Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Side 23
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991. 23 Nýöldin: Gamlar lummur úr örbylgjuofni - 10.000 dollarar boðnir fyrir sannanir „Ég sé sömu brellurnar koma upp aftur og aftur í gegnum árin. Nýöldin er ekkert annað en gamlar lummur sem hitaðar hafa verið í örbylgjuofni í 15 sekúndur," segir James Randi, fyrrum sjónhverfingamaður sem hýður hverjum þeim sem sannað getur að hann sé gæddur yfirnátt- úrulegum hæfileikum 10.000 dollara eða um 580 þúsund íslenskar krónur. Randi setti loforðið fram fyrir 25 árum og síðan hafa um 600 manns reynt aö eignast dollarana 10 þúsund en allir orðið frá aö hverfa. Randi hefur ævinlega getað sýnt fram á að enginn fótur var fyrir hæfileikum viðkomandi eða þá að hann hefur getað gert brellumar betur. Nostradamus var ekki einu sinni heppinn Einn þeirra sem Randi hefur rann- sakað sérstaklega er spámaðurinn Nostradamus. Sá er áhtinn einn fremsti spámaður sögunnar og for- sagnir hans rifjaðar upp í takt við heimsfréttirnar reglulega. Sérstök bók um spádóma Nostradamusar hefur verið gefin út á íslandi. Nostradamus var uppi á 16. öld og batt spásagnir sínar í nokkurs konar ljóð. Randi fékk styrk til verksins frá McArthur stofnuninni í Bandaríkj- unum. „Nostradamus var ekki einu sinni heppinn spámaður," var niðustaða Randis sem rannsakaði 100 tilfelli þar sem Nostradamus var nægilega skýr til þess að leggja mætti dóm á spásagnir hans. Engin reyndist ná- lægt því rétta. Fyrrum sjónhverfingamaður Randi var á sínum yngri árum starfandi sjónhverfingameistari og þekkir því til hlítar ýmsar hrellur sem hægt er að beita til að slá ryki í augu trúgjarnra áhorfenda. Auk þess vann hann um árabil á rann- sóknarstofu í Kanada og öðlaðist þar reynslu í prófunum sem nota má til að prófa umdeilda hluti á vísindaleg- an hátt. John Maddox, ritstjóri tímaritsins Nature, en fyrir það hefur Randi starfað talsvert, segir að hann sé vís- indamaður í hjarta sínu, án fordóma en fyrst og fremst bráðgáfaður og snjail. Randi tók að sér fyrir Nature að rannsaka kenningar fransks vís- indamanns sem renndu stoðum und- ir kenningar hómópata. Niðurstaða hans var sú að kenningarnar væru tómt rugl. Randi hefur að undanfomu unnið að gerð þáttaraðar fyrir kanadíska sjónvarpið þar sem flett verður ofan af vinnubrögðum kuklara og loddara í andlegum og yfimáttúrulegum efn- um. Þar skorar Randi ýmsa brellu- meistara á hólm og sýnir fram á hvernig heilbrigð skynsemi og hand- laginn sjónverfmgamaður getur leik- ið flest betur en þeir gera sjálfir. í þáttunum mun hann meðal annars skera upp mann með berum höndun- James Randi býður 10.000 dollara þeim sem sannað getur yfirnáttúru- lega hæfileika sína. um en slíkir svikalæknar vaða mjög uppi um þessar mundir og kannski muna íslendingar eftir skipulögðum hópferðum héðan á fund slíkra svik- ara á Filippseyjum fyrir nokkrum árum. í þáttunum sýnir Randi einnig fram á hvemig venjulegur maður getur lesiö persónuleika manna úr rithönd þeirra betur en sérfræðing- ar. Einnig tekur hann fyrir vinnu- brögð þeirra sem sérhæfa sig í að finna vatn í jörðu með sérstökum innri aðferðum oftast með aðstoð pendúls eða óskakvists. Randi komst að þeirri niðurstöðu að það gæfi betri árangur að kasta upp krónu til þess að finna vatn. Inngróin trugirni þjóðanna „Ýmis konar trúgimi virðist vera inngróin í þjóðarsál einstakra þjóða,“ segir Randi. Þannig eru Þjóð- veriar móttækilegir fyrir yfimátt- úmlegum aðferðum til þess að finna týnda hluti. Englendingar eru trúað- ir á líf eftir dauðann og hafa samband við dáið fólk. Ameríkanar trúa öllu ef tekst að sannfæra þá um að það sé vísindalega sannað. Japanir trúa öllu sem þeir halda að sé amerískt. Hér mætti rifja upp skoðanakönn- un sem gerð var á íslandi fyrir nokkrum árum og sýndi að meira en helmingur þjóðarinnar trúði á drauga. Ein þekktasta deila Randis var við ísraelska undramanninn Uri Geller en Randi hefur ritað heila bók um hann þar sem því er lýst að Geller sé svikahrappur og ekkert yfirnátt- úmlegt við sýningar hans á því hvernig hann beygir skeiðar með því að strjúka þær. Randi sem einnig kann að beygja skeiðar með þessum hætti segir að brellur þær sem Geller sýnir hafi verið kenndar utan á kornflexpökkum þegar hann var krakki. „Geller tókst að gabba jafnvel virta vísindamenn einfaldlega vegna þess að þeir skilja ekki sjónhverfingar." Randi hefur verið virkur í barátt- unni gegn loddurum síðan hann var 15 ára en þá kynntist hann spíritist- um í Kanada. Hann segir að sömu gömlu brellurnar skjóti upp kollin- um aftur og aftur. Vandinn felst í því, að sögn Randis, að þeir sem trúa á yfirnáttúrulega hluti trúa af miklu meiri sannfæring- arhita en hinir sem gera einfaldlega ráð fyrir aö ekkert slíkt sé til. „Þannig færir sá sem telur að jörð- in sé flöt mun vandaðri rök fyrir máh sínu en hinn gengur út frá því að hún sé hnöttótt og veltir því ekki frekar fyrir sér.' Kennarar Stöður skólastjóra og yfirkennara við- Grunnskólann á Hólmavík eru lausar til umsóknar. Einnig er óráðið í nokkrar kennarastöður. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í síma 95-13129 (13123), formaður skólanefndar í síma 95-13155 (13130) og sveitar- stjóri í síma 95-13193. Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk. Skólanefnd -Pá hv//,-/»■. i ■ i, iriai.t j.in j.i w/ x VERKLEGT T1LBOÐ Við náðum sérstökum samningum á takmörkuðu magni af Black og Decker iðnaðarverkfærum og lækkum verðið snarlega meðan birgðir endast. P54-HK < Slípirokkur í stáitösku 11000 snún. á min. sterkur og handhægur, 4V£”, 720W. Pll-69 Borvélv Létt, afar sterk, örugg og fjölhæf, stiglaus - afturábak og áfram, 450W. P80-20K ALoftborhamar í stáitösku Fyrir SDS steinbora, stiglaus afturábak og áfram, 550W. P22-71K Höggborvél í stáitösku> Óvenjulega fjölbreytt og kraftmikil meö afköst i hámarki, 2ja gíra, stiglaus - afturábak og áfram, 500W. EESX9Vfn Sölustaðir um land allt. SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • PÓSTHÓLF 880 • 121 REYKJAVÍK • SlMI 62 72 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.