Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Síða 11
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991.
11
Sviðsljós
mENSK
TÓNLIST
Nú er komin út hljómplata með þessum
gömlu góðu íslensku lögum sem lifað hafa með þjóðinni
í gegnum tíðina.
Gunnar Þórðarsson sá um að endurútsetja þessi frábæru lög sem þú
hefur lengi beðið eftir að eignast.
Flytjendur eru ekki af verri endanum og má þar nefna Savanna
tríóið, Björgvin Halldórsson, Sigríði Beinteinsdottur og fleiri.
Islandslög er hress og skemmtileg plata á íslensku tónlistarsumri.
iwmtu/j
Dottir Diönu Ross:
Langar að erfa
útlit móðurinnar
Tracee Ross, nítján ára gömul, dóttir
söngkonunnar frægu Díönu Ross,
hefur mestan hug á að gerast fyrir-
sæta. Hún fékk fyrir stuttu að kynn-
ast starfmu með móður sinni. Reynd-
ar hafa þær mæögur tvívegis setið
fyrir. Tracee segist hafa orðið orð-
laus þegar hún skoðaði myndirnar
af þeim. Þær voru fremur sem systur
en mæðgur. „Ég trúði ekki mínum
eigin augum þegar ég sá myndirn-
ar,“ segir hún. „Mamma er 46 ára en
Tracee Ross, dóttir Díönu Ross, óskar sér helst aö verða fyrirsæta þegar
hún hefur lokið háskólanámi. Hún telur að litarháttur hennar geti komið í
veg fyrir frama á þvi sviði.
lítur ekki út fyrir að vera eldri en
ég. Samt er hún fimm barna móðir.
Ég vona svo sannarlega að ég hafi
erft þetta hvað sem það er sem gerir
hana svona unglega."
Tracee er næstelst barna Díönu.
Elsta systir hennar, Rhonda, er tví-
tug og er við nám í sama háskóla og
Tracee, þriðja systirin er 15 ára og
býr heima ásamt tveimur bræðrum
sínum sem eru 3ja og 2ja ára gamlir.
Tracee hefur áhuga á að verða eft-
irsótt fyrirsæta en gerir sér grein
fyrir að hægara er um að tala en í
að komast. Þar fyrir utan verður hún
fyrst að klára námið. „Maður verður
að hafa mjög sérstakt útlit ef maður
á að ná vinsældum sem svört fyrir-
sæta,“ segir hún, „Ég hef reyndar
aldrei litið á mig sem svarta og ekki
mikið hugsað út í það. Faðir minn
er hvítur svo ég er alveg eins hvít
og svört. Hins vegar eru aðrir sem
setja á mig stimpú vegna litarháttar-
ins. Þaö skal þó ekki verða til að
draumar mínir rætist ekki. Ég vinn
bara að því harðara en annars hefði
verið," segir hún ennfremur.
Díana Ross ólst sjálf upp í fátækt,
rétt utan við Dietrot í Bandaríkjun-
um. Fjölskylda hennar lifði á styrkj-
um frá félagsmálakerfinu. Böm Dí-
önu hafa aldrei kynst öðru en lúxus-
lífi og gengið í fína einkaskóla.
„Ég þarf ekki að leita að neinni
fyrirmynd. Ég hef mömmu. Hún er
jákvæð fyrirmynd allra kvenna.
Henni hefur vegnað sérstaklega vel
í starfi sínu og hlotið miklar vinsæld-
ir. Þar fyrir utan á hún fimm börn.
Margar konur telja að ekki sé hægt
að eiga börn og ná frama í starfi. Hún
hefur afsannað þaö.
Dætur Díönu Ross eru allar fæddar
í Beverly Hills. Þar bjuggu þær ti)
Diana Ross giftist Arne árið 1986. Þau höfðu aðeins þekkst i fimm mán-
uði. Þau áttu þrjú börn hvort en siðan hafa bæst við tvö.
ársins 1978 en þá skildu Díana og
eiginmaður hennar. Hún flutti þá
með dæturnar til New York. „Ég á
mjög góðar æskuminningar," segir
Tracee. „Heimiiið var mjög venjuiegt
enda var móðir mín ekki fyrir veislur
né mikið félagslíf. Húsgögn voru
praktísk og þægileg og því heimilis-
legt í kringum okkur. Og mamma
hefur alltaf verið bara mamma.“
Fyrir fimm árum fór Díana Ross
með dætur sínar þrjár í frí til Ba-
hamaeyja. Þær voru óheppnar með
veður og leiddist frékar en hitt.
Ferðamenn voru fáir en þeirra á
meðal norskur fjallaprílari og börn
hans þrjú. Þessar tvær fjölskyldur
kynntust og ákváðu að borða saman
einn daginn. Díana og sá norski,
Arne að nafni, giftu sig fimm mánuð-
um síðar. Fjölskyldan er stór þegar
hún kemur saman því auk þeirra sex
barna sem hittust á Bahama þá hafa
tvö börn bæst við síðan.
Og allt í einu
fæddist bam.
„Þetta kom okkur öllum á óvart.
Það var ekki hægt að sjá að hún
væri með stærri maga en gengur
og gerist," er haft eftir bandarísk-
um sjúkrabílstjóra sem varð þeirr-
ar reynslu aðnjótandi að taka á
móti barni sem enginn vissi að
væri á leiðinni.
Móðirin, Carrie Matheson, 23ja
ára, segist ekki hafa haft hugmynd
um að hún væri barnshafandi enda
hafði hún haft blæðingar alla með-
gönguna. „Þessi meðganga var í
engu lík því þegar ég gekk með
fyrra barn mitt,“ segir hún en þá
þyngdist Carrie um mörg kfló.
Carrie vaknaði einn morguninn
með hræðilega verki. Hún gat sig
ekki hreyft fyrir verkjum svo hún
hringdi í neyðarlínuna, 911.
Sjúkraliöinn sem kom á staðinn
fann að magi hennar var mjög
harður og spurði hvort hún væri
ófrísk en Carrie sagði svo ekki
vera.
Hún var aöeins rétt komin inn í
sjúkrabílinn þegar hún fann eitt-
hvað renna niður fætur sína og
nokkrum sekúndum seinna var lít-
ii stúlka komin í heiminn. Carrie
var flutt á sjúkrahús þar sem fylgst
var með þeim mæðgunum. Þeim
heflsaðist vel og komu sannarlega
pabbanum á óvart en þau hjóna-
komin áttu son áður.
Stoltir foreldrar, Carrie og Peter, meó óvæntan glaðning, dótturina Kat-
herine, en moðirin hafði ekki hugmynd um að hún væri barnshafandi.