Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Stjórnlítil hlutafélög Tillögur brezks verðbréfafyrirtækis um bættan hluta- hármarkað á íslandi eru góðra gjalda verðar. Þær ná þó einungis yfir hluta vandamálsins, það er að segja opin fyrirtæki, sem eru nálægt því að vera skráð á hlutafjármarkaði. Slík fyrirtæki eru fá hér á landi. Auðvitað er brýnt, að kaup og sala hlutafjár fari hér á landi fram með svipuðum hætti og tíðkazt hefurí lönd- um með þróaðan hlutabréfamarkað. Um leið megum við ekki gleyma, að mestur hluti íslenzkrar atvinnu- starfsemi fer fram í meira eða minna lokuðum félögum. Starfshættir slíkra félaga eru alvarlegra vandamál heldur en starfshættir opnu félaganna. Við verðum nærri daglega vör við afleiðingar þess í stjarnfræðileg- um gjaldþrotum, sem sagt er frá í fréttum. Umfang gjald- þrotanna er ótrúlega mikið í samanburði við veltuna. Svo virðist sem bókhald íslenzkra fyrirtækja sé ekki í þeim skorðum, að stjórnendur þeirra og lánardrottnar geti gert sér grein fyrir stöðunni. Ennfremur virðast endurskoðendur fyrirtækjanna ekki hafa neina umtals- verða sýn yfir þessa stöðu eða þróun hennar. Sumir endurskoðendur haga sér sem þjónar fram- kvæmdastjóra eða stjórnarformanna fyrirtækjanna, er þeir vinna fyrir. Dæmi eru um, að þeir neiti stjórnar- mönnum um aðgang að upplýsingum úr bókhaldi, svo að ekki sé minnst á réttleysi almennra hluthafa: Ein afleiðing þessa er, að bankar og sjóðir geta ekki treyst upplýsingum endurskoðenda og verða að leggja út í dýrar athuganir á stöðunni. Þá tekur við næsta vandamál, sem felst í afskiptum stjórnmálamanna af bönkum og sjóðum, sem yfirleitt eru ríkisstofnanir. Þegar fagmenn lögðu árið 1988 fram skýrslu um, að enginn grundvöllur væri fyrir öllu því fiskeldi, sem var í undirbúningi, og að sumar greinar hennar væru alger- lega vonlausar, ákváðu stjórnarmenn og forstjórar Framkvæmdasjóðs að stinga skýrslunni undir stól. Þannig var framleitt sjö eðá átta milljarða fjárhags- tjón í fiskeldi án þess að montkarlar í stjórn og fram- kvæmdastjórn Framkvæmdasjóðs hafi verið látnir sæta nokkurri ábyrgð fyrir að halda áfram að lána og fyrir að halda um leið leyndri skýrslu um stöðu mála. í alvöruþjóðfélagi alvörufyrirtækja eiga aðvörunar- bjöllur að hringja fyrr og hærra en nú tíðkast. Skarpari venjur þurfa að vera um bókhald. Og endurskoðendur þurfa að setja sér strangar siðareglur, því að öðrum kosti má alveg eins sleppa þeim úr eftirlitskeðjunni. Ekki er hægt að hindra, að fyrirtæki verði gjald- þrota. Hins vegar er unnt að koma í veg fyrir, að gjald- þrot verði eins stjarnfræðileg og þau hafa orðið að und- anfórnu. Til þess þarf að kanna ferhð, sem leiðir til slíkra gjaldþrota, svo sem hjá'Alafossi og í fiskirækt. Slík athugun mun vafalítið leiða í ljós, að gera þurfi endurskoðendur sjálfstæðari og ábyrgari; að gera þurfi stjórnarmenn og framkvæmdastjórnarmenn lánastofn- ana sjálfstæðari og ábyrgari, og að leggja beri niður rík- isábyrgðir og önnur póhtísk afskipti af atvinnurekstri. Bókhaldarar og endurskoðendur eru nú í vasa for- sljóra og lánastofnanir eru í vasa stjórnmálamanna. í öllum þessum vítahring virðist helzt hald í fagmönnum lánastofnana, ef skýrslum þeirra er þá ekki stungið undir stól, svo sem sýnir dæmi Framkvæmdasjóðs. Gaman