Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991. Sérstæö sakamál Konur gáfu gjarnan auga sjó- manninum myndarlega sem naut athygli þeirra og notfæröi sér þaö oft til aö halda fram hjá konunni sinni. Hann varð hins vegar bál- reiður ef aörir menn gáfu konunni hans hýrt auga. Loks fannst henni nóg komiö, bæöi af ótryggð hans og afbrýðisemi, og hún fór fram á skilnað. Símtaliö Þótt Oscar Hölblinger stýrimaður væri sárreiöur tókst honum aö dylja reiöina þegar konan hans, Karin, sagði honum frá því í sím- ann aö hún væri orðin þreytt á ein- verunni í landi og vildi fá skilnaö. „Nú, þaö er þá ekkert við því að gera,“ sagöi hann. „Ef þú vilt skiln- að færöu skilnað.“ Oröin komu konu hans næstum úr jafnvægi. Hún hafði aldrei látiö sér til hugar koma að hann félhst möglunarlaust á skilnað. Hann sem ætíö var viö aö missa stjóm á sér ef annar maður svo mikið sem leit á hana. Karin vissi hins vegar ekki að þegar hún nefndi orðið „skilnað- ur“ var hún að kalla yfir sig dóm því að Oscar var staðráðinn í því að hún færi ekki frá honum nema á einn hátt, í líkklæðum. Tilhugsunin um að konan hans færi að vera með öðrum mönnum var honum um megn. Enginn skyldi fá að snerta hana. Hin fagra Karin var hans eða einskis manns. Það skipti hann minna máh þótt hann heimsækti gleðikvennahúsin í hafnarborgunum sem hann kom til. Það geröi hann líka bara til að draga úr lönguninni í að vera með Karin. Þannig afsakaði hann að minnsta kosti framhjáhaldið fyrir sér. í land og heim Símtahð örlagaríka hafði fariö fram þegar Oscar var á hafi úti. Að því loknu ákvað hann að afskrá sig og fara í land í næstu höfn og þaö gerði hann. Og þegar skipið lagði að bryggju í Hong Kong efndi hann það heit sitt. Hann keypti sér þar flugfarseðil og hélt heim til Vínarborgar, höfuðborgar Austur- ríkis. En hann hélt ekki beint heim til Karin þegar hann kom þangað. Þess í stað fékk hann sér herbergi á gistihúsi en fór síðan til vopna- sala og keypti sér riffil. Oscar Hölblinger var tuttugu og níu ára og hafði verið tíu ár til sjós þegar hann kynntist Karin Rinnho- fer. Þá var hún tuttugu og tveggja ára. Hann sá hana fyrst þar sem hún vann í þvottahúsi en þangað kom hann með óhrein föt þegar hann var í landi. Karin fannst hann myndarlegur og leit svo á að hann yrði góður eiginmaður. Oscar leist sömuleiðs vel á Karin og þau urðu afar ástfangin. Eftir að þau höfðu þekkst í þrjá mánuði gengu þau í hjónaband. Brúðkaupsferðin Eftir brúðkaupið héldu ungu hjónin í langt ferðalag því að Oscar hafði ákveðið að taka Karin með sér á skipinu. í fyrstu gekk allt vel en svo fór það að fara í taugamar á Oscar aö skipsfélagar hans gáfu Karin hýrt auga. Þá fór hann að finna til ófrelsis því aö hann gat ekki farið með félögunum í land á kvöldin þegar þeir fóru að skemmta sér, oft á stöðum sem vafasamt orð fór af. Loks fór svo að Oscar setti Karin í land. Um hríð gekk allt vel. En svo komu upp vandamál í sambúð- inni og þau fóru vaxandi með tím- anum. Oscar fór að efast um aö Karin væri honum trú meðan hann var á sjó og henni varð ljóst að hann var sjúklega afbrýðisamur. Karin. Oscar. réttarsalnum. Hann hringdi stöðugt til hennar af skipinu, hvar sem það var statt, eða þá úr landi þegar hann kom í höfn. Ævinlega spurði hann hana spjörunum úr um samband hennar við annað fólk og oft spurði hann hana beinlínis að því hvort hún væri með öðrum mönnum. Hefði mátt halda að það væri hún en ekki hann sem legði það í vana sinn að fara á staði þar sem fólk meö vafasamt siðferði leitaði viðskipta- vina. „Lofaðu mér því" Það var einkum þegar Oscar haföi verið með öðrum konum, ekki síst þeim sem seldu bhðu sína í hafnarhverfum, að hann fann þörf til að hringja í konu sína og áminna hana um trúfesti. „Þú verður að lofa mér því, Karin, að vera ekki með öðrum mönnum," sagði hann oftar en einu sinni þeg- ar þannig stóð á. Og í hvert sinn hét hún honum því að vera hónum trú. Loks var svo komiö aö henni fannst eiginmaðurinn sem lítið barn sem þyrfti stöðugt að fá um það yfirlýsingar að hún elskaði hann. Karin haföi í fyrstu dálítið gaman af þessum samtölum en þegar henni varð ljóst að afbrýðisemi hans var sjúkleg og að hann var með þeim konum sem hugurinn stóð til þegar hann var í erlendri höfn fór hún að kvíða fyrir sím- tölunum við hann. „Ég á eiginmann sem er aldrei heima,“ sagði Karin við vinkonur sínar. „Það er í rauninni verra en að vera ekkja því að þótt ég sitji heima er ég alltaf sökuð um að vera ótrú.