Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Síða 13
LAUGARDAGUR 20. APRlL 1991.
13
Sveinbjöm Björnsson, nýkjörinn rektor Háskóla íslands:
Hæglátur og fjöl-
fróður vísindamaður
„Það eru margir sem hreyfa sig
meira og hraðar en ég er ekki viss
um að þeir komi meiru í verk en
Sveinbjöm. Helsti styrkur hans að
mínu viti eru gáfur hans og hæfi-
leiki til þess að hugsa málin til enda
og sjá út raunhæfar lausnir. Hann
er gæddur skarpri rökhugsun og
hefur mikla og fjölbreytta reynslu
af ólíkum verkefnum. Þetta gerir
honum kleift að sjá einfaldar leiðir
við lausn mála sem öðrum gjarnan
yíirsjást," sagði Jónas Elíasson,
prófessor í verkfræðideild og kosn-
ingastjóri Sveinbjarnar Björnsson-
ar í nýafstaðinni kosningabaráttu
til embættis rektors Háskóla ís-
lands. Sveinbjöm fékk meirihluta
atkvæða þegar í fyrstu atrennu eft-
ir að Þórólfur Þórlindsson, prófess-
or í félagsvísindadeild hafði verið
álitinn sigurstranglegri að undan-
genginni forkönnun. Viðmælendur
DV þökkuðu góðan árangur mark-
vissri kynningu á Sveinbirni meðal
stúdenta síðustu dagana fyrir
kosningar.
Sveinbjörn Björnsson, nýkjörinn háskólarektor.
spiiamaður. Hann tekur þátt í
þessu af áhuga og vegna félags-
skaparins sem er honum meira
virði en fyrsta flokks árangur,"
sagði einn félaganna í samtali við
DV.
Rektor í
fílabeinsturni
„Hann er ekki mikil félagsvera.
Hann er feiminn og lokaður og
verður ekki sérlega gott andlit
skólans út á við. Þrátt fyrir yfirlýs-
ingar um aukin tengsl skólans við
atvinnulífið þá verður ekkert úr
því. Sveinbjöm hefur alltaf verið
einangraður og hann á eftir að
reisa um sig fílabeinsturn í emb-
ætti rektors," sagði einn andstæð-
inga hans í samtali við DV.
„Fyrir þessar kosningar vissu
aðeins þeir sem hann kenndi hver
hann var. Þannig verður það líka
þegar hann verður rektor, nema
þá þekkja hann enn færri.“
-Pá
Alinn upp
á Aragötunni
Sveinbjörn er fæddur 28. október
1936, sonur Björns Sigfússonar og
Droplaugar Sveinbjörnsdóttur.
Hann ólst upp á Aragötunni í ná-
grenni Háskólans og innan veggja
hans að nokkm leyti en Björn faðir
hans starfaði sem háskólabóka-
vörður í tæp 30 ár. Sveinbjörn er
næstelstur í hópi sex systkina sem
flest hafa langskólanám að baki.
Einn viðmælenda DV orðaði það
svo að í þessari fjölskyldu væru
fleiri prófessorar en í nokkurri
annarri á íslandi. Sigfús, bróðir
Sveinbjarnar er prófessor í verk-
fræðideild, Helgi er jarðeðlisfræð-
ingur við raunvísindadeild og er
einna þekktastur fyrir rannsóknir
á jöklum og Ólafur er doktor í
læknisfræöi og starfar við rann-
sóknir í Oxford. Hólmfríður, sem
er elst, starfar á lögfræðistofu og
Hörður er yngstur. Sveinbjöm hef-
ur sjálfur unnið mikið við rann-
sóknir tengdar jarðhita og eldsum-
brotum þannig að saman hafa
bræðurnir rannsakað fósturjörð-
ina frá ýmsum hliðum.
Samheldin
fjölskylda
„Þetta er mjög samheldin fjöl-
skylda. Þeir bræður léku sér mikið
saman þegar þeir voru litlir og
voru sífellt eitthvað að grúska og
bralla eins og greindra stráka er
siður,“ sagði kunningi Sveinbjarn-
ar af Aragötunni í samtali við DV.
„Faðir þeirra var og er sérkenni-
legur maður, fastheldinn á hið
gamla og sérvitur en bráögáfaður.
Hann hafði mikil áhrif á þá og átti
sinn þátt í vali þeirra á starfssviði."
Droplaug, móðir Sveinbjöms, lést
þegar hann var 9 ára og voru systk-
inin send í fóstur nema Sveinbjörn
sem varð eftir hjá fóður sínum.
Sveinbjörn kvæntist 26. október
1957, rösklega tvítugur, Guðlaugu
Einarsdóttur. Þau eiga saman 3
böm, Droplaugu, Einar Örn og
Björn Má, sem öll eru vaxin úr
grasi og eru á aldrinum 22-34 ára.
Góður kennari
Sveinbjörn hefur kennt eðlis-
fræði í verkfræðideild og einn nem-
anda hans, sem DV ræddi við, hrós-
aði kennslu hans mikið.
„Þetta voru dæmatímar í eðhs-
fræði og Sveinbjörn er afar góöur
kennari, rólegur og yfirvegaður, og
leggur málin þannig fyrir að flestir
geti skilið. Hann er formfastur og
fjarlægur þess utan og blandaði
ekki geði við nemendur umfram
það sem hann nauðsynlega þurfti."
Sæmilegur
spilamaður
Þegar Sveinbjörn er ekki á kafi í
vinnu leggur hann stund á heilsu-
rækt og íþróttir og spilar reglulega
badminton. Hann er ennfremur
meðlimur í briddsklúbbi sem hitt-
ist einu sinni í viku til spila-
mennsku. Helstu vinir hans og
spilafélagar eru Jónas Elíasson
prófessor, Hilmar Sigurðsson verk-
fræðingur, Hrafnkell Thorlacius
arkitekt, Matthías Kjeld læknir,
Ólafur Gíslason verkfræðingur og
Ólafur Jóhannesson bókasafns-
fræðingur.
„Sveinbjörn er alveg þokkalegur
Áskorun til eigenda og ábyrgðarmanna fasteigna
um greiðslu fasteignagjalda í Reykjavík
Fasteignagjöld í Reykjavík 1991 eru nú öll gjaldfall-
in. Gjaldendur, sem ekki hafa gert skil innan 30 daga
frá birtingu áskorunar þessarar, mega búast við að
óskað verði nauðungaruppboðs á eignum þeirra I
samræmi við I: nr. 49/1951 um sölu lögveða án
undangengins lögtaks.
Reykjavík 17.04.1991
Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík
er ávísun á vinstrí stjóm
SjálfstæðisfJokkurinn
- gegn glundroða