frá fisk-
þurrkuninni. Hann segir starfsleyfi
verksmiðjunnar fyrst renna út eftir
tvö ár og því sé ekki líklegt að starf-
seminni þar verði hætt í bráð.
„Það segir sig sjálft að það er erfitt
að búa nærri svona verksmiðju því
frá henni leggur bæöi megna fisklykt
og ammoníaksfnykur. Við svona
starfsemi mynda bæði gerlar og ýms-
ir kvatar leiðindalykt. Þeir sem reka
vinnsluna hafa reyndar reynt að
draga úr þessum óþægindum sem
íbúarnir verða fyrir með því að reisa
háan skorstein, en þegar vindátt er
óhagstæð kemur hann ekki að nægj-
anlegum notum. Það er hins vegar
alfarið bæjarstjórnar að taka ákvörð-
un um þetta mál en ég tel nú líklegt
að þessi starfsemi flytjist eitthvert
annað,“ segir Vilhjálmur.
„Þegar verið er að vinna fisk í hús-
inu eru allar dyr opnaðar á þvi og
fiskkörin eru dregin út á götu. Það
er illa gengið um og villikettir, hrafn,
mávur og rottur sækja í úrganginn
og svo leggur ýldufýluna yfir allt. Það
er ekki hægt að búa lengur viö þetta
ástand,“ segja íbúamir.
Björgvin Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Langeyrar, segist með engu
móti geta skilið þá gagnrýni sem íbú-
ar í nágrenninu séu með. Fiskvinnsl-
an hafi starfaö þarna allt frá árinu
1902 og þá hafi engin byggð verið
nálægt fiskvinnsluhúsinu en á síðari
árum hafi hún færst nær. Hann seg-
ir það ekki koma til greina aö flytja
starfsemina á brott, mun eðlilegra
væri aö þeir íbúar sem ekki geta
búið við fisklykt kaupi sér hýbýli
annars staðar.
„Það segir sig sjálft aö þar sem er
fiskverkun þar er fisklykt. En að þaö
leggi ýldufýlu héðan er hreint kjaft-
æöi enda vinnum við einungis með
nýtt hráefni. Og ómenguð fisklykt fer
aldrei yfir byggðina nema við mjög
sérstök veöurskilyrði, vestanátt og
mikil hlýindi. Ég fæ ekki séð að þetta
sé neinn fjölmiðlamatur."
-J.Mar/kaa
Leikfélag Blönduóss frumsýnir Gísl
Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi:
Leikfélag Blönduóss frumsýnir
leikritið Gísl eftir Brendan Beham í
leikstjóm Ingu Bjamason á miðviku-
dag, síðasta vetrardag. Alls hafa um
30 manns tekið þátt í undirbúningi
sýningarinnar en leikarar era alls
16. Með aðalhlutverk fara Sveinn
Kjartansson, Kolbrún Zophanías-
dóttir og Jón Ingi Einarsson.
Leikritið Gísl, sem er háalvarlegur
gamanleikur með söngvum, fjallar
um stríðið á Noröur-Irlandi og þá
kúgun og misrétti sem þar viö-
gengst. Umgjörðin er niðurnítt hótel
þar sem stunduð er elsta atvinnu-
grein mannkyns.
Inga Bjarnason hefur sett upp
margar sýningar og er nú einn af
okkar virtustu leikstjórum. Leik-
mynd er eftir Hjördísi Bergsdóttur
myndlistarmann, lýsingu hannaði
Ingvar Bjömsson, ljósameistari
Leikfélags Akureyrar, og búninga
gerði Unnur Kristjánsdóttir. Ekki er
fyrirhugað að sýna nema á Blöndu-
ósi. Þar er sýnt í félagsheimilinu viö
einar þær bestu aðstæöur sem þekkj-
ast hjá áhugaleikfélögum hér á landi.
LÁ^Ó^RÍlA'Gt'R^'tf.^ÉMLÍÁM.
