Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Side 22
22 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1991. Sérstæð sakamál Mánudaginn nóvember 1985 vaknaði Dieter Hoog á venjulegum tíma og fór niður í eldhús hússins sem hann bjó í með móður sinni í Baden-Baden í Þýskalandi. Hann bjóst viö að morgunverðurinn væri á borðinu. Svo var ekki og þegar hann fór að huga að móður sinni, Theresiu Hoog, komst hann að því að hún var ekki í heima. Honum kom til hugar að móðir hans hefði verið hjá vinkonu sinni, Elviru Kazuba, um nóttina og hringdi heim til hennar en enginn svaraði. Frú Kazuba átti að fara til vinnu klukkan níu en nú var klukkan hálfátta. Hoog hringdi því til lög- reglunnar og tilkynnti hvarf móður sinnar. Leitin hefst Lögregluvarðstjórinn hafði þegar samband við sjúkrahús til að kanna hvort kona hefði verið lögð inn eftir slys án þess að tekist heíði að ganga úr skugga um hver hún væri. Svo reyndist ekki vera. Sam- tímis þessu var kannað hvar síðast hefði verið vitað um frú Hoog. Sonur hennar skýrði svo frá að kvöldið áður hefði hún farið til heilsuhælis í Svartaskógi til meö- ferðar vegna gigtar sem hún þjáðist af. Dieter Hoog sagðist ekki vita hvort móðir hans hefði komið heim á eftir eða ekki. Hann hefði sjálfur komiö seint heim kvöldið áður og talið að móðir sín svæfi svo hann hefði farið beint til hefbergis síns. Varðstjórinn spurðist nú fyrir um hvort Theresia Hoog hefði átt bíl og fékk það svar að hún ætti Volkswagen Sirocco með skrásetn- ingarnúmerinu RA-P 89. Hefði hún farið í bílnum til heilsuhælisins kvöldið áður. Rannsókarlögreglan fær málið í hendur Þegar hér var komið þótti varð- stjóranum rétt að leita til rann- sóknarlögreglunnar. Hvarf Ther- esiu Hoog, sem var fimmtíu og fimm ára, virtist dularfullt og ekki að vita nema hún hefði orðið fórn- ardýr glæpamanns. Dieter Hoog hafði, er hér var komið, ekki skýrt frá því að hann hefði hringt heim til Elviru Kazuba en hún ekki svarað símanum. Skömmu síðar kom rannsóknar- lögreglumaðurinn Egon Tischler á heimili Hoogmæðginanna og fékk nýlega mynd af frú Hoog. Hann fór síðan með hana til heilsuhælisins í Svartaskógi þar sem hann fékk staðfestingu á því að hún hefði komið þangað kvöldið áður en síð- an verið kölluð burt í skyndi. Hjúkrunarkona sagði að maður um fertugt hefði komið að sækja hana. Hún sagðist ekki vita hvað hann hefði sagt við frú Hoog en að hún hefði strax farið með honum, líklega í bíl hennar. Tischler hafði þegar samband við yfirmann sinn, Gerd Monninger, og voru þeir sammála um að málið liti nú verr út en áöur. Bíllinn finnst Nú gerðist margt á tiltölulega skömmum tíma. Mynd var dreift af Theresiu Hoog og skrásetningar- númeri bíls hennar sömuleiðis. Lögregluþjónar um alla borgina fengu gögnin. Þá var teiknari send- Elvira Kazuba. Theresia Hoog. Þær treystu honum ur til heilsuhælisins og lýsti hjúkr- unarkonan, sem séð hafði manninn sem sótti frú Hoog, honum. Varð brátt til allgóð mynd af þeim sem talinn var bera ábyrgð á hvarfinu. Það var Walter Hartmann lög- regluþjónn sem kom auga á bíl frú Hoog fyrir framan hús í Frankreich Strasse. Er hann var á leiö að næsta símaklefa til aö tilkynna um fund- inn sá hann mann koma út úr hús- inu sem bíllinn stóð við og stinga lykli í skrána á vinstri framhurð bílsins. Hartmann gekk til manns- ins og sagði honum að hann væri handtekinn. Maðurinn reyndist vera Jurgen Hein, fjörutíu og sex ára og fæddur í Berlín. Rannsókn á húsinu, sem Hein hafði verið í, leiddi í ljós að eigand- inn var frú Ruth Luise Tschantsch- er en hún svaraði ekki þegar hringt var dyrabjöllunni. Þegar rann- sóknarlögreglumenn brutust inn í húsið komu þeir að grannvaxinni konu sem lá bundin og kefluö á rúmi. Var ljóst að henni hafði verið nauðgað og misþyrmt, en hún var á lífi. Reyndist hún vera Thersia Hoog. Saga frú Hoog Theresia Hoog var þegar flutt á sjúkrahús þar sem hún fékk að- hlynningu og síödegis var hún búin að ná sér það vel að hún gat skýrt frá því sem gerst hafði. við Berlín og bað um allar þær upplýsingar sem þar væri að fá um Jurgen Hein. Vöktu þær bæði at- hygli og óhug þegar þær lágu fyrir, en fjarriti var um klukkustund að skila þeim frá sér. Hein var fæddur í Berlín, elstur átta barna drykkfellds klæðskera og andlega vanheillar móður. Ung- ur fór hann að heiman og kvæntist Edith Dzillak sem hann kyrkti. Fyrir þaö fékk Hein átta ára fang- elsi árið 1967. Hann fékk aftur frels- ið eftir aö hafa fengið reynslulausn árið 1972. 