væri að hafa hér fínan hlutabréfamarkað. En vandamál íslenzkra hlutafélaga eru mun stórkarlalegri og frumstæðari en fram kemur í ensku tihögunum. Jónas Kristjánsson Hugsa sig um ábarmi hengiflugs Vígaferli liggja niöri í Júgóslavíu þegar þetta er ritaö en viösjár eru enn með mönnum. Slóvenar hafa leyst sveitir sambandshersins úr umsátum og hleypt þeim aftur til búöa sinna. í staðinn hefur yflr- stjóm sambandshersins látið þrjár öflugar herfylkingar á leið til Sló- veníu nema staðar, í bili að minnsta kosti. Samtök Evrópuríkja, bæði Evr- ópubandalagið og Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu, sitja jafnframt á fundum eða eru að efna til funda til að stuðla að friðsam- legri lausn á viðsjánum sem fylgdu sjálfstæðisyfirlýsingum Króatíu og Slóveníu. RÖSE býðst til að senda eftirlitsmenn á vettvang til að treysta ríkjandi vopnahié og verð- ur fróðlegt að sjá hvernig fmm- raun ungrar fjölþjóðastofnunar við að ráða fram úr hættuástandi á umbrotatímum í Austur-Evrópu reiðir af. Mestu veldur þó um lognið sem ríkir í svipinn, að allir aðilar sáu ástæðu til að meta stöðuna á ný áður en frekar væri að gert. Um miðja vikuna römbuðu þjóðir Júgóslavíu á barmi borgarastyrj- aldar. Herstjórnin í Belgrad var farin að taka eigin ákvarðanir án þess að sinna fyrirmælum stjórnar sambandsríkisins. Sambandsherinn skipa um 180.000 manns og talið er að nú hafi varaliðsmenn í Serbíu verið kallaðir til vopna. Um 70 af hundr- aði liðsforingja eru Serbar en óbreyttir liðsmenn skiptast hlut- fallslega eftir þjóðernum sem byggja sex sambandslýðveldi og tvö sjálfstjórnarsvæði þar sem finna má 24 þjóðir og þjóðabrot alls ef grannt er talið. Lögum samkvæmt er sambands- herinn undir stjóm forsætisráðs fulltrúa allra aðila að ríkjasam- bandinu en frá því um miðjan maí hefur forsætisráðið verið forseta- laust. Að réttu lagi átti þá að taka við Króatinn Stipe Mesic, sam- kvæmt reglu um að forsætið færist reglulega milli fulltrúa lýðveld- anna. Leiðtogi Serbíu, harðlínu- kommúnistinn Slobodan Mil- osevic, hefur með valdbeitingu bælt undir sig stjórnir sjálfsstjórn- arsvæðanna Kosovo og Vojvodinu. Hann réð því þrem atkvæðum í forsætisráðinu og notaði þá að- stöðu til að hindra að Mesic næði kjöri. Eitt af því sem Ante Markovic, forsætisráðherra sambandsstjóm- arinnar, kom til leiðar við setningu fyrsta vopnahlésins um fyrri helgi, var aö Serbíustjórn sætti sig við kjör Mesics. En þá var skaðinn skeður. Herforingjar með svipuö Stór-Serbíusjónarmið og Milosevic þóttust undir engan gefnir og Bjagoje Adzic herráðsforseti boð- aði allsherjarárás á Slóvena. Herstjórnin hafði þá átyllu til óyndisúrræða að yflrstjórn land- vamarliðs Slóveníu hefði ekki Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson staðið við þann hluta vopnahlés- skilmála frá fyrri helgi sem her- stjórnin lagði mest upp úr. Skrið- dreka- og brynvagnssveitir sam- bandshersins í umsátum Slóvena fengu ekki að hverfa aftur til búða sinna nema gegn því að yfirgefa vopn sín. Sátu þær því áfram í herkví, vistalausar með fallna menn og særða. Þetta mál leystist við annað vopnahléssamkomulagið, sem full- trúar Slóvena og herstjórnar sam- bandshersins gengu frá milliliða- laust. Enn kvartar þó herstjórnin yfir að herbúðir sinna manna í Sló- veníu fái ekki