Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Side 33
LAUGAílDAG.UJiaO.AP^L.iggf. H49 Helgarpopp Stefnumót við Sting Aðdáendum Stings stendur til boða að faira í hópferð á hljómleika með honum í Þýskalandi í næsta mánuði. Sting er fyrir nokkru lagður af stað í hljómleikaferð. Þar kynnir hann fyrst og fremst efni af nýju plötunni sinni, Soul Cages, en lætur að sjálf- sögðu eldra efni fljóta með. „Við förum á hljómleika í bænum Oldenburg," segir Ingi Gunnar Jó- hannsson fararstjóri. „Bær þessi er skammt frá Hamborg. Ég veit ekki hvers vegna Sting kýs að leika þar en ekki í stórborginni sjálfri. Ef til vill eru öll konserthús í Hamborg upptekin. Hugsanlega er nýbúið að opna hús í Oldenburg. Þar hafa að minnsta kosti ekki verið haldnir stórtónleikar af þessari gráðu svo ég muni.“ Það eru Samvinnuferðir/Landsýn og konsertklúbbur Bylgjunnar sem standa fyrir hópferðinni. Farið verö- ur 16. maí og komið aftur þann nítj- ánda. Hljómleikarnir sjáifir verða laugardagskvöldið átjánda. Ingi Gimnar er orðinn alvanur að fara með hópa á hljómleika í Þýska- landi. Síðustu fimm árin hefur fólk fariö með honum til að sjá og heyra David Bowie, Elton John, Prince, Michael Jackson, The Rolling Stones Og fleiri. „Tilgangurinn með þessu öllu sam- an er náttúrlega sá að ef fjallið kem- ur ekki til Múhameðs verður Múha- með að koma til fjallsins," segir Ingi Gunnar. „Það er því miöur allt of sjaldgæft að popparar og rokkarar á heimsmæhkvarða komi hingað til ábama- alnæmis- smituðum börmun Walt Disney risafyrirtækið ætl- ar í maílok að gefa út hljómplöt- una For Our Children til styrktar börnum sem alnæmisveiran hef- ur fundist í. MikiII stjörnufans kemur fram á plötunni án þess að taka gjald fyrir og ætlar að auki að gefa höfundar- og flutn- ingsgjöld til styrktar málefmnu. Meöal þeirra sem koma fram á For Our Children eru Bob Dylan, Bruce Springsteen, Little Ric- hard, Paul McCartney, Sting, Brian Wilson, Elton John, Harry Nilsson, Barbara Strcisand, Ja- mes Taylor og fleiri og fleiri. Brian Wilson og Elton John lögðu til eigin tónsmíðar sem þeir sömdu sérstaklega fyrír plötuna. Lag Wilsons heitir Country Feel- in’s og Pacifier er heitiö á lagi Eltons. Flest lögin á plötunni eru gam- algrónir barnaslagarar. Paul McCartney syngur til dæmis Mary Had a Little Lamb. Barbara Streisand leggur sömuleiðis til gamalt lag, A Child is Born. Há- punktar plötunnar eru að sögn blaðamanns Rolling Stone túlkun Little Ricliard á Itsy Bitsy Spider, Chicken Lips and Lizard Hips með Bruce Springsteen og túlkun Bobs Dylans á TMs Old Man. Umsjón Ásgeir Tómasson lands. Því er ráðið það að fara utan og sjá þá og heyra. Við höfum til ráðstöfunar tuttugu miða á Sting- Mjómleikana og það eru enn nokkrir eftir.“ Ef marka má dóma um hljómleika Stings að þessu sinrn er vel þess virði að sjá hann og heyra. Á efmsskránni er góð blanda af gömlu og nýju. í Rolhng Stone kemur fram að nýju lögin af Soul Cages séu jafnvel að- gengilegri á Mjómleikum en plötu. Með Sting í ferðinm eru Dominic Miher gítarleikari, Mjómborðsleik- arinn David Sancious og Vinrne Co- lautia sem leikur á trommur. Sting á hljómleikum. Gamla Hendrixlagiö Purple Haze er meðal þess sem hann býður upp á að þessu sinni. EINRÆÐI - LÝÐRÆÐI „Ef við förum og túlkum lýðræði með þeim hætti að til að mynda Sjálfstæðisflokkurinn annars vegar og Flokkur mannsins hinsvegar til að mynda, eigi að hafa sama tíma í sjónvarpi til að útskýra hvað þeir ætli að gera næstu 4 árin f stjórn landsins. Þetta finnst mér vera afbökun á lýðræðinu. “ Davíð Oddsson á kosningafundi á Blönduósi. Frjálslyndir telja skoðanir formanns stærsta stjórnmálaflokks landsins í þessum efnum hættulegar og beinlínis til þess fallnar að stofna til einræðis á íslandi. Frjálslyndir leggja áherslu á virðingu fyrir einstaklingnum og frelsi hans. Málfrelsi og fundarfrelsi er grunnur þess lýðræðisþjóðfélags sem við lifum í. Þann grunn vilja Frjálslyndir styrkja. FRJÁLSLYNDIR Ef þú vilt vita meira um þessar kerfisbreytingar eða önnur stefnumál Frjálslyndra, hafðu þá samband við kosninga skrifstofur okkar. ATKVÆÐI GREITT F-LISTANUM ER ATKVÆÐI GREITT SJÁLFUM ÞÉR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.