Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Qupperneq 15
15
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991.
Komið að skuldadögunum
Kjördagur er kominn, og jafn-
framt komiö að uppgjörinu. Þó vit-
um við ekki, hvort kosningamar
hafa miklar breytingar í lands-
stjóm í fór með sér. Sem stendur
byggja menn eðlilega helzt á niður-
stöðum skoðanakannana. Sjáif-
stæðisflokkurinn fær ekki hreinan
meirihiuta í þessum kosningum,
þótt hann hafi ekki verið langt frá
því um hríð. Fijálslyndir fá ekki
þingmann kjörinn, og lýkur þar
með tímabili borgaraflokksmanna,
sem höfðu oddaaðstöðu eða sama
sem og hafa átt tvo ráðherra. Fylgi
Borgaraflokksins hefur safnazt
saman í Sjálfstæðisflokknum.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði 39,2
prósent fylgi í þingkosningunum
1983 og virðist nú ætla að fá ívið
meira en það. 45 prósent komu út
úr síðustu skoðanakönnun DV.
Þetta er ekki munur, sem skiptir
sköpum. Sjáifstæðisflokkurinn,
sem hafði einungis 27,2 prósent í
kosningunum 1987, er aftur kom-
inn í það, sem hann var, áður en
Borgaraflokkurinn varð til eftir
misheppnaða meðferð Þorsteins
Pálssonar og Sjálfstæðisforystunn-
ar á Alberti Guðmundssyni.
Menn velta auðvitað vöngum yfir
skoðanakönnunum og hvort þær
segi nokkuð vel til um úrsht. Skoð-
anakannanir hér á iandi hafa verið
góðar. Vissulega kemur fyrir í öll-
um löndum, að töluverður munur
er stundum á skoðanakönnunum
og kosningaúrslitum og þá sagt, að
úrshtin hafi komið á óvart. Þetta
hafa þeir séð, sem fylgjast með
kosningum erlendis. En hér á landi
hafa niðurstöður skoðanakannana
löngmn verið um 1-3 prósentustig-
um frá kosningaúrshtum að meðal-
tah á flokk. Skekkjufrávik í þessum
skoðanakönnunum eru tahn vera
3-4 prósentustig í plús eða mínus,
og verður ekki betur gert. Menn
geta ekki gert kröfur til meiri ná-
kvæmni í slíku úrtaki, enda þykir
þetta hvarvetna gott. Metið hér á
landi og hvar sem vera skal náðist
með DV-aðferðinni í forsetakosn-
ingunum 1980, þegar aðeins mun-
aði 0,4 prósentustigum á frambjóð-
anda að meðaltah á niðurstöðmn
skoðanakönnunarinriar og kosn-
ingaúrshtuninn. DV-aðferðin hefur
komið bezt út í síðustu mörgum
kosningum, betur en þær aðferðir,
sem hinir nota. Þar með er átt við,
að minna hefur munað hjá DV en
hinum á niðurstöðum skoðana-
könnunar og úrshtum kosninga.
Auðvitað munar einhverju. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur yfirleitt
dalað að hlutfahsfylgi rétt> fyrir
kosningar. Þar skiptir máh, að hin-
ir óákveðnu fara að gera upp hug
sinn og fleiri slíkir hallast að lokum
að vinstri flokkunum en Sjálfstæð-
isflokknum. Þar skiptir og miklu,
að mínu mati, að Sjálfstæðisflokk-
urinn á í umræðum í fjölmiðlum,
svo sem sjónvarpi, og á þingmála-
fundum í höggi við fjölmarga and-
stæðinga. Þessir andstæðingar ráð-
ast mest á Sjálfstæðisflokkinn, gera
í raun sameiginlega atlögu að þeim
flokki, þótt þeir rifist líka eitthvað
hver við annan. Útkoman úr slík-
um umræðum verður gjaman, að
kjósendur verða líklegri til að kjósa
einhverja aðra en Sjálfstæðisflokk-
inn. Sjáifstæðismenn hafa af þess-
um sökum krafizt þess að fá svipað-
an umræðutíma og hinir til sam-
ans, eða þar um bil, en ekki fengið,
enda væri það ekki fyllilega lýð-
ræðislegt.
Könnun og
kosningaúrslit
Gaman er að bera saman niður-
stöður síðustu DV-könnunar fyrir
síðustu kosningar og úrslit kosn-
inganna.
Niðurstöður þeirrar DV-könnun-
ar urðu þær, að Alþýðuflokkurinn
fengi 15,0 prósent fylgi, þegar skoð-
að var, hvernig þeir sldptust, sem
afstöðu tóku. Framsókn fékk út úr
könnuninni 16,4 prósent. Sjálfstæð-
isflokkurinn hlaut 31,4 prósent.
Alþýðubandalagið var með 12,7
prósent. Samtök um kvennahsta
fengu í könnuninni 8,6 prósent.
Borgaraflokkurinn fékk í könnun-
inni 12,1 prósent. Flokkur manns-
ins hlaut svo 0,7 prósent, flokkur
Stefáns Valgeirssonar um jafnrétti
og félagshyggju fékk 1,2 prósent og
Þjóðarflokkurinn 2 prósent.
Úrsht kosninganna urðu, að Al-
þýðuflokkurinn fékk 15,2 prósent
eða nánast hið sama og í DV-
könnuninni. Framsókn fékk 18,9
prósent, eða nokkru meira en í
könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn
hlaut 27,2 prósent, sem var 4,2 pró-
sentustigum undir tölu könnunar-
Laugardagspistill
Haukur Helgason
aðstoðarritstjóri
innar. Aiþýðubandalagið fékk í
kosningunum 13,3 prósent, sem var
htið eitt meira en í könnuninni.
Flokkur Stefáns Valgeirssonar
hlaut á landsvísu 1,2 prósent, ná-
kvæmlega hið sama og í skoðana-
könnun DV. Samtök um Kvenna-
hsta fengu 10,1 prósent, htið eitt
meira en í skoðanakönnuninni.
Borgaraflokkurinn fékk 10,9 pró-
sent, htið eitt minna en í skoðana-
könnuninni. Flokkur mannsins og
Þjóðarflokkurinn fengu álíka fylgi
og í könnuninni og til samans að-
eins 2,9 prósent. Þessi samanburð-
ur sýnir, hversu nákvæm könnun-
in var miðað við þær kröfur sem
unnt er að gera til skoðanakann-
ana, enda reyndist aðeins muna um
1 prósentustigi að meðaltah á flokk.
Og það verður að segja, að í það
sinn voru kannanir Skáís og Fé-
lagsvísindastofnunar einnig ná-
kvæmar og frávik kannananna frá
úrshtunum aðeins 1-1,2 prósentu-
stig að meðaltah á flokk eins og hjá
DV. Menn geta því mikið mark tek-
ið á skoðanakönnunum á íslandi.
Fráleitt væri að láta ruglaða stjóm-
málamenn og áróðursmeistara
viha sér sýn að því leyti. Skoðana-
kannanir eru eins marktækar og
unnt er að heimta. En auðvitað
geta þær ekki sagt mönnum upp á
prósentu, hvernig kosningar fara.
Aht fram að þeirri stundu, að kjós-
andinn setur atkvæðaseðilinn í
kjörkassann hefur ýmislegt áhrif á
hann eins og augljóst er. Einkum
em það hinir óákveðnu, og margir
era óákveðnir, þangað til þeir drag-
ast á kjörstað, sem geta breytt hlut-
föhum.
Framangreindur samanburður
sýnir meðal annars, að stjóm-
málamenn eru ákaflega óvandaðir
í útleggingum sínum á skoðana-
könnunum, sumir hveijir. Saman-
burðurinn segir fólki til dæmis,
þótt annað hafi verið fullyrt, aö
aðeins munaði 0,2 prósentustigum
á niðurstöðum DV-könnunarinnar
og fylgi Alþýðuflokksins við síð-
ustu kosningar. Samanburðurinn
gefur einnig th kynna, að forystu-
menn litlu flokkanna geta ekki gert
sér vonir um að ríða feitu hrossi
frá kosningunum.
Sveiflumar
að undanfömu
Skoðanakannanir hafa á kjör-
tímabilinu sagt okkur frá ýmsum
sveiflum á fylgi flokkanna á hinum
ýmsu tímum. Þar hefur verið um
rétt mat að ræða. Sjálfstæðisflokk-
urinn var th dæmis eins og menn
muna kominn með helmingsfylgi
og meira mikinn hluta árs í fyrra
og hitteðfyrra. Borgaraflokkurinn
hefur lengi verið úr sögunni, en
fylgi hans fór í byijun hægt yfir th
Sjálfstæðisflokksins. Það kom við
hjá Kvennalistanum, sem var um
tíma kominn yfir 20 prósent fylgi.
Fylgi Kvennalistans dalaði strax í
hitteðfyrra, en fylgi Sjálfstæðis-
flokksins fór að vaxa að sama
skapi. Stuðningsfólk KvennaUst-
ans mun hafa vhjað, aö þingkon-
umar sýndu meiri ábyrgö og hik-
uðu ekki svo mjög við að taka þátt
í ríkisstjórn sem raun varð á.
KvennaUstinn hefur samkvæmt
DV-könnunum verið að rétta úr
kútnum síðustu vikumar.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði
miklu á afstöðu sinni th bráða-
birgðalaga ríkisstjómarinnar í
kjaradehu háskólamanna. Hann
féU þá niður í 43 prósent. Síðar
komst flokkurinn úr þeirri lægð.
Fylgi Alþýðuflokksins hefur
hresstst síðustu vikur. Flokkurinn
átti hins vegar við thvistarvanda
að stríða fram effir ári 1990, vanda
sem heföi farið fram hjá flestum,
hefðu skoðanakannanir ekki gefið
okkur upp, hvað var að gerast.
Framsókn hefur löngum legið
nálægt 20% fylgi, þótt tímabh hafi
komið; þegar fylgið hefur reynzt
vera allt niður í 14 prósent og upp
í 24 prósent. Fylgið reynist yfirleitt
„stabílt" þegar kosið er. Alþýðu-
bandalagið hefur gUmt viö tilvist-
arvanda samkvæmt skoðanakönn-
unum langan tíma þessa kjörtíma-
bils, en fylgið er nú orðið öllu meira
en þá var.
Hugsanleg
stjórnarmynstur
Hvað segir DV-könnunin okkur
um líkleg stjórnarmynstur? í fyrsta
lagi virðist Sjálfstæðisflokkurinn
geta myndað stjórn með hveijum
einum af hinum þingflokkunum.
Þannig er ljóst, aö Sjálfstæðisflokk-
urinn fær ekki hreinan meirihluta,
en th dæmis viðreisnarstjóm verð-
ur ekki ólíkleg, stjórn Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks. Það stjóm-
armynstur gafst á sínum tíma vel.
Einnig er mikið talað um sam-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
bandalags, sem kæmi th greina.
Þegar þar að kæmi má þó telja víst,
að margir sjálfstæðismenn æmti
og skræmti vegna samstarfs við
„kommana".
Samstjórn Sjálfstæðisflokks og
Kvennalista kemur th greina, af þvi
að konurnar eru nú orðnar mildu
tilkipphegri th stjómarþátttöku.
Sankvæmt könnuninni má telja
víst, að sjálfstæðismenn og kon-
umar fái til samans traustan meiri-
hluta á þingi
Hvað um málefnin? Satt að segja
virðist mér sem engin sérstök mál-
efni ættu aö þvælast fyrir slíkum
stjórnarmynstmm, þegar á hólm-
inn verður komið. Menn rífast eitt-
hvað nú, en stólamir munu freista.
Næsta ríkisstjóm fer því bara eftir
því, hvemig „kaupin gerast á eyr-
inni“, sem þýðir, hversu ganga
mun að makka um stóla.
Og vinstri stjórn með þátttöku
Kvennalista í stað Borgaraflokks
er ekki síður líkleg en aðrar. Það
væri núverandi ráðherrum auð-
veldast. Dehur þeirra síðustu daga
hafa verið látalæti.
Haukur Helgason.