Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Page 9
LAUGARnAGUK 20: APRlL 1991.1 9 Ellefu salthnetur eða ein skrúfa - DV kannar hvað fæst fyrir eina krónu „Þú getur fengið 3 sentímetra af þessu fyrir krónu.“ Margrét Jóhanns- dóttir í Vogue sýnir verðmæti krónunnar. DV-myndir BG Islenska krónan hefur mátt þola ýmsar hremmingar síðan hún var tekin upp sem gjaldmið- ill söguþjóðarinnar. Stöðugar gengisfelhngar og efnahagslegar hremmingar af ýmsum toga hafa dunið yfir. Gamla góða krónan mátti þola halaklippingu fyrir röskum 10 árum þegar tvö núll voru klippt aftan af og á einni nóttu urðu 100 krónur að einni. Við gjaldmiðilsskiptin var tekin í notkun ný króna sem var tals- vert þyngri og virðulegri en gamla álkrónan sem varð fræg fyrir að vera svo léttvæg og ómerkileg að hún ílaut á vatni. Hvað fæst fyrir krónu? En hvernig hefur krónunni reitt af síðan. Stjórnmálamönn- um hefur orðið tíðrætt um stöð- ugleika í efnahagslífi undanfar- inna ára og gumað óspart af minni verðbólgu og þar af leið- andi væntanlega betra heilsufari krónunnar. En hvað er hægt að fá fyrir eina krónu. Er hún ein- hvers virði? Ljósmyndari og blaðamaður DV lögðu hala á bak sér og keif- uðu af stað til þess að komast að raun um það hvaða smáhluti væri hægt að kaupa ef maður ætti bara eina krónu. Að sjálf- sögðu fórum við í stærsta must- eri sem reist hefur verið á ís- landi krónunni til dýrðar, Kringluna. Því miður. Hér fæstekkertfyrir krónu. Fyrst lá leiðin í Konfektbúðina sem selur konfektmola og ýmis- legt sælgæti í lausri vigt. Við drógum upp krónuna og báðum um sælgæti fyrir eina krónu. Afgreiðslustúlkan horfði á okk- ur eins og við hefðum dottið ofan úr himninum. Þarna fékkst eng- inn hlutur á eina krónu og fór- um við því bónleiðir til búðar í Tvær ópaltöflur fyrir krónu ... Kannski 11 salthnetur fyrir eina krónu. Krónan er orðin lítils virði. bókstaflegri merkingu. Næst lá leiðin í Byggt og Búið sem er byggingarvöruverslun sem selur allt til heimihsins. Enn vorum við staddir í geitarhúsi að leita ullar. Ódýrasti hluturinn var einfaldur plasttappi til að festa skrúfur í vegg. Skrúfur og naglar eru þarna seldir í pökkum og kostuðu yfir- leitt 30-50 krónur pakkinn. Því fór- um við þaðan tómhentir og vorum satt að segja farnir að missa tals- vert trú á undirstöðueiningu ís- lensks efnahagslífs. Næst lá leiðin í Vogue í Kringl- unni í þeirri veiku von að þar mætti kaupa eina tölu fyrir eina krónu. „Hér eru tölur ekki seldar í stykkjataU og það vUl svo til að ég veit að þar sem það er gert kostar hver tala alltaf meira en 2 krón- ur,“ sagði bráðhress afgreiðslu- kona í Vogue við okkur. Öryggis- nælur eru seldar í búntum og kosta nokkra tugi króna. Eftir nokkurt ráðslag buðust þessar gæðakonur til þess að selja okkur 3 sm af ódýr- asta borða sem þær ættu til í búð- inni. Svo langur stubbur væri um einnar krónu virði. En ef ég kæmi inn með saumsprettu og bráðvant- aði öryggisnælu og ætti ekki nema krónu? „Ég reikna með að við myndum gefa þér eina nælu,“ sagði konan að skilnaði. Ellefu salthnetur í Heilsuhúsinu í Kringlunni eru seldar hnetur og slíkt munngæti af ýmsum gerðum eftir vigt og þar komumst við í feitt. Vigtin gat ekki vegið eina súkkulaðihnetu en salt- hnetur reyndust vera ódýrastar eða 35 krónur hver 100 grömm. Við gátum því fengið tæp 3 grömm af þeim fyrir krónuna okkar. Það reyndust vera 11 salthnetur og þótti okkur nú heldur vænkast hagur krónunnar. Skömmu síðar gátum við keypt tvær ópaltöflur í sjoppunni i Hag- kaup í Kringlunni þar sem það var selt í stykkjatali fyrir 50 aura stykkið. Almennt er þó ekki hægt að fá neitt í sjoppum lengur sem kostar krónu eða minna. Gömlu góðu krónukúlurnar kosta nefni- lega orðið 4-5 krónur. Þaðan fórum við í Byko í Kópa- voginum og þar gátum við vahð úr nokkrum tegundum af skrúfum og skinnum af minnstu gerð fyrir krónuna. Það var þó aldrei svo ódýrt að hægt væri að fá tvö stykki fyrir krónuna. Niðurstaðan varð sú að krónan, undirstaöa gjaldmiðils þjóðarinnar væri orðin harla lítils virði og tíma- bært að huga að því að fara að slá hana úr ódýrari málmi. T.d. áh. -Pá VIÐ FLYTJUM UM SET Um helgina 20. - 21. apríl flytjum við bifreiðaverkstæði, bifreiðavarahluta- verslun og aðalskrifstofur okkar í hina glæsilegu nýbyggingu að Laugavegi 174 og Brautarholti 33, og verða þessar deildir opnaðar á venjulegum þjónustutfma að morgni mánudagsins 22. aprfl í nýjum húsakynnum (sjá skýringamynd). Varahlutaverslun Véladeildar verður lokuð föstudaginn 26. apríl vegna flutninga, en verður opnuð aftur mánudaginn 29. apríl íHeklu-húsinu við Laugaveg 170 (sjá skýringamynd). •U HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 GEYMIÐ AUGLYSINGUNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.