Enska knattspyman:
Úrslitaleikur-
inn sýndur
íþróttafréttadeild Sjónvarps
hefur nú látið undan miklum
þrýstingi áhugamanna um enska
íótboltann og ákveðið að sýna á
morgun í beinni útsendingu úr-
slitaleikinn i ensku deildarbikar-
kepninni. Til úrslita leika Manc-
hester United og Sheffield Wed-
nesday og fer leikurinn fram á
Wembley leikvanginum í Lund-
únum. Utsendingin hefst klukk-
an 13.45.
Eins og DV greindi frá í gær
haíði íþróttadeildin áður ákveðiö
að sýna ekki úrslitaleikinn. Rök-
in voru meöal annars íjárskortur
en einnig var til þess vitnað aö
ekkert land 1 Evrópu ætlaöi að
sjónvarpa leiknum beint. Olli
þessi ákvörðun mikilli reiði með-
al knattspyrnuslnnaðra sjón-
varpsáhorfenda og komu margir
kvörtunum sínum á framfæri við
íþróttadeild Sjónvarps og rit-
stjórn DV.
Að sama skapi ríkir nú mikill
fögnuður meðal knattspyrnu-
manna. Þykir mönnum Sjón-
varpið hafa brugðist hratt og vel
við óskum áhorfenda og eigi því
þakkir skildar. í frétt frá íþrótta-
deild RÚV scgir að smuga hafi
opnast fyrir útsendinguna þar
sem danska sjónvarpiö DR ætlar
að taka leikinn upp 1 gegnum
gervihnattarás. Fyrir vikiö
minnki kostnaður Sjónvarpsins
og því sé útsendingin möguleg.
Þess má einnig geta að Pepsi á
íslandi hyggst styrKja RÚV sérs-
taklega vegna þessarar útsend-
ingar. -kaa
AntonBjamason:
Hef ekki sagt
styggðaryrði
um krakkana
á Snæf ellsnesi
„Ég hef ekki sagt styggðaryröi
um krakkana á Snæfellsnesi,"
sagöi Anton Bjarnason íþrótta-
kennari í samtali við DV i gær
vegna fréttar sem birtist í vik-
unni um „uppsafnaða reiði“ ung-
menna og annarra í Ólafsvík og
víðar á Snæfellsnesi.
Slagsmál brutust út á skóla-
skemmtun í Hótel Stykkishólmi
í síöustu viku. Piltur sló þá
grunnskólakennara í höfuðiö
meö þeim afleiöingum að hljóð-
himna spakk. Annar grunnskóla-
nemi sparkaði á milli fóta á lög-
reglumanni og veitti honum siö-
an hnefahögg í andlitið.
I frétt DV var haft eftir skóla-
stjóra grunnskólans í Ólafsvík að
blaðaviðtal viö íþróttakennara,
þar sem ummæli voru höfð eftir
um unglinga á SnæfeUsnesi, hafi
orðiö til þess að ungmennum
hefði sárnað - „því hefði verið
um uppsafnaða reiði að ræöa“
Þarna var átt við viðtal við íþrót-
takennara í Stykkishólmi í Morg-
unblaðinu. Það viötal, kom hins
vegar í kjölfar greinar í Tímanum
þar sem Anton Bjarnason íþrót-
takennari sagöi í almennu spjalli
að talsvert vantaði á aö ung-
menni hreyfðu sig nægUega mik-
ið.
Anton Bjarnason hefur því ósk-
að eftir því að fram komi að hann
hefði ekki haft í frammi nein nei-
kvæð ummæli um ungmenni á
Snæfellsnesi. Þessu er hér með
komið á framfæri.
Þrátt fyrir að skólastjóri grunn-
skólans í Olafsvík hafi sagt við
DV í vikunni aö „kannski væri
grundvöllurinn" fyrir reiöi unga
folksms sprottin af ummælum
íþróttakennarans í Stykkishólmi,
tók hann þó skýrt fram að tekið
yrði á málinu hjá skólastjórum
þeirra skóla sem þarna áttu hlut
aö máli. -ÓTT