Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Qupperneq 21
J
LAUGARDAGUR 6. JÚLI 1991.
21
Hrafn Gunnlaugsson myndar verk forsætisráðherra:
Leit stendur yfir
að þremur pollum
„Það hefur ágætur hópur sótt um
og hann er mjög efnilegur. Ég er
svona í þann mund að finna réttu
leikarana," sagði Hrafn Gunn-
laugsson kvikmyndaleikstjóri í
samtali við helgarblað DV. Hrafn
auglýsti fyrir stuttu eftir sex og sjö
ára strákum í nýtt sjónvarpsleikrit
sem hann er að hefja tökur á. Leik-
ritið er eftir Davíö Oddsson forsæt-
isráðherra.
„Þessi hlutverk eru strembin.
Það verður því mikið á unga menn
lagt. Hlutverkin eru stór og þeir
þurfa að takast á við erfiðan hlut.
Hins vegar hef ég reynslu af að
hafa mjög unga leikara í myndum
mínum. Gottskálk Dagur Sigurðar-
son lék hjá mér í Hrafninn flýgur
hlutverk htla stráksins með hníf-
ana í lok myndarinnar þegar hann
var nýkominn úr sjö ára bekk.
Hann lék núna, sjö árum seinna,
aðalhlutverkið í Hvíta víkingnum
sem er fjögurra þátta sjónvarpsser-
ía og stór mynd sem sýnd verður í
september," sagði Hrafn'. Hann er
nýlega kominn heim eftir að hafa
unnið við þá mynd f tvö ár á er-
lendri grundu.
„Einnig var lítil stúlka, Klara íris
Vigfúsdóttir, sex ára, í myndinni í
skugga hrafnsins. Ég hef oft haft
kornunga leikara en í þessari nýju
sjónvarpsmynd eru hlutverkin
óvenjustór fyrir börnin," sagði
Hrafn ennfremur. Þess má geta að
Klara íris lék síðar í sjónvarps-
myndinni Steinbarn.
Sköpunargáfa
og úthald
- En hvað þurfa strákamir að hafa
- tökur verða á Selfossi í ágúst
til að bera?
„Það er tvennt sem listamenn
þurfa að hafa. Sköpunargáfu og
úthald. Venjulega er það úthaldið
sem ríður baggamuninn."
- Hvernig getur þú séð slíkt fyrir-
fram?
„Alhr sem sækja um æfa og leika
fyrir okkur. Við gerum prufur og
þess háttar. Sem leikstjóri æfi ég
alltaf mjög mikið með mínum lei-
kurum. Ég hef það fyrir reglu hvort
sem ég er að vinna með bömum
eða fullorðnum. Æfingar eru stöð-
ugar eftir að leikarar eru fundnir.
Þegar aö töku kemur eru hlutirnir
það vel æfðir að aðeins handverkið
er eftir og umræðunni nánast lok-
ið. Það þýðir ekki að fara í djúpar
hugleiðingar eftir að tækin em far-
in að mala.“
- Er ekki erfitt að finna þrjá góða
leikara á þessum aldri?
„Það er alltaf erfitt aö fmna þrjá
góða leikara á hvaða aldri sem þeir
eru ef maður hefur eitthvað ákveð-
ið í huga. Börn eru þannig að ef
vel tekst til þá geta þau oft náð
meiri einlægni en hæfustu menn
geta gert. Þetta er þó alltaf visst
happdrætti. Ef maður er með topp-
leikara eins og Helga Skúlason þá
veit maður að hann gerir hlutinn
eins og leikstjórinn óskar. Það get-
ur brugðið til beggja vona með
börn. Þau geta jafnvel gert betur
en maður þorir að vona.“
Viðreisnartímabil
Hrafn segist htið hafa verið á
landinu undanfarið en hann er
nýkominn heim frá París. Starfs-
fólk hans hefur verið að vinna í
undirbúningsvinnu. „Við höfum
Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjórl er ekki óvanur þvi að vinna
með börnum og sum þeirra hafa haldið áfram i leiklistinni. Nú leitar
hann að þremur litlum strákum í nýja sjónvarpsmynd eftir Davíð Odds-
son.
verið að reyna að finna þessu verki
stað, tíma og rúm. Erfiðleikarnir
að búa til árið 1950 er að sá tími
er mjög nærri okkur. Það muna
allir hvernig hann var. Víkinga-
tímabilið er auðveldara vegna þess
að enginn man hvernig var á þeim
tíma.“
Hrafn segir að leikritið gerist
skömmu fyrir síðustu viðreisnar-
stjórn. Hann vildi ekki segja um
hvað leikritið fjahar. „Eins og allir
vita þá var fyrri viðreisn sú ríkis-
stjórn sem kippti landinu inn í
nútímann."
- Er þetta ævisaga Davíðs Odds-
sonar?
„Þaö er hann sem skrifar leikritið
og ég hugsa að hann byggi þetta á
einhveijum minningum úr æsku.
En þetta er skáldskapur."
Hrafn segist ekki vita hvenær
sjónvarpsáhorfendur fái að sjá
verkið. „Ég kem til með að skila
þessu síðari hluta árs og síðan
verður ákveðið hvenær leikritið
verður sett á dagskrá."
- Hvar verður leikritið tekið?
„Ef okkur verður jafnvel tekið og
mér sýnist á Selfossi þá munum
við taka það þar að meira eða
minna leyti. Tökur hefjast fyrsta
virka dag eftir verslunarmanna-
helgi. Við vonumst tíl að vera búin
að fmna alla leikara í næstu viku.
Tímann verður að nota til æfinga,"
sagði Hrafn Gunnlaugsson.
- En eiga strákar, sem ekki sáu
auglýsinguna, kost á prufutöku eða
er það orðið of seint?
„Það er ahtaf von. Þá geta þeir
haft samband við framkvæmda-
stjórann, Kristján Þórð Hrafnsson,
samkvæmt auglýsingunni."
-ELA
ÞUNGAFLUTNINGAR
DUGGUVOGI 2
S. 814411
RALLY
Sunnudag 7. júlí
v/Krí su víkur veg
Undankeppni kl. 12.30
Úrslitakeppni kl. 14.00
YFIR 50 BÍLAR SKRÁÐIR
iALLY
VCROSS
;i KLUBBURINN