Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Qupperneq 16
16
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991.
Skák
DV
Brögðótti áskor-
andinn sextugur
Nú eru 15 ár síöan Viktor
Kortsnoj sneri baki við sovéskri
fóstuijörðinni og settist að á Vest-
urlöndum. Kortsnoj varð heims-
frægur á augabragði er hann ákvað
að flýja land og segja fyrrum yfir-
völdum sínum stríð á hendur.
Hatrið skein úr taflmennskunni og
þótt honum hafi runnið mesti móð-
urinn á síðustu árum er hann enn
í fremstu röð stórmeistara.
íslendingar hugsuðu honum
þegjandi þörfina er hann blés
reykjarmekki yfir Jóhann Hjartar-
son í einvígi þeirra í Saint John í
janúar 1988. En Jóhann lét það ekki
slá sig út af laginu og bar sigurorð
af gamla bragðarefnum. íslenskir
skákunnendur hafa einnig fyrir-
gefið Kortsnoj, sem teflir jú allra
manna skemmtilegast. Það sýndi
hann á IBM-mótinu í Reykjavík
1987 og síðan á heimsbikarmótinu
árið eftir. í haust er hann enn
væntanlegur til landsins á heims-
bikarmót.
Þótt Kortsnoj hefði fyrst orðið
heimsfrægur er hann flýði land,
náði hann í raun sínum besta ár-
angri áratug áður. Á árunum 1964-
1969 sigraði hann á hverju mótinu
á fæto öðru, oft með gríðarlegum
yfirburðum. Alþjóðamót í Gyula í
Ungveijalandi slær þó öll met. Þar
hlaut Kortsnoj 14,5 vinninga af 15
mögulegum en næstu menn fengu
9 vinninga!
Mig langar að rifja upp tvær
skákir Kortsnojs frá þessum árum.
Það er engin tilviljun að hann skuli
stýra svörtu mönnunum í þeim
báðum - Kortsnoj er þekktur fyrir
að láta einu gilda hvort hann hefur
hvítt eða svart og frægur er hann
fyrir óvæntar gagnsóknir sínar.
Mér þótti mikið til þessara skáka
koma í æsku. Þær eru ekki meðal
þekktustu skáka hans en sýna slag-
kraftinn í taflmennskunni og næm-
an stöðuskilning.
Kortsnoj hélt upp á sextugsaf-
mæh sitt í heimalandi sínu, Sviss,
þann 23. mars s.l. Enn lætur hann
þó engan bilbug á sér finna við
skákborðið. Hann tekur nú þátt í
áskorendakeppninni í níunda sinn
- mætir Timman í 2. umferð ein-
vígjanna í sumar. Fróðlegt veröur
að fylgjast með þeirri viðureign.
Timman lét hafa eftir sér fyrir
nokkrum árum að miðtaflið tefldi
Kortsnoj allra manna best og margt
mætti af honum læra. Þessar skák-
ir bera þess jafnframt fagurt vitni.
Hvítt: Vlastimil Hort
Svart: Viktor Kortsnoj
Tarrasch-vörn
Leningrad 1%7 1. d4 Rffi 2. Rf3 d5
3. c4 e6 4. Rc3 c5 5. e3 Rc6 6. a3 Re4
Viktor Kortsnoj blés reykjarmekki yfir Jóhann Hjartarson hér um árið en nú hafa islenskir skákunnendur fyrirgefið honum. Hann er væntanlegur
til landsins á heimsbikarmót í haust.
Skák
Jón L. Árnason
7. Bd3 Rxc3 8. bxc3 dxc4 9. Bxc4 Be7
10. 0-0 0-0 11. De2 Bd7 12. d5
Nú þykir 12. Bb2 Hc8 13. e4 væn-
legra til árangurs. Hort sjálfur
sýndi fram á hvemig best má svara
textaleiknum í skák við Petrosjan
í Zagreb 1970. Þar tefldist 12. - exd5
13. Bxd5 Bf6 14. Hbl Dc7 15. c4
Hab8 16. e4 Bg4 með jöfnu tafli.
12. - Ra5 13. Ba2?!
Þessi ónákvæmni hvíts nægir
Kortsnoj til þess að ná undirtökun-
um. Betra er 13. dxe6 er hvítur get-
ur vonast eftir betra tafli.
13. - exd5 14. Bxd5 Bc6 15. Bxc6
Rxc6 16. Hdl Dc8 17. e4 De6 18. Hbl
b6 19. Bf4 Had8 20. Dc2 Ra5 21. h3
Rc4 22. Hxd8 Hxd8 23. Hal h6 24. a4
Svartur á betri stöðu, þökk sé
sterkum riddara á c4 og sundurslit-
inni peðakeðju hvíts. Hvítur hefði
hér betur reynt 24. Rd2 og freistaö
þess aö ná uppskiptum. Leikur
hans er þó ofur eðlilegur, því að
ekki liggur í augum uppi hvemig
svartur fer að því að bæta stöðu
sína. En Kortsnoj er fljótur að
svara þvi:
L s * ili
k m A
A * ai
A & &
W & &
S <Á>
Jörð til sölu
Jörðin Ljótsstaðir I í Vopnafirði er til sölu og af-
hendingar í næstu fardögum ef viðunandi tilboð
fæst. Jörðin selst í fullum rekstri, ásamt með 23
mjólkurkúm. Framleiðsluréttur jarðarinnar er um
76.000 I af mjólk og 94 ærgildi í sauðfé. Á jörðinni
er allgott íbúðarhús, fjós fyrir 24 kýr, búið rörmjalta-
kerfi og 1250 I mjólkurtanki og stór rúmgóð véla-
geymsla. Einnig nýlegt fjárhús fyrir 90-100 fjár, geld-
neytahús fyrir 24 gripi og ungkálfahús fyrir 20 kálfa.
