Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Síða 7
LAIJGARDAGCR 6. .JÚLÍ ;i?9L l
x>v Fréttir
Lyflafyrirtæki bjóða læknum til útlanda:
Lyfjafyrirtækin bjóða
læknum alls konar risnu
segir Pétur Pétursson sem samdi drög að leiðbeiningum um samskipti lækna og lyQafyrirtækja
„Það er alls konar risna i gangi sem
læknum er boðin af lyfiafyrirtækjum
en hvort hún er óeðlileg er smekks-
atriði. Það er veriö að gauka ýmsu
að mönnum. Ég veit ekki nákvæm-
lega um einhver dæmi en allavega
hef ég ekki þegið þau boð sem ég hef
fengið. Ég hef oft fengið ágæt boð sem
ekki þjóna neinum námstilgangi, til
dæmis utanferðir að skoða einhverj-
ar verksmiðjur. En ég held að þetta
hafl sáralítil áhrif. Yfirleitt er þessi
upplýsingastarfsemi sett fram af að-
ilum sem kunna ekki mjög mikiö
fyrir sér, hvorki í læknisfræði né
lyfjafræði," segir Pétur Pétursson
læknir en hann sat í nefnd á vegum
Læknafélags íslands sem samdi drög
að leiðbeiningum um samskipti
lækna og lyfjafyrirtækja.
Einar Magnússon, deildarstjóri
lyíjamáladeildar heilbrigðisráðu-
neytisins, hefur sagt að vegna nýju
lyíjareglugerðarinnar verði læknar
að fara að hugsa sig um þegar þeir
vísa á lyf og geti ekki vísað sjálfkrafa
„á dýra lyfið frá fyrirtækinu sem
bauð þeim á ráðstefnu í fyrra.“ Pétur
skrifaði fyrir nokkrum árum grein í
Fréttabréf lækna þar sem hann gagn-
rýnir boð lyfjafyrirtækja:
„Eru fræðsluþing lyíjafyrirtækja
hinir ágætustu mamífagnaðir þar
sem glaðbeittir farandsalar ausa af
nægtarbrunni lyfjafræðiþekkingar
sinnar en þingheimur nýtur síðan
hins höfðinglegasta viðurgjörnings í
mat og drykk og er síðan leystur út
með gjöfum."
Pétur segir að vissulega yrði að
kynna ný lyf fyrir læknum því án
þess næðu þau engri sölu. „Þess
vegna er ýmsum aðferðum beitt. En
það sem Einar segir er náttúrlega
ekkimjögígrundað." -ns
Kostnaður vegna magasárslyfja er 200-300 milljónum króna meiri hér á
landi en annars staðar á Norðurlöndum. Einnig taka íslendingar inn mun
meira af slíkum lyfjum en frændurnir.
Mikil neysla magasárslyfja á íslandi:
Sex sinnum
meira en Finnar
íslendingar taka inn um sex sinn-
um meira af magasárslyfjum en
Finnar og langmest allra Norður-
landaþjóðanna. Kostnaður sá sem
heilbrigöisytirvöld greiða vegna
þessara lytja er 200-300 milljón krón-
um meiri en annarra Norðurlanda-
þjóða enda er þessi lyfjaflokkur
kostnaðarlega stærsti flokkurinn á
íslandi.
Kostnaðurinn er reiknaður út sem
dagskammtar á 1000 íbúa og í ljós
kemur að á meðan íslendingar fá um
20 dagskammta fá Finnar aðeins um
3. Sighvatur Björgvinsson heilbrigð-
isráðherra segir að ein af ástæöum
þessa sé sú að íslendingar taki inn
meira af dýrari lyfjum en aðrar
Norðurlandaþjóðir.
Fljótari að ná sér skemmtun
„Þaö er engin ein einhlít skýring á
því heldur eru þær margar. Ein skýr-
ingin er það sölukerfi sem við höfum
komiö okkur upp, kannski vegna
þess að umboðsmennirnir eru dug-
legri að auglýsa þessi lyf til lækn-
anna. En það eru líka dæmi þess að
menn noti þessi dýru magasárslyf,
sem ríkið borgar að langmestum
hluta, til þess að vera fljótari að ná
sér eftir að hafa skemmt sér reglu-
lega eftirminnilega. Þeir biðja því um
lyf sem gera það að verkum að menn
eru fljótari að ná sér og komast til
vinnu en ella. Og þetta kemur fram
í fleiri lyíjum, til dæmis sýklalyfj-
um,“ segir Sighvatur.