“ Loks kom þar að Karin sótti um skilnað, eins og fyrr segir. Henni fannst hún of ung til að lifa á þenn- an hátt. Hún sótti eyðublöð svo að hún gæti fyllt þau út meðan Oscar væri að heiman. Hann gæti svo skrifaö undir þau þegar hann kæmi og þá fengi hún skilnaðinn fyrr en ella. Ástæðuna til þess að hún fór fram á skilnað sagði hún vera „langvarandi og djúpstæðan ágreining". Oscar leggur af stað heim til sín Karin fannst sér létt þegar hún hafði fyllt út eyðublöðin. Nú þyrfti hún aðeins að bíða eftir því að Osc- ar kæmi heim og þá yrði vandi hennar á enda. Aftur yrði hún frjáls og gæti nú tekið að skipu- leggja framtíðina, enda hafði hún heitið sér því að hún skyldi fram- vegis láta skynsemina ráða. Undir niðri var Karin þó dálítið óstyrk. Það var sem hún hefði aldrei sann- færst um að Oscar væri alvara þeg- ar hann talaði um að veita henni skilnaöinn. Hún vissi þó ekki hvaö hann haföi í huga. Þegar Oscar Hölbhnger var kom- inn til Vínarborgar og hafði verið Ritfillinn. Skotgat á sjúkrabilnum. í gistihúsinu í allnokkum tíma haföi hann ákveðið hvernig hann ætlaði að ráða Karin af dögum. Og daginn sem hún hefði átt von á honum, hefði hann ekki farið af skipinu í Hong Kong, fór hann af gistihúsinu og fékk sér hádegismat í veitingahúsi skammt frá íbúð þeirra hjóna. Á meðan hann sat að snæðingi sat Karin heima hjá sér með tveimur vinkonum sínum því að hún hafði komist að því að hún hefði ekki hugrekki til aö mæta Oscari ein. Vinkonurnar þijár höföu setið um hríð og spjallað saman þegar Oscar Hölbhnger lauk við hádegis- matinn sinn, greiddi reikninginn, stóð á*fætur og lagði af stað heim til Karin. Skothríðin Með riffilinn í umbúðum, sem duldu innihaldiö, gekk hann að húsinu sem þau hjón bjuggu í. Hann haföi lykil en kaus að nota hann ekki. Þess í stað hringdi hann dyrabjöllunni. Karin, sem var orð- in æði óstyrk þegar hér var komið, fór til dyra. Hún hafði varla opnað þær þegar vinkonur hennar tvær heyrðu skelfingaróp hennar. Um leið ruddist Oscar inn með riffilinn í höndunum. Karin hljóp nú inn í íbúðina eins hratt og hún gat og tók stefnuna á bakdyrnar, umlukin kúlnaregni úr hríðskotariffiinum. Hún fékk kúlu í handlegginn og aðra í bakið en vinkonum hennar tveimur tókst aö komast út ómeiddar. Oscar Hölblinger stýrimaður hafði þó ekki hugsað sér að þær slyppu svo létt. Hann hljóp á eftir þeim út á götuna. Þá hélt hann að Karin heföi líka komist undan og vissi ekki að hún lá særð úti í garði. Vinkonurnar tvær komust hins vegar í almenningssíma og hringdu á sjúkrabíl. Oscar var afar reiður yfir því að Karin skyldi hafa komist undan. Og það skyldi ekki fara fram hjá neinum. Þegar sjúkrabílhnn kom fór hann því að skjóta á hann og skelfdur læknir og tvær hjúkrun- arkonur urðu að kasta sér á bílgólf- ið til að komast hjá því að verða fyrir skotum. Fyrir það sem síðar var nefnt kraftaverk sluppu þau öll þrjú ómeidd. Leikslok Lögreglan haföi nú verið kvödd til og þegar hún kom hörfaði Oscar inn í íbúð þeirra hjóna og skaut á alla sem reyndu að koma nærri henni. Þá vissi hann enn ekki að kona hans lá særð úti í garöi og leikur enginn vafi á að það varð henni til lífs. Þegar ljóst varð að lögreglunni tækist ekki að koma vitinu fyrir Oscar var haft samband við náinn vin hans sem gat að lokum talið hann á aö kasta frá sér vopninu og gefa sig fram. Kom hann með hend- ur fyrir ofan höfuð út úr íbúðinni. Þegar Oscar Hölblinger stóð í réttinum og skyldi svara til saka fyrir það sem hann hafði gert kom það honum greinilega á óvart að kona hans, sem hann var meðal annars ákærður fyrir aö hafa ætlað sér að ráöa af dögum, skyldi ekki vera í réttarsalnum. Karin hafði hins vegar rætt við yfirvöldin áður en til réttarhald- anna kom og farið fram á að sér yrði hlíft við því að vera viðstödd. Bar hún við hræðslu og þótti ljóst að hún segði satt. Ástand hennar eftir atburðinn var slíkt að í hvert sinn sem hún heyröi nafn Oscars nefnt fór um hana alla skjálfti sem hún réð ekki við. Vöm Oscars var aðallega í því fólgin að segja að það sem hann hefði gert hefði hann gert vegna brennandi ástar á konu sinni. Réttarhöldin fengu nokkuð sér- stakan endi því dómurinn yfir Osc- ari Hölblinger varð ekki eins þung- ur og sumir höföu látið sér til hug- ar koma. Hann var dæmdur til þriggja ára dvaiar og meðferðar á geðsjúkrahúsi. Var ljóst að í lok þess tíma fengi hann frelsið aftur. Karin fékk enn eitt skjálftakastið þegar hún heyrði hver dómurinn hafði orðiö. Hún virtist skelfd yfir að Oscar, eiginmaðurinn afbrýði- sami og ofstopafulli, sem haföi ætl- að stytta henni og vinkonum henn- ar aldur, skyldi sleppa með svo létt- an dóm. „Það hefði átt aö loka hann inni til æviloka," sagði Karin. „Nú fær hann frelsið aftur og getur far- ið að eitra líf annarra."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.