Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Side 27
LÁtíGÁRfoAGtt'ft tí. 'JOLf fið9l] 39 Fékkstu vitrun, Hallgrímur? - Hallgrímur gekk hefðbundinn menntaveg í læknisfræði og útskrif- aðist frá Háskóla íslands 1976 og fékk almennt lækningaleyfl 1979. Hann fór í frekara nám til Gautaborgar og lagði stund á deyfingar og svæfinga- lækningar. Hvenær á ferbnum kynntist hann þessum óhefðbundnu skoðunum og er hægt að segja að orðið hafi þáttaskil á hans ferli að þessu leyti? „Þetta kom nú hægt og rólega," segir Hallgrímur. „Ég kynntist nál- arstunguaðferð í Svíþjóð vegna míns sérnáms. Síðan sá ég að það í sjálfu sér var engin lausn og hélt áfram að grúska og kynna mér þessi mál. Það er fyrst og fremst fróðleiksþörf. Sem betur fer hefur aukist mjög framboð á lesefni á síðustu árum. Ef við horfum á sársauka sem slík- an þá er hægt að leiða að því rök að hann stafi í flestum tilfellum af súr- efnisskorti. Líkami mannsins er að 70% vatn og vatn er að massa til 85% súrefni þannig að súrefni er mikill hluti af okkur. Nýir ávextir inni- halda gífurlega mikið vatn og sömu- leiðis allt kolefni sem er stór hluti kornmetis. Þetta er sú fæða sem kemur okkur að bestum notum. Eggjahvíta inniheldur 25% súrefni og fita um 12%. Kannski sýnir þetta að mataræði getur haft áhrif á verki og þá erum við að tala um fyribyggj- andi aðgerðir. Við erum vatn Við erum vatn að stórum hluta. Viö íslendingar eigum besta vatn í heim og því ættum við að vera að drekka alla þessa gosdrykki, djús og þvílíkt? Allur þessi matur, sem við drekkum, er dauður matur og líkam- inn þarf að nota sín efnahvörf til þess að búa til vatn úr þessu. Þess vegna er ekki sama hvaða vökvi er. Ef við borðum lifandi súrefnisríkan mat þá getum við haft áhrif á verki. Viö erum ein heild og þess vegna getum við ekki fullyrt að ef eitt líf- færi kemur með einhver sjúkdóms- einkenni að þá sé ekki allur líkaminn undirlagður. Sjúkdómar eða heilsu- leysi hljóta að vera afleiðing af því að við höfum brotiö þau lögmál sem við eigum að fylgja. Við verðum að hfa á jörðinni eins og grasið og trén og dýrin. En við eigum að vera herr- ar sköpunarverksins því Guð skap- aði okkur í sinni mynd. Ef við erum vond við jörðina og hugsum illa um hana þá kemur það niður á okkur sjálfum." Varðar ekki um álitannarra lækna - Hvernig hafa aðrir læknar tekið skoðunum af þessu tagi? „Þetta eru mínar persónulegu skoðanir," segir Hallgrímur. „Mig varðar í sjálfu sér ekkert um álit annarra á þeim.“ - Líturþúáþigsemhlutaafnýaldar- hreyfingunni svokölluðu? „Sá skilningur sem ég vil leggja í það er að treysta sér til að taka eigin ákvarðanir en, já, ég lít á mig sem hluta af þessum breytta hugsunar- hætti. Við verðum að leyfa einstakl- ingseðhnu að blómstra og leyfa okk- ur að hafa skoðanir í friði þótt þær stangist á við viðteknar skoðanir. Ég ht svo á að við séum að snúa af þeirri braut sem við höfum verið á og höfum uppgötvað að er röng. Sannleikurinn er sá sami og var fyr- ir 2.000 árum en hann er kannski enn bitrari í dag en þá,“ segir Hallgrímur og er þungbúinn. Erum á rangri braut „Ég tel að við íslendingar séum á rangri braut. Við erum að reyna að selja hreina ímynd landsins á sama tíma og við viljum koma því svo fyr- ir að það fyrsta sem ferðamenn sjái verði tvö álver og stálbræðsla við komuna til landsins. Nýtt álver mun spúa 200 þúsund tonnum af koltví- sýringi á ári.