Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Side 18
18
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991.
Veiðivon
Veiðimenn léttir þrátt fyrir dræma veiði:
Veiðileyfið
hafði hækkað
- það dró fyrir sól
Lax hefur komið á land i Austurá
og veiðimaður reynir að fá fleiri til
að taka agnið. DV-mynd G.Bender
Þrátt fyrir að laxveiðin sé alls ekki
góð alls staðar taka flestir veiðimenn
þessu með jafnargeði.
Einn veiðimaðurinn tók sé far með
Akraborginni fyrir fáum dögum og
lá leið hans í Laxá í Dölum. Þar hafði
veiðin ekki verið góö og reyndar
mjög slöpp. Annar veiðimaður, sem
ekki var á leið í Laxá í Dölum heldur
allt annað, gaf sig á tal við Dalaveiði-
manninn. Fóru þeir að ræða um veiði
á öðrum stöðum en í Dölunum og
vildi Dalaveiðimaðurinn ólmur selja
veiðileyfið sitt. Hinn sýndi áhuga og
ræddu þeir um stund um verðið á
veiðileyfinu. Var verðið alls ekki
hátt en allt í einu stendur Dalaveiði-
maðurinn upp og gengur út á þilfar
á Akraborginni. Þar gáir hann til
veðurs og gengur síðan íbygginn inn
aftur.
„Nei, þetta gengur bara alls ekki
með verðið,“ segir hann og bætir við:
„Það hefur dregið fyrir sólina og það
breytir öllu með verðið á veiðileyf-
inu.“
Það varð ekkert úr sölu á veiðileyf-
inu í Laxá í Dölum. -G.Bender
Fiskurinn tók
upp við bakkann
„Ég var búinn að kasta spúninum „Fiskurinn tók nokkrar rokur og
einu sinni út í lónið og í næsta kasti var svo búinn, þetta var eins og hálfs
tók bleikjan upp við bakkann," sagði punds bleikja. Það er gaman að
Sigurður Rögnvaldsson við lónið í veiða,“ sagði veiðimaðurinn ungi og
Staðarhólsá og Hvolsá í Dölum en hélt áfram að renna fyrir bleikjurn-
þar var hann að veiða með pabba ar. Ekki fengust þó fleiri til að taka
sínumogafa. agniðhjáhonum. -G.Bender
Bræðurnir Gunnar og Magnús Gunnarssynir úr Núpsá í Miðfirði.
Sigurður með bleikjuna sina sem tók spúninn hjá honum í lóninu.
DV-mynd G.Bender
Tíð dauðsföll
Skömmu eftír að útvarpið byij-
aði með dánar- og jarðarfarartil-
kynningar varð gamalli konu að
orði: „Það er meira hvað margir
deyja eftir að útvarpið kom.“
Raíneikvæöni
Á efnafræðiprófi í busabekk i
Menntaskóianum á Akureyri
voru nemendur beðnir að út-
skýra hugtakið, „rafneikvæðni“.
Ólesinn nemandi brá fyrir sig
smágríni og skrifaði:
„Rafneikvæðni er það atferli
nefnt sem fólk sýnir þegar það
fær sendan rafmagnsreikning-
inn.“
Smáfískamir
Úr ritgerð 11 ára gamals nem-
anda um hafið:
„í hafinu umhverfis ísland er
aUt fullt af risastórum smáfisk-
um.“
Höglin
Einhverju sinni gerði Guð-
mundur Karl Pétursson, læknir
við Ejórðungssjúkrahúsið á Ak-
ureyri, að sárum rjúpnaskyttu
sem dottið haföi með haglabyssu
og fengið öll höglin í sig. Eftir
aðgerðina spurði rjúpnaskyttan
Guðmund hvort hann hefði náð
öllum höglunum úr sér. Þá svar-
aði Guömundur Karl:
„Ef ég ætti að vera viss um það
góði minn yröi ég að skera þig í
sneiðar eins og rúllupylsu.“
Engin hjónabönd
Kenjóttur karl spuröi eitt sinn
kvenprest hvers vegna aldrei
heyrðist talað um giftingar í
himnaríki:
„Ætli séu nokkrir karlmenn
þar,“ svaraði prestur að bragði.
í bruggið
Maöur einn kom eitt sinn í Hag-
kaup og bað afgreiðslustúlkuna
að láta sig hafa tiu kíló af pressu-
geri.
„Þaö er ekkert smáræði,"
stundi afgreiðslustúlkan hlessa.
„Veit ég vel,“ svaraði maður-
inn, „en ég hef nú hugsað mér
að nota það svolítið í bakstur
líka.“
Finnur þú firrnn breytingai? 112
Nafn:........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í Ijós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. Fimm Úrvalsbækur að
verðmæti kr. 3.743.
2. Fimm Úrvalsbækur aö
verðmæti kr. 3.743.
Bækurnar sem er í verðlaun
heita: Á eheftu stundu, Flugan
á veggnum, í helgreipum hat-
urs, Lygi þagnarinnar og
Leikreglur. Bækurnar eru
gefnar út af Frjálsri fjölmiöl-
un.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 112
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundruð-
ustu og tíundu getraun reynd-
ust vera:
1. Erla Hreiðarsdóttir,
Heiðargerði 19, 640 Húsavík.
2. Rósa Eðvaldsdóttir,
Blömvangi 11,
220 Hafnarfirði.
Vinningarnir verða sendir
heim.