Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Page 9
LAUGARDAGUR 6. JÚLl 1991. 9 Macaulay Culkin: Bamastjama á toppnum „Ég er að hugsa um að verða leik- ari þegar ég verð stór. Kannski fæ ég hlutverk í einhverjum táninga- myndum. En ég vil alls ekki hlut- verk þar sem ég þarf að kyssa stelp- ur. Oj barasta." Þannig farast þekktustu barna- stjörnu nútímans orð um feril sinn sem leikari. Hér er auðvitað átt við Macauley Culkin sem lék aðalhlut- verkið í Home Alone, eða Aleinn heima, sem sló eftirminnilega í gegn fyrr á þessu ári. Myndin fékk meiri aðsókn en nokkur aðstand- enda hennar þorði að vona og ógn- ar nú veldi E.T. sem mest sótta mynd allra tíma. Aleinn heima Eins og búast má við er framhald þessarar vinsælu myndar þegar í undirbúningi og mun heita Home Alone Again, eða Aftur aleinn heima. Fyrri myndin fjallaði um stóra fjölskyldu sem ákveður að fara í ferðalag til Parísar með allan barnaskarann. Af einskærri óheppni mistelur móðirin höfuðin á leið á flugvöllinn og þegar fjöl- skyldan lendir hinum megin Atl- antshafsins uppgötvast að einn pottormurinn hefur orðið eftir heima. Myndin lýsir síðan á gam- ansaman hátt baráttu stráksa við innbrotsþjófa og annað illþýði. Skemmtileg blanda af ævintýra- og gamanmynd sem fann greiðan að- gang að hjörtum mannanna hvar- vetna þar sem hún hefur verið sýnd. Enginn viðvaningur En hver er þessi pottormur sem fór svona á kostum í aðalhlutverk- inu? Jú, hann heitir Macauley Culkin og er langt í frá neinn við- vaningur á þessu sviði þó hann sé aðeins tíu ára gamall. Hann lék í fyrsta sinn á sviði þegar hann var aðeins fjögurra ára og sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd fékk hann sex ára í myndinni Rocket Gibraltar og lék þar á móti Burt Lancaster. Auk þess að leika í kvikmyndum hefur hann sungið, leikið og dansað á sviði bæði í söngleikjum og bal- lettsýningum. Fyrsta kvikmynda- hlutverk hans sem vakti verulega athygli var í kvikmyndinni Uncle Buck sem naut talsverðra vin- sælda. Leikstjórinn John Hughes, sem kom Mac á framfæri, segir að hann sé indæll piltur sem láti framann Stórstirnið smávaxna með foreldr- um sinum. ekki stíga sér til höfuðs. „Það versta sem hent getur krakka á þessum aldri í þessum bransa er þegar þeir byija að reyna að leika. Mac reynir það ekki, hann er bara hann sjálfur og enginn ann- ar.“ Öskraði fyrir framan spegil „Ég gat svo sem ekki sótt.í mína persónulegu reynslu af því að vera skilinn eftir,“ segir Mac sjálfur um hlutverk sitt í umræddri kvik- mynd. „Einu skiptin sem ég hef verið einn heima er á meðan mamma skreppur út í búð. Ég æfði mig í aö öskra og svoleiðis fyrir framan spegil og það var ekkert mál.“ Nokkrir gagnrýnendur hafa agnúast út í kvikmyndina Aleinn heima vegna þess ofbeldis sem þar er beitt í ýmsum myndum. Hvað finnst Mac um það? „Það fór ekkert í taugarnar á mér. Þetta var fyrst og fremst grín allt saman. Ég var aldrei taugaó- styrkur nema kannski svolítið fyrst. En svo komst ég upp á lag með þetta. Þarna er einn hljóðnemi og myndavélar og þú þarft að leika fyrir þær. Þetta er frekar einfalt mál,“ segir hann og ypptir öxlum. Caulkin er sonur Christophers og Patriciu Culkin. Faðir hans er þekktur sviðsleikari í New York og tveir bræður Macs, Shane og Ki- ernan, hafa talsvert fengist við að leika og fjöldi leikara er i.nnan fjöi- skyldunnar. „Þetta var ekki þannig að við réð- um umboðsmann fyrir þau við fæð- ingu,“ segir Christopher Caulkin. „Það hefur ekkert þeirra lært að leika, þetta er fyrst og fremst frí- stundagaman sem hefur farið svo- lítiö úr böndunum." Sá tíu ára er nú þegar orðinn rík- asti meðhmur fjölskyldunnar og fyrirsjánalegt að enn renni nokkr- ar milljónir dollara í vasa hans fyr- Macauley Culkin, 10 ára gamall milljónamæringur og barnastjarna. ir frekari kvikmyndaleik. sem ég lýk einhverju 'verki þá fæ staklega spáð í framtíðina. Kannski „Mamma sér um fjármálin," seg- ég smáupphæð svo ég get keypt fæ ég hlutverk í Die Hard III þegar ir sá stutti. „Hún er að safna fyrir mér kartöfluflögur, smákökur og ég verð stór. Það væri frábært." skólagöngu minni en í hvert skipti farið í tölvuspil. Ég hef ekkert sér- HÚSGÖGN SENMNGAR NÝTT! Húsgögn úr EIK: Bókaskápar, hljómtækjaskáp- ar, kommóður, veggsams^æð- ur og margt fleira mánudaga- ______________________________ 'kMwa" Húsgagnaverslun Sunnudaga 13-19 Sem kemur á 6wart GARÐSHORN « við Fossvogskirkjugarð - símar 16541 og 40500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.