“ Sagan um apana - Þótt Hallgrímur virðist láta sér í léttu rúmi hggja að vera í andstöðu Við erum það sem við borðum. við stéttarbræður sína og dálítið á skjön við embætti landlæknis þá hlýtur sú spurning að vakna til hvers sé barist. Hallgrímur svarar með því að segja söguna af apahópi á eyjum við Japan sem vísindamenn voru að fylgjast með þegar einum apanum datt í hug að auka fjölbreytni í fæðuvali hóps- ins með nýjum rótarávexti. Apinn datt niður á þá aðferð að þvo ávöxt- inn áður en hann borðaði hann. Áður en varði voru allir apamir farnir að þvo matinn sinn, ekki bara þeir sem lifðu á þessari tilteknu eyju heldur einnig á nærliggjandi eyjum. Fyrst tóku þeir yngri það upp en hinir eldri síöast. „Þeir eru komnir 99 og sá hundrað- asti kemur á morgun," segir Hall- grímur heimspekhega og vhl með þessu meina að hugmyndir hans hafi sáð frækomum í huga fólks sem vaxi þar og dafni. „Skoðanir verða að fá að vera til í friði og dafna óáreittar. Þörf fólksins er augljós. Það er fuht út úr dyrum á jóganámskeiðum og alls staðar eru ahir að leita. Þetta tekur fólk mis- langan tíma.“ Hvernig geðrannsókn? Hahgrímur neitar að lýsa þeirri geðrannsókn sem hann fór í að beiðni landlæknis en eftir því sem DV kemst næst felur slík rannsókn í sér tvær eða fleiri heimsóknir th geðlæknis eftir atvikum og próf af ýmsu tagi. Er slíkt heppileg aöferð th þess að sannreyna geðheilsu manna? „Ég er ekki dómbær um það,“ segir Hahgrímur og brosir þreytulega. Betra að vera skítugur að utan en innan Eitt af því sem Hahgrímur hefur vakið athygh fyrir er persónulegt hreinlæti hans en hann notar næst- um enga sápu og aldrei sjampó í hár- ið. Hvernig stóð á því að hann tók upp þessa siði? „Ég hef haft þennan sið í meira en ár,“ segir Hallgrímur og hrosir. „Þetta átti í rauninni aldrei að kom- ast upp og í fjölmiðlum hefur verið dregin upp frekar neikvæö mynd af þessu. Staðreyndin er sú að ég tel að vatn- ið, sem er svo stór hluti af okkur, sé nóg th þess að halda okkur hreinum. Mér líður mun betur eftir að ég tók upp þessa siði. Ég fer í sund á hverj- um degi og þvæ mér í vatni. Ég tel að óhófleg sápunotkun nútíma- mannsins sé sprottin af hreinlætis- þörf sem vaknar vegna þess að okkur finnst við vera óhrein. Það er vegna þess að við erum óhrein hið innra og húðin er hluti af hkamanum en ekki eitthvert hylki og okkur finnst við vera óhrein vegna þess hvað við borðum. Þetta er í rauninni aðeins hluti af breyttum lífsháttum. Það er ekki nóg að reyna að hemja mengun frá bílum en halda áfram að fylla sjó- inn með mengandi sápusamböndum. Sá sem vhl halda umhverfi sínu raunverulega hreinu veröur að hugsa um hveija hreyfingu og aht sem veldur mengun verður að end- urskoða. Jónas Kristjánsson sagöi að það væri betra aö stunda smávegis sóða- skap hið ytra en vera fullur af skít hið innra,“ segir Hahgrímur að lok- um. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.