Ekki hefur verið gerð nein rann-
sókn á hvort íslendingar þjáist al-
mennt af magasári og þurfi þess
vegna svona mikið af magasárslyfj-
um eða hvort ástæða þessa mikla
kostnaðar sé vegna notkunar dýrra
lyfla. Það ætti hins vegar að koma í
ljós eftir reglugerðarbreytinguna.
Sumir læknar telja að vegna hennar
muni innlagnir á sjúkrahús aukast
til muna þar sem magasárssjúkling-
ar hafl ekki lengur efni á að kaupa
magasárslyf.
Ódýru lyfin duga yfirleitt
Sverrir Bergmann, varaformaður
Læknafélags Islands, segir að inn-
lögnum og aðgerðum vegna maga-
sára hafi fækkað mjög frá því lyf við
þeim komu á markaðinn.
„En það eru til lyf við magasári sem
eru tiltölulega ódýr og duga í flestum
tilfellum. Þess vegna tel ég að inn-
lögnum þurfi ekki að fjölga mjög.
Síðan er nokkuð stór hópur sem er
slæmur af magasári og þarf lyf sem
eru dýr og notkun þeirra kemur í veg
fyrir aðgerðir. En það er alveg slá-
andi hvað lyf við magasári og maga-
bólgum hafa breytt miklu varðandi
innlagnir og aðgerðir. Ég held að
menn verði að vera tilbúnir að veita
undanþágur í þessu sambandi," segir
Sverrir. -ns
Vísa læknar á lyf frá fyrirtækjum sem bjóða þeim til útlanda?
Þetta er alveg út í
bláinn og fáránlegt
- segir Sverrir Bergmann, varaformaður Læknafélags Islands
„Þetta er alveg út í bláinn og alveg
fáránlegt. Það er óskaplega barnalegt
að láta svona út úr sér og þetta er
alveg alrangt. Að segja að læknar séu
að skrifa upp á lyf til að borga fyrir
einhveija ferð út í lönd er mjög alvar-
leg ásökun. Ég held að ég kjósi að
afgreiða þetta sem vanhugsað og svo-
lítinn barnaskap sem maður verður
að fyrirgefa," segir Sverrir Berg-
mann, varaformaður Læknafélags
íslands, um ummæli Einars Magnús-
sonar, deildarstjóra lyíjamáladeildar
heilbrigðisráðuneytisins.
Einar sagði að læknar gætu ekki
lengur ávísað á lyf frá fyrirtækjum
sem heföu boðið þeim til útlanda
vegna breyttrar lyfjareglugerðar.
„En það er alltaf nokkuð um það
að lyfjafyrirtæki séu með kynningar
og ráðstefnur hér heima. Ég veit ekki
hversu algengt er að þau bjóði lækn-
um til útlanda," segir Sverrir.
Sverrir segir að þegar læknum sé
boðið á slíkar ráðstefnur sé það þeg-
ar verið sé að fjalla um einhverja
sérstaka sjúkdóma og nýja meðferð
við þeim. Þá þurfi lyfjafyrirtækin að
koma sínu að.
„Við teljum nauðsynlegt að það séu
talsverð samskipti milli lækna og
lyíjaframleiðenda, meðal annars
vegna þess að lyfjafyrirtækin eru rík
og þau geta hjálpað til með fram-
kvæmd raunhæfra rannsókna á
ýmsu. Og þá meina ég ekki bara hvað
lyf geri í vissum tilvikum heldur
margvíslegar grunnrannsóknir á
sjúkdómum. Slík starfsemi er oft
mjög kostnaðarsöm og erfitt fyrir
okkur að standa undir henni. Þess
vegna er eðlilegt að ákveðin sam-
vinna sé milli þessara aðila. En þessi
samvinna hefur aldrei boðiö upp á
þá hluti sem þessi ágæti maður er
að segja,“ segir Sverrir.
-ns
LÆKKAÐ VERÐ
GARÐSHORN íí
við Fossvogskirkjugarð - sími 40500
Úll blómabúnt á aðeins kr. 490
50% afsláttur af garðkönnum 50% afsláttur af flestum plastpotta- hlifum og hvitum plastpottum 50% afsláttur af ýmsum keramik- pottahlífum
Opið 10-19 mánud- laugard. *jl)|p4; 13-19 pL sunnudaga ÍL 30% afsláttur af flestum garðyrkju- áhöldum