Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Page 19
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991. 19 ÁSKRIFTARSÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99*6270 - talandi dæmi um þjónustu umlíkir OPIÐ ALLAR HELGAR í SUMAR SEGLAGERÐIN ÆGIR Sækjast sér stólar, grill, borð, sólskýli og margt margt fleira. Vatnsheldir með útöndun „Ég er í losti. Ég hef raunverulega séð breska sápuóperu sem er vel skrifuð, vel leikin og fyndin.“ Þannig farast einum breskum sjón- varpsgagnrýnanda orð um þátta- röðina Birds Of Feather eða Sækj- ast sér um líkir en Sjónvarpið hefur þegar sýnt tvo þætti af röðinni. Gagnrýnandinn Jonathan King kemst að þeirri niðurstöðu að or- sökin sé sú að gert sé ráð fyrir að áhorfendur búi yfir að minnsta kosti lágmarksgreind. „Þetta virðist reyndar afar ein- falt. Bara gera eitthvað vel,“ bætir hann við. Þáttaröð þessi, sem Sjónvarpið sýnir nú þriðjudagskvöldum, fjall- ar um tvær systur sem alast upp saman við kröpp kjör í fátækra- hverfum Austur- London. Leiðir þeirra skiljast og hlutskipti þeirra í líflnu verður ólíkt. Sharon er þybbin og óásjáleg og býr í raðhúsi og er gift lötum leigubílstjóra. Hún þarf fyrir vikið að velta fyrir sér hverri krónu. Tracy systir hennar býr með forríkum eiginmanni sín- um í glæsilegu einbýlishúsi í út- hverfi og getur veitt sér flest það sem hugur hennar girnist. Báðar verða þær systur fyrir jafnmiklu áfalli þegar eiginmenn þeirra eru háðir handteknir sama daginn og stungið í steininn fyrir bankarán. Systumar standa á eigin fótum og verða að spjara sig eins og þær gerðu í æsku. Það gera þær best saman og Sharon flytur inn til Tracy. Þær takast síðan á við lífið og vandamál þess með sínum hætti. Pauhne Quirke, sem fer með hlut- verk Sharon, hóf ung að leika og varð kynnir í eigin sjónvarpsþætti þégar hún var 14 ára. Hún starfaði talsvert í sjónvarpi sem táningur og hlaut nokkurt lof fyrir en jafn- framt harða gagnrýni vegna mál- lýskunnar sem hún talaði þá og talar enn og er kennd við London. Eftir að hún komst til vits og ára hefur hún leikið fjölda hlutverka, bæði á sviði .og í kvikmyndum, m.a. í Fílamanninum og emifremur í ótöldum sjónvarpsþáttum. Linda Robson, sem leikur Tracey, hefur að mörgu leyti svipaðan feril að baki og Pauline enda þekkjast þær frá fornu fari og voru reyndar saman í barnaskóla þegar um flmm ára aldur. Þær urðu perluvinkonur og hafa síðan starfað og leikið margt saman. gönguskór, allur útilegufatnaður, Það var reyndar samleikur þeirra sjónvarpsþáttum sem hétu Shine On Harvey Moon sem leiddi til þess að ákveðið var að þróa þessa þátta- röð sérstaklega með þær í huga. Handritshöfundarnir Laurence Marks og Maurice Gran féllu fyrir þeim stallsystrum í Harvey Moon og eftirleikurinn var auðveldur því fyrstu þættirnir af Birds Of Feather nutu strax mikilla vinsælda. Systurnar, leiknar af Pauline Quirke og Lindu Robson, reyna eftir megni að spjara sig upp á eigin spýtur. TJALDVAGNAR og allt í útileguna: Tjöld, svefnpokar, himnar,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.