4. apríl 1973 réðst Hein á sex ára gamla stúlku, Sonju Kleber, og misþyrmdi henni kynferðislega. Fannst hún nakin í blóði sínu og mátti þakka það því að hún fannst í tæka tíð að tókst að bjarga lífi hennar. Fyrir þann glæp fékk Hein tíu ára fangelsi og árið 1985 var hann enn á ný laus. Örlög Elviru Kazuba Að lokinni lesningunni ákváöu rannsóknarlögreglumennirnir að yfirheyra Elviru Kazuba því allt benti til þess að Hein hefði þekkt hana. Enginn kom til dyra er bjöll- unni á íbúð hennar var hringt. Er rannsóknarlögreglumenn komust inn í íbúðina sáu þeir gamlan mat fyrir tvo á eldhúsborði en Elvira Kazuba fannst stungin til bana í svefnherberginu. Fingrafararann- sókn leiddi í ljós fingrafor Jiirgens Hún sagði að nokkru eftir að hún kom í heilushælið í Svartaskógi hefði maður komið til hennar og sagt henni að vinkona hennar, Elv- ira Kazuba, heföi orðið fyrir slysi. Frú Hoog sagðist hafa farið með manninum og heföi hann ekið með hana að húsinu við Frankreich Strasse 10. Er inn í húsið kom rot- aði maðurinn hana. Þegar hún vaknaði lá hún bundin á rúmi og var Hein þá aö klippa utan af henni fötin meö skærum. Hófust síðan nauðganirnar og misþyrmingin. Um morguninn tók Hein bíllykla frú Hoog og var að opna bíl hennar þegar hann var handtekinn. Hættulegur glæpamaður Monninger hafði þegar samband Hein víða um íbúðina. Þegar gengið var á Hein játaði hann á sig morðið á frú Kazuba. Sagðist hann hafa kynnst henni í byrjun mánaðarins og hefðu tekist með þeim náin kynni svo hann hefði fengið lykil að íbúð hennar. Var þar fengin á því skýringin á því hvernig Hein vissi um frú Hoog og að hún var til meðferðar á heilsuhælinu í Svartaskógi, sem og á því hvers vegna Elvira Kazuba svaraði ekki símanum morguninn sem Dieter Hoog hringdi til hennar. Monninger skipaði nú mönnum sínum að fara þegar í stað aftur til hússins við Frankreich Strasse 10 því ljóst var nú að frú Ruth Luise Tschantscher, eigandi hússins, bjó þar í annarri íbúð, en íbúar þar höfðu skýrt frá því að enginn hefði orðið hennar var um nokkurn tíma. Það var Tischler sem fékk þessar upplýsingar og kom þeim til Monningers. Örlög frú Tschantscher Rannsóknarlögreglumenn og menn frá tæknideild lögreglunnar fóru nú á vettvang. Þeir fóru inn í íbúð frú Tschantscher og í fyrstu var ekki neitt óeðlilegt að sjá þar. í svefnherberginu var allt i röð og reglu og þótt augljóst væri að sofið hafði verið í rúminu var ekki nein ummerki að sjá um ofbeldi. Frammi á gangi var hins vegar annað herbergi og þegar rannsókn- arlögreglumennimir opnuðu dym- ar að því gaus á móti þeim óþefur. Augnabliki síðar blasti við þeim lík frú Tschantscher og var ljóst ljóst að hún hafði verið dáin um nokk- urt skeið. Líkskoðun leiddi síðar í ljós að hún hafði verið látin í um hálfan mánuð er hún fannst og var ljóst að henni hafði verið nauðgað og misþyrmt. Dánarorsök reyndist kyrking. Nýjátning Jurgen Hein játaði á sig, að því er virtist með ánægju, moröið á frú Tschantscher en neitaði síöan að hafa gerst sekur um nokkra aðra glæpi en þá sem lögreglunni væri þegar kunnugt um. Þannig hafði þessi afbrotamaður frá Berlín nú játað á sig morð tveggja kvenna, auk nauðgana og misþyrminga. Þótt ekki væri þann- ig hægt að sjá neina raunhæfa ástæðu til þess að hann játaði ekki á sig fleiri glæpi, hefði hann framið þá, var þó að sjálfsögðu ekki hægt aö fullyrða að hann hefði ekki framið fleiri ódæði. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess. Mál Jurgens Hein vakti mikla athygli enda með þeim óhugnan- legri sem komið hafa upp í Þýska- landi um nokkurt skeið. 27. júní 1986, nokkru eftir að rétt- arhöldin yfir Hein hófust, gaf hann' kviðdómendum nákvæma lýsingu á öllum óhæfuverkunum og varð ekki séð að hann reyndi á neinn hátt að fegra hlut sinn. Kviðdómendur fundu hann sek- an um öll ákæruatriðin, en ekki hafði þótt hægt að benda á nokkrar mildandi aöstæður. Dómari dæmdi hann síðan til tvöfaldrar ævilangar fangelsisvistar og skyldi síðari vist- in hefjast þá er hinni fyrri lyki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.