rafmagn og vatn sem af þeim var tekið um leið og her- sveitum var beitt. Talið er að sambandsherstjórnin hafi sent út af örkinni 2000 af20.000 manna setuliði í Slóveníu með skipun um að taka á sitt vald landa- mærastöðvar, sem settar höíðu verið undir merki sjálfstæðrar Sló- veníu, og gera þær júgóslavneskar á ný. Lagt var til atlögu á skrið- drekum og brynvögnum eingöngu, án liðveislu fótgönguliðs. Þessar sveitir reyndust brátt auö- veldar viðfangs fyrir slóvenska landvarnarliðið. Það er svo öflugt sem raun ber vitni, vegna þess aö í raðir þess hefur skipað sér þorri heimavarnaliðs lýðveldisins. Vegna reynslunnar í heimsstyrj- öldinni síðari hafa landvarnir Júgóslavíu verið skipulagðar í tveim þrepum, allt frá tví Tító ótt- aðist innrás að undirlagi Stalíns. Samhliða sambandshernum, sem er þjálfaður og búinn til hefðbund- ins hernaðar, er í hverju lýðveldi heimavarnalið, sem er æft og búið til að halda uppi skæruhernaði að baki víglínu óvinahers. Heima- varnaliöið er búið þungum vél- byssum, sprengjuvörpum, skrið- drekavarnabyssum og loftvarna- flaugum, sem skotið er frá öxl. Tal- ið er að 40.000 manns skipi heima- varnalið Slóveníu og Króatíu hvorrar um sig, og það hefur að- gang að ríkulegum vopnabúrum, sem- endast eiga til langvarandi skæruhernaðar. Stjórn sambandshersins kom því á óvart, hve skjótt Slóvenar gerðu úthlaupssveitir hennar óvirkar. Sömuleiðis sýndi sig að óbreyttir hermenn af öðru þjóðerni en serb- nesku hlupust margir undan merkjum við fyrsta tækifæri. Þessi hernaðarlegu atriði löttu því her- stjómina í Belgrad að fylgja eftir stóru orðunum, auk þess sem hún getur ekki verið ónæm fyrir pólit- ískum þrýstingi, bæði frá löglegum stjórnvöldum sambands lýðveldis- ins og erlendis frá. Helst er svo að sjá aö heraflinn sem sendur var frá Belgrad norð- vestur á bóginn hafi verið látinn nema staöar að mestu leyti þar sem saman koma Serbía, Króatía og Bosnía-Herzeovina. Þar búa um tvær milljónir Serba utan landa- mæra Serbíu, 600.000 í Króatíu og 1,3 milljónir í Bosníu. Slobodan Milosevic hefur ekki farið leynt með að hann hyggst innlima þessi hérað í Stór-Serbíu, fái hann ekki ráðið mestu i miðstýrðri Júgóslav- íu. Serbarnir í yfirherstjórninni virðast vera að hertaka þau undir yfirskini herferðar gegn Slóvenum. Stjórn Króatíu hefur haft hægt um sig undanfarna viku, svo Sló- venum finnst nóg um. En Slóveníu byggja nær einvörðungu Slóvenar, af 4,5 milljónum íbúa Króatíu eru 600.000 Serbar. Þeir brugðust ókvæöa við sjálfstæðishreyfingu Króata og hafa lýst yfir Serbneska sjálfstjórnarsvæðinu Krajina á belti meðfram landamærunum að Serbíu. Þar hafa á undanfórnum misserum fallið jafnmargir í þjóð- ernavígum og féllu í viku bardög- um í Slóveníu, hátt á fimmta tug manna. Suðurslavneskar þjóðir hafa um aldir þótt herskáar með afbrigðum, og milli þeirra, einkum Serba og Króata, ríkir erfðaíjandskapur. Takist þrátt fyrir þetta að halda deilum þeirra og árekstrum í skefj- um meðan sambúð þjóða Júgóslav- íu leitar nýs jafnvægis, er þaö vott- ur um að breytt viðhorf í Evrópu nái líka til Balkanskaga. 4/7 1991 Magnús T. Ólafsson Skriðdrekar sambandshers Júgóslavíu snúa aftur til herbúða, kenndra viö Tító marskálk, lausir úr herkvi Slóvena. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.