Hlöður eru fyrir 1600-1800 hestburði af heyi. Tekið
skal fram að akstursleið frá bænum að þéttbýli er
um 7 km og að jörðin nýtur laxveiðihlunninda frá
Vesturdalsá. Búvélar geta fylgt í sölu ef óskað er.
Allar nánari upplýsingar veitir eigandi jarðarinnar,
Erlingur Pálsson, í síma 97-31474 eftir kl. 19.00.
24. - g5! 25. Bg3 h5!
Kortsnoj, líkt og Benóný heitinn,
hefur ætíð verið óragur við að leika
peðunum fram þótt kóngsstaöa
hans opnist upp á gátt. Hugmyndin
er skýr: Hann er að grafa undan
valdi hvíts á d2 og þangað er svart-
ur hrókur væntanlegur von bráð-
ar. Svartur er að ná tökum á öllu
borðinu. Takið eftir að hvítur getur
ekki andæft á d-línunni, þvi að 26.
Hdl? Hxdl + 27. Dxdl Dxe4 kostar
peð.
26. Hel g4 27. hxg4 hxg4 28. Rh4 Hd2
29. Dcl Dd7
Nú er d-línan í öruggum höndum
svarts.
30. Rf5 Bg5 31. Dal?
Betri tilraun er 31. Bh4 en í erf-
iðri stöðu láta afleikimir sjaldnast
bíða eftir sér.
31. - a6 32. Kh2 Dd3 33. Dcl Kh7 34.
Kgl Dc2 35. Dal
Eftir drottningakaupin yrði c-
peðiö dauðadæmt.
35. - Bffi 36. e5 Bxe5! 37. Bxe5 Dxf5
38. Bg3 Dc2 39. Kh2 Kg6 40. Hgl Kg5!
Undirbýr framrás f-peðsins en
það kemst þó aldrei úr sporunum
- hvítur styttir skákina með næsta
leik.
41. Dfl?? Dh7+
Og Hort gafst upp.
Kortsnoj hefur alla tíð verið einkar
laginn viö aö máta „minni spá-
mennina“ en það er ekki öllum
sterkum skákmönnunj gefið. Hæfi-
leiki Kortsnojs til aö reikna langar
leikjaraðir, einstök baráttugleði og
þróttmikil taflmennska reynist
þeim sem minna mega sín yfirleitt
um megn.
Viö skulum líta á dæmi frá skák-
þingi Leningradborgar 1964 en
Kortsnoj sigraði þar með fádæma
yfirburðum: Hlaut 15 vinninga af
17 mögulegum og tapaði ekki skák
en næsti maður hlaut íjórum vinn-
ingum minna.
Andstæðingur hans teflir var-
fæmislega byrjun og það er athygl-
isvert að sjá hvemig Kortsnoj tekst
að ná frumkvæðinu með hárréttum
uppskiptum. í endatafli hefur hann
undirtökin og á markvissan hátt
nær hann algjörum yfirburðum.
Hann líkur skákinni síðan laglega.
Hvítt: Vorotnikov
Svart: Viktor Kortsnoj
Drottningarpeðsbyijun
Leningrad 1964
1. d4 Rffi 2. Rf3 e6 3. e3 c5 4. Bd3
Rc6 5. 0-0 d5 6. b3 Hb8 7. Bb2 b5 8.
dxc5 Bxc5 9. Rd4 Rxd4 10. exd4 Bd6
11. De2 b4 12. Rd2 0-0 13. Rf3 Bb7 14.
Re5 Hc8 15. f3 Db6 16. Khl Hfd8 17.
Hfdl Hc7 18. a4 a5 19. Hd2
Svartur hefur ekki átt í erfiðleik-
um með að mæta rólyndislegri
byijun hvíts. Nú getur hann státað
af hálfopinni c-línunni en það dug-
ir skammt, enda stendur c-peð
hvíts traustum fótum. Hvemig get-
ur Kortsnoj bætt stöðuna?
AS iii
*• íí«
A *£)
& i & *
A fi
18,- Ha8!
Áætlunin er að ná uppskiptum á
biskupi hvíts á d3, sem valdar c-
peðið. 20. g3 Ba6 21. Bxa6 Dxa6 22.
Dxa6 Hxa6
Eftir drottningakaupin hefst nýr
þáttur skákarinnar. Ljóst er að
svartur hefur undirtökin, því að
hvítur er bundinn við að valda c-
peðiö.
23. Rd3 Hac6 24. Hcl Hc8 25. Kg2
H6c7 26. Rf2?
Betra er 26. He2.
26. - g5! 27. He2 h5!
Líkt og í skákinni við Hort hér
að framan geysist Kortsnoj fr£im
með peðin. Nú er hugmyndin önn-
ur, að ná tökum á e4-reitnum fyrir
riddarann.
28. Rdl?! g4 29. f4 Re4 30. Re3 f5! 31.
Kg2 h4 32. Hg2 hxg3 33. hxg3
Það er lærdómsríkt að sjá hve
gjörsamlega Kortsnoj hefur yfir-
spilaö mótheija sinn og nú á hann
vinningsstöðu. Hann er heldur
ekki lengi að gera út um taflið.
33. - Rxg3+! 34. Hxg3 Bxf4 35. Kf2
Bxg3+ 36. Kxg3 Hh7 37. Hfl Hh3+
38. Kf4 Kf7 39. Bcl Hch8 40. Rg2 Hh2
41. Hf2 H8h3 42. Bd2 Kffi!
Og hvítur gaf, því að gegn hótun-
inni 43. - Hxg2 44. Hxg2 Hf3 mát
er ekkert svar.